Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 25.09.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 25.09.1942, Blaðsíða 1
ÚtgeXandt: MUNINN hJL Afgreiðsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörfum. Verð kr. 2.00 á mán- uði. í lausasölu 30 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram. Víkingsprent h.f. II. árg. Föstudag'urinn 25. sept. 1942 36. tölublað \- UTAN ÚR HEIM j Rússar gáfu fimmtu herdeildinni ekki færi á að láta til sín taka. Eftir C. L. Sulzberg- er, fréttaritara New York Times. ÍUPPHAFI styrjaldarinnar ! milli Rússa og Þjóðverja > voru búsettir 400 þúsund þýzku- 1 mælandi íbúar í þýzka lýðveld- inu við Volgu. Þeir eru afkom- eudur 27.000 þýzkra innflytj- enda, sem Katrín mikla bauð að nema land í Rússlandj á 18. öld. Hinn 28. ágúst í fyrra úrskurð- aði Kalinin, forseti Sovétríkja- 1 sambandsins um örlög þessa ' fólks, með eftirfarandi tilskip- | un; „Samkvæmt áreiðanlegum upp- '.ysingum, er hernaðaryfirvöldin hafa látið í té, eru þúsundir og tugir þúsunda njósnara, sem eru reiðubúnir til að vinna skemmd- arstarfsemi eftir skipunum írá Þýzkalandi meðal hinna þýzku- mælandi íbúa í héruðunum við Volgu. — Ef handbendi Þjóðverja í hinu þýzka lýðveldi við Volgu eða í nálægum héruðum, tækju til slíkra ráða, og blóðsúthelling- ar hlytust af, mundi Sovétstjórn- in neyðast til að taka upp hefnd- arráðstafanir gegn öllum hinum þýzkumælandi íbúum og hernað- arástand verða ríkjandi. — Til þess að komast hjá svo óeftirsókn arverðum atburðum og til þess að koma í veg fyrir alvarlegar blóðs- úthellingar, telur framkvæmda- stjórn Æðstaráðs Sovétríkjasam- bandsins nauðsyn til bera, að all- ir hinir þýzkumælandi íbúar á Volgusvæðinu og í öðrum héruð- um verði fluttir brott og þelm búið aðsetur á öðrum stöðum. Hinum þýzkumælandi íbúum, er fl'uttir verða brott, verður gefið land í Novo-Sibirsk og Omsk hér- uðum, í Altaihéraðinu í lýðveld- inu Kazakhstan og í nálægum landshlutum, þar sem landrými er nóg.“ í stuttu máli: — Siberia! Síðan spurði ég Ukrainska samyrkjubændur, hvort hinir 1 þýzkumælandi íbúar hefðu orð- 1 ið berir að skemmdarstarfsemi. ■ Þeir kváðu slíks hafa gætt að ■ mjög óverulegu leyti. En stjórn- I arvöld Sovéeríkjanna hafa séð 1 of mikið af fimmtu herdeild- ar starfsemi 1 þessu stríði til þess að eiga nokuð á hættu. Ásamt hinum Þýzkumælandi ibúum í héruðunum við Volgu hafa verið fluttir austur á bóg- inn þeir sovétborgarar aðrír, er ætla mátti að yrðu hættulegir öryggi ríkisins, s. s. Finnar frá Kareliu og Þjóðverjar frá balt- isku löndunum. í ágúst, septem- ber og október voru þeir fluttir þúsundum saman, aðallega í Tveir góðir stuðningsmenn. Þegar Harry Hopkins var hér á ferðinni fyrir nokkrum vikum, haföi hann vitanlega tal af Ólafi Thors forsætis- og utanríkismálaráöherra. Um þaö hef ég heyrt þessa sögu og sel ég hana ekki dýrara en ég keypti. Talið barst að ís- lenzkum stjórnmálum og greiðir Ólafur fúslega úr öll- um spurningum. Meðal ann- ars kemur í ljós, aö kommún- istar hafa tvöfaldað fylgi sitt viö síöustu kosningar. Þetta þykir Hopkins mikil tíðindi, og spyr hverju þaö sæti. „Þeir fengu tvo nýja áhrifamikla meðmælendur”, segir Ólafur og kýmir viö. ,.Og hverjir voru þaö?” spyr Hop- kins. Ólafur svarar: „Annar þeirra heitir Franklin Roose- velt og hinn Winston Chur- chill”. Þetta er ágætt svar — þaö sem þaö nær. Eftir aö Rúss- ar lentu í ófriði við Þjóöverja og geröust bandamenn Amer- íkumanna og Breta, hefur verið unniö mjög markvisst að því, bæöi í Ameríku og Bret- landi, að snúa almenningi þessara landa til vinfengia viö hina austrænu stórþjóö. Hefur