Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 18.09.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 18.09.1942, Blaðsíða 3
Þ JÓÐÓLFUR 3 Síðari hlufí af grefn van Loons Viðnreipin við prentíreisið ÞESSI góða gifta var úr sögunni, þegar heimur- inn komst undir vald kirkj- unnar. Mörkin milli góðs og ills, milli rétts og rangs, voru endanlega dregin ekki mjög mörgum árum eftir dauða Jesú. Á seinni helming fyrstu aldarinnar bjó Páll póstuli í grennd við Efesos i Litlu Asíu, á stað, sem frægur var fyrir vemargripi sína og landslags- fegurö. Hann gekk í kring og prédikaði og rak út djöfla með svo miklum árangri, að hann sannfærði marga menn um, að þeir hefðu farið villir veg- ar, meðan þeir lifðu í heiðn- um dómi. Til að votta iðrun sína söfnuðust þeir allir sam- an einn dag með allar fjölkyng isbækur sínar og brenndu þannig þrjátíu þúsund króna verðmæti með öllum þeirra særingaforskriftum og galdra- stöfum, eins og menn geta les- ið í nítjánda kaflanum í Post- ulanna gerningum. En þetta gerðu skarar iðr- andi syndara af frjálsum vilja, og það stendur hvergi, að Páll postuli hafi bannað öðrum Ef- esos-búum að lesa eða eiga svipaðar bækur . Næstu tvö hundruð árin var mjög lítið um ritskoðun. En það voru líka mjög fáar bæk- ur til. En eftir þingið í Vicea (325) þegar kristna kirkjan fékk við urkennda stöðu sína innan keisaradæmisins, varð ritskoð- im á öllu, sem skrifað var, hluti af daglegum skyldum prestanna Nokkrar bækur vorú algerlega bannaðar. Aðrarvoru yfirlýstar „hættulegar" og til- kynnt, að menn læsu þær á eigin áhættu. Loks komust rit höfundarnir að þeirri niður- stöðu, að hyggilegra væri að tryggja sér samþykki kirkju- vaídsins, áðrrr en þeir gæfu bækur sínar út, og sendu þær því venjulega til biskupsins til að fá leyfi hans til útgáfurm- ar. En þrátt fyrir þetta gat rit- höfundurinn ekki alltaf verið viss um, að verk hans fengi að halda tilverurétti sínum. Bók, sem einn páfi hafði tal- ið hættulausa, varð ef til vill talin villutrúarverk og óhæf af eftirkomanda hans. Yfirleitt bjargaði þó þessi aðferð rithöfrmdunum frá að brenna ásamt pergamenti sínu. Og þetta fyrirkomulag blessaðist furðanlega, meðan bækur voru afritaðar með höndunum og það tók fimm ár að gefa út upplag af bók í þrem bindum. EN allt þetta breyttist auð- vitað með hinni frægu uppfinningu Jó- hanns Gutenberg. — Eftir miðja 15. öld gat duglegur bókaútgefandi gefið út allt að fjómm eða fimm hundruð ein tökum af bók á tæpum þrem t* Kt vikum. Og á tímabilinu frá 1453 til 1500 fengu menn í Vestur- og Suður-Evrópu ekki minna en fjörutíu þúsund mismunandi útgáfur af bók- um, sem til þess tíma höfðu aðéins verið fáanlegar í beztu ‘bókasöfnum. Kirkjan hafði mjög illan bif ur á þessari óvæntu fjölgun aðgengilegra bóka. Það var nógu erfitt að ná í einn ein- asta villutrúarmann með eitt einasta heimatilbúið eintak af guðspjöllunum. En hvemig átti að snúast gegn tuttugu milljónum villutrúarmanna með tuttugu milljón eintök af prentuðum bókum? Þær ögr- uðu öllu kirkjuvaldinu og það var talið nauðsynlegt að stofna sárstakan dómstól, sem skyldi veita viðtökum öllum bókum og úrskurða strax í byrjun, hverjar mætti gefa út og hverj ar ekki. Af þeim listum yfir „for- boðnar bækur“, sem hvað eft- ir annað voru gefnir út af þeirri nefnd óx smám saman fram hinn frægi svarti listi (,,index“),- sem átti eftir að verða næstum því eins illræm- ur og rannsóknarréttturinn. En það væri ekki réttmætt að gefa mönnum þá hugmynd að eftirlitið með prentuninni hafi einkennt kaþólsku kirkj- una sérstaklega. Mörg ríki urðu hrædd við bókaflóðið, sem virtist hóta friðslitum innan landamæra þeirra, og höfðu því neytt útgefendurna til að leggja verk sín undir rit skoðun ríkisins og bannað að láta prenta allt, sem ekki bar hinn opinbera stimpil þessarar ritskoðunar. En hvergi utan Rómaborg- ar hefur þessari aðferð verið beitt og framfylgt allt til vorra daga. Og jafnvel þar hefur mikið verið dregið úr henni síðan á miðri sextándu öld. Það varð að rýmka hana. Prentaramir unnu með svo miklum hraða, að meira að segja sú kardínálasamkunda, sem iðnust var, hin svokallaða index-nefnd, sem átti að hafa eftirlit með öllum prentuðum verkum, varð brátt mörg ár á eftir tímanum. Að ekki sé nú minnzt á allt það flóð, sem vall út yfir öll lönd í blöðum, tímaritum og pésum, og eng- in nefnd í heimi, hversu dug- leg, sem hún hefði verið, hefði nokkum tíma getað vænzt að lesa