Þjóðólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðólfur - 24.08.1942, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 24.08.1942, Qupperneq 3
 ÞJ ÓÐÓLFUR 3 anlegt, að þet.: skyldi verða gert. Síðari aðgerðir. Látum vera, að gengislækkun- in væri framkvæmd í byrjun apríl 1939, en ófriðurinn brauzt út tæpum fimm mánuðum síð- ar. Þá var ekki lengur vafi. Þá var verðlag yfirleitt ekki hækk að svo mikið eftir gengislækk- unina að ekki hefði verið sjálf- sagt að taka til athugunar strax að hækka gengið aftur og búa sig þannig undir óveðr- ið, sem hlaut að snerta okkur á þann hátt, að allt verðlag hækkaði. Þar sem gengið var lögákveð- ið, varð nú ríkisstjórnin eða Alþingi að ráða breytingum á því. Nú hefði mátt búast við, að ráðherra Alþýðuflokksins hefði rumskað og jafnvel ráðherra hinna óánægðu innan Sjálfstæð- isflokksins. En ekkert heyrð- ist frá þessum herrum um geng- ishækkun. Þá hefði einnig mátt búast við því að hagfræðingur Alþýðuflokksins, sem svo mjög lét til sín heyra við síðustu kosningar, hefði séð og bent á möguleikana. En ekkert gerðist. Það var ekki fyrr en allt var komið 1 öngþveiti, sem þessir menn létu til sín heyra. Síðar komu ýmis tækifæri, t. d. sumarið 1940. Um það hefur áður verið ritað hér í blaðinu og vil ég eigi fara frekara út í það. Þar sem gengi íslenzkrar krónu var ákveðið með lögum 4. apríl 1939 og með lögum nr. 50, 18. september 1939 og síðari uppprentun á þeim ákvæðum, er hér að leita t. d. 1. nr. 51, 12. febr. 1940, þá varð genginu ekki breytt nema með lögum. Frá 4. apríl 1939 er Alþingi því eini aðilinn, er breytt getur gengi íslenzkrar krónu. Er þetta æskilegt? Hefur Al- þingi haldið svo á gengismálinu sem skyldi, þann tíma, er geng- ið hefur verið lögákveðið? Hafa hinir pólitisku ráðherrar gætt hagsmuna alþjóðar um þessi mál? Almenningur hefur gott af að svara þessum spurningum sjálfur. Við getum verið ásáttir um eitt og það er það, að við höfum lifað við pólitiskt gengi síðan 4. ápríl 1939. Það má slá því föstu, að vér höfum enga stofnun, sem fari með gengismál vor af-þekkingu og óhlutdrægni, fjárhagslega og pólitiskt. Áhrif gengislækkunarinnar. 1. Á afkomu útgerðarinnar. Á það var bent í fyrri grein, að gengislækkun mundi verða lít- il hjálp fyrir rekstursafkomu útgerðarinnar eins og þá stóðu sakir. Þetta byggðist á því, að • sala á fiski var þá svo treg og verð svo lágt, að afgangur varð oftast lítill eða enginn. Sala botnvörpuskipanna eftir eina veiðiferð var þá venjulega frá £ 800—1000. Frá þessu dróst tollur og innkaup til næstu veiðiferðar, svo sem kol, veiðar- færi, vistir o. fl. Var þá oftast orðið svo lítið eftir, að gengis- munur á þeim eftirstöðvum nam sára litlu. Þetta gerbreyttist, þegar ófriðurinn skall á. Þá varð meiri eftirspurn eftir fiski og verð hækkaði ört. íslenzk útgerð þarfnast vissu- lenga engra ívilnana undir slík- um kringumstæðum til þess að bera sig og gefa mikinn arð. Einmitt þegar sölurnar fóru að verða háar og ágóðinn mikill, þá hækkaði gengislækkunin hann enn meira, eins og sjá má af því, að fengjust yfirfærð eft- ir eina veiðiferð um £ 4000, þá fékk útgerðarfyrirtækið um kr. 16.000.00, meira vegna gengis- lækkunarinnar en ellá og feng- ist £ 8000 yfirfærð, þá um kr. 32.000. — Þessi afstaða gaf fljótt