Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 31.08.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 31.08.1942, Blaðsíða 3
3 þannig að'bjarga mætti þeim frá óhollustunni“. * * * Og blaðið lætur ekki staðar numið með gagnrýni sína á stjórn bæjar- ins. Það heldur áfram: „Á sama t.íma, sem götur innan bæjarins hafa legið í algerri van- hirðu, hafa ný úthverfi risið upp, þar sem varið hefir verið stórfé, — einnig til ófullnægjandi gatnagerðar, en allt veður í aur og bleytu og er naumast fært nema fuglinum fljúg- andi. Aðalvegir, sem frá bænum liggja, mega heita algerlega ófærir, svo sem vegarspottinn frá Vatnsþró að hinum malbikaða vegi ... Hér er um engar ýkjur að ræða, heldur blá- kaldan veruleikann, en það gengur hins vegar algerum ýkjum næst, hve mikillar þolinmæði gætir í þessu efni af hálfu borgaranna ...“. * * * Það veit víst hvert mannsbarn í Reykjavík, að „Vísir“ kveður hér ekki of fast að orði. Höfuðorsök hinna mörgu Vanræktu verkefna hér í Reykjavík er einmitt „hvílíkt ófremdarástand er á öllu því, sem bærinn á sjálfur að annast“, eins og „Vísir“ orðar það. Og ég get vissu- lega tekið undir það með „Vísi“, að „hvergi á byggðu bóli myndi slíkt þolast átölulítið nema hér“ — að höfuðborg landsins væri raunveru- lega stjómlaus. Eða virðist mönnum það of fast að orði kveðið, þegar þeir virða fyrir sér ástandið í bæjar- mólum Reykjavíkur? * * * „Vísi“ þykir það ganga „algerum ýkjum næst“ hvílíkrar þolinmæði gæti í þessum efnum „af hálfu borg- aranna“. Það finnst mér líka. En hitt finnst mér þó stappa enn nær „algerum ýkjum“, að „Vísir“ skuli telja það sitt eina hlutverk í hvert sinn, er bæjarbúar velja sér full- trúa, að biðja kjósendurna að sýna enn frekari „þolinmæði“ þeim möan- um, sem viðhalda í málefnum bæj- arins „ófremdarástandi, er hvergi á byggðu bóli myndi þolast ótölulítið nema hér“. —• Miðað við fyrri af- stöðu „Vísis“ mega því þessi um- mæli blaðsins víst teljast eitthvað í ætt við það,„ þegar „steinamir hrópa“. ARGTJS. Ágústhefti Jarðar er nýlega komið út. Ritið birtiir myndaflokk frá íþróttamótinu 17. júní s.l. eftir Þorstein Jósefs- son blaðamann. Þrír hinna ný- bökuðu stúdenta úr Reykjavík- urskóla gera grein fyrir viðhorf- um sínum. Guðmundur Geirdal á í ritinu kvæði um styrjaldar- málin, I heimi stáls og styrjar. Arnór Sigurjónsson ritar um ljóðaþýðingar Magnúsar Ásgeirs- sonar. Ólafur Jónsson fram- kvæmdastjóri á í heftinu mjög merkilega grein, er hann nefnir Verkmenning. Ólafur Friðriks- son ritar læsilega grein um Gönguferðir og jarðfræði. Auk þess er í heftinu niðurlag fram- haldssögu, framhald greinar Guðm. Eggerz um Breiðafjarðar- heimili fyrir 50 árum, stutt grein um tengslin við Norðurlönd eft- ir Ágúst Sigurðsson, kvennaþátt- ur o. m. fl. Frágangur ritsins er hinn prýðilegasti að vanda. Tlikynnlng frá Landssímanum Stúlkur verða teknar til náms á langlínustöðina í Reykjavík í haust. Umsækjendur verða að hafa gagn- fræðapróf eða samsvarandi menntun. Skriflegar um- sóknir sendist ritsímastjóranum 1 Reykjavík fyrir 15. sept. næstkomandi. ►OOOOOOOOOOOOOOOCXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX ÞJÓÐÖLFUR Fímmfugur; Freysfeínn Gunnarsson shólastjórí Föstudaginn 28. þ. m. varð Freysteinn Gunnarsson