Þjóðólfur

Útgáva

Þjóðólfur - 24.08.1942, Síða 2

Þjóðólfur - 24.08.1942, Síða 2
2 ÞJÓÐÖLFUR JÓN ÓLAFSSON: Gengismálíð og dýrtíðín Mánudagurinn 24. ágúst 1942. Ritstjóri: Valdimar Jóhannss&n Ritstjórn: S^ólaVörÖustíg 3. Sími 4964 Á BAUGI SPURNINGAR SEM EKKI VERÐUR VIKIZT UNDAN AÐ SVARA. AÐ er talið ekki óvarlega á- ætlað, að á komandi hausti verði um eitt þúsund fjölskyld- ur og einstaklingar vegalausir í Reykjavík. Þó að menn setji hljóða yfir slikum staðreynd- um, þá fer því víðs fjarri að unnt sé að gera sér þess nokkra tæmandi grein, hvílíkar hörm- ungar eru búnar hinu húsvilta fólki. Eða hver kannar barns- hugann? Hver skilur tilfinning- ar móðurinnar? Og hver treyst- ir sér til að setja sig í spor heimilisföðurins, sem hefur enga möguleika til að uppfylla hinar frumstæðustu þarfir skylduliðs síns, að veita því húsaskjól? Er það á færi nokk- urs annars en þess, er sjálfur hefur í þessar raunir ratað, að gera sér til fulls grein fyrir á- stæðum þess fólks, sem er dæmt til vegalausrar hrakn- ingstilveru? Þak yfir höfuðið er hin frum- stæðasta lífsnauðsyn, næst sjálfri fæöunni. Það er því meira en lítið alvörumál, þeg- ar þeir einstaklingar, sem ekki eiga völ á húsaskjóli, skipta þúsundum í ekki stærri bæ en Reykjavík, án þess að hamfar- ir náttúruaflanna, hernaðarað- gerðir eða aðrir slíkir atburðir, hafi lagt í rústir verulegan hluta af byggingum í bænum. Sú staðreynd veitir ekkert færi til undanbragða. Hún knýr á um skýringar og úrlausnarráð. Ein spurningin fæðir aðra af sér. Hvernig stendur á því, að fólk er húsnæðislaust? Hvað er hægt að gera? Hverjum ber að leysa vanda þessa fólks? Það verður ekki vikist undan að svara þessum spurningum, svo timabærar sem þær eru. HÚSNÆÐISMÁL AL- MENNINGS. Meðal frumstæðra þjóða rísa ckki vandamál í sambandi við húsakost. Menn gera sér ó- vandaða kofa eða hafast jafn- vel við í tjöldum. Slík húsa- kynni er öllum í lófa lagið að veita sér. Það hafa allir sömu aðstöðu og sömu möguleika til að veita sér þak yfir höfuðið. í borgum hinna svokölluðu menningarþjóða er viðhorfið gerbreytt. Við þurfum ekki að leita út yfir takmörk hins ís- lenzka höfuðstaðar til að ganga úr skugga um það. Nokkrir tug- ir manna í Reykjavík hafa að- stöðu til að hafast við í 8—10 herbergja „luxus“byggingum, er þeir reisa af eigin ramleik á rúmgóðum lóðum meðfram götum, sem lagðar eru fyrir eyri ekkjunnar og pening hins fátæka manns. En allur þorri íbúanna getur ekki byggt yfir sig sjálfur. Það er því engin trygging fyrir því, að almenn- ingur eigi völ á viðunandi hús- næði, enda sjást þess nægilega glögg merki nú, þegar þúsund- ir af íbúum bæjarins eiga hvergi höfði sínu að að halla fremur en landflótta fólk. Af þessu má það augljóst verða, að húsnæðismálin geta ekki verið einkamál einstakling- anna. Þau verður að leysa með félagslegu átaki, er miði að því að tryggja liverjum einasta manni boðlega vistarveru. HVERNIG Á AÐ BYGGJA BORGIR? En þetta er ekki eina ástæð- an fyrir því, að húsnæðismálin ber að leysa með félagslegu á- taki. Auk þess sem einstakl- ingunum er yfirleitt um megn að sjá sér fyrir húsakynnum af eigin ramleik, þá má engan veginn láta skeika að sköpuðu um það, hvernig bæirnir byggj- ast upp. Það er óhjákvæmileg nauðsyn að þeir taki yfir sem afmarkaðast svæði. Ella verður óbærilegt að rísa undir kostn- aði við gatna- og holræsagerð. í Reykjavík horfir málið þann- ig, að meðfram ýmsum helztu umferðargötum bæjarins standa á strjálingi einlyftir húskofar, sem borgararnir hafa af eigin ramleik brotizt í að reisa yfir sig. Jafnframt þenst bærinn út um holt og móa. Fjármagn skortir til að færa út gatnakerfið og halda því við í samræmi við hinar síauknu þarfir. En meðan þessu fer fram er lóðarýmið inni* í bænum ná- lega ónotað, móts við það, sem verið gæti. Ef bærinn væri byggður upp á skipulegan hátt, t. d. af