Þjóðólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðólfur - 31.08.1942, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 31.08.1942, Qupperneq 1
Útgefandi: MUNINN h. f. Afgreiðsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörf- um. Verð kr. 6.00 á misaeri. í lausasölu 25 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram. Víkingsprent h. f. Styrjöldin. Á Austurvígstöðvunum haía Þjóðverjar haldið uppi stöðugri sókn í Kákasus alla síðastliðna viku. Nálgast þeir óðum olíulinda- svæðið hjá Grosny og virðist Rússum hvergi hafa tekízt að stöðva sókn þeirra í Kákasus. — Hjá Stalingrad hafa Þjóð- verjar sótt stöðugt á og telja Rússar að mjög óvænlega horfi um vörn borgarinnar. Á Reshev- svæðinu hafa Rússar hinsvegar hafið gagnsókn og orðið talsvert ágengt. — Á Kyrrahafsvígstöðvunum hafa Bandarík j amenn náð fót- festu á Salomonseyjum en Japan- ar hafa haldið áfram landsetn- ingu liðs á Nýju Guineu, án þess að unnt reyndist að hindra það. — Kínverjum virðist hafa orðið nokkuð ágengt í tveim héruðum í Kína. Stalingrad. Þýzki herinn leggur bersýni- lega feikna áherzlu að ná borg- inni Stalingrad á vald sitt, enda ekki undarlegt. Borgin stendur við Volgu og er því mikilsverð samgöngumiðstöð. Ef Þjóðverjar ná henni á vald sitt, geta þeir hindrað samgöngur milli suður- og norðurherja Rússa og stöðvað alla olíuflutninga frá Kákasus til norðurherjanna, er verja Moskvu og Leningrad. En auk þessa er Stalingrad mikilsverð iðnaðar- borg, því að þar eru aðalstöðvar skriðdrekaframleiðslu Rússa.Yrði þeim því ómetanlegt tjón í missi borgarinnar. Brezka blaðið Man- chester Guardian lætur svo um mælt, að fall Stalingrad væri jafnmikill sigur fyrir Þjóðverja nú og fall Moskvu hefði verið í fyrra sumar, og það jafnvel þótt Leningrad hefði fallið samtímis. Skipatjónið er enn sem fyrr éitt helzta á- hyggjuefni Bandamanna. Sam- kvæmt frétt frá amerísku sendi- sveitinni til blaðanna í Reykja- vík hafa Bandaríkjamenn í hyggju að gera stórfellda tilraun til flutninga í lofti. Hyggst fram- leiðslunefnd Bandaríkjanna að byggja 500 risaflugbáta af Marz- gerðinni til flutninga og enn- fremur að gera tilraun með 200 smálesta flugbáta, er hafi tvö- faldan skrokk. — í London er minna rætt um skipatjónið opin- berlega en gert hefur verið. En enska blaðið Timcs skýrir frá því, að þetta vandamál sé nú mjög rætt á lokuðum fúndum í enska þinginu. Sé það ráð upp tekið í því skyni, að óvinunum berist ekki fregnir af ráðagerðum Breta hér að lútandi. Blaðið lætur um mælt m. a. á þessa leið; „Eins og öllum mun Ijóst vera, tapast þetta stríð eða vinnst á Atlants- hafsvígstöðvunum. Það er ekki nóg að byggja skip í stað þeirra, sem sökkt er. Það verður að taka alveg fyrir það, að skipum sé sökkt". — Blaðið vekur athygli á því, að Bretar standi nú stórum verr að vígi í þessum efnum en í fyrri heimsstyrjöld. í byrjun þessa stríðs hafi þeír haft færri skip til umráða en 1914. Nú séu Fnunhmld i 4. siðnL II. árg. Mánudagurinn 31. ágúst 1942. 