Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 21.09.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 21.09.1942, Blaðsíða 1
Útgefandi: MUNINN h.f. Afgreiðsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörfum. Verð kr. Í5.00 á rniss- eri. í lausasölu 25 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram. Víkingsprent h.f. í(st Á BAUGI Hvað verður um Sjálfstæð- isflokkinn? Brottför Áma Jónssonar og ýmissa manna annnara úr Sjálf- stæðisflokknum vekur að vonum hina mestu athygli, enda þótt hún komi ekki algerlega á óvart. Það hefur ekki verið neitt leynd- armál, aö forustulið Sjálfstæðis- flokksins hefur skipzt í tvo and- s.æða hópa nú um alllangt skeið. Annars vegar hefur verið Kveld- úlfsvaldið og taglhnýtingar þess, er skoða flokkinn aðeins sem tæki • í þágu ákveðinna sérhagsmuna. Hins vegar hafa verið allir hinir frjálslyndari menn, er haldið hafa tryggð við yfirlýst stefnumál flokksins, jöfn mannréttindl, frelsi, umburðarlyndi og réttlæti. Af þingmönnum flokksins hafa skipað sér í hinn síðamefnda hóp inn menn eins og Árni frá Múla, Magnús Gíslason, Sigurður Krist- jánsson, Sigurður Hlíðar og Bjami Snæbjömsson. Áhorfendum hefur ekki dulizt, að innan flokksins hefur vegur Kveld úlfs farið sívaxandi á kostnað íiinna frjálslyndari afla. Það hef- ur bersýnilega verið unnið að því á skipulegan. hátt að bola þeim frá .áhrtfum í æ víðtækari mæli. Þeim hefur verið byggt út úr þingflokki Sjálfstæðismanna í því, skyni að fá þangað í staðinn ým- issa lítilláta skósveina Kveld- úlfs. Hinni hóflausu sérhags- munastreytu Sjálfstæðisflokksins í þágu þröngrar stórgróðaklíku hefur vaxið fiskur um hrygg að sama skapi. Afleiðingaraar hafa , sagt til sín á ótvíræðan hátt í ' kjörfylgistapi flokksins. Hinír ó- breyttu kjósendur, er ekki vilja láta skoða sig sem séreign Kveld- úlfs, hafa yfirgefið flokkinn þús- undiun saman. Flóttinn undan merkjum Kveldúlfsmanna mun verða hið mest áberandi einkenni næstu kosninga, ekki síður en kosninganna í vor. örlög Sjálfstæðisflokksins eru ráðinn, skapadómur hans augljós hverjum þeim, er nokkrar gætur geíur að ótvíræðri þróun. Verka- j I menn og sjómenn yfirgefa flokk- inn allir sem einn. Frjálslynt mið- stéttarfólk mun ekki heldur hugsa til langrar viðstöðu í Sjálfstæðis- flokknum úr þessu. Flokkurinn verður eftir það aðeins tæki í höndum harðvítugrar sérhags- munaklíku örfárra stórgróða- manna, sem hafa það eitt mark- mið að vernda „rétt” sinn til stór felldrar auðsöfnunar á kostnað , alls þorra manna. I II. árg. Mánudagurinn 21. sept. 1941. 35. tölublað. Hvar er konan? Hvar er ungí maðurinn? Hvar er verkamaðurinn? EKKI getur hjá því farið, að ýmsir sjáfstæðismenn reki upp nokkuð stór augu, þegar þeir sjá framboðs lista flokksins hér í bænum. Þeir, sem hafa búizt við að flokkurinn væri að verða alþýðlegri en verið hefur, geta tæplega komizt hjá vonbrigðum. Árni Jónsson, ritstjóri. . Bjarni Bjarnason, lögfræðingur. Jakob Jónasson. verzlurjarmaður. Kristín Norðmann, frú. Jón Ölafsson, lögfræðingur. Magnús Jochumsson, póstfulltrúi. Halldór Jónasson, hagstofuritari. Árni Friðriksson, íiskifræðingur. Páll Magnússon, lögfræðingur. Gretar Fells, rithöfundur. Næst á eftir núverandi þing mönnum ílokksins kemur einn af bankastjórum