eða kynna sér og raða á skemmri tíma en þúsxmd ár- um. N sjaldan hafa menn fengið fullgildri sönn un fyrir því, hve voðalega þessi tegrmd umburðarleysis hefnir sín á þeim valdhöfum, sem reyna til að beita því við þegna sína. Rómverski rithöfimdurinn Tacitus hafði þegar á fyrstu öld andmælt ofsóknum á rithöfunda vegna þeirrar ,,heimsku að beina athyglinni að bókum, sem annars mundu ekki vekja neina athygli“, Svarti listinn sannaði þessi orð. Varla höfðu siðáskiptin komizt á, fyrr en listinn yfir bannaðar bækur var orðinn einskonar handbók fyrir þá, sem vildu kynna sér nánar þessa tegund bókmennta. Og enn meir. Á seytjándu öld gerðu duglegir bókaútgefend- ur í Þýzkalandi og Hollandi út sérstaka fréttamenn í Rómaborg, sem var falið að reyna að ná í eintök af index purgatorius. Jafnskjótt og þeir höfðu nþð í þau, afhentu þeir þau sérstökum hraðboð- um, sem skunduðu með þau yfir Alpana og út Rínarhér- uðin til að koma upplýsing- nnnm sem allra fyrst í hend- ur vinnuveitenda sinna. Svo voru þýzku og hollenzku prentsmiðjumar settar í gang og sendu sem fyrst þær gátu út sérstök upplög, er voru seld með miklum ágóða og smygl- að inn á bannsvæðin af heil- um her af bóksölum. En fjöldi þeirra eintaka, sem unnt var að koma yfir landa- mærin var auðvitað lítill, og í löndum eins og ítalíu, Spáni og Portúgal, þar sem index-fyrir- komulag ríkti til skamms tíma, varð árangurinn af þess- um hömlum eftirtektarverður. Ef þessar þjóðir urðu nú smám saman aftur úr á fram- farabrautinni, þá var ekki erf- itt að finna ástæðuna. Stúd- entarnir við háskólana voru ekki aðeins sviptir flestum er- lendum kennslubókum, held- ur vom þeir einnig neyddir til að nota mjög lélegar innlend- ar bækur. Verst var þó það, að index- fyrirkomulagið fældi fólk frá að gefa sig alvarlega að vís- indum og bókmenntum. Því enginn með fullu viti er fús til að skrifa bók, ef hann á á hættu að sjá hana leiðrétta í mola af óhæfum ritskoðunar- manni eöa afskræmda og ó- þekkjanlega eftir feporhunda rannsóknarréttarins. Menn fóm heldur á veiðar eða drápu tímann með því að spila dóminó í vínstofunum. Eða maður fann upp á því í örvæntingu um sjálfan sig og tallt mannkynnið, að setj- ast niður og skrifaði söguna um Don Quixote. NaMII 1 12 manna með 60 diskum 170 krónur. — Kaffistell 12 manna kr. 77,50. — Matskeiðar og gaflar 1,50. Teskeiðar 1,00 kr. — Nýkomið. K. Einarsson 6 Bjðrnsson Bankastræti 11. jansosasBsannEoa Dómncfnd i verðlagsmálum hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð: í heildsölu í smásölu Molasykur pr. 100 kg. kr. 130.50 pr. kg. kr. 1.70 Strásykur — 113.40 — 1.47 Hveiti — 66.80 — 0.87 Rúgmjöl — 63.35 — 0.82 Hrísgrjón — 175.45 — 2.28 Haframjöl — 89.85 — 1.17 Hrísmjöl — 132.40 — 1.72 Sagó — 159.50 — 2.07 Kartöflumjöl — 139.30 — 1.81 Álagning á vörur þessar í heilsölu má þó aldrei vera hærri en 8Vz% og í smásölu 30%. Fiskbollur í smásölu 1 kg. dós kr. 3.85, Vz kg. dós. kr. 2.10. Reykjavík 16. sept. 1942. DÓMNEFND í VERÐLAGSMÁLUM. Takmörkun um sölu á bifreiðahjólbörðum Samkvæmt ákvörðunum Bifreiðaeinkasölu rík- isins, staðfestri af fjármálaráðuneytinu, verða bifreiðahjólbarðar aðeins seldir til endurnýjun- ar slitnum hjólbörðum á farartæki, sem eru í not kun, gegn því að hinum eldri hjólbörðum verði skilað um leið, oð séu jafnframt gefnar órækar upplýsingur um hvaða ökutæki hjólbarðinn á að notast á. Vegna gúmmískortsins, sem ríkir í löndum þeim, sem vér skiptum við, ber oss öllum í þessu landi að gæta hins fyllsta spamaðar um alla notkun á gúmmí og halda vandlega til haga hinu slitna gúmmíi, svo að hægt verði að senda það til vinnslu aftur. Sparið hjólbarðana, farið vel með þá, skilið öll- um slitnum hjólbörðum og slöngum, með því móti aukum vér mikið möguleikana á að fá end- umýjaðar birgðir vorar á þessari viðkvæmu vöra. Reykjavík, 14 september 1942. BIFREIÐAEINKASALA RÍKISINS. Smásöluverð á" vindllngum Útsöluverð á enskum vindlingxtm má eigi vera hærra en hér segir: Players N/C med 20 stk. pk. kr. 2,50 pakkinn May Blossom 20 — — — 2,25 — Elephant 10 — — — 0,90 — Commander 20 — — —- 1,90 — De Reszke, tyrkn. 20 — — — 2,00 — Teofani 20 — — — 2,20 — Derby 10 — — — 1,25 — Soussa 20 — — — 2,00 — Melachrino nr. 25 20 — — — 2,00 — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 3% hærra en að framan greinir, vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala ríkisins.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.