Þjóðólfur

Útgáva

Þjóðólfur - 06.09.1942, Síða 3

Þjóðólfur - 06.09.1942, Síða 3
3 .I..I | m —irnmma þó eru góðir eins langt og þeir ná. * * * En það er ekki aðeins unga konan, sem þarf að fá sér- menntun og verulega hagnýta menntun. Hiö sama gildir um hina ungu sveina þjóðarinn- ar. Þeit þurfa að læra, ekki aðeins hinar almennu fræði- greinar, sem kenndar eru í öllum skólum, heldur fyrst og fremst allt það, sem gerir þá að duglegum og ráðsettum mönnum, kennir þeim að fara vel með tíma sinn og eigur, kennir þeim að spara, lifa reglubundnu og hirðusömu lífi. Þeir þurfa að læra prúð- mennsku, kurteisi, snyrti- mennsku, ráðdeild og allt það, sem gerir þá fyrst og fremst að eftirsóknarverðum mannsefnum, slíkum sem ungu stúlkurnar geta ekki án verið, ekki aðeins kvöldstund, heldur ævilangt. Slíka sér- menntun þarf að gefa bæði ungum körlum og konum, ef draumur þeirra á að geta rætzt á hinum heppilegasta tíma ævi þeirra, og með þess- ari sérmenntun er þá um leiö stefnt að því, að leysa at- Vinnuvandamálið. Piltarnir geta unnið búðarstörfin, bankastörfin og skrifstofu- störfin. Látum ungu stúlkurn ar vera elskulegar konur þeirra. Þær vilja það gjarnan, þótt þær fari stundum dult með þetta, og um piltana þarf ekki að spyrja. Þeir eru aldrei nema hálfir menn, konulaus- ir. Æskulýöurinn þarf að geta gift sig og stofnað heimili, þeg ar á unga aldri. Þetta er alla vega mikilvægt fyrir þjóðfé- lagið, ekki síður en einstakl- ingana. Ungum mönnum þarf aö greiða svo gott kaup, að þeir geti gift sig og tekiö aö sér heimili. Það er óhæfa, að jafnvel hinar sterkustu stofn- anir þjóöfélagsins skuli bjóöa ungum og útlæröum mönn- um svo lélegt kaup, að ger- samlega sé útilokað að þeir geti gift sig og stofnaö heiln- ili. Slíkt er óþarfi, en engin sparnaöur. Þetta er aðeins af skammsýni sprottiö. VANRÆKSLA þjóð félagsins í þess um efnum er ein þess stærsta synd. Hefnd- in kemur í ljós, eins og áóur er sagt, í gífurlegri sóun dýr- mætrar lífsorku æskunnar, skemmtanabrjálæðinu og alls konar félagslegum meinsemd- um, jafnvel „ástandi“ þegar svo ber undir. — Hafið þið ekki tekið eftir því, tilheyrend ur mínir, hversu ungir menn verða jafnan ráðsettari, spar- samari og gagnlegri þegnar þjóöfélagsins, þegar þeir eru orönir eiginmenn og vfeöur? Þá er ekki eins ákaft hlaupiö eftir fánýtum og siðspillandi skemmtunum. Nei, áhuginn snýzt þá um allt annað. Unga manninn langar til að hlúa sem bezt að heimili sínu, geta gefið konunni sinni eitt og annað, og þetta gerir hann að duglegri og betri manni. Eða unga stúlkan? Þegar hún er orðin kona og móðir, þá strjálast hlaupin á böllin. Þá er starfsgleð'i komin 1 stað- in fyrir saltvatn hins lélega og taumlausa skemmtanalífs, og með þessu móti læknast meinin bezt. Hér meö er eltki sagt, að gift ungt fólk hætti að taka þátt í skemmtunum, en þá er komih hófsemi í skcmmtunum í staðinn fyrir skemmtanabrjálæðið. Og þetta skiptir miklu í þjóðaruppeldi. * * * Með slíkum vitm’legum* aö- gerðum frá þjóðfélagsins hálfu, er lætur bar með draum æskunnar rætast, er unnið margt í einu: Þar með er dregið mjög úr skemmtana brjálæðinu, komið 1 veg fyrir alls konar lausung, greitt tölu vert úr atvinnuleysisvanda- málinu, dregið nokkuð úr drykkjuskap og allri slíkri ó- reglu, komið verulega í veg fyrir gálauslega eyðslu, iðju- leysi og slæpingshátt, aukið mjög á festu og heilbrigöi þjóðfélagsins, og síðast en ekki sízt kemur sönn vinnu- gleði í staöinn fyrir gervigleði skemmtanahringiðunnar. Og