Þjóðólfur

Útgáva

Þjóðólfur - 06.09.1942, Síða 2

Þjóðólfur - 06.09.1942, Síða 2
MllUflR Mánudagurinn 6. september 1942. RUMjéri: Valdimar Jóhannason RiUtjóm; Skólavörbuttíg 3. Stmi 4964 í(st k BAUGI NÍÐINGSVERK Það gerizt skammt stóra hogga á milli af hálfu ,,verndara” vorra. Hin níðingslega árás á varnar- lausa konu, sem stödd var í sum- arbústað í grennd bæjarins, hef- ur enn á ný svijpt þjóðina þeim vonum, að takast megiaðstemma stigu við þeirri skálmold, sem skapazt hefur í landinu, af hálfu hins erlenda dvalarliðs. Hinn góði vilji herstjórnarinnar, er enginn efast um að sé til staðar, hrekkur skammt, þegar þjóðinni fær ekki dulizt, að innan hersins eru menn, sem albúnir eru til hinna níðings- legustu óbótaverka, hvenær sem varnarlaust fólk er berskjaldað fþir giæpahneigð þeirra. Borg- aralegt ðryggi í þjóðfélaginu heyrir til liðnum tíma, ef svo fer enn fram í skiptum landsmanna og setuliðsins er gert hefur til þessa. Fólk er þegar tekið að flýja híbýli sín af ótta við stór- glæpamenn innan hersins. Og að þv'í kann að reka, fyrr en varir, að menn þykist ekki mega ferð- ast óhultir á vegum úti nema þá margir saman. Það verður að gera þær kröfur til herstjórnarinnar, að hún grípi til róttækra ráðstafana til að kveða niður óöld þá, sem er að skapast hér í landinu. Þjóðinni er alls ekki kærkomið að neyð- ast til að líta á það sem hlægi- legt öfugmselji, að Bandaríkja- stjórn var beðin að senda aðeins „úrvaldslið” hingað til lands. En hjá því getur ekki farið, ef frek- ari brögð verða að því, að ame- rískir hermenn á Islandi hagi sér eins og verstu stigamenn löngu liðinna tíma. HELLYER GEFUR Oven Hellyer, maður sá er fór með umboð fyrir brezku stjórn- ina í samningum um kaup á ís- lenzkum sjávlarafurðum fyrir rúmu ári síðan, hefur nýverið opnað pyngju sína og fært stjórn arvöldum lands síns álitlega' fjár- hæð að gjöf. Skýrir eitt dagblað- anna hér í höfuðstaðnum svo frá samkvæmt heimildum brezkra blaða, að upphæð þessi sé rituíð með ,,sex tölustöfum” og gæti því ekki verið minni upiphæð en 100 þúsund sterlingspund eða 2,6 milljónir króna í íslenzkri mynt. Fylgdi það fréttinni, bæði 1 brezku blöðunum og því ís- lenzka, að þetta fé mundi mr. Hellyer hafa grætt á fiskkaupum á íslandi. Það kostaði ritstjóra þessa blaðs fangelsisvist að gera ráð fyrir að maður þessi hagnaðist á því að kaupa fisk af Islendingum — og því meir sem fiskkaup hans ykj'vst, en blaðið taldi, að með fisksölusamningum eins og hann var upphaflega úr garði gerður, öðlaðist þessi maður við- líka einokuraðstöðu í fiskútflutn- ingnum og danskir kaupmenn höfðu á verzluninni á Islandi meðan hún var ekki heimil öðr- um en þegnum Danakonungs. En blöðum þeim á Islandi, er gerðu málstað brezka fiskkaup- mannsins að sínum, þótti það illa mælt og óviturljega að tala um fjárgróða í þessu sambandi. Meira að segja blaðið Tíminn, sem fyrir kosningar er mjög andvígt auðsöfnun og stórgróða, átti naumast yfir nægilega ,,stórum” . orðum að ráða til að fordæma þá ,,heimsku” Þjóðólfs, að álíta að mr. Hellyer mundi hagnast per- sónulega á fiskverzluninni. Væri það á allra vitorði, að hann keypti hér fisk á vegum stjómar sinn- ar en ekki fyrir eigin reikning. Svona geta ,,bölvaðar staðreynd irnar” farið á snið við ,,ábyrga” pplitík og háleita ,,réttvísi” á Is- landi. SAMBANDSMÁLIÐ , Enn þegja stjórnarvöldin um afgreiðslu sambandsmálsins, sam,- þykkt lýðveldisstjórnarskrárinnar eða ,,síðasta skrefið í sjálfstæðis- málinu”, sem