Þjóðólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðólfur - 06.09.1942, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 06.09.1942, Qupperneq 1
Útgefandi: MUNINN h. f. AfgreiSsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923, Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörf- um. Verð kr. 6.00 á misseri. í lausasölu 25 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram. Víkingsprent h. f. II. árg. Mánudaginn 6. sept. 1942. 32. tölublað. Tollheimtufflenn og K AÐ hefur skipt um Vísi síðan Árni frá • Múla lét * af störfum við blaðið. Nú er andleg fátækt og um- komuleysi berasta einkenni þess blaðs, er fyrir fáum mánuðum síðan hafði á að skipa einum snjallasta penna í stétt íslenzkra blaðamanna. En stöku sinnum rís Vísir úr öskustó og gerir sig líklegan til atkvæða. En ádeilur blaðsins eru kynlega fálmandi og ómark- vissar. Það er gjarna farið á snið við kjarna málanna, vikið að yfirborði þeirra eða aukaatriðum. Á myndinni sést nýjasta gerð amerískra skriðdreka að æfingum. Þeir eru vopnaðir 75 mm og 37 mm fallbyssum, auk vélbyssna. Yfir þeim sveima tvær stórar sprengjuflugvélar. Arásahætta og varúðarráðstafanir ^ltan....................... »t é~» nt Ucimi SÍÐAN Bretar misstu Singapore og aðrar stöðvar sínar í hinum fjarlægari Austurlöndum, hefur mönnum í Bretlandi ekki þótt meira vert um neitt áfall í stríðinu en það, er Tobruk féll í hendur Romm- els og honum auðnaðist að sækja inn í Egiftaland. Enda var hvoru- tveggju til að dreifa: Að Vígstöðvar Bretum tókst ekki að Breta. halda velli á þeim víg- stöðvum, þar sem þeir voru til andsvara, og svo hitt, að úr- slit orustunnar um Egyptaland eru líkleg til að hafa hin örlagaríkustu áhrif á gang ófriðarins í heild. Urðu hrakfarimar á Lybiu tilefni til óvægi legrar gagnrýni á herstjórn Breta þar eystra og á forustu Churchills í stríðsrekstrinum, enda urðu mikil mannaskipti í herstjórninni í Egifta- landi og hinum nálægari Austur- löndum. Brezki flotinn hefur nú ekki leng- ur not Möltu sem herskipahafnar. Valda því hinar tíðu loftárásir ó eyna. Skip, sem þar lægju, mundu verða hin ákjósanlegustu skotmörk ílugmanna frá Möndulveldunum. Brezki flotinn verður því Lð hafa aðalbækistöð sína í Þverrandi Alexandriu og á af yfirráð á sjó. þeim ástæðum harla örðugt um stöðuga vörzlu á austurhluta Mið- jarðarhafs. Og í brezkum blöðum er ekki farið dult með það, að af missi Alexandriu mundi leiða, að flotinn væri útlægur gerr úr austanverðu Miðjarðarhafi og Suezskurðurinn yrði ekki lengur brezk þjóðbraut. (The New Statesmann and Nation). Sama blað spyr, hvaða stöðvar við Miðjarðarhaf og í hinum nálægari Austurlöndum Bretum bæri að leggja áherzlu á að verja, ef þeir misstu Egiftaland. Svarar blaðið því til sjálft, að tvenns bæri þeim að gæta eftir það; Olíulindanna í Irak og Persíu og vegarins yfir Persiu (Iran), sem liggur Ef Egiftaland að bakdyrum Káka- félli —. sus. Þegar svo væn komið, sköpuðu olíu- lindirnar hjá Grosny, Baku, Mosul og Abadan herfræðilegt vandamál (Síðan þetta var ritað, hafa Þjóð- verjar mjög nálgast olíulindirnar hjá Grosny með sókn sinni í Kákasus). Yztu varnarlínur þessara staða lægju um Palistínu, Beyrout og Cyprus og vörn þeirra vígstöðva byggðist á aðflutningum eftir þjóð- veginum frá Basra og Bagdad. Suez- skurðurinn hefði þá litla þýðingu fyrir Bandamenn, en Persaflþi yrði nauðsynleg samgönguleið — jafnvel enn nauðsynlegri en Burmabrautin var á sínum