öfl- ugum byggingafélögum, sem störfuðu undir forsjá bæjaryf- irvaldanna, mundi verða horf- ið að því að reisa samfelldar stórbyggingar í heilum bæjar- hverfum. Yrðu íbúðir í slíkum sambyggingum síðan leigðar eða seldar einstaklingunum. Hins vegar mundi svo þeim, er hefðu möguleika og löngun til að reisa yfir sig einbýlishús á rúmgóðum lóðum, gefinn kost- ur á því. En það er skýlaus réttlætiskrafa, að sú mikla gatnagerð, sem slík hverfi út- heimta, sé algerlega borin uppi af húseignunum. Það er sið- leysi að skattleggja það fólk, er af efnahagslegum ástæðum er neytt til að hafst við í þétt- býlinu í hjarta bæjarins, í þágu þeirra, sem liafa möguleika til að búa í „luxus“byggingum á rúmgóðum lóðum. Húsakostur- inn í bænum á að bera uppi allan kostnað við lagningu og viðhald gatna í réttu lilutfalli við þörf sína til gatnanna. Það er algerlega úrelt og óréttlátt fonn, að taka þann kostnað með nefskatti. Með þeirri aðferð er sótt fé í vasa þeirra, sem ekki eiga völ á litilmótlegasta þaki yfir höfuðið, til að leggja götur meðfram „villum“ efnamann- Framhald á 4. síðu 127. tbl. Þjóðólfs birti ég grein, er ég nefndi „Gengismálið árið 1939“, og er þessi grein framhald hennar. í þeirri grein benti ég á, að engin fagleg óvilhöll rannsókn hefði farið fram í gengismálinu, áður en Alþingi ákvað gengis- lækkun með lögum nr. 10, 4. apríl 1939. Fagleg óvilhöll rannsókn. Til þess að framkvæma slíka rannsókn hefði þurft að skipa nefnd, samsetta af hinum færustu hagfræðingum, sem vér áttum völ á, og reyndum fjár- málamönnum, sem ekki höfðu sjálfir hagsmuna að gæta í lausn málsins, hvorki fjárhags- lega né pólitiskt. Slík nefnd hefði átt að hafa það hlutverk að rannsaka fjárhagsástandið og allar úrlausnir, sem til mála gátu komið og gera grein fyrir kostum þeirra og löstum og velja síðan þá eða þær lausnir, sem ætla mætti að samrýmdust bezt heill alþjóðar. Úrlausnir eftir sérhagsmunum. í stað óvilhallrar rannsóknar var málið afgreitt eftir sérhags- munum. Mönnum er enn í fersku minni hinar miklu deilur í blöð um og á Alþingi um skuldasöfn- un h.f. Kveldúlfs, þegar talið var að miklum hluta sparifjár landsmanna væri stefnt í voða með óhæfilegum útlánum til þess félags frá Landsbanka Is- lands. Gengislækkunin hafði í för með sér geysimikla eigna- aukningu fyrir h.f. Kveldúlf og vissulega miklu meiri en fyrir nokkurt annað einstakt félag á fslandi. Er ekki ósennilegt að hana hafi mátt telja í milljón- um. Af því verður ljóst, að Ólaf- ur Thors, núverandi forsætisráð herra, gat ekki talizt óvilhallur maður í dómi um þetta mál. Það er vitað, að hann er ráð- andi í Sálfstæðisflokknum og má ætla að hann hafi ráðið af- stöðu þess flokks. Þó voru ekki fáir þingmenn Sjálfstæðisflokks ins andvígir gengislækkun. Hafa þeir sennilega talið sig málsvara launþega og sparifjár eigenda þeirra, sem í flokkn- um voru og hart urðu úti við gengislækkunina. En þegar einn úr þeirra hópi fékk sæti í „Þjóðstjórninni“, þá þagnaði andstæðan skyndilega. Annar hagsmunaflokkurinn er Framsóknarflokkurinn með Samband ísl. Samvinnfélaga. Það félag átti miklar eignir, fastar og lausar, vörubirgðir o. fl. og skuldaði jafnframt mikið. Eftir sömu reglu og áð- ur, var eignaaukning hjá því félagi og verður því vart unnt að reikna forráðamenn Fram- sóknarflokksins óvilhalla í þessu máli. Síðast er Alþýðuflokkurinn. Eftir afstöðu hans í þjóðfélag- inu, mætti búast við því, að hann héldi uppi hagsmuna- baráttu fyrir launamenn og sparifjáreigendur, en hvað skeði? Hann fórnaði hagsmun- um þeirra fyrir ráðherrasæti í „Þjóðstjórninni“. Það hefði mátt búast við harðri mót- spyrnu af hálfu foringja Al- þýðuflokksins gegn gengislækk- un, en hefði sá flokkur haft ábyrgum og sjálfstætt hugsandi mönnum á að skipa, þá hefði átt að koma frá þeim nýti- legar tillögur til úrlausnar vandamálsins. Neikvæðar