Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 29.09.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.09.1942, Blaðsíða 1
Útgefandl: MUNINN hi. Afgreiðsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörfum. Verð kr. 2.00 á mán- uði. í lausasölu 30 aurar. Áskriftargjöld greiðxst fyrirfram. Víkingsprent h.f. Kosning stendur yfir hjá lög- manni. Kosið er í Menntaskólanum. Mnnið eftir að kjósa áður en þér farið úr bænum. Listi Þjóðveldis- manna er E-listi. x E-listinn. * * * Loftvarnaæfing. Eitthvert næsta kvöldið efnir herstjórnin til víð- tækrar loftvamaæfingar í Reykja- vík og nágrenni. Fer æfingin fram í samráði við borgaraleg yfirvöld í Reykjavík og á nágrannastöðunum. Bærinn verður myrkvaður með því að taka af rafstrauminn. Ef menn kveikja ljós í hibýlum sinum, ber að byrgja glugga, svo að engin ljós- glæta sjáist. * * * Píanóhljómleikar. Ungfrú Kath- leen Long heldur áfram hljómleik- um sínum hér í bænum. Leikur ung- frúin jafnan fyrir troðfullu húsi á- heyranda og við forkunnar góðar undirtektir. * * * Örugg stjórn. Barátta Roosevelts Bandaríkjaforseta gegn verðbólgu og dýrtíð vekur einna mesta athygli af erlendum fréttum nú um þessar mundir. Forsetinn hefur tekið þá stefnu að hindra verðbólguna og verðfall peninganna. Formælendur ákveðinna sérhagsmuna í þinginu hafa gert tilraun til að leggja stein í götu þessarar stefnu forsetans. Hafa talsmenn bænda í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings fengið sam- þykktar tillögur um allverulega hækkun landbúnaðarafurða. Mundu þær raska öllum öðrum ráðstöfun- um til að halda verðbólgunni í skefj- urn og gera stefnu forsetans að marklausu fálmi. — En tillögurnar munu ekki ná fram að ganga, því að fullvíst er talíð, að forsetinn muni beita neítunarvaldi sínu til að hindra að viðleitni hans til að halda þjóð- félaginu á réttum kili verði brotin á bak aftur, * * * Vígstöðvarnar. í orustunni um Stalingrad hefur enn ekki komið til lokaúrslita. Æðisgengnar orustur eru háðar inni í borginni dag og nótt. verst rússneski herinn af frábærri hreysti, en Þjóðverjar unna verjend- unum engrar hvíldar. Er barizt um hvert hús og hverja götu borgarinn- ar. — í Kákasus þokast Þjóðverjar áfram, en Rússar veita hart viðnám. — Við Miðjarðarhaf liggja bardag- ar að miklu leyti niðri. * * * Öróugleikar Rússa. Wendell Wilkie hefur verið á ferð í Rúss- landi nú undanfarið. Hefur hann nú flutt ræðu um ástandið í Rúss- landi og lýst örðugleikum Rússa. Hann skýrði frá því, að Rússar hefðu nú misst í ófriðnum fimm milljónir manna, sem hefðu særzt, fallið eða verið teknir til fanga. Sextíu milljónir Rússa væru undir- okaðar í löndum þeim, er Þjóðverjar hafa tekið af Sovétríkjunum. Skort- ur á matvælum, fatnaði og eldsneyti væru aðsteðjandi vandamál fyrir Rússa og mikið af bráðnauðsynleg- um lyfjum og hjúkrunargögnum væri ekki til. Sú hjálp, sem Rússar þux'fa að fá eru nýjar vígstöðvar — og það strax, sagði Wilkie. Næsta sumar getur það verið of seint. — Wilkie fór aðdáunarorðum um bar- áttukjark Rússa og hvað þá vera al- cáðna að berjast unz yfir lyki. JT a ÞEGAR úr hófi keyrir um óstjórn á málefnum þjóð- arinnar og enginn fær dulið sig þeirrar stað- reyndar, að stjórnarstefna valdhafanna mótast af á- byrgðarlausum loddarabrögðum og lýðskrumi, þá læt- ur allur þorri almennings sér blöskra, hversu það séu „slæmir menn“, er valizt hafa til forustu í almennum málum. En við nánari athugun mun flestum verða ljóst, að hin giftusnauða stjóm á málefnum almennings er með nokkrum hætti sjálfskaparvíti þjóðarinnar sjálfrar. i Valdhafarnir verða raunveru- i lega aðeins ásakaðir fyrir mann- 1 legan veikleika en ekki fyrir á- setningssyndir eða beinan ill- vilja. Stjórnhættir þjóðarinnar og skipun æðsta valds í málum hennar er