Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 21.09.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 21.09.1942, Blaðsíða 2
Mánudagurinn 21. sept. 1941, SÝNILEGT er aó Sjálf- stæðisflokkurinn ætl- ar aö kalla 5. sætið á lista sín um við þessar kosningar „baráttusætið”. Eftir að ljóst varð að ég mundi bjóða mig fram fyrir annan flokk, barst sú fregn. að ég heföi átt kost á þessu ágæta sæti, ef ég hefði gefið mér tíma til að bíða. Morgunblaðið segir í gær að þetta hafi aldrei kom- ið til tals. Eg ætla ekki að fara neitt út í það að sinni. Hinsvegar ætla ég að sýna fram á, að í skipun þessa sæt- is felist viðurkenning á því, að Sjálfstæðisflokkurinn er nú þegar vonlaus um að fá kosna meira en 3 menn viö þingkosningarnar. Formaöur geröardómsins, Pétur Magnússon, er nú í 5. sætinu. Hann er skapfastur al- vörumaður. Hann hefur marg lýst því yfir að hann skuli al- drei framar fara á þing. Allir vita að honum er þetta full- komin alvara, og kom það bezt fram í því, að hann fékkst með engu móti til að fara í' Rangárvallasýslu, þótt hann vissi eins og allir aðrir, að hann hafði þar langsamlega mest fylgi allra sjálfsteeðis- manna. Engum dettur í hug, að jafn ágætur sjálfstæðismaður og Pétur Magnússon hefði skorazt undan að leysa vand- ræöi flokks síns, þar sem jafn mikið lá við og í Rangárvalla- sýslu, ef hann hefði getaö hugsað til þess að sitja á A1 þingi degi lengur. Það gekk maður undir mannshönd til að fá hann til að fara aust- ur, Ölafur Thors og aðrir á- hrifamenn flokksins hér í Reykjavík og þé fyrst og fremst kjósendur hans í Rang árvallasýslu, sem elskuðu hann og virtu og treystu honum umfram alla aöra menn. En Pétur var óhagganlegur. Það efaðist enginn um, að hann kæmist aXS, og ekki hann, sjálf ur. En ta’kið nú eftir! Pétur Magnússon er ekki sá maðúr, að hann setti það fyrir sig aö falla við kjörið. Hann er svo mikill drengur, að hann getur illa neitað jafn miklum vini sínum og Ólafi Thors um nokkurn greióa, þótt hann þurfi talsvert á sig að leggja. Ólafur sárbændi hann að fara í Rangárvallasýslu. Þorvaldur á Skúmsstöðum, Elías í Odd- hól, Auöunnn lreitinn í Dalsseli — allir þessiir ágætu vinir hans eggjuðu hann lögeggj- an. Engum rnanni, sem þeikk- ir Pétur Miagnússon, kemur til hugar að ætla honum, svro lítilmótlegan hugsunarhátt, acj liann hafi skorazt undan- . '■» * framboöi í Rangárvallasýslu, af því honum hafi þótt þægi- legra að vera í kjöri 1 Reykja- vík. Hann sagði margsinnis fullum fetum: „Eg mundi fara austur, ef ég væri viss um að falla“. Ástæðan til þess að hann lét ekki haggast fyrir ótrúleg- ustu eftirgangsmunum beztu vina sinna, og augljósri flokksnauðsyn, var sú, að hann hafði tekið þá föstu og óbifanlegu ákvörðun, að hætta opinberum stjórnmálaafskipt- um. Pétur Magnússon neitaðiað fara íram í Rangárvallasýslu, af því hann hélt að hann yrði kosinn. Hann vildi ekki fara á þing. Pétur Magnússon hefði al- drei, fengizt til að fara í 1. eða 2. