Þjóðólfur

Útgáva

Þjóðólfur - 06.09.1942, Síða 4

Þjóðólfur - 06.09.1942, Síða 4
Banatilræði. Amerískur hermaður réðst á íslenzka konu, Klöru Sigurð- ardótur, aðfaranótt sunnudagsins 30. i. m., þar sem hún gætti barna í sumarbústað í Kópavogi. — Árás- armaðurinn veitti Klöru hroðalega áverka á höfði með exi, er hann hafði að vopni. En henni tókst að sleppa úr höndum hans út í myrkr- ið og hvarf hann þá á brott við svo búið. — Klara er nú úr allri lífs- hættu og líklegt að hún fái ekki var- anleg lýti í andliti af sárum sínum. — Almenningur er lostinn ógn og ‘ kvíða út af þessu dæmafáa níðings- verki. Hefur fólk þegar flutt úr sumarbústöðum þama í grend, enda þótt margir hefðu þar fast aðsetur vegna húsnæðiseklunnar í bænum. Ýmsar nýjar bækur koma nú á markaðinn að heita má daglega. Þessar bækur hafa blaðinu borizt: Krapotkin fursti, sjálfsævisaga bylt- ingamanns, í þýðingu Kristínar Olafsdóttur læknis, nafntoguð bók í vandaðri útgáfu, prýdd myndum eft- ir Kurt Zier (ísafoldarprentsm.). — Hrafnkatla .(Hrafnkels saga Freys- goða) með lögboðinni stafsetningu íslenzka ríkisins, gefin út af Hall- dóri Kiljan Laxness. — Gríma, 17. hefti, tímarit fyrir íslenzk þjóðleg fræði, er þeir stýra Jónas Rafnar og Þorsteinn M. Jónsson. ■—• íslenzk annálabrot og Undur íslands eftir Gísla Oddsson biskup í Skálholti, þýtt af Jónasi Rafnar (Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri). — Flökku sveinninn, saga eftir Hektor Malkot, þýdd af Hannesi J. Magnússyni kennara (Þorsteinn M. Jónsson, Ak- ureyri). — Bóka þessara verður nán- ar getið hér í blaðinu. ■i* Skálmöld. Á sunnudagskvöldið fyrir viku síðan réðust amerískir hermenn á tvítugan pilt í Hafnar- firði. Börðu þeir hann og rifu utan af honum fötin. Slapp hann eftir það úr höndum árásarmannanna, en ekki mun hafa fekizt að hafa upp á þeim. •■k Helgafell, sumarhefti, er nýkomið út. Langmerkast af eíni heftsins er síðasta kvæði Arnar Amarsonar, Þá var ég ungur, er hann orti meðan hann beið bana síns, gullfallegur skáldskapur og tilþrifamikill. Jóhann Gunnar Ólafsson ritar um höfund- inn skilgóða grein, er vafalaust verð- ur vel þegin af hinum mörgu aðdá- endum Arnar. í þessu hefti Helga- fells eru verðlaunasögur eftir Guð- mund Daníelsson og Halldór Stef- ánsson, greinar eftir Sigurð Nordal, Áma Jónsson frá Múla, Símon Jóh. Á.gústsson og Gylfa Þ. Gíslason, þýdd kvæði eftir Nordahl Grieg og G. Fröding og þýdd grein eftir Thom- as Mann. Emil Thoroddsen og Steinn Steinarr skrifa um tvo listamenn, ■ þá Finn Jónsson og Þorvald Skúla- son. Fylgja greinunum nokkrar mynd ir af málverkum þeirra. Ennfremur eru .í heftinu bókagagnrýni, Léttara hjal, Innan garðs og utan og bréf frá lesendum. * Dvöl, 2. hefti, 10. árg'., er nýlega komið út. Flytur ritið nú sem jafnan áður þýddar smásögur eftir öndveg- ishöfunda, frumsamdar greinar, kvæði og sögur. Auk þessa eru í heft- inu bókadómar, umsagnir um höf- undana og ýmislegt smávegis. — Dvöl vinnur hið þarfasta verk með því að kynna íslenzkum lesendum verk ýmsra snjöllustu höfunda, er þeir myndu ella ekki hafa komizt í kynni við. — Ritstjóri Dvalar er Jón Helgason blaðamaður. Frá vitamálastjóra: Stokkseyrar- vitinn logar nú aftur. — Þokulúður- inn á Dalatanga sendir nú aftur hljóðmerki eins og venjulega. * Frá Rauða Krossi íslands: Rauði Krpss Íslands hefur ákveðið að efna tii námskeiða i nauðsynlegri f.yrstu hjálp særðra og sjukra (hja'lp í við- lögum) hér í bænum, ef nægileg Mánudaginn 6. sept. 1942. sjálfvöldum, og oft breytííeg- um fan’egum, brýtur ertgjar cg tún, sóar orku, eýðir og ;j: nuTár, en gerfr lítið eöa ckkert gagn. Hins vegar aftur hin undursamlega áveita, sem stjórnað er af tækni og snilli Síldarverksmiðju- rekstur ríkisins gagnrýndur FÖSTUDAGINN, 28. f. m. áttu 62 skipstjórar af samnings- bundnum síldveiðiskipum hjá síld- arverksmiðjum rikisins fund