formaður ríkis- stjórnarinnar hefur margsinnis boðað að hann ætlaði að stíga á þessu þingi. — Þjóðólfur hefur alltaf verið andvígur þeirri fát- kennda handahófsafgreiðslu, sem í ráði var að velja sambandsmál- inu, en blaðið krefst þess, að frá því sé skýrt opinberlega, hvers vegna horfið hefur verið frá því að leggja málið fyrir þingið. Það hefur verið skýrt frá því í öllum blöðum landsins, að málið skul afgreitt nú. Stjórnarskrámefnd sat á rökstólum áður en þingið kom saman og þjóðinni hefur ver ið skýrt frá því, að álit hennar yrði lagt fyrir þetta þing, er mundi afgreiða málið. Þetta, var eitt helzta kosningamál stjómar- flokksins í síðustu kosningum. En svo er ekki minnzt á málið á Al- þingi. Ætla stjómarvöld landsms að leyfa sér að þverskalljast við að gefa skýringu á því, hvers vegna málið er lagt á hilluna eft- ir allt þa,ð, sem búið er að segja í sumar? Hvers konar stjórnmála siðgæði felst að baki slíkra vinnu bragða? Eða er þetta kannske bara einkamál Ólafs Thors og Kveldúlfs ? FRJÁLSLYNDI Frjálslyndið lýsir sér ekki allt- af eins. Þjóðviljinn er t. d. „frjálslyndur” á dálítið annan hátt en Þjóðólfur. Kom það bezt í ljós nú í síðustu vikui. Blaðið ráðleggur ,,öllum frjálslyndum mönnum” að lesa ekki Þjóðólf. Og hverjar eru ástæðurnar? Þessi er hin fyrsta. og helzta: I síðasta blaði Þjóðólfs íoru þau orð látin falla, að Rússar teldu ,,að mjög óvænlega horfi um vörn borgarinnar (þ. e. Stalin- grad). Þetta lýsir fylgi við mál- stað Þjóðverja, segir Þjóðviljinn. Þjóðólfur ber nazista-lygi á borð fyrir lesendur sína. Hann vill að Rússar bíði ósigur. Þetta er skort ur á frjálslyndi. Varið ykkur á svona blaði! Þetta er röksemda- færsla Þjóðviljans. — Um hann er aftur á móti er það að segja, að hann endurtekur á hverium degi þau ummæli rússnesku her- stjómarinnar, að ástandið við Stalingrad sé ,,stöðugt mjög í- skyggilegt”. Og það má hann gera af því að hann er málgagn Rússa á Islandi. En ef hlutlaust blað um styrjaldarmálin eins og Þjóðólfur skýrir frá hinu sama með orðunum ,,að mjög óvænlega horfi um vörn borgarinnar”, þá heitir það fylgi við Þjóðverja, ófrjálslyndi og nazismi. Svo órann sakanlegir geta vegir frjálslynd- isins verið! Flieiri merki ófrjálslyndis hefur Þjóðviljinn fundið í síðasta blaði Þjóðólfs. Þannig segir blaðið, að Þjóðólfur „beinlínis segi fyrir um ósigur Rússa fyrir næsta sumar” með því að hvetja til aukinna varúðarráðstafana á Islandi vegna hættu á vaxandi hemaðaraðgerð- um í Norðurhöfum að sumri. Á máli Þjóðviljans heitir þetta naz- isískt ,,taugastríð” og ófrjálslyndi á hæsta stigi. SjáHfur boðar Þjóð viljinn þráfaldlega þessa auknu hættu af átökum í Norðurhöfum, sem menn óttast mjög að vonum, enda þótt það sé fjandsamlegt al- mennu frjálslyndi, ef Þjóðólfur nefnir slíkt! Þá tekur Þjóðviljinn nærri sér, að Þjóðólfur skuli birta þýdda grein eftir fréttaritara ,,New York Times” og telur það til naz- isma og ófrjálslyndis, af því að greinarhöfund'ur dregur ekki dul á, að Rússar feti í hvívetna i fótspor Þjóðverja um miskunnar- lausan nútímahernað — enda verður þeim víst sízt láð það. Um ,,vinsemd” þessarar greinar í garð Þjóðverja geta svo bezt dæmt þeir, er hana hafa lesið 'í* :S =1: Þjóðólfur er vissulega ekki frjálslynt blað á mælikvarð i a joð- viljans — og vonast til að verða það aldrei. ,,Frjálslyndi” Þjcðvilj- ans er fólgið í því að hvika ekki í neinu í þjónkunaraðstpð , sirmi til erlends stórveldis, enda þólt blaðið