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, af því að þá hefði hann talið von- laust um að komast hjá að sitja á þingi. Þegar Ólafur Thors var bú- inn aö lesa úrsagnarbréf mitt úr flokknum á miðvikudaginn vað, biður hann Pétur vin sinn að finna sig heim til sín. Hann hittir Ólaf 1 mesta íra- fárinu, eftir að hann hafði látið sér á óvart koma, eitt af því marga, sem hann hefði átt a ðgeta séö fyrir. Það sýnir manngæzku Péturs og tilláts- semi, að honum finnst hann endilega þurfa að friða þenn- an bágstadda vin sinn. Og' þáó sýnir líka glettni Péturs, að hann friöar Ólaf með því að stinga upp í hann narra- túttu. Pétur hafði daginn áður hlegiö að því, að nokkrum- manni skyldi koma til hugar, að nefna við sig framboð 1 Reykjavík. Hann er svo mikill mannþekkjari að honum kom bréf mitt ekki á óvart. Hann brosir méð sjálfum sér aö fyr- irgangnum í Ólafi. Þegar hann lætur undan keipum þessa vinar síns, veit hann vel að hann þarf ekki aö breyta þeim ásetningi sínum að fara al- drei á þing. Því aðeins gengur hann inn á þetta. Og það er raunar ó- hugsandi, að Ólafur hegði feng iö af sér aö neyöa Pétur til að fara í þetta sæti, nema af því, aö hann skynjaði sjálfur, að það var alveg vonlaust. Framboð Péturs Magnús- sonar er með öðrum orðum, ekkert annað en svolátandi: TILKYNNING. „Hérmeð tilkynnist kjósend ryn í Reykjavík, að okkur fé- lögunum, Ólafi Thors, for- sætisráðherra og Pétri Magn- ússyni, bankastjóra, er ljjóst: - 1. Að 5. sæti á framboðslista Laufásvegi 4. — Sími 2923 Mánudaginn 21. september 1942. Ritstjórar: ÁRNI JÓNSSON VALDIMAR JÓHANNSSSON Sjálfstæðisflokksins er von- laust, ekki aðeins sem aðal- sæti, heldur og sem vara sæti við í hönd farandi kosningar, (menn kannast \dð þeítta tígu- lega orðalag). 2.Við erum ckkí alveg von- lausir um 3 fyrstu sætin á list anum og yrði þá 4. sætið vara sæti. ..3. Okkur er ljóst, að listi Þjóðveldismanna kemur að manni, ef til vill tveimur”. Þetta er augljóst mál. En eftir áð þetta er viðúrkennt, veróur Sjálfstæðisflokkurinn að gera sér ljóst, að hann veröur að hætta að spilla fyr- ir lista Þjóöveldismanna, með allskonar kjaftæði og sögu- burði. Ef hann heldur því á- fram, getur tilgangurinn ekki verið annar en sá, að efla kommúnismann á kostnað sjálfstæðisstefnunnar. Á. J. Umræðuefni dagsins f I Tvær spurningar. ÞAÐ lítur út fyrir að Morgunblað- ið og Þjóðviljinn ætli að gera bandalag gegn sameiginlegri hættu: Áma Jónssyni. Morgunblaðinu þyk- ir ósköp fyrir því, að þessi ágæti maður hafi sagt sig í andstæðinga- sveit. Og Þjóðviljanum þykir ekkert minna fyrir því, að Árni skuli láta „Thorsarana“ nota sig sem agn á öngul sinn. Morgunblaðið óttast, að Árni dragi til sín fylgi frá Sjálfstæð- isflokknum. Þjóðviljinn óttast, að Ámi næli í óánægða sjálfstæðis- menn, sem annars hefðu mnnið beint til kommúnista. Áður en lengra er haldið, væri gott að fá svar við þessum spurningum: 1. Vill Morgunblaðið heldur að þeir sjálfstæðis-kjósendur, sem ekki vilja lista flokksins, lendi til Einars Olgeirssonar en Áma Jónssonar? 