með sér á Raufarhöfn. Urðu miklar um- ræður á fundinum, er að lokum samþykkti með samhljóða atkvæð- um ályktun þá, er Formanna- og Fiskimannasamband íslands hefur sent blaðinu til birtingar og hér fer á eftir: „Fundurinn samþykkir að lýsa al- geru vantrausti á núverandi stjórn Síldarverksmiðjanna, og sérstaklega framkvæmdastjórann, Jón Gunnars- son. Fundurinn er einróma þeirrar skoðunar, að óstjóm á rekstri verk- smiðjanna á yfirstandandi vertíð hafi keyrt svo úr hófi, að óviðunandi sé. Vill fundurinn benda á örfá at- riði þessu til stuðnings: 1) Þegar skipin komu fyrst að landi með afla á Siglufjörð, voru 4 losaravindur af 12 óstarfhæfar og verksmiðjurnar að ýmsu öðru leyti óviðbúnar að taka til starfa. Öllu verra var þó ástandið á Raufarhöfn hvað löndunartæki og annan viðbún- að snerti, 2) Hvers vegna var nokkur hluti verksmiðjanna látinn standa ónotað- ur, þrátt fyrir stöðugan landburð af síld mikinn hluta veiðitímans og möguleíka á að starfrækja þær? 3) Hin ítrekuðu veiðibönn, sem valdið hafa stórkostlegum aflatöp- um hjá fjölda skipa, að nokkru leyti að ástæðulausu og var seinna veiði- bannið upphafið fyrirvarlaust, áður en fjöldi skipa hafði beðið biðtím- ann. Olli þetta skipunum mjög miklu misrétti og virðist að öllu leyti hafa verið mjög illa yfirveguð ráðstöfun, 4) Fundurinn álífur algerlega ó- verjandi að hið „kemiska“ efni aquicide, hafi ekki verið notað hjá verksmiðjunum, og telur nauðsynlegt að rannsakað verði hvað það eitt hafi valdið miklu tjóni.“ þátttaka fæst. Er gert ráð fyrir, að námskeið þessi heíjist í september- mánuði. Hvert námskeið verður. 22 —24 tímar, en auk þess verður við- bótamámskeið fyrir konur, þar sem kennd verður sérstaklega hjúkrun í heimahúsum. Er gert ráð fyrir að viðbótarnámskeiðið verði 6 tímar. Kennslan fer íram að kvöldinu frá kl. 8—10. Helztu námsgreiaar verða sem hér segir: heilbrigðisfræði, slysfarir al- mennt, beinbrot og meðferð þeirra, svo og sárameðferð, biæðingar, eitr- anir, lífgun úr dauðadái, hjúkrun, umbúðatækni og sjúkraílutningur. Kennslan er ókeypis. Hana annast læknarnir Bjarni Jónsson, Jóhann Sæmundsson og Sigurður Sígurðs- son, hjúkrunarkonurnar Sigríður Bachmann og Laufey Halldórsdóttir. Ennfremur þeir Jón Oddgeir Jóns- son íulltrúi Slysavarnafélagsins og .Vestur-íslendingurinn D. Hjálmars- son höfuðsmaður. Að afloknu hverju námskeiði verð- ur haldið próf í greinum þeim, er kenndar hafa verið og sérstakt próf- skírteini verður veitt þeim, er próf- ið standast. Væntanlegir þátttakendur í nám- skeiðum þessum eru beðnir að til- kynna þátttöku sína til skrifstofu Rauða Kross íslands, Hafnarstræti 5, kl. 2—5 daglega. Samkvæmt beiðni lögreglustjóra verða tvö fyrstu námskeiðin ein- göngu íyrir lögreglulið bæjarins. * Sambandsþing íslenzkra bama- kennara stóð yfir hér í bænum i síð- astliðinni viku. Samþykktí það ýms- ar tillögur um áhugaefni og hags- múnamál kennarastéttarinnar. Húsaleiga og húsnæði Framhald af 1. síðu. blaðið ekki orðið vart við mútu- tilboðin? Veit ekki þetta blað, að í fjölmörgum hinna eldri husa verða leigjendumir að greiða með“ hinni lögmæltu leigu? Er Alþýðublaðinu ekki kunnugt, að húsaleiga hefur raun- verulega stórhækkað — þótt það komi að vísu mjög ójafnt niður — án þess að verðlagsupp- bætur hafi hækkað að sama skapi? Og hverjir skyldu svo verða harðast úti fyrir bragðið? Það skyldu þó ekki verða smæl- ingjarnir? — Alþýðublaðið vill kannske svara? N ey ðarráðstaf anir Annars er óþarfi að fjölyrða um húsaleigulöggjöfina. Hún er aðeins haldlaust fikt þeirra vald- hafa, er miða allar aðgerðir sínar við að sýnast í stað þess cð taka kjarna málanna föstum tökum. Hér hefur skapazt það öngþveiti í húsnæðismálum, er helzt verður jafnað við neyðar- ástand í umsetinni hemaðarborg. En það verður ekki rakið til loft- árása eða stórskotahríðar. Orsak- anna er að leita í ódugnaði