stefn- ur og neikvæð andstaða gagn- ar ekki, þegar úrlausnir þarf að finna. Óháður úrskurður. Þetta gefur tilefni til að spyrja: Hvar ættum vér að vænta óvilhallra ráðlegginga og dóma um fjármál vor og gengismál? Miðað við þær stofnanir, sem nú eru til hér á landi ætti svarið að vera: Frá Landsbanka íslands. Það er þjóðbanki vor og seðlabanki. Það væri og í samræmi við þróun í þessum málum meðal annarra þjóða, að höfuðlínurnar í fjármálum og gengismálum væru dregnar af þeirri stofnun. Hvernig hefur verið fyrir þessu séð? Landsbankanum stjórna bankastjórn og banka- ráð. Ef dæma ætti þá bankastjórn, sem fór með framkvæmda- stjórn bankans fyrir árið 1939, eftir útlánum þeim, sem kunn eru frá Kveldúlfsmálunum á Alþingi, þá verður ekki annað sagt en að verkin tali nægilega skýrt. Meira þarf ekki um hana að segja. Vel getur ver- ið, að sú bankastjórn, sem nú situr, væri vanda sínum vax- in, en Alþingi sá fyrir því, að taka alla ábyrgð á gengisskrán- ingu af bankastjórninni með áðurgreindum lögum frá 4. apríl 1939. Þá er bankaráðið. Lands- bankanefnd kýs fjóra menn í bankaráð, en ráðherra sá, er fer með bankamál, þann fimmta, og er hann formaður. (Sbr. lög um Landsbanka ís- lands nr. 10, 1928). Síðan 1938 hafa þessir menn setið í banka- ráði Landsbankans: Jón Árna- son, framkvæmdarstjóri Sam- bandsins, skipaður af ráðherra; Magnús Jónsson, guðfræðipró- fessor, núverandi ráðherra; Ól- afur Thors, núverandi forsætis- ráðherra; Jónas Jónsson, skóla- stjóri, alþingismaður, og Jón- as Guðmundsson, fyrv, alþing- ismaður, er mun vera umboðs- maður Alþýðuflokksins. Það er áberandi, að allir þess- ir menn eru ýmist fjárhagslega eða pólitískt, eða hvorttveggja í senn, þannig settir, að þeir ættu ekki að vera í bankaráð- inu. Það er óráðlegt að leyfa setu í bankaráði Landsbankans mönnum, sem stjórna fyrirtækj- um eða hafa hagsmuna að gæta í fyrirtækjum, sem þurfa mjög á veltufé bankans að halda og í öðru lagi mönn- um, sem eru ráðamenn eða umboðsmenn pólitískra flokka. Þegar á reynir og úrskurða þarf fjárhagsmál, sem bankan- um við kemur, en kunna jafn- framt að snerta hagsmuni þess- ara manna eða afstöðu flokks þeirra, þá eru þeir ekki óháð- ir um afstöðu sína til slíkra mála. Vér höfum á að skipa nægilega mörgum góðum og greindum mönnum, hagfræð- ingum ag þaulreyndum fjár- sýslumönnum, sem hvorki þurfa að leita verulega til bank- ans um útlán né binda sig pólitískum böndum, til þess að skipa bankaráð. í því sambandi má t. d. nefna að forstjóri hag- stofu íslands er reyndur hag- fræðingur, sem nýtur almenns trausts. Slíkur maður mundi vera alveg óvilhallur og taka sínar afstöður til mála eftir því, sem þekking hans og reynsla gæfi tilefni 'til. Enn- fremur eigum vér menn með sérmenntun í tryggingamálum, sem starfa að þeim og mundu sumir þeirra vera vel fallnir til slíks. Það væri æskilegt, að í fram- tíðinni yrði vali í bankaráð Landsbanka íslands hagað þannig, að þar væru óvilhall- ir menn, en ekki stærstu við- skiptamenn bankans og pólit- iskir forráðamenn, eða um- boðsmenn pólitiskra flokka. Viðhorfið út á við. Fyrri hluta ársins 1939 leit mjög ófriðlega út í heiminum. Almennt mátti búast við, að ófriður brytist út þá og þeg- ar. Pólitiskir leiðtogar hér á landi hafa við einstaka tæki- færi látið í ljós, að „Þjóðstjórn- in“ hafi meðal annars verið sett á laggirnar vegna hins ískyggilega ástands í heimin- um. Þá geta þeir ekki hafa átt við annað en ófriðarhorfurn- ar. Þetta er mjög eftirtektar- vert. Það er sem sé staðreynd, að eitt hið mesta vandamál í fjármálum, þegar ófrið ber að höndum, er að halda uppi kaup- mætti peninganna. Gengisfell- ing er því eitthvert alvitlaus- asta tiltæki, sem unnt er að grípa til, þegar ófriður er í að- sigi. Ef mönnunum var þetta ljóst, þá er hreint sagt óskilj-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.