þetta vitanlega boriö mikinn árangur, ekki einung- is heimafyrir, heldur hvar- vetna þar sem amerískra og brezkra áhrifa gætir. Hin frækilega vöm Rússa hefur hlotiö aímenningslof. Komm- únistar hér á landi hafa auö- vitaö hagnýtt sér þetta eftir föngum. Þeir hafa reynt aö koma þeirri trú inn hjá mönnum, áö engir gætu bar- izt eins vel og Rússar, nema þeir berjist fyrir góðum mál- staö. Og sá góöi málstaöur er auövitað alheimssigur kommúnismans. En þeir góðu kommúnistar hafa aldrei at- hugað hina hliöina á málinu. Ef þaö er rétt, að hin fræki- lega vörn Rússa sé vottur um liinn göfuga málstað komm- únismans, má ekki síður segja að hin frækilega sókn Þjóö- verja sé vottur um hinn göf- uga málstaö nazismans. Sann- leikurinn er sá. aö hin harð- heyktist þjóðstjórnin á bar- vöruflutningavögnum, til hinna miklu landflæma í austri, þar sem þeir vinna Sovétríkjunum, hvort sem þeim líkar betur eða verr, með því að breyta stórum landssvæðum í akra og ræktað- ar lendur. fenga barátta Þjóðverja og Rússa, sannar það eitt, að þjóðiiuar leggja sig fram til hins ítrasta, þegar þær berj- ast fyrir tilveru sinni, hvaö sem liöur málstaö þeirra, er meö völdin fara. Reynir á þolrifin. Engu að síðm’ veröur að játa, aö hin breytta afstaöa Vesturveldanna til Rússa hef- ur bætt aöstöðu kommúnista hér á landi. En sagan er ekki nema hálfsögð meö þessu og þó tæplega það. Svar Olafs Thors var ágætt — það sem þaö náöi. En öllum, sem fylgzt hafa meö stjórnmálun- um á íslandi síöustu árin, hlýtur áö vera ljóst, að hin geypilega fylgisaukning komm únista aö undanförnu veröur hvergi nærri skýrö með því, aö Roosevelt og Churchill hafi vingazt við Stalín. Orsákanna er fyrst og fremst að leita til þess stjórnarfars, sem hér hef- ur verið á undanfömum ár- um. Þjóðstjórnin fór af stáö með pomp og pragt. Hermann Jónasson lýsti því yfir, aö héðan af skyldi engum stétt- um, flokkum eöa félagsheild- um haldast uppi að fá taum sinn dreginn feti framar en réttlátt væii „samanborið við aöra”. Eitt átti að ganga yf- ir alla. Stéttapólitíkin var kveöin niður. Laimamennirn- ir urðu að sætta sig við lög- bindingu kaupsins og fram- leiöendur til sveita viö lög- leiðendur til sveita við lög- þindingu afurðáverösins. Þann ig var dýrtíöarhættunni bægt frá. Þegar styrjöldin skall á nokkrum mánuðum seinna, var allt xuidirbúið til þess, aö við þyrftum ekki aö brenna okkur á sama soöinu og í síö- ustu styrjöld: Hinni óbærilegu dýrtíð og verðraski. Kaup- gjaldiö, afuröaveröiö, húsa- leigan. Allir þessir liöir voru bundnir meö lögum. En nú fór aö reyna á þol- rifin. Útflutningsvörumar stigu strax eftir stríðsbyrjun. Það fór að draga úr atvinnu- leysinu. Og nú er ekki beöiö boöanna. Um leið og ofurlít- iö fer að rakna fram úr erf- iðleikunum gieymir flokkur Hermanns Jónassonar því, aö eitt eigi yfir alla aö ganga. Hann krefst þess, aö ákvæð- in um afuröaveröiö séu tekin út úr gengislögunum og fær nægilegan stuöning úr Sjálf- stæöisflokknum til að koma þessari kröfu fram. Þannig áttunni viö dýrtíöina í fyrstu atrennu. Hún flæmdist út af þeim grundvelli, sem hún hafði sjálf lagt að samstarfi sínu, og rak þar með fyrsta naglann í sína eigin líkkistu. Þessi tíðindi gerðust inn ája- mótin 1939—40. Kapphlaupið hefst. Haustiö eftir koma afleið- ingamar í ljós svo um munar. Kaupgjaldið er enn bundiö meö gengislögunum. Dýrtíðar- uppbótin nær ekki nema 22— 27%. En nú hækka verðlags- nefndirnar afuröaveröið um 50—70 %. Allur ásetningur um ! aö halda dýrtíðinni í skefjum ríkur út 1 veöur og vind. Tím- inn lýsir því yfir ofboð róleg- ur, aö auövitað veröi kaup- ‘ gjaldiö að hækka, enda gat j þá engum komiö til hugar að halda lengur í kaupgjaldsá- kvæði gengislaganna. Fram- sóknarmenn báru ekki fram neina tillögur um aö bæta bændum halla á rekstri sínum af opinberu fé, Þannig hófst kapphlaupiö milli afuröaverösins og kaup- gjaldsins. Alþýöublaöiö tók upp hanzkann fyir launamenn ina, en Stefán Jóhann taldi veru sína í ríkisstjóminni mik ilsveröari en svo, aö hann gæti látið áganginn á launa- stéttirnar varöa samvinnu- slitum. Innan Sjálfstæöisfl. sýndist hverjum sitt. Eg not- aði aðstöðu sína við Vísi til að vara mjög eindregiö við þeirri braut, sem hér var íariö inn á. MorgTmblaÖiÖ fór aöra leiö. Það lét formann kjötverölags- nefndarinnar, Pál Zophoní- asson, marka stefnuna, og fór þar að boöi Ólafs Thors, sem hvorki vildi styggja Pétur Ottesen né Jónas Jónsson. Afstaöa mín til dýrtíðarmál anna haustiö 1940 hefur til þessa dags verið taliö vottur um fjandskap í garö bænda- stéttarinnar, fyrst og fremst af Framsóknarmönnum, en auk þess af stimum þröngsýn- ustu mönnum Sjálfstæöisfl. Samt geröi ég ekki annað en að benda á hvaöa afleiöingar þessar skammsýnu ráöstaf- anir hiytu að hafa, og hafa þær allar komið í ljós. Framsókn snýst í hring. Haustiö 1940 tók Framsókn arflokkurinn öllum aövörun- um um dýrtíðarhættuna meö fullum fjandskap. Það er ekki fyrr en fer aö líöa á ár- iö 1941, aö þessum vísu mönn- um fara að verða ljósar af- leiðingar ráðbreytni sinnar. Og þá er ekki að sökum aö spyrja. Framsóknarflokkurinn heimtar nýja lögfestingu bæöi á kaupveröi og afurðaverði. Því er „slegið föstu”, eins og Jónas segir, að ailir, sem ekki vilji fallast á þetta refjalaust, séu aö berjast fyrir aukinni dýrtíð. Framsóknarflokkurinn er hingaö til hafði neytt allr- ar aöstöðu til aö hækka dýr- tíöina, ætlast nú til, að hon um einum sé treyst til aö berj ast gegn dýrtíðinni! Framsókn smellir út van- hugsuöu frumvarpi, kallar sam an þing, og tilkynnir hinum flokkunum, aö þeirra sé aö velja eða hafna. Ofstopinn er svo magnaöur, aö Hermann Jónasson segir af sér fyrir sig og stjórnina, áöur en þingið fær að ræða málið. Allt þing- haldiö haustið 1941 var hiö háðulegasta og heföi geymzt í endurminningunni sem af- káralegasta samkoma, sem sögur fara af, ef sum.arþingið 1942 hefði ekki „slegið” öll met. Haustþingiö í fyrra end- aði meö því, að ríkisstjórnin settist aftur að völdum með þeim boöskap þáverandi for- sætisráðherra, að allt kaup gjald og verölag skyldi til næsta þings haldast í október- vísitölu. Nokkrum dögum seinna hækkar mjólkin um 15%, án þess að nokkur ráð- herranna sýni á sér fararsnið. Stefán Jóhann sá sér bara leik á boröi og fer nú að róa áö því öllum árum, aö nýjar kaupkröfur komi fram. Um áramótin springur svo stóra bomban. Ráðherrar Sjálfstæöisflokksins bindast þá samtökum viö samstarfs- menn sína úr Framsókn, aö setja með bráðabirgöalögum geröardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Þótt gerðar- dómurinn væri miklu aögengi legri en lögfestingarfrumvarp Framsóknar, kom þegar í ljós, að þessi leiö yröi ekki fram kvæmanleg eins og á stóö. Ýmsir minni spámenn Sjálf- stæöisflokksins, bæöi ég og aðrir, reyndu áð koma vitinu fyrir flokksforustuna, en það kom fyrir ekki. Málið var bar- iö fram. Einhliða samstarf við Framsókn tekið upp og meiri- hluti Sjálfstæðisfl. teymdur út á þá hálustu glæfrabraut, sem ennþá hefur orðið á vegi hans. Óburðurinn. Gerðardómurinn var aldrei haldinn. Undir nefinu á ráö- herrunum og meö fullri vit- und þeirra var leitað ráöa til að fara í kring um iögin. MeÖ Framhald á 4. »öSu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.