Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 03.10.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.10.1942, Blaðsíða 1
Útgelacdi: MUNINN h.f. Afgreiðsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörfum. Verð kr. 2.00 á mán- uði. í lausasölu 30 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrírfram. Víkingsprent h.f. II. árg. Laugardagurinn 3. október 1942. 39. tölublað. Umræðuefni dagsins Aðvörun, sem hreif. 1 fyrstu greininni, sena Árni Jónsson skrifaði hér í blaðið, beindi hann nokkrum orðum til tveggja áhrifamanna Sjálfstæðis- flokkains, sem haim fullyrti að staðið hefðu að einkar tuddalegri kveðju Morgunblaðsins, áður en fyrsta Þjóðólfsgrein Áma kom út. Árni endaði þessa orðsendingu sína til hinna tveggja háttsettu sjálfstæðismanna með þessum orðum : „Þið ættuð að vera svo „klókir” að biðja mig ekki að svipta af ykkur grímunni!” Þessi aðvörun hefur hrifið svo vel, að þessir tveir heiðursmenn hafa talið ráðlegra að gefa sig ekki opinberlega í kast við Árna. Laun heimsins. En það er hægt að ná sér niðri á annan hátt. Atkvæðasmalar Sjálfstæðisflokksins ganga hús úr húsi og fræða kjósendur um fjár- hagsástæður Áma. Er það talið til marks um vanþakklæti hans og ódrengskap, að hann hafi snú- izt gegn vini sínum ðlafi Thors, eftir að ólafur hafi verið nýbúinn að borga allar skuldir hans. „Laun heimsins er vanþakklæti”, segja hinir frómu atkvæðasmalar og dæsa við. Hvislinga-herf erð. Kosningasmalamir gera mikið úr því veglyndi leiðtoga Sjálfstæð isflokksins,' að taka Áma ekki „í gegn”. Aðalmálgagn flokksins er gert að hreinum píslarvotti. En það er auðvitað miklu á- hrifameiri aðferð að láta sögu- smetti og rægjurófur hlaupa út um borg og bý, hvíslandi óhróðri og dylgjum, sem ekki er hægt að henda á lofti, fyrr en þær komast í hámæli. Það er ótrúlegt, að ólafur Thors eigi sjálfur nokkuni þátt i þeim fáranlega söguburði, sem hafður er uppi um viðskipti Árna og hans. Hann ætlast vígt ekki til, að svarað sé í sömu mynt. Nytt andlit. Gisli Jónsson gat þess um dag- inn á fundi, að hér eftir mundi \aö fyrirkomulag haft, að þing- menn Sjálfgtæðisflokksins fyrir Reykjavik mundu eftirleiðis skipta með sér verkum, þannig að hver þingmaður hefðí sína stétt, ér hann ætti að vera málsvari fyrir, og jafnframt. ætti sá hinn sami að vera í sífellu sambandi við skjólstæðinga sína. Sé þama ekki um kosningaloforð eitt að ræða, má þetta teljast framför mikil, þvi til þessa hafa þessir herrar aldrei haft. tíma til að tala víð háttvirta kjósendur, nema rétt fyrir kosningar. Hinar ýmsu stétt Ef þjóðin heyrði til sjáfrar sín IV/I ÉR kemur í hug einn jif * * ■ kennurum mínum frá skólaárunum. Það var roskinn maður, gáfaður og fjölmenntað- ur. Hann hafði látið af prests- skap á miðjum aldri til að tak- ast á hendur kennslu við fjöl- sóttan skóla. Áður hafði hann sagt piltum til á heimili sínu og þótt takast afburðavel. Nú var hann kominn í annað um- hverfi. Margir nemenda hans voru gjálífir unglingar og óra- belgir mestu. Varð stundum kliður mikill í kennslustundum, svo að varla heyrðist mannsins mál. Þá varð þessum hógværa manni að orði: „Mér þætti vænt um að mega heyra til sjálfs mín.“ íslenzka þjóðin mætti segja um þessar mundir: „Mér þætti vænt um að mega heyra til sjálfs mín.“ Það er svo hávaða- samt allt í kringum okkur, að við heyrum varla mannsins mál. Vegna þessa utanaðkomandi hávaða, veitum við því tæplega athygli hvað við erum sjálfir hávaðasamir. Það er svo tíð- indasamt í umheiminum, að við tökum ekki eftir hvað tíðinda- samt er hér innanlands. Á tæpu ári hafa orðið þrenn stjórnarskipti. Við höfðum strengt þess heit að standa sam- an, hvað sem á dyndi. En þeir sem með völdin fóru brugðust. þegar samheldninnar var mest þörf. Hermann sagði af sér í fússi fyrir sjálfan sig og sam- starfsmenn sína. Eftir nokkurra vikna þóf, tók hann aftur við stjórn, og lýsti jafnframt yfir að hann væri ábyrgðarlaus. Samstarfsmennirnir létu sér lynda að starfa áfram undir á- byrgðarlausri forustu. Fyrir hönd hinnar endurskipuðu rík- isstjórnar var því einu lýst yfir, að dýrtíðin skyldi ekki hækka frá því sem orðið var. Eftir tvær vikur braut forsætisráð- herra þetta eina fyrirheit. Með- ráðherrarnir sættu sig við þetta möglunarlaust. Ríkisstjórnin sveikst um allt nema ábyrgðar- leysið. I | M áramótin fer allt í bál og brand. Síðan hefur allt logað í verkföllum, stéttahatri, flokkaríg og sundrungu. Tvenn- ar almennar kosningar hafa far- ið fram, bæjarstjórnarkosning- ar og þingkosningar, og nú á enn að ganga að kjörborðinu að hálfum mánuði liðnum. Þegar Þorgeir Ljósvetninga- ir munu einnig fagna þessu mik- ið, því ekki yrði það t.. d, ama- legt fyrir bílstjóranna, að eíga annan eins fulltrúa og Jakop Möller. goði kom í veg fyrir að friðnum yrði sagt í sundur, breíddi hann feld yfir höfuð sér til þess að geta skoðað hug sinn í ró og næði, áður en hann kvæði upp úrskurð sinn. Nú eru íslenzkir kjósendur kvaddir til að kveða upp sinn úrskurð. Kosningarn- ar, sem fyrir dyrum standa, geta orðið hinar afdrifaríkustu fyrir alla framtíð þjóðarinnar. En hver er að fást um það? Með loku fyrir eyrurA eiga kjósendur að ganga að kjör- borðinu. Frambjóðendur, -út- varp og blöð hafa minnt þá rækilega á réttindin, en látið sér færra um skyldurnar. Trúarjátning kjósandans er svo einföld, að allir geta lært. Þrenningin sem hann verður að játa er: stéttvísi, flokksfylgi og eiginhagsmunir. Það er gamalt bragð herkon- unga, að fara í stríð, þegar þegnarnir eru farnir að þreytast á t langvinnri óstjórn. Hér er sami leikur leikinn. Gunnfáni flokksins er dreginn að hún, og liðhlaupi skal hver sá heita; sem ekki gengur undií* merkið, þeg- ar lúðurinn gellur. Hvað ætli margir þeirra, sem nú leita kjörfylgis á íslandi gætu tekið undir með Skugga- sveini: „Jeg fór að heiman í flýti og skildi eftir samvizkuna á hillunni". Og hvað ætli marg- ir kjósendanna fari að dæmi leiðtoga sinna og verði ekki neitt að dragnast með samvizