Þjóðólfur

Eksemplar

Þjóðólfur - 24.08.1942, Side 4

Þjóðólfur - 24.08.1942, Side 4
ÞÍOBOLFUR Mánudagurinn 24. ágúst 1942. A LÍÐANDI STUND ÚR DAQBÓK REYKVÍKING5 Fimmtugur: Ingimar Brynjolfsson stórkaupmað^r Á miðvikudaginn var átti Ingimar Brynjólfsson .stór- kaupmaSur fimmtugs afmæli. Ilann hefur stundað kaup- sýslustörf frá því á unga aldri, fyrst í annarra þjónustu, en síðar sem eigin húsbóndi. Um margra ára skeið hefur hann rekið heildverzlunina I. Brynj- ólfsson .& . Kvaran ásamt Gunnari Kvaran stórkaup- manni. Ingimar er í röð hinna bezt virtu borgara bæjarins. Hann er ■ hvers manns hugljúfi, þeirra, er honum kynnast. Hann nýtur óskoraðs trausts og mikilla vinsælda í stétt sinni. — Þjóðólfur árnar hon- um allra heilla í tiléfni af fimmtugsafmælinu og væntir þess, að hann eigi enn langan starfsdag framundan. hgarðgziiiiiii... Framh. af 1. síðu. inhvelfingarinnar, þá verð- skulda forráðamenn þjóð- arinnar ekki eins þungan áfellisdóm fyrir neitt eins og það, að hafa beinlínis ofurselt æsklýð landsins ógæfu og tjóni. Félagsheimili æskunnar Skyldurnar við æskuna eru skyldurnar við framtíðina. Þeir sem svíkja málstað æskunnar, svíkja óbornar kynslóðir. Bjarg- ráðamál æskunnar, voru ein- hverjar þýðingarmestu stríðs- ráðstafanir, íslenzku þjóðarinn- ar. Brýnust nauðsyn bar til þess, að æskulýðurinn væri ekki beinlínis knúinn til óeðli- legs samneytis við hinn erlenda her. Þegar sýnt var, að æsku- lýðurinn yrði að verulegu leyti lokaður úti frá skemmtistöð- um sínum og skemmtanalífið óeðlilega fábreytt, bar að koma upp félagsheimili æskunnar, glæsilegri stórbyggingu, þar sem markað væri svið fjöl- breyttu skemmti- og fræðslu- starfi, er unnið væri í þágu ís- lendinga einna. Ef æskulýður- inn ætti slíkan griðastað, væri honum ekki hrint út í ógæf- una. Engar aðrar aðgerðir hefðu reynzt jafn áhrifamiklar í þá átt að vernda æskuna fyr- ir ævarandi tjóni. En þessi óhjákvæmilega ráðstöfun hefur verið lát- in undir höfuð leggjast. Já- kvæðar aðgerðir virðast ekki hafa hvarlað að for- ráðamönnum ríkis eða bæjar. Jafnvel „smitber- arnir“ eru ekki einangrað- ir. Hæli, er til þess var ætlað og hefja átti starf- rækslu á síðastliðnu vori, er víðs fjarri því að vera tilbúið enn í dag. í þess- um þýðingarmiklu málum hafa valdhafarnir ekkert annað aðhafzt en að segja ógæfunni til vegar, greiða fyrir hrösun, eymd og nið- urlægingu. Krafa, sem bifreiðastjórar eiga að fylgja fram. BÍLSTÖÐVAR bæjarins hafa nú tekið þá ákvörðun að hætta afgreiðslu kl. 9 að kvöldi. Ástæðan er sú, að eftir þann tíma koma yf- irleitt engir bílar inn á stöðvarnar. Afgreiðslumennirnir hafa þar þá ekki öðru hlutverki að gegna en því, að svara neitandi, þegar spurt er, hvort bíll sé til reiðu. Þetta er vissulega 'ekki undarlegt. Stöðvarnar hafa nú allt að því helm- ingi færri bílum á að skipa en fyr- ir stríð. Eftirspurn eftir leigubílum hefur aukizt gífurlega vegna auk- inna tekna almennings. Auk þess kömast stöðvarnar ekki hjá að leigja útlendingum bíla, þótt sú grunsemd almennings að þeir séu Dægurmál Framhald af 1. síðu. virðist hafa verið að seilast á þeim stað, þar sem árásin var gerð, og einkennilega miklu fórn- að fyrir iitinn ávinning. Þorir Tíminn að rökræða? Tíminn