skóla- stjóri Kennaraskólanns fimm- tugur. — Freysteinn fæddist upp austan fjalls, gekk í kenn- araskólann og síðar í mennta- skólann. Lauk hann prófi frá guðfræðideild háskólans og hvarf að því búnu að kennara- störfum við kennaraskólann. Hefur hann nú starfað þar sem kennari og skólastjóri um tveggja áratuga bil. Freysteinn er allra manna prúðastur í framgöngu og ljúf- astur í viðmóti. Hann er dreng- skaparmaður mikill, fastur fyr- ir og stilltur, en launkíminn. Skólastjórn hans er hávaðalaus og er styrkur hans sem stjórn- anda falinn í því, að mönnum er yfirleitt ekki geðfellt að gera honum á móti skapL — Frey- steinn er lærður vel á tungu þjóðarinnar, enda viðurkenndur smekkmaður á mál og stíl. Hann er skáld gott þótt lítt flíki hann þeim hæfileika, fámáll jafnan en hnyttin í tilsvörum, svo að á orði er haft. Þjóðólfur árnar Freysteini allra heilla á fimmtugsafmæl- inu og væntir þess, að honum megi enn lengi endast dagur- inn til að sinna hugðarefnum sínum og áhugamálum. OOOOOOOOOOOOOOOOO Hríngíð í síma 2923 og geríef áskríf~ endur að Þjóðólfi /OOOOOOOÖOÖOOOOOOC Nýja blikksmiðjan Norðurstíg 3B Sími 4672. Stærsta blíkbsmíðja landsíns. Viðvörun Svo sem háttvirtum viðskiptamönnum vorum er kunnugt, hafa sívaxandi erfiðleikar um útvegun geymslurúms orðið þess valdandi, að vér höfum ekki getað fengið húsrúm fyrir veru- legan hluta af þeim vörum, sem fluttar hafa verið til lands- ins á skipum vorum. Er fyrirsjáanlegt, að af þessum geymslu- vandræðum getur hlotizt stórfellt tjón. Af þessum sökum er þeirri ákveðnu áskorun beint til viðskiptamanna vorra, að gera nú þegar gangskör að móttöku vara þeirra, er þeir eiga hjá oss, enda getum vér ekki tekið neina ábyrgð á skemmdum, rýrnun eða hvarfi, er fyrir kann að koma eftir að vörunum hefur verið komið hér á land. Reykjavík, 26. ágúst 1942. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. vandamál. Alstaðai’ um land ræða menn um þetta vandamál, og það, hvernig hægt sé að sið- bæta og fegra skemmtanalífið. Skemmtanir eiga rétt á sér, en siðspillandi og afmenntandi skemmtanir eiga engan rétt á sér í siðaðra manna þjóðfélagi, Skemmtanir er ekki hægt að banna, þá gæti farið eins og um ungu jarlsdótturina, en skemmt- anir þurfa að vera bæði skemmtilegar, siðlegar og mann- bætandi. Nú er það vitað, að hvergi sækjast menn eins í á- fengi og á lélegum danssam- komum. Hvers vegna? Þessir menn vilja ná hinum hæstu tón- um lélega skemmtanalífsins. Og vissulega segir undirvitund þeirra þeim það, að þannig verði vissum takmörkum bezt náð. Ölvaður maður er afsak- aður og ölvaður maður verður ófeiminn og áræðinn, og ef nú báðir málsaðilar eru ölvaðir, þá er fótskriðan niður brekkuna enn auðveldari. * * * Það hefur farið svo í seinni tíð, því miður, að skemmtana- lífið hefur víða orðið andstyggi- legt, siðspillandi og hneykslan- legt. Afstaða manna verður því öfgakend á báða vegu. Annars- vegar skemmtanabrjálæði og hins vegar fullkomin fyrirlitn- ing. Það er dæmt eða dýrkað — fordæmt cða tilbeðið. En öfga- lífið er hið ónormala og hættu- lega líf. Skemmtanalífið má ekki rækta þann villimannlega og jafnvel dýrslega þátt mann- eðlisins, sem siðmenningin er stöðugt að reyna að göfga og færa nær hinu mannlega og guðlega. Skemmtanalífið