2. Vill Þjóðviljinn heldur að kjós- endur Sjálfstæðisflokksins styðji „Thorsarana" en Áma Jónsson? Samstarf til vinstri. Hermann Jónasson boðar nú sam- starf til vinstri í líf og blóð. For- ustumenn Sjálfstæðisflokksins láta líka óspart skína i það, að flokk- urinn muni vera búinn að fá sig full- saddan af faðmlögunum við Fram- sókn. Þrátt fyrir þetta er samband þeirra Jónasar Jónssonar og Ólafs Thors hið innilegasta, og þeir menn innan Sjálfstæðisflokksins, sem mest hafa barizt gegn aukinni samvinnu við Framsókn, allt annað en vel séðir af flokksforustunni. „Óvinafögnuðurinn“. Kommúnistar eru espir út af því, að Áma Jónssyni muni takast að Tökum að okkur allskonar reimismíði. Faglærður maður. Getum einnig bætt við okkur viögerðum og breytbigum á liúsum. Talið við okkur sem íyrst. Skólavörðustíg 10. Sími 1944. KRISTJÁN ERLENDSSON ÞJóðólfur æst í eftlr töldum stoðum í Reykjavík: Bokaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar. Bókaverzlun Ísa- foldarprentsmiðju. Bókaverzl- un Æskunnar, Klrkjustræti. Bókastöð Eimreiðarinnar, Að- alstræti 6. Sælgætisverzlunin í Kolasundi. Polar Caffi, Lauga vegi. Afgreiðsla: Laufásvegi 4, sími 2923. Hagskýrslur íslands, nr. 109 og 110, eru nýkomnar út. Eru það Bún- aðar- og verzlunarskýrslur fyrir ár- ið 1040. * $ * Nýr viti. Vitamálastjóri skýrir svo frá, að reistur hafi verið nýr viti ,á Kálfshamarsnesi við austanverðan Húnaflóa, í stað gamals vita, er þar var fyrir.. Vitabyggingin er hvítur ferstrendur turn með lóðréttum svörtum röndum, 13.5 m. á hæð með 2.5 háu Ijóskeri, gráu. * * * • Píanóleikkona. Nafnkuim ensk pínaóleikkona er væntanleg hing- að til lands á næstunni. Mun hún halda hér hljómleika á vegum Tónlistarfélagsins. * * * Póstmannablaðið, málg. Póst- mannafélags Islands, er nýkomið út. Ræðir það ýms áhugaefni póstmanna. Útlit blaðsins er hið snotrasta. Ritstjóri er Sveinn G. Bjömsson. stöðva flóttamennina úr Sjálfstæð- isflokknum áður en þeír lenda alla leið inn í sovét-liðið. í gær segir Þjóðviljinn: „Nazistaklíkan í Þjóðólfi ætlar að fela sig bak við Áma frá Múla og Árni á að gefa sig út í senn sem uppreisnarmann og bjargvætt — fyr- ir íhaldið. Þjóðstjómarliðið þarf vissulega á sjónhverfingum að halda, en því tekst bara ekki að villa nokkurn mann með þeim“. Svona lýsir „óvinafögnuðurinn" sér yfir fráhverfi Árna Jónssonar! Hríngíd í síma 2923 og gcrlzft áskríf~ endur að Þjódólfí /OOOOOOOOOOOOOOO<x Þjúðveldismenn! Skrífstofa Þjóðveldismanna er á Skólavörðustíg 3 (mið- hæð). — Sími 4964. ÓTRÚLEGT EN SATT! Hjarta ljónsins er minna en hjörtu allra annarra rándýra. — Filippus II. Spánarkonungur, ragasti harð- stjóri, sem sögur fara af, hafði stærra hjarta en kunnugt er að nokkur annar maður hafi haft fyrr og síðar. Pússnesk bóndakona, Sophie Bun- nen, fæddi ellefu böm á sextán mán- uðum. Hún eignaðist sexbura og fimmbura (1880—81). * * * Rúss: k kona, Magdalena Stru- marczuk, er heima átti i Tobolsk, hafði brjóstin á bakinu. Hún varð þriggja borna móðir og lagði þau öll á brjóst. :!- :j: Chalchas hinn gríski dó úr hlátri. Það var daginn, sem honum hafði verið spáð dauða og engar líkur virt- ust vera fyrir því, að spádómurinn rættist. — Sá hlær bezt sem síðast hlær.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.