með þeim hætti, að það útilokar raunverulega á- byrga stjórnmálastefnu. Skulu rakin hér á eftir þau rök, er að þessu hníga. Vald og ábyrgð. í stjórnskipun iandsins fer ekki saman vald og ábyrgð. Menn fara með æðsta vald í málefnum ríkisins án þess að bera persónulega ábyrgð. Ríkis- stjórnir hlaupast frá völdum og eru leystar upp, þegar vanda ber að höndum, ef flokksstjórn- in telur það vænlegra vegna kjörfylgisvona flokksins. Og af- sökunin er á reiðum höndumr Það er ekki hægt að stjórna fyr- ir andstæðingunum. En sitji stjórnin kyrr og láti allt reka á reiðanum um lausn vandamál- anna, þá er hún heldur ekki í vandræðum með sinn málstað, þegar úrræðaleysi hennar hefur kallað ógæfuna yfir þjóðina. Að eigin dómi er hún ómótmælan- lega sýkn saka af því að and- stöðuflokkarnir hindruðu alla viðleitni hennar til að afstýra voðanum eða fyrirrennararnir í ráðherrastólunum skildu svo illa við, að ógæfan varð ekki umflúin. Stjórn ríkisins er þannig al- gerlega háð dægurviðhorfum flokksstjórnanna. Baráttan um kjörfylgið er hið mikla örlaga- tafl stjórnmálaforingjanna. Ráð- herrar hverfa úr stjórn og stjórnir segja af sér fyrirvara- laust og neita jafnvel að annast framkvæmdastjórn ríkisins til bráðabirgða, ef það er talið skapa æskilega vígstöðu í styrj- öldinni um atkvæðin. Stjórn- endur ríkisins eru ofurseldir þeim mannlega veikleika að sækjast eftir upphefð og veg- tyllum. Hið algera ábyrgðar- leysi þeirra sjálfra lokkar þá með ómótstæðilegu afli æ lengra út á hinn hála ís kjós- endaveiðanna . Alþingi marklaust Hin skefjalausa flokkshyggja í meðferð ríkisvaldsins hefur gert Alþingi að marklausri ! stofnun í stjórnkerfinu. Þegar ríkisstjórnir vilja firra sig á- mæli af eigin úrræðaleysi í al- varlegum vandamálum, er venja þeirra að kalla saman þing. Málunum er síðan fleygt fyrir þingið og því í orði kveðnu ætlað að leysa vandann- En hér er aðeins um hlægilegan skrípa- leik að ræða.Valdið er í höndum ábyrgðarlausra flokksforingja, sem skipa málum á Alþingi að vild sinni. Þingmeirihlutinn er háður sömu flokkssjónarmiðum og sjálf ríkisstjórnin, sem ekki vill eða þorir að bera ábyrgð á raunhæfum stjórnarráðstöfun- um vegna ótta við óvinsamlega afstöðu einhvers hluta af kjós- endum. Þingið getur því undir engum kringumstæðum ráðið vandamálunum til lykta. Það „leggur þau á hilluna“ að nokkr- um tíma liðnum og fyrir mál- efnum þjóðarinnar er engu bet- ur séð eftir en áður. En með þinghaldinu hefur verið náð því marki, sem ætlað var. Ríkis- stjórnin hefur firrt sjálfa sig á- mælinu: Hún getur með „góðri samvizku“ horft aðgerðalaus á vaxandi vanda þjóðarinnar og „þvegið hendur sínar“ af allri ábyrgð á hverju því, er að hönd- um kann að bera. Loddaraleik- ur ábyrgðarleysisins er full- kominn, þegar ábyrgðinni hefur verið velt yfir á marklausa sam- kundu er kafnað hefur undir hinu virðulega heiti Alþingi. „Vitlausi maðurinn á uppboðinu“. Framkvæmdastjórn ríkisins er valin af þinginu, eða nánar til tekið af flokksforingja þeim, sem ræður yfir meiri hluta þings. Atkvæði kjósendanna eru örlögtengingar flokkanna, sem liggja í látlausum ófriði um kjörfylgið í landinu. Skæðustu vopnin í stríðinu milli flokk- anna eru tylliboð til handa á- kveðnum stéttum eða ákveðn- um kjördæmum, loforð um hverskonar friðindí og mála- fylgju af hálfu vissra flokka. Loforðum er útbýtt á báða bóga og hvergi sézt fyrir. Flokkarnir keppast um að hampa sem girni- legustum fyrirheitum, Hvert „boðið“ rekur annað til hags- bóta fyrir kjósendurna. Uppboð er haldið á ríkissjóðnum. Skattatekjunum er ráðstafað til atkvæðakaupa- Eyi'i ekkjunnar og peningi hins fátæka manns er hampað framan í vissar stétt- ir, sem sótt er eftir að „kaupa upp“. Flokksforingjunum, sem keppa um ráðherrastólana, er ó- hætt að bjóða. Valdinu