slitur úr samhengi nokkrar setningar, er Þjóðólfur lét falla í grein um landbúnað- armál. Býsnast blaðið síðan yfir þeim fjandskap í garð landbún- arins, er þær lýsi. — Hér í blað- inu hafa míáefni þessa atvinnu- vegar verið gerð að umtalsefni nú unndanfarið. Þar hafa verið boðaðar í höfuðatriðum ákveðn- ar kenningar um endurreisn landbúnaðarins. sem alltaf hef- ur verið að færast saman, þrátt fyrir umhyggju Framsóknarfor- ingjanna. Þjóðólfur mun ekki eltast við rangfærslur um þessi mál fremur en önnur. En blaðið er reiðubúið til að svara rök- studdri gagnrýni á skoðanir þess. Kýs Tíminn að hylja sig í reyk- skýi blekkinganna á ófrægilegu undanhaldi, — eða þorir hann að rökræða? Húsnæðismál Framhald af 2. síðu anna, sem geta veitt sér það að búa í einskonar dreifbýli í út- jöðrum bæjarins. ÁMINNINGAR. Þær staðreyndir, sem hér hef- ur verið vakið máls á, eru ó- tvíræðar áminningar um það, hversu skipulagsháttum þjóðar- innar er áfátt. Sporaslóð sér- hagsmunanna, sem ávallt eru leiddir til öndvegis í stjóm rík- is og bæja, segir til sín. Annars vegar er grímulaus rangsleitni að verki. Hins vegar ríkir al- gert kæruleysi um skynsamleg- ar úrlausnir mála og þá skipun þeirra, er til frambúðar mætti verða. Markmiðið er aðeins eitt: Að sjá borgið málstað sér- hagsmunanna. Málefnum heild- arinnar verður búinn staður í skugganum, þar til oki sérhags- munanna hefur verið hrundið af þjóðinni. látnir ganga fyrir bílunum, sé ekki yfirleitt á rökum byggð, hvað sem undantekningum kann að líða. * * * Siðan stríðið brauzt út hefur ver- ið flutt inn í landið mikill fjöldi bif- reiða til fólksflutninga. En þær hafa verið afhentar öðrum aðilum en at- vinnbílstjórum. Hinir útvöldu gæð- ingar valdaklíkunnar og ýmsir bur- geisar hafa fengið bílana, sumir til eigin afnota og aðrir til að braska með þá í fjárgróðaskyni. Það er ill- fært um ýmsar helztu umferðargöt- ur bæjarins fyrir splunkunýjum og gljáfægðum einkabílum, sem standa óhreyfðir í löngum röðum meðfram götunum. Á sama tíma horfir til al- mennra vandræða í bænum, af því að almenningur getur yfirleitt ekki fengið leigubíl til afnota hvað sem við liggur. Sjúkir menn komast ekki undir læknishendur. Ljósmæðrum bæjarins er orðið nálega um megn að gegna skyldu sinni vegna bif- reiðaskortsins. Hending ræður, hvort slasaðir menn fá brýnustu læknisaðgerð. Læknar komast ekki á fund sjúklinga sinna, nema þeir hafi einkabifreið til afnota. Bílunum, sem til landsins flytjast, er yfirleitt ráðstafað í hendur manna, sem ekki ber snefill af rétti til þeirra. Hin almennu vandræði og almeima þörf er virt áð vettugi. Það eru bláber ósannindi, þegar Jakob Möller lætur Morgunblaðið hafa það eftir sér, að nú upp á síðkastið ■sé ekki úthiutað einkabifreiðum til annarra en lækna eða opinberra starfsmanna. Fyrir stuttu síðan fékk Bifreiðaeinkasalan um 50 fólks- bifreiðir. Yfir helmingi þeirra var ráðstafað í hendur pólitiskra gæð- inga og burgeisa. Læknar og opin- berir starfsmenn fengu nokkurn hluta þeirra. En það er ekki vitað, að ein einasta þeirra hafi komið í hlut atvinnubílstjóra. Bílaúthlutun- in hefur um langa hríð verið svo hróplegt hneykslismál, að ef til væri snefill af stjórnmálasiðgæði í land- inu, mundu ráðamenn