verði að gera sig að við- undri í augum allra skynibærra manna. Afstaða blaðsins til styrj- aldarinnar og liernaðarv a nunnar. sem einu sinni hét þrælavinna á máli Þjóðviljans, en hefur nú ver- ið gefið hið glæsta nafn ,,land- varnavinna” hefur afhjúpað það betur en nokkuð annað h<"-5a ,,frjálslyndi” Þjóðviljinn vill inn- leiða á íslandi. Þjóðólfur hefur ástundað það frjálslyndi, sem enn er virt af öllum sæmilegum, rnönn- um á Islandi. ,,Sovét-frjálslynd- inu”, sem aðstandendur Þjóðvilj- ans munu vilja leiða til öndvegis á Islandi með tilstyrk erlends valds, er í eitt skipti fyrir ö!l úthýst úr dálkum þessa blaðs. RÍKISSTJÓRNIN Alþýðuflokkurinn og Sónalista- flokkurinn hafa sagt ríkisstjórn SjálÞ tæðisflokksins upp hollustu og gilðum. Og í tilefni af því htíur verið tekið fram, af l’áiiu I'lamsóóknarflokksins, að einnig uann sé 1 andstöðu við ríkisatjórn- m*, en vilji hinsvegar að húa sic: áfram. Er því núverandi ríkis ifi'vo minnihlutastjórn, enda engin breyting á því ástandi, að hér sé raunverulega stjórnlaust land. En svo hefur verið síðan 1939, er ,,þjóðstjórnin” settist á laggirnar — og enda lengur. Flokksforingj- arnir hafa verið önnum kafnir við að deila á milli sín hagnao- inum af valdaaðstöðu sinni og hefur jafnvel komið til harðvítugra átaka út af því. Brýn þörf þjóðar innar og aðkallandi verkefni hafa ekki verið leyst af því að ,,for- ráðamenn” þjóðarinnar hafa ekki gætt nema annars af tvennu: Að hlúa að sérhagsmunum þeim, er mynda kjarna hvers flokks eða að bæta aðstöðu sína. í baráttunni um hylli kjósendanna. Stjórnmálaástandið er því raun verulega óbreytt. Þeim skapadómi íslenzku þjóðarinnar að búa. við veikar stjórnir og óstarfhæfar á þeim örlagaríkustii tímum, sem mannkynið hefur lifað, virðist enn ekki hafa iverið hrundið. Þess eru þegar farin að sjást ó- vefengjanleg merki, hverju verði það skuli goldið, þótt enn sé það eigi nema að litlu leyti komið í ljós, hvílíkan ófaimað stjórnar- stefna undanfarinna ára hefur leitt yfir þjóðina. líXVMKWIWN er miðsfcöð ve.rðbréfnvið- skiptann*. *— tSími 1710« Pétur Siprðsson: Draumur Niðurlag. IL dæmis kynntist ég slík- um starfsaðferðum manna vestur í Klettafjallabyggðum. Þar tóku menn ár hátt í fjöll- um og í stað þess að leyfa þeim að renna eingöngu eftir hinum lægstu leiðum, þá veittu menn þeim í farvegi, sem gerðir voru ýmist úr steinsteypu eða sterk- um plönkum og leiddu þannig strauminn eftir hæðabrúnum og hjöllum hátt uppi í fjallahlíð- unum. Úr þessum rennum og farvegum veittu þeir svo ótal smástraumum niður eftir fjalla- hlíðunum, niður í aldingarða og matjurtagarða íbúanna, og breyttu með þessum vatns- áveitum heilum byggðum í gróðursæl héruð, sem annars hefðu verið sólbrendar auðnir. Þetta voru hin mestu mannvirki og kostuðu offjár, en sá kostnað- ur og öll sú fyrirhöfn margborg- aði sig. í raun og veru er þetta dásamlegt. Og mikill er mun- urinn á þessu tvennu, að nota árstrauminn sem lífgjafa og blessunarríka auðsuppsprettu, heilum byggðum til bjargræðis, eða láta hann brjótast áfram taumlaust og tilgangslaust eftir hinum lægstu leiðum dalanna og valda þar oft miklum skemmdum. Vissulega er slík tamning kraftanna undursam- leg, þar sem eyðileggjandi öfl- um er breytt í frjóvgandi og vökvandi himindögg. Auðvitað er ekki hægt að temja þannig og virkja allar ár, til þess eru þær víða of margar og miklar, en það haggar ekki þeirri stað- reynd, að þetta er fagur veru- leiki víðsvegar í