Landsbank- ans og þvi næst formaöur Verzlunai’ráösins. Hvorttveggja þetta eru vonlaus sæti og þarf nvorugur þeirra, Pétur Magn- ússon né Hallgrímur Bene- diktssonar aö kviða því aö þurfa aö bæta þingstörfum ofan á margvísleg önnur störf. Þessir velmetnu og á- feröafallegu menn eru settir þarna til skrauts til að hæna Kjósendur aö listanum. Þaö er ekkert út á þessa menn aö setja, síður en svo. En hætt er viö aö flokksfor- ustunni hafi misheyrzt, ef hún heldur, aö lúnn almenni kjós- andi sé fyrst og fremst aö biðja um aukin áhrif frá þeim, sem mestu ráöa 1 fjár- málurn og atvinnulífi. Þar mun flokknum mega teljast borgiö, meðan Ólafur Thors og „innsti hringurinn” hafa tökin. Þessvegna velta ýms- ir sjálfstæðiskjósendur vöngum yfir listanum og átta sig ekki allskostar á ráösnilld forystu- mannanna. Hvar er konan? í fyrra vor var formaöur Hvatarfélagsins, frú Guðrún Jónasson höfö í „baráttusæt- inu”. Nú er það formaöur geröardómsins. Ólafur Thors telur sýnilega aö Sjálfstæöis- kvennafélagið’ „Hvöt“ og gerð ardómurinn njóti nákvæm- lega sömu vinsælda meöal sjálfstæöismanna. Þess vegna á kjörorðið nú aö vera: „For- maöur geröardómsins skal á þing!” Ólafur Thórs hefur hælt sér hér um bil eins mikiö af aö hafa afnumiö geröardóm- inn og hinu, aö hafa komiö honum á. Nú hefur hann líka í raun og veru afnumiö Hvat- arfélagiö og þar meö alla draumóra sjáfstæðiskvenna, um fulltrúa á þingi. Jón Þor- láksson var . auövitaö hvergi nærrí eins frjálslyndur og Ól- afur Thors, en samt krafðist hann þess, aö konur ættu sæti á þingi. Honum hefði senni- lega þótt undarlegt aö förmaö 'ur Hvatar þyrfti að vera í 11. sæti úr því aö ekki á aö kjósa nema 8 fulltrúa. Allir vita áö þær tvær konur, sem setiö hafa á þingi fyrir Sjálfstæöis- flokkinn, hafa bæði veriö flokknum og kvenþjóöinni til •hins mesta sóma. Hvatarfé- lagiö hefur skaraö fram úr öllum sjálfstæðisfélögum á landinu um flokkslegan á- huga og íundarsókn. Og þaö er elcki einungis Reykjavík, sem notiö hefur góös af þess- um áhuga. Hvatarkonur hafa verið boönar og húnar aö leggja á sig hin erfiöustu ferö alög til aö berjast fyrir flokk sinn út um allt land. Sennilega er það bara hug- ulsemi af forsætisráöherra, að úi’skurða konur ókjörgengar til Alþingis. Hann vill koma þeim hjá hinum erfiðu ferða- lögum í þágu flokksins. En þótt enginn efist um góðan tilgang Ólafs í þessum efn- um sem öörum, munu ýms af hinum miöur þroskuðu flokks systkinum hans eiga bágt að skilja þessa hugulsemi. Og þetta fólk spyr í einfeldni hjartans: Hvar er konan? Hvar er ungi maðurinn? En SjálfstæÖisflokkurinn hefur brugöist vana sínum í fleiru en kjörgengi kvenna. Hann hefur líka tekiö nýja afstöðu til æskunnar. Eihn oiðhagasti maöur landsina kallaði einu sinni miöstjórn flokkins „mis-stjórnar elli- heimiliö“. Flokksforustunni var óskapleg raun aö því, að vera líkt viö elliheimili. Henni féll þaö álíka illa og ungfrú á efri giftingarárum, að vera minnt á aldur sinn. Þess vegna ákvaö flokkurinn að láta yngja sig upp. Þetta tókst ágætlega. Korn- ungir, áhugasamir og gáfaöir menn komu inn í þingið, Thor Thors, Gunnar Thoroddsen, Jóhann Möiler og Siguröur Bjamason. Allir þessir menn höfðu fengið æfingu og félags þroska í „Heimdalli“. Hin síð- ustu ár hefur Jóhann