starfsgleöin — vinnugleðin — er í raun og veru sú eina gleði, sem varanleg er í einum manni, sem verða að vinna og hafast aö. Jafnvel hinn böl sýni prédikari segir: „Þannig sá ég, að ekkert betra er til ÞJÓÐÓLFUJ^ verk sín“. Störf manna eru þeirra daglega líf, og lífsham- ingjan er í því fólkin, að maö- urinn geti verið daglega glað- ur við verk sín. En slíku tak- marki verður bezt náð með því að efla sjálfstæði og sjálf- foráð manna, heilbrigt fjöl- skyldulíf og velja körlum og konum þegar á unga aldri þau störf, sem hverjum einum hentar bezt. Þarna á sálar- fræðin og uppeldislistin að koma til greina og vinna hiö þýðingarmikla verk í þjóð- félaginu. Það er afarmikil- vægt, að hver og einn hljóti það starf, er honum hentar ’bezt og skapar vinnugleöinni bezt skilyrði. Viðvíkjandi ungu kvenþjóðinni ætti valið ekki að verða erfitt, því að festum heilbrigðum konum mun láta bezt það lífsstarf, að sýsla um snoturt heimili og uppfylla köllun húsfreyjunnar og móð- urinnar. Þó ber að gera ráð fyrir, að til kunni að vera konur sneyddar þessu kven- eðli, og að sjálfsögöu eiga þær heimtingu á að fá menntun og starf, sem er 1 samræmi við þeirra eðlisfar og getu. Viðvíkjandi piltunum er vandinn meiri, en þann vanda á nútíma vísindalegt uppeldi og sérskólamenntun að geta leyst að mestu leyti. En þetta Framhald á 4. síðu. en að maðurinn gleðji sig við Happdrætfí Háskóla íslands Dregið verður í 7.flokki 10. sept. 502 vinningar 110600 krónur Endurnýíö sfrax í dag Notið LUMA perur til að gera heimilið bjartara og vistlegra. Endingargóðar — sparneytnar — ódýrar. (Qkaupíélacjió > ^ llflPOIKIl FIIRSTI Sjálfsævísaga bylfíngamanns ÆVISAGA KRAPOTKÍNS fursta hefur verið talin ein hin gagnmerkasta og bezt gerða sjálfsævisaga heimsbókmenntanna. Fáum hefur gefizt kostur á að skýra frá viðburðaríkari ævi- ferli, enda tekur hann fram flestu því, er gerist í ævintýraleg- ustu skáldsögum: Aðalborinn af tignustu ættum Rússlands. Barn í grímubúningi við hásætisskör Nikplásar keisara fyrsta, sofandi í keltu keisaradrottningar, er síðar varð. Hirðsveinn við hlið Alexanders annars — þess albúinn að leggja lífið í sölurnar fyrir hann. Landkönnuður og vísindamaður á heims- mælikvarða á hinni miklu vísindaöld og jafnframt uppreisn- armaður gegn öllum viðurkenndum stjórnmálakenningum um samfélag manna. Einn tíma dagsins í tildurslegustu hirðveizl- um í Vetrarhöll keisarans og annan í dularbúningi í úthyerf- um borgarinnar, boðandi fátækum verkamönnum byltingar- kenningar. í fangelsi í Rússlandi kominn að dauða úr harðrétti og skyrbjúg. Hinn bíræfnasti flótti úr fangelsinu og úr landi. Um langan aldur bláfátækur landflótta rithöfundur í Vestur- Evrópu, umsetinn af njósnurum zarsins, árum saman í fang- elsi, jafnvel gerðir út menn til að myrða hann. Stórgáfaður og hálærður maður með yfirsýn yfir öll viðfangsefni mann- legs anda og heimsfrægur fyrir rannsóknir sínar og ritmennsku. En á allf annað skyggir fágætur persónleiki hans og göfug mennska, sem naumast hefur átt sinn líka. Af hverri línu bók- arinnar andar blæ mannúðar, réttlætiskenndar, drengskapar og frelsisástar, og á boðskapur höfundar sérstakt erindi til yf- irstandandi skálmaldar ofstjórnar, mannfyrirlitningar, ofbeld- is og kúgunar. BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU Auglýsið í Þjóðólfi Keramík og Krísfall í miklu úrvali fyrirliggjandi. Heíldverzlun Ásbjörn Ólafsson. Grettisgötu 2. — Símar 5867 og 4577.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.