tíma. Ef við misstum hann, segir blaðið, má vel svo fara, að við bíðum ósigur í styrjöldinni. Aðflutningar til okkar eigin hers og til Rússa byggjast á því að haldið verði opinni siglingaleiðinni um Persaflóa. Má af þessu ljóst vera, hversu geysiþýðingarmikill þáttur styrjald- arinnar er háður í löndunum við austanvert Miðjarðarhaf. Þarf því engan að furða, þótt hrakfarir Breta í Lybiu fyrr í sumar, kæmu óþægilega við menn í Bretlandi, enda lætur J. L. Garvin svo um mælt í Sunday Express fyr- ir hálfum öðrum mánuði síðan, að ef Egiítaland félli, mundi líf brezku stjórnarinnar hanga á þræði. Skotum Vísis hefur jafnvel geigað svo mjög, að þau hafa hitt fyrir afleiðingar en ekki or- sakir. Þannig fór blaðinu t. d. nú fyrir skömmu í hvatvíslegri Árás á tollstjóra. Blaðið skýrir frá þeirri al- kunnu staðreynd, að inn- og út- flutningur til landsins sé stór- um erfiðleikum háður vegna seinagangs í áfgreiðslu Toll- skrifstofunnar. Veitist það síðan að tollstjóra fyrir það, að hann muni ekki starfi sínu vaxinn og verði að fá til annan mann, er líklegri sé til að starfrækja þetta embætti með betri árangri. NÚ er það að vísu ekki í verkahring Þjóðólfs að halda uppi vörnum fyrir tollstjóra. En hvorttveggja er, að Vísir hefur vakið máls á vandamáli, er vert er að ræða, þótt lagið geigaði hjá eftirmönnum Árna frá Múla, og svo hitt, að árásin á tollstjóra er einhver hin ómaklegasta, er hér hefur sézt lengi. Þjóðólfur hyggur það ekki fara milli mála, að tollstjóri sé í röð hinna fremstu embættismanna lands- ins og hinna fáu heiðarlegu em- bættismanna, er telja sig hafa skyldur að rækja í stöðu sinni. En hinu er þjóðin nú orðin van- ari, að embættin séu skoðuð sem „lén“ flokksgæðinga, er engar skyldur fylgi. Hin persónulega árás Vísis á einhvern vinnusam- asta og skylduræknasta embætt- ismann landsins er því miður gáfulegt frumhlaup. En vel er það þess vert, að leitað sé að þeim syndurum, er gert hafa alla tollheimtu á íslandi að rándýru, seinvirku og óstarfhæfu „skrif- finnsku“bákni. Hjá þeim eru or- sakir þeirra meina, sem Vísir hefur fundið til, þótt á óljósan hátt væri. Óstarfhæft skipulag. Innheimta ríkisins á tollum og sköttum er orðinn víðtækur óskapnaður. Tollheimtumönn- um þess er beinlínis ekki unnt að leysa starf sitt af höndum nema með ærnum tilkostnaði, mikilli tímaeyðslu og óendan- legri skriffinnsku. Hið óstarf- hæfa Alþingi hefur fylgt þeirri reglu um nokkurt undanfarið árabil til að mæta nýjum þörf- um ríkisins til fjárútláta með sérstökum sköttum og tollum, í stað þess að sameina sem mest alla innheimtu tolla og skatta. Skattheimtu af útfluttum sjáv- arafurðum er t. d. skipt niður í sex gjaldaflokka: lVz% útflutningsgjald Vs— fiskveiðasjóðsgjald Vz— fiskimálasjóðsgjald 14 °/0o útflutningsleyfisgjald Vs— viðskiptanefndargjald 2% síldarsölugjald. Ef menn flytja út einn kassa af hrognum, þá skapar það fimm reikningsdæmi fyrir skrifstofu tollstjóra. Sama á sér stað um innflutningstollana. Hver ein- • asta „faktúra“ er mörg reikn- ingsdæmi. Tollheimtan verður alls ekki framkvæmd svo að viðunandi sé, nema hún verði færð til miklu einfaldara forms. Hinir margskiptu tollar og skattar eru aðeins til þess falln- ir að skápa óstarfhæft skipulag í tollheimtunni. útflutnings- gjald af sjávarafurðum á t. d. aðeins að vera í einu lagi. Skipting þeirra tekna, er þannig fást í ríkissjóðinn, eiga ekki að heyra undir sjálfa tollheimtuna. Sama má segja