fyrirtækisins fyrir löngu hafa verið dregnir til á- byrgðar og sviptir öllum möguleik- um til áhrifa um þessi mál. * * * Eg vil leyfa mér að spyrja: Hvers vegna er ekki birt opinberlega skrá yfir bifreiðaúthlutunina? Almenn- ingur á kröfu til að fá vitneskju um hvernig þeim bílum, sem til lands- ins flytjast, er ráðstafað. Það stapp- ar nærri fullkomnu neyðarástandi í landinu vegna bifreiðaskorts. Hvað er þá eðlilegra en úthlutun bílanna fari fram fyrir opnum tjöldum? En yfirráðaklíkan hefur vafalaust ein- að leyna í þessu sambandi. Henni hentar sjálfsagt ekki að gefa út op- inberar skýrslur um siðleysið, rang- sleitnina og sérdrægnina, sem hún hefur haslað völl á vettvangi ís- lenzkra þjóðmála. En atvinnubíl- stjórar ættu að taka upp ákveðna baráttu fyrir því, að varðandi bif- reiðaúthlutunin yrði engu haldið leyndu, heldur yrðu birtar um hana opinberar skýrslur. Almenningur mundi vafalaust veita bifreiðastjór- unum stuðning í þeirri baráttu, eft- ir því sem ástæður leyfðu. ARGUS. >öooóo<xx>oooooooo er mlðstöð verðbréfavið- skiptanna. — Simi 1710. ***++•++*+**&&***++++**+* NÝ BÓK Framhald af 1. síðu. mínum dómi tekst lionum þetta vel. Röksemdafærslan er röggsamleg og sannfærandi, án þess þó aS vera aS neinu leyti áróðurs- eða trúboðs- kennd. Þess hefur áður verið getið hér í blaðinu, að stefnu Þjóð- veldismanna mætti í höfuð- atriðum rekja til kenninga Halldórs Jónassonar, — hann væri eiginlega hinn andlegi faöir stefnunnar. Þetta er rétt, þótt hann muni sjálfur, að ég hygg, of lítillátur til að vilja kannast við faðernið. Og að sjálfsögðu má gera ráð fyrir því, að stefnan eigi eftir að mótast betur og skýrast að ýmsu leyti. En þessi bækling- ur Halldórs er stofnrit eða grundvallarrit, sem áreiðan- lega verður byggt á og oft vitnað til síðar. Vil ég ráð- leggja öllum, sem vilja fá aðra fræðslu um þetta efni en rangfærslur og misskilning flokkatrúboðsins, að lesa þessa bók — og lesa hana vándiega. Hún er að vísU ,ums staðar dálítið „þung“, — því þaö er ekkert léttmeti, scm boiiu er á borð, og þarf bokin ao lecast oftar en einu Hn.ií, en það cr cinkcnni allra góúra boka. Þjóðveldisstefnan hefur nú, með stofnun sérstaks stjórn- málaflokks, framboöi til Al- þingis, og nú síðast með þess- ari athyglisverðu bók Halldórs Jónassonar, kvatt sér hljóðs á opinberum vettvangi. Sú er spá mín, að stefna þessi eigi alveg sérstakt erindi til hlnn- ar, íslenzku þjóðar einmitt nú — á hinum örlagaríku tímum þegar mjög virðist horfa til vandræða um stjórnarfar allt — og að fleiri og fleiri hugs- andi menn muni sannfærast um, að hún sé eina leiðin út úr ógöngum þjóðmálanna. Svo mikið er víst, að héðan af verður hún hvorki þöguð né hlegin — í hel. Það, sem hér hefir sagt ver- ið um bók Halldórs Jónasson- ar, er ekki eiginlegur ritdóm- ur, heldur aðeins hvatningar- orð til þeirra, er lesa „Þjóð- óif“, um að kaupa þessa bók og lesa. Því hún er meira en gáfulegar hugleiöingar um stjórnmál. Hún er vekjandi bók og spámannleg, en það er alltof sjaldgæft um bækur, sem um stjórnmál fjalla. Gretar Fells. sem mundí vera talíð þaðfremsfa C;.BC 'íýkí'iis? hvar sem værí í helmínum óvíðjafnanlega þvottaduffíð

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.