fylgir ékki ábyrgð. Þeir verða aldrei sóttir til saka, hvaða ógæfu, sem þeir kunna að leiða yfir þjóð- ina. í skaut sigurvegarans fell- ur aðeins vald, ekki ábyrgð. Óbilgjarnasti loddannn á „síðasta boð“. Hann gengur væntanlega með sigur af hólmi í hinum hörðu átökum um hylli kjósendanna. Hann hefur látið undan þeim mannlega veik- leika að nota sér augljósa mögu- leika til að eflast að völdum og metorðum. Næstu orustu um kjörfylgið lýkur ef til vill með því, að annar „býður betur“. Stjórn hins íslenzka ríkis er þannig undantekningarlítið fal- in „vitlausa manninum á upp- boðinu“. Enn um vald og ábyrgð. Af framanrituðu er ljóst, að frumskilyrði fyrir stjórnarfars- legri viðreisn í landinu er það, að vald og ábyrgð fylgist að í framkvæmdastjóm ríkisins. Þjóðinni ber að framselja for- ustumönnum sínum allverulegt vald og gera jafnframt skýlausa kröfu til þess, að þeir séu ábyrg- ir gerða sinna. Löggjafarvald og framkvæmdavald ber að að- skilja og æðsta mann ríkisins, sem jafnframt sé valdamesti maður þess, á að velja sérstak- lega. Demokratiskt form. Það skal sérstaklega tekið fram, til að fyrirbyggja mis- skilning, að hér er gert ráð fyrir demokratisku stjórnarformi, enda einkum haft í huga stjórn- arfar Bandaríkja Norður-Ame- ríku. Forseti, er jafnframt yrði for- sætisráðherra, væri kosinn sér- staklega til ákveðins árabils með almennum kosningum. Hann veldi sér sjálfur ráðherra, er væru ábyrgir gagnvart hon- um, en ekki gagnvart þinginu. Forsetinn hefði neitunarvald, þ. e. a. s. honum væri heimilt að synja um staðfestingu þeirra laga, er hann teldi fara í bága við almenningsheill. Neitunar- valdið yrði þó ef til vill ein- hverjum takmörkunum háð. Forsetinn stýrði málefnum ríkisins í umboði alþjóðar, enda bæri hann ábyrgð fyrir þjóð- inni, en væri óháður þinginu. Hann væri öruggur í sessi og hefði aðstöðu til að taka þjóð- holla, ábyrga afstöðu í hverju máli. Kostir þessa fyrirkomulags eru auðsæir. Þegar þjóðin velur sjálf æðsta mann ríkisins, verða ekki til þess kjörnir aðrir en þeir, er hafa persónulegt traust meiri hluta landsmanna. Á veg- um pólitískra flokka geta hins vegar hafizt til æðstu valda menn, sem ekki hafa einu sinni traust sinna pólitísku samherja, hvað þá annarra. Að öðru jöfnu má gera ráð fyrir, að forseti, er kosinn væri á þann hátt, er að framan er gert ráð fyrir, mundi stýra málefnum ríkisins í sam- ræmi við alþjóðarheill. Þjóðfé- lagsleg yfirráð sérhagsmuna- flokka og klíkusjónarmið í stjórn ríkisins væru því væntan- lega brotin á bak aftur. Hin víð- tæka stjórnmálaspilling, er þró- azt hefur í skjóli lögverndaðs flokkræðis, mundi vera upp- rætt. Og síðast en ekki sízt: Þjóðin hefði öðlazt traust, stjórnhæft ríkisvald, er væri í samræmi við vilja meginþorra hennar. Niðurlag. Endurskipun stjórnhátta Vorra er hið brýnasta úrlausn- arefni, sem nú kallar að. Hin mai'gháttaða viðreisn á sviði fjárhags- og atvinnumála, sem ómótstæðileg þörf krefur, getur undir engum kringurfistæðum hafizt fyrr en þjóðin hefur öðl- azt ábyrgt og stjórnhæft ríkis- vald. Hið víðtæka stjórnarfars- lega öngþveiti, er vér búum nú við, leiðir til hruns og glötunar. Giftuleysi þjóðarinnar í vali stjórnhátta sinna er svo mikið, að hinir ábyrgðarlausu loddarar, er stefnt hafa málefnum hennar í þá miklu tvísýnu, sem nú blas- ir við allra augum, verða eigin- lega ekki með réttu sakaðir um annað en það að standa í vegi fyrir því að þjóðin taki upp breytta stjórnskipun. Hið stjórnarfarslega skipbrot vort er algerlega að tilefnum fyrir þá þjóð, sem felur allt sitt ráð „vitlausa manninum á uppboð- inu“. Ég mun í framhaldi af þessari grein víkja að nokkrum öðrum úrlausnarefnum komandi tíma á vettvangi íslenzkra þjóðmála. V. J.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.