útgerðinni óeðlilega skjót- an gróða og varð þess brátt vart í viðskiptalífinu, að fólk fékk mikla peninga milli handa og sást lítt fyrir um innkaup sín. Enginn má skilja þetta svo, að ég unnið ekki útgerð vorri 1 alls góðs. Það er vel farið, að I hún hefur grætt og eflst, en nú er tekið að nálgast þau tak- mörk í þessu þjóðfélagi, að út- gerðarmenn munu einnig verða að fara að spyrja sjálfa sig: Hvað gagnar það þótt ég eigi milljón króna, ef kaupmáttur þeirrar milljónar verður eng- inn? Þetta hafa einnig aðrir þj óðf élagsþegnar gott af að hugleiða. Væri ekki betra að taka höndum saman og jafnvel að fórna töluvert miklu til þess að stemma stigu fyrir þeirri eyðileggingu, sem nú virðist stefna að. 2. Áhrifin á dýrtíðina. — Á það var bent í fyrri grein minni, að gengislækkun hlyti að hafa í för með sér verðhækk- un á erlendum varningi, sem svaraði gengislækkuninni. Þá var átt við hrein innkaup. Hækkun vöruverðsins verður miklu meiri til neytenda. Þetta stafar af því, að tollur er lagð- ur á hækkunina og síðan bætist við álagning heild- sala og smásala. Tökum dæmi: Vara, sem kostaði kr. 1000,00 fyrir gengislækkunina kostar kr. 1250,00 eftir hana. Ef nú leggst á hana 20% tollur, 20% álagning heildsala og 30% álagning smásala, þá hefði út- söluverð hennar fyrir gengis- lækkunina orðið kr. 1872,00, en eftir hana kr. 2.340,00. Hækk- unin verður því ekki kr. 250,00, heldur kr. 468,00. Þegar á það er litið, hve mik- ið vér lifum á innfluttum varn- ingi, þá er Ijóst, að slík hækk- un erlends varnings hlaut að hafa í för með sér allsherjar hækkun á verðlagi og það aft- ur leiða af sér hækkun kaup- gjalds. Það gerðist nokkurnveginn samtímis, að hækkun verðlags, sem orsakaðist af gengislækk- uninni, fór fyrir alvöru að gera vart við sig og aukin peninga- velta varð meðal almennings, og þetta hvorttveggja varð byrjun dýrtíðarinnar. Það er sannfæring mín, að hefði gengið aftur verið hækk- að á árinu 1939 eða fyrri hluta árs 1940 jafnframt því sem eðli- legar skorður hefðu verið reist- ar gegn verðbólgu, þá hefði mátt halda dýrtíðinni innan þolanlegra takmarka. Ástandið nú. I útvarpsræðu fyrir síðustu kosningar, sem prentuð er í Morgunblaðinu 3. júlí s.l., skýrði Ólafur Thors forsætisráðherra, frá því, að innieignir banka og ríkis erlendis hefðu numið um 200 milljónum króna á síðast- liðnu hausti, þegar þingmenn Alþýðuflokksins báru fram til- lögu um 20% gengishækkun. Hann spurði hvar bankar og ríki hefðu átt að taka þær 40 milljónir króna, sem gengis- tapið mundi baka þeim. Þetta er alvarlegt mál. Ekkert lýsir betur en þetta, að byrjað er of seint á þessu máli, því að þess- ar stóru innstæður hefðu ekki verið orðnar til, ef nægilega snemma hefði verið hafizt handa. í þessu sambandi má einnig spyrja: Hafa bankarnir gætt skyldu sinnar gagnvart ríki og einstaklingum um tak- mörkun á yfirfærslum? Það er sem sé augljóst mál, að þegar þeir hafa keypt erlendar inn- stæður, þá bera þeir, og þar með ríkið, ábyrgð á þeim sem sinni eign og verða að taka á sig töp, sem kynnu að koma fram við breytt gengi. Það þýð- ir ekki að loka augunum fyrir því, að hér er stórt vandamál á ferðinni og þau eru mörg önn- ur í þessu sambandi. Má þar til nefna hið háa kaupgjald og verðlag. Það er nú orðið ótrú- lega erfitt að hækka