og ábyrgðarleysi ráðamanna bæjar- ins. Það þyrfti engan að furða, þótt húsnæðiseklan í Reykjavík leiddi til þess, að gripið yrði til raunverulegra neyðarráðstafana eins og gert mundi verða, ef hið mikla böl húsnæðisleysisins hefði skapazt af völdum hernað- araðgerða. En þá yrði vafalaust horfið að því að ráðstafa á skipu- legan hátt öllu því húsnæði, sem til væri í bænum, án tillits til eigenda þess eða umráðamanna. Mætti þá vel svo fara, að ein- hverjir þeir, er stutt hafa til valda hina skammsýnu forráða- menn Reykjavíkurbæjar, yrðu að þrengja meira að sér í híbýla- kosti en þeim sjálfum gott þætti. Tollheimfa Framli. af 1. síðu. Vörur fást ekki fluttar að eða frá landinu nema leitað sé ótal undirskrifta og útfyllt marg- brotin skjöl. Pappírinn hleðst upp. Skjalavarzla Tollskrifstof- unnar er að verða örðugt vanda- mál. Fjöldi fólks situr ár út og ár inn yfir flóknum reiknings- dæmum, sem misviturt ríkis- vald stofnar til að nauðsynja- lausu. Róttækar breytingar á inn- heimtu tolla og skatta eru óhjá- kvæmilegar, ef það á ekki að verða alveg óvinnandi verk að ná inn tekjum ríkisins. Skatt- heimtuna verður að færa saman. Og það er meira að segja mjög til athugunar, hvort ekki ber að sameina sem mest í eitt skatt- heimtu ríkisins og sveitarfélag- anna. Skattabyrðarnar eru al- menningi nógu tilfinnanlegar, þótt ekki sé á það aukið að nauð- synjalausu með því að taka af skatta- og tolltekjum ríkisins þau óþörfu skiptalaun, sem nú er gert. En þess ættu menn að minnast, er þeir deila á hið óvið- unandi ástand í þessum efnum, að syndirnar eru ekki tollheimtu mönnunum að kenna, heldur er „syndaranna“ að leita í hópi þeirra valdhafa, er stýrt hafa landínu án þess að hafa nokkru sinni alþjóðarhag að markmiðí. Oraumur æskunnar Framhald af 3. síðu. er mjög áríöandi, að réttur maóur veljist í hina réttu stöðu og að því verki, sem hann unir bezt. Meö því vinnst þetta tvennt í einu: Mann- inum er tryggð vinnugleöi og þar með lífshamingja, og þjóðfélaginu hin beztu vinnu- öllum greinum. Þessi vitur- lega hagnýting kraftanna veröur þá fyrir þjóðlífsakur- inn slík blessun og auösupp- spretta, sem vatnsáveitan, er viö áöan töluöum um, er fyrir jaröræktina. * * * Höfum þá stöðugt fyrir augum þessar myndir til sam- anburðar: Annars vegar bel- jandi árstraum, sem tilgangs- laust ryöst áfram um hinar lægstu leiðir byggðanna eftir mannlegrar kunnáttu, þar sem orkunni er stjórnaó og henni dreift hóflega um heil- ar byggðir, og þeim þannig breytt í gróðursæl héruð og aldingaröa. Hliðstæöa blessun veitir lífsorka æskunnar þjóð- félaginu, ef það kann að vifkja hana og hagnýta sér til far- sældar. Þaö er þess vegna af- armikiivægt, aö þjóðfélagið og eldri kynslóðin sjái til þess, að draumur æskunnar rætist á hinu heppilegasta aldiu’- skeiði hennar, og draumur æskunnar er fagur. Hann er vöggugjöf lífsins, sem heilla- dísum þjóðfélagsins ber aö vaka yfir, svo aö engar illar nomir fái meö fláttskap sín- um breytt blessun í böl. óéOOOOOOOéOOéOOOO á H.F. OFNASMÍÐJAN ,01 I o • ■ BEVKJAVIK • ICELANO <><x><xx>oo<xxx><><><xx> Hrafnkatla með lögboðinni stafsetningu ís- j lenzka ríkisins kom í bóka- búðir fyrir nokkru. H. K. Laxness sá um útgáf- una og ritar formála. Myndir eftir Gunnlaug Sche- ving í Laxdælu og Hrafnkötlu verða seldar sérstaklega seint í þessum mánuði. Hrafnkatla kostar 10.00 kr. HOSEIGENDUR Nú er hreinlætisvikan lijm hjá og þér eflaust búnir að hreinsa til og laga umhverfis hús yðar. Látið nú „kné fylgja kviði“ og málið húsið að ut- an úr „Harpó“, áður en haust- og vetrarumhleyp- ingarnir fara að berja á ryðblettunum frá síðasta vetri. © Ennþá er nóg til af „Harpó“. Farið strax í næstu málningarvöruverzlun og pantið fyrir haustið. — Næsta sumar getur það orðið of seint. WKK 06 MfUNINGRR UADDA £ VERK5MIÐJRN

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.