31. tölublað. Nauðsynlegar varúðarráðstafanir I | M nokkurt skeið hafa þýzkar flugvélar verið dag- ^ legir gestir yfir íslandi að heita má. Þó að þessar flugvélar muni vera sendar til njósna en ekki til árása, þá gefa hinar tíðu heimsóknir þeirra fyllilega til kynna, að herseta Bandamanna á íslandi verði ekki látin af- skiptalaus af hinum stríðsaðilanum. Menn geta sér þess og ósjaldan til, að lokaþáttur Evrópu- stríðsins verði háður í norðurhöfum, og þá fyrst og fremst um ísland. Styrjaldarhorfurnar í Rússlandi gefa og tilefni til að ætla, að á næsta sumri kunni það að verða á valdi þýzka hers- ins að stofna til „nýrra vigstöðva“, hvar svo sem hann kynni að velja sér stað til þess. „Ólíkt höfumst við^að“ En hitt er víst: íslendingum þarf ekki að koma á óvart þótt bæir þeirra yrðu fyrir árásum — og jafnvel ekki, þótt land þeirra yrði stríðsvettvangur. Það hafa gerzt óvæntari atburð- ir í þessari styrjöld. Öryggi borgaranna. En hvað hefur þá verið gert til þess að tryggja öryggi borg- aranna, ef til slíkra tíðinda kynni að draga? Ekkert — alls ekkert. Loftvarnakerfi hefur að vísu verið komið upp í Reykja- vík og öðrum stærstu bæjum landsins. En það er í sjálfu sér nálega gagnslaus ráðstöfun, ef landið yrði orustuvöllur. Undir slíkum kringumstæðum kæmu engar aðrar ráðstafanir að haldi en þær, að flytja borgarana brott úr Reykjavík og frá þeim stöðum öðrum, sem átökin mundu fyrst og fremst snúast um. Sjálfsagðasta ráðstöfunin. Sjálfsagðasta öi-yggisráðstöf- unin var að reisa steinsteypt bráðabirgðaskýli fyrir megin- þorra af íbúum Reykjavíkur á tiltölulega öruggum stað sem næst bænum, og hafa þar jafnan til staðar nokkrar birgðir mat- væla. Síðan bar að leggja til þessa staðar sérstakan veg, er tryggt væri að ekki yrði tekinn til hernaðarþarfa. Komi til átaka um landið, verður nágrenni Reykjavíkur samfeildur orustuvöllur. Vegir út úr bænum yrðu tepptir vegna hernaðaraðgerða. Fjallgarðar og öræfi skilja milli bæjarins og þeirra staða, þar sem helzt væri öryggis að vænta. Það er því augljóst, að af eigin ram- leik geta borgararnir ekki leit- að sér undankomu. Nú er það að vísu látið í veðri vaka, að hafinn mundi verða skipulagður brottflutningur fólks úr bænum, ef til átaka kæmi, a. m. k. hefur eigendum og umráðamönnum bifreiða ver- ið gert skylt að mæta með bif- reiðar sínar á tilteknum stöðum í þessu skyni. En hvert á að flytja fólkið? Er nokkur svo blindur, að honum detti í hug, að unnt yrði að hýsa meginþorra Reykvíkinga í skólahúsum og á sveitaheimilum á Suðurláglend- inu? Og mundu matvælabirgðir verða til staðar, þótt unnt yrði að flytja fólkið úr bænum? Það má einskis láta ófreistað. Mönnum kann að vaxa í aug- um kostnaður við slíkar ráð- < stáfanir, sem hér hefur verið bent á. En hafa menn gefið Framh. á 4. síðu. Á myndinni sjást ungar amerískar stúlkur, cr vinna nauðsynleg störf í þágu ættjarðarinnar á örlagastund þjóðarinnar. — Er ekki þessi mynd umhugsunarefni fyrir íslendinga? ísland á'að visu ekki í ófriði, en þjóðin á við margháttaða örðugleika að etja af völdum ófriðarins. Er þarflaust að rekja þá hér. Eitt helzta vandamál þjóðarinnar er skortur á vinnu- afli, síðan er herveldin tóku sér hér bólfestu. Matvælaframleiðsla lands- manna dregst