gengið, en þó er ekki útilokað að unnt væri að finna leiðir til þess. Nú er kapphlaupið í kaup- gjaldi og verðlagi orðið svo gíf- urlegt, að peningar vorir eru orðnir ótrúlega lítils virði. Harðast kemur þetta niður á þeim, sem þurfa að lifa á spari- fé í hvaða mynd sem er. — Það er hart til þess að vita, að fólk, sem með elju og dugnaði hefur sparað saman fé í mörg ár til þess að lifa fyrir, þegar aldurinn færist yfir það, skuli nú vera orðið öreigar, eða hljóta að verða það með þessu áfram- 1 haldi, sem verið hefur. Hvað er hægt að gera? Eg tel — þótt nú sé í óefni komið — að reynandi væri að skipa nefnd færustu hagfræð- inga og fjármálamanna vorra, og ætti hún að rannsaka, hvort enn væri unnt að hækka geng- ið og tel ég að það yrði að ger- ast með fórnum frá þeim, er notið hafa góðs af gengislækk- uninni og stríðsgróðanum. Að óreyndu vil ég ekki trúa því, að þeir aðilar fengjust ekki til samstarfs um þetta mál, því að með því geta þeir haldið uppi verðmæti þeirra peninga, sem þeir eiga eftir, þegar þeir hafa fært sínar fórnir. Með þessu hjálpuðu þeir til að festa verð- mæti peninganna — ekki ein- göngu sinna heldur og allrar þjóðarinnar. — Jafnframt yrði að gera ráðstafanir til lækkun- ar vöruverðs og kaupgjalds í samræmi við gengishækkun, ef að henni yrði horfið og strangt eftirlit haft með öllu verðlagi. Annars ætti nefndin að gera t Y Y | I í f i I t X I l í x x I : x 1 2 k ! t x X : i i x v Y I I f % ! f i f f A Hafið þér reynt hinar nýju Shell-bilaoliur Ef ekki, þá reynið þær strax í dag. 1 'i i í Y ❖ I * ❖ I f Í S 4 ❖ k Y ? ? ? Y i BEZTAR - DRÝGZTAR Shell smurf er vel smurt JOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Tílkynníng frá bífreíðastöðvunum í Reykjavík Vegna hins tilfinnanlega bifreiðaskorts er öllum bifreiða- stöðvum í Reykjavík, frá og með deginum í dag, lokað kl. 9 að kvöldi um óákveðinn tíma. 19. ágúst 1942. Bifreíðasiöðvarnar í Reykjavík ooooooooooooooooooooooooooooooooooo^ hverskonar tillögur, sem henni þættu æskilegar til úrbóta. Ef þjóðfélagsþegnarnir gætu nú fengizt til þess að líta á sig sem eina heild, þar sem einlægt samstarf væri nauðsynlegt, þá mundi hverjum verða ljúfara að leggja sitt af mörkum til þess að lagfæra þá endalausu dýrtíðarvitleysu, sem vér nú erum komnir út í. Gefið ykkur tíma til að hugsa málið. Hvað er að gerast? Ríkið græðir pen- inga, útgerðin og verzlanirnar græða peninga, hinar vinnandi stéttir græða peninga, allt virð- ist vaða í og snúast um peninga: Hvað eru svo þessir peningar? Jú, það eru pappírssneplar, sér- stakar ávísanir, sem ríkið gefur ■út á sjálft sig. Það vitlausa launa- og verðkapphlaup, sem nú hefur staðið um skeið, er raunverulega að gera verðmæti þessara ávísana að engu. Hvar er þá allur gróðinn og hvar er það, sem þið hafið verið að berj- ast fyrir að fá? Það er orðið að engu. Það hefur runnið eins og sandkornin í gegnum ykkar eig- in greipar og þið sjáið ekkert eftir. Athugið nú, allar stéttir þessa lands, hvernig málefnunum verði bezt borgið. Það verður ekki með auknum kröfum um kaup o. s. frv. — Reynið að fá hina beztu menn til að finna úr- lausnir. Finna jafnvægi í þjóð- lífið að svo miklu leyti sem hægt er. Reykjavík, 18. ágúst 1942., Jón Ólafsson.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.