Haf- stein formaður Heimdallar veriö erindreki fokksins. Allt þetta hefur veriö sjálfstæöis- æskunni geysileg örfun. Á hér aösmótum út um land var æskulýöurinn alltaf í miklum meiri hluta. í háskólanum náöu sjálfstæöisstúdentar völd um í félagsskap hinna ungu menntamanna. Alit benti til þess, að flokkurinn hefði náö tökum á hugum hinnar imgu kynslóöar. Hér í Reykjavík var það oröin hefö, aö Heimdall- ur ætti fultrúa á framboðs- listum flokksins viö allar kosn ingar. Nú spyrja menn að von um: Hvar er ungi maðuriim? Roskinn maöur „keyrir út af”. Viö skulum leita aö æsk- unni og taka allt meö, aöal- fulltrúa, varafulltrúa, vara- varafulltrúa, og, þrauta-vara- vara-vara-varafulltrúa. Fyrst er þá Magnús vor, 54 ára. Þá Jakob, 62. Næstur Bjarni borg arstjóri, 35 ára. Sigurður Kr. 57 ára. Pétur Magnússon,54 ára. Hallgr. Ben., 56 ára. Allt menn af léttasta skeiöi, aö undanteknum borgarstjóran- um. Jóhann Möller fyrirfinnst ekki á listanum og yfirleitt sjást engin merki þess, að til séu ungir menn í varasætum til þess aö fylla í skörðin, þeg ar framlíða stundir. Hér er þverbrotin hefö viö undan- farnar kosningar. Alveg sér- staka athygli vekur þaö, aö hinn ötuli málsvari flokksins, Jóhann Hafstein, veröur hvergi í kjöri. Auövitaö má segja, aö eldri mennirnir séu gætnari. En þáö er ekki algilt. AÖ minnsta kosti eru menn nokkuö sam- mála um, aö Jakob hafi „keyrt útaf“ þegar hann fór aö fást við bílana. imynd æskunnar. Óheppinn ræöumáöur end- aöi einu sinni eldmóðuga hug sjónaræðú á þessa leið: Ef æskan vill rétta þér örfandi hönd, þá ertu á vegi til grafar! Þaö lítur út fyrir áö Sjálf- stæðisflokkurinn hafi ruglazt eitthvað þegar hann var aö leita aö kjöroröinu fyrir lista sinn nú 1 haust. Því þaö heföi vel mátt vera: fylgi hún þér einhuga hin aldraða sveit, þá ert þú á framtíöarvegi! Ef borgarstjórans heföi ekki notiö við, heföi vísitala aldurs „æskunnar“ á sjálfstæöislist- anum hækkaö eins og dýrtíö- in. En þó enginn neiti því, aö Bjarni Benediktsson sé ímynd æskunnar, verða þó heild- aráhrifin af framboðslista Sjálfstæðisflokksins þau, aö ekki getur liöiö á löngu, þar til vistmennirnir á „elliheim- t ilinu“ veröa áö hugsa fyrir nýrri yngingartilraun. Hvar er Óðrnn? Málfundafélagiö Óöinn er stéttarfélag sjálfstæðisverka- manna í Reykjavík. Starfsemi þessa félags hefur verið engu tilþrifaminni en Hvatar. Fyr- ir tilstilli þess vár Sjálfstæðis- flokkurinn um tíma oröinn sterkasti verkamannaflokkur höfuöstaðarins. Þaö getur þess vegna ekki talist nein fjar- stæöa, aö forvígismönnum þesso félagsskapar kæmi til hugar aö fullt tillit yrði tekið til verkamanna. þegar verið væri aö raða á listann. En „flokkur allra stétta“ hefur í mörg horn að líta. Óöinsmenn skilja vafalaust, að þeim var sýnd alveg sér- stök tillátssemi. Þaö þarf ekki annaö en áð Sjálfstæöisflokk- urinn fái alla þingmenn höf- uöstaöarins kosna, þá kemst Óöinsmaður á þing! Ef einhver verkamaöur í Óðni væri sá bölváður gikkur, að telja það hálfgeröar hundsbætur fyrir allt starf félagsins, þá má allt af benda honum á 5. sætið. Úr því borgarstjórinn er í- mynd æskunnar, getui’ for- maöur geröardómsins líklega veriö ímynd verkamannanna í Sjálfstæðisflokknum. a

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.