saman, enda þótt þjóðinni sé ekki brýnni nauðsyn á neinu öðru en því að framleiða eins mikið af matvælum í landinu sjálfu og unnt er. — Sjálfsagðasta stríðsráðstöfun íslendinga var sú að láta koma til framkvæmda ákvæði stjórnarskrárinnar um landvarnaskyldu, skrá- setja allt vinnufært fólk og ráðstafa vinnuafli þjóðarinnar á skipulegan og skynsamlegan hátt. En þetta var ekki gert. Þessvegna má sjá hér í höfuðstað landsins stúlkur, er hafa það eitt „starf“ að veita erlendum liermönnum af ríkidæmi „blíðu“ sinnar, enda þótt tilfinnanlegur skortur sé á fólki til lífsnauðsynlegra starfa fyrir þjóðarheildina, á sama tíma og konur nágrannaþjóðanna ganga fram til starfs þar sem þörfin er mest. Heímur sfáls og sfyrjar Átökin á austurvígstöðvunum AMERISKUR blaðamaður, C. L. Súlsberger, dvaldist í Rússlandi um sex mánaða skeið á veg- um „New York Times“. Hann var einn hinna fáu amerísku fréttamanna, er fékk leyfi til að dveljast á vígstöðvunum. Nýlega hefir birzt eftir hann ítarleg grein í amerísku vikublaði um átökin á Austurvígstöðv- unum. Hér fer á eftir lausleg þýðing á nokkrum hluta þessarar greinar. STÓRKOSTLEG- AST A styrjöld hernaðarsögunnar er nú háð milli Þýzkalands og Sovétríkjanna. Á hinni 2000 mílna löngu víglínu, er skilur milli stærstu herja veraldarinn- ar, hafa fleiri menn látið lífið, lemstrazt eða orðið sjúkdómum að bráð, en hægt er að gera sér í hugarlund. Meiri eyðilegging hefur átt sér stað en orð fá lýst. Fleiri heimili hafa verið lögð í rústir og meira akurlendi breytt í auðn en dæmi eru til áður. Hinn eyðandi eldur styrjaldar- innar hefur leikið um land- flæmi, sem er, viðlíka á stærð og öll Bandaríki Norður-Ameríku. St'ærri herjum hefur verið ger- eytt en Bandaríkin og Bretland eru enn íær um að senda út á vígvellina. Þegar von Bock hershöfðingi sótti að Moskvu á siðastliðnu hausti, tefldi hann fram fleiri vélahersveitum en notaðar voru í öllum bardögun- um í Hollandi, Belgíu og Frakk- landi. Ekkert annað ríki en það, er að stærð og mannfjölda jafnast á við Rússland, gæti haldið uppi vélahernaði í stórum stíl eftir að hafa beðið það feikna afhroða í missi landa, manna og hergagna er Rússar hafa orðið að þola. Tjón Öxulherjanna er auðvitað gífurlegt, en Rússar hafa a. m. k. orðið fyrir jafnmiklu tjóni í missi manna og hertækja, auk missis kornforðabúra sinna, mikilsverða borga og iðnaðar- svæða. 1 ÞESSARI grimmi- legu viðureign er lítt griða beðist, enda í litlum mæli veitt. Það er að vísu erfitt að „hafa það, er sannara reynist11 mitt í blekk- ingamoldviðri áróðursins. En vélahersveitir Þjóðverja, sem fara fyrir meginhernum, hirða ekki um að taka fanga, enda er slóð þeirra blóði drifin. Ég hef i heyrt rússneska hermenn segja frá því, að félagar þeirra, er fallið hefðu í hendur óvinanna, hefðu verið bundnir við skrið- dreka og tættir í sundur. Og það hefur ekki staðið upp á Rússa um að taka upp „algert stríð“. Þeir hafa t. d. varpað niður að baki víglínu Þjóðverja líkum þýzkra hermanna sem tákn- rænni viðvörun þess, hvað biði óvina Rússlands. Framh. á 4. síðu i

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.