um alla aðra gjaldheimtu ríkisins. Hún verð- ur flóknari, margbrotnari og ó- starfhæfari með hverju ári sem líður. Sú þróun er stöðugt í full- um blóma. Þegar ríkið tók í sín- ar hendur útgáfu námsbóka fyr- ir börn, var tafarlaust stofnað- ur nýr tekjustofn til að bera þann kostnað, svokallað náms- bókagjald, er sýslumenn inn- heimta með þinggjöldum. Nú er svo komið, að hin ýmsu gjöld, er sýslumenn innheimta á mann talsþingum, fylla stóra blaðsíðu. Ef sumir tekjustofnar ríkisins eru teknir út af fyrir sig, er vafamál hvort innheimta þeirra svarar kostnaði. Gjaldið fyrir „hrútsmerkið“ fræga hefur t. d. varla gert betur en en að stand- ast kostnað við innheimtuna, enda var það loks lagt niður. Einfaldari skattheimta. „Skriffinnskan“ í xambandi við hina margbrotnu skatt- heimtu er að verða óviðráðan- leg. Starfslið tollheimtunnar hefur margfaldast á fám árum. Framhald 4 4. aíftu. BLAÐIÐ Vísir telur þess ekki aðeins litla þörf, held ur beinlínis hættulegt að ræða árásarhættu hér á íslandi og vanbúnað þjóðarinnar til að mæta slíkum hörmungum. Telur blaðið, að með því vinn- ist það eitt að æsa hugina og skapa hjá almenningi ótta við hættuna. Þjóðólfur er ekki á sama máli og Vísir um þa'ð, að þjóð inni beri ekki að horfast í augu við þá hættu, sem mönn um mun yfirlei'tt finnast tals- vert rík ástæða til að óttast. Þaö er brýn nauðsyn og ótví- ræð skylda að gera allar þær varúðarráðstafanir, sem kost- ur er á og í voru valdi stend- ur. Og það er ekki ástæða til að ætla, að vanstilling þjóð- arinnar sé svö mikil, að menn missi stillingu sína og jafn- vægi, þótt um þessi mál sé rætt og varúðarráðstafanir gerðar. Á hinum æðstu stöðum virð ist lífskoðun Vísis hins vegar eiga góöan jarðveg. Það er vit að mál, að Loftvarnanefnd, sem hefur unnið merkilegt starf í þá átt að firra stórfelld um vandræðum, ef til loftá- rása skyldi koma á bæinn, á | við mikla erfileika að stríða vegna tregðu og skilningsleys- is af hálfu bæjaryfirvaldanna. Þannig hefur nefndinni verið synjað um fé til aö reisa bráöabirgðaloftvarnaskýli í miðbænum , t. d. á Arnar- hóli, enda þótt það sé vitað mál, að í miðbænum eru að jafnaði fleiri menn á ferli en unnt er að rúma í kjallara- herberjum þeim, er þar hafa verið tekin til afnota í þessu skyni. Vísir er kannske að undir- búa vörn fyrir bæjaryfirvöldin ef til óhappa skyldi draga. Þá á auðvitað að segja að óskyn- samlegt hefði verið að gera nokkuö, því að fólkið hefði kannske orðið hrætt! — En þáð er óvíst, hvort það þættu góð rök, ef til alvörunnar kynni að koma. Húsaleiga og húsnæði Alþýðublaðið og smælingjarnir. Aðsend grein, er birtist hér í blaðinu fyrir skömmu síðan, hef- ur orðið Alþýðublaðinu tilefni til óljósra svigurmmla í garð Þjóðólfs. Greim þessi var hófleg og rökstudd gagnrýni á húsa- leigulöggjöfina. En af ummæl- um Alþýðublaðsins um hana verður helzt ráðið, að það tákni sérstakan fjandskap Þjóðólfs í garð hinna smáu að veita slíkri grein rúm. Alþýðublaðið kemst þó að sömu niðurstöðu og leigj- andinn, er ritaði greinina í Þjóð- ólf, að húsaleigulöggjöfin hafi reynzt haldlaus sem neyðarhjálp í hinu mikla öngþveiti, er skap- ast hefur af húsnæðiseklunni. En blaðið virðist telja húsaleigulög- gjöfinni það til gildis, að húsa- leigan hafi þó ekki hækkað. Veit Alþýðublaðið ekki, að húsaleigan i nýju húsunum í Reykjavík er ákveðin með uppboði? Hefur Framh. á 4. síðu

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.