verð- ur ofsafengið og óheilbrigt, ef þjóðfélagið kann ekki að virkja réttilega þá miklu lífsorku, sem blundar í brjósti æskunnar og hlýtur að brjótast út. Jarlsdótt- irin lenti út á hinar hálu og bönnuðu brautir vegna þess að faðirinn hafði vanrækt skyldu sína við hana. Og hér komum við einmitt að hinni furðulegu hlið málsins. SKEMMTANA- BRJÁLÆÐI yngri kynslóð- arinnar kemur sem hefnd yfir eldri kynslóðina og þjóðfélagið, ' sem svikizt hefur um að gera ! skyldu sína gagnvart æskunni og Iáta draum hennar rætast. — Hver er þá þessi draumur æsk- unnar? — Ofurlitla þolinmæði enn. Ég skal bráðum svara þess- ari spurningu, en fyrst skulum við athuga ofurlítið þennan ástríðuþrungna straum skemmt- analífsins. Allt, sem ekki er æs- andi, já, blátt áfram áfengt, svo sem logheitir ástar„reyfarar“, klámsögur, hávaðasöm jazzmús- ik og dans, hlægilegar „revýur“, hrífandi sjónleikir og kvik- myndir, skringilegir skopleikir, og ærslamikill glaumur og gleði, er talið bragðlaust og dauft. Hvernig á nú að hemja þennan straum!— þessa reginorku, sem leitar útrásar á þennan hátt? Hið fornkveðna goðmæli: „Stemma skal á að ósi“, er ekki satt nema að nokkru leyti. Það er að vísu rétt, að fyrir-margar meinsemdir má skera, sé það gert nógu snemma, og miklu má til vegar koma í uppeldismálum með því að leggja viturlega taum við ungviðið í tæka tíð. En hitt er jafn ósatt, að hægt sé að stífla stórar ár í upptökum 1 þeirra. Slíkt er hvorki mennsk- I um mönnum, tröllum eða hálf- guðum hent, því að þótt björg- um væri þeytt í uppsprettur þeirra, þá mundu þær samt ryðj- ast fram undan jökulrótunum, meðfram björgum þessum, finna lægstu leiðirnar, grafa sér þar farvegi og þreyta skeið sitt út í hafið mikla. * * * Eins er um táp og fjör og lífs- orku æskunnar. Slíkur kraftur verður ekki stíflaður „að ósi“ — ekki stöðvaður í upptökum sín- um. Allar slíkar tilraunir hljóta að misheppnast. Hún mun brjót- ast framhjá öllum tálmunum eða ryðja þeim úr vegi og mynda sér farveg á hinum lægstu leið- um, ef ekki tækni og snilli þjóð- aruppeldisins kemur til að ræð- ur mestu um stefnu hennar. AÐ er svo um ár- strauminn, sem brýzt fram úr iðrum jarðar undan jökulrótun- um, að hann finnur ávallt hin- ar lægstu leiðir og myndar sér þar farveg, oft þröngan og djúp- an farveg, sem erfitt getur verið að víkja honum úr. En vegna þess að hann velur sér hinar lægstu leiðir, rennur hann oft- ast bæði dreift og krókótt um fegursta og gróðursælasta slétt- lendið, og verða hinar grösugu eyrar dalanna oft fyrir miklum skemmdum af völdum slíkra árstrauma. Ár þessar brjóta oft bæði engjar og tún bóndans, og gera þannig illt eitt, en ekkert gagn. Um þær má þá segja eitt- hvað líkt og skáldið Guðmundur Friðjónsson á Sandi segir um Þverá: „Þó er vcrri Þverá, þindarlaus ókind, ergi þrungin, mýmörg misendi vinnur grend. Flæðisafa Fljótsdalshlíð fórnar þeirri óstjórn. ýtin sýnir ónot álavargur Njáls- Hvál“. Hér er áin „þindarlaus ókind“, sannkölluð „óstjórn", sem að- eins gleypir í sig „flæðisafa“ hlíðarinnar og flytur hann til sjávar, og vinnur um leið allri „grend misendi“ og hið mesta ógagn. Slík vatnsföll er ekki hægt að „stemma að ósi“, en það Framh. á 4. síðu V.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.