heiminum. * * * Þannig má einnig temja og virkja lífsorku æskunnar. í stað þess að láta hana brjót- ast um og velta áfram taum- laust og stjórnlaust á hinum lægstu leiðum, oft í þröngum og stríðum straumi, sem nefna mætti skemmtanabrjálæöi, lausung og léttúö, eða eitt- hvað annaö, þá er einnig hægt aö veitta henni í ákveðna farvegi og leiöa hana eftir hinum hæstu leiðum, dreifa svo þessari lífsorku æskunnar út um allan þjóðlifsakurinn til ómetanlegrar blessunar fyrir land og lýö. Og einmitt þetta er hin langdásamleg- asta tamning kraftanna. Þá 'er frumstæðri lífsorku, sem oft ræöst 1 þjónustu spilling- arinnar, breytt í sannkallaða blessunarlind og auðsupp- sprettu þjóðfélagsins. í slíkri tækni erum við enn, því mið- ur, langt á eftir tímanum. Hernaðartækni og vélamenn- ing geisist áfram um löndin eins og hin grimmustu vor- hret, en snilli og tækni upp- eldislistarinnar, og þá sérstak- lega frá þjóðfélagsins hálfu, dragnast ennþá þunglama- lega langt á eftir. Hverning má nú þetta verða, sem við vorum; að tala um, að lífsorka æskunnar not æskunnar jst þjóðfélaginu til hins ítr- asta og til fullkominnar bless- unar? Þetta verður aöeins með því móti, að daumur æskunnar sé látinn rætast, og það á eldri kynslóðin og þjóðfélagið að annast að mestu leyti. HVER er þá þessi draumur æsk- unnar? Nú skal ég gefa hiklaust svar. Draum- ur allra heilbrigðra kvenna og karla á unga aldri er: góð at- vinna, ástvinur, snoturt heim- ili, hin sjálfsögðustu þægindi, sjálfstætt líf og eðlilegt og ó- þvingað samlíf við aðra menn. Eða með öðrum orðum: heil- brigt og eðlilegt líf í góðu og réttmætu samræmi við sálar og líkamskröfur, og svo ofur- litlar skemmtanir inn á milli. Það mætti einnig nefna þetta lífshamingju og lífsfyllingu: þennan fagra og réttmæta draurn æskunnar er hægt að láta rætast á heppilegum tíma, en þó aðeins með því móti, að skólamenntun, upp- eldismál og atvinnulíf þjóðar- i innar sé viturlega skipulagt. Ungir menn þurfa að geta fengið góða atvinnu eða ein- hverja stööu svo vel borgaöa þegar á unga aldri, að þeir geti gift sig og stofnað heim- ili. Það er hollast og bezt fyr- ir þjóöfélagiö og hollast og bezt fyrir bæði karl og konu í blóma lífsins. Og þetta er hægt að veita æskunni, ef hyggi- lega er á málum haldið. Ung- ar stúlkur þurfa að fá aðra menntun en þær fá yfirleitt nú um stundir. Þeirra hlut- verk í þjóöfélaginu er ekki í verzlunarbúðum, skrifstofum, bönkum og alls konar vinnu- stofum. Hutverk þeirra er móöurstaðan. Þessu verður al- drei breytt frá náttúrunnar hálfu, og allur fiótti frá þessu og öll slík sviksemi hefnir sín grimmilega bæði bæði á ein- staklingi og þjóð. Þaö skapar lausung, skemmtanabrjálæði, truflað sálarlíf, vanlíðan og auðnuleysi og þorsta eftir ein- hverju, sem hlaupið er eftir, en þó aldrei höndlað. Og þetta samanlagt er hin hættuleg- asta sýking í sjálfu þjóöfélag- inu. Skólamenntun ungu stúlk- unnar þarf aö búa hana und- ir húsmóður- og móðurstöð- una fyrst og fremst, en auð- vitað á hún að fá almenna og góða menntun. I bæjum og borgum á hún að geta sótt skóla frá 14 ára aldri eil 19 eöa 20 ára, og slíkir skólar eiga að leggja alla stund á aö gera hana sem mest og bezt konuefni. Reykjavík þyrfti 10 slíka skóla, sem hver rúmaði 50 nemendur. Við erum enn á villigötum í þessum efnum, þótt ögn miðist í rétta átt með húsmæðrafræöslu hinna fáu, litlu og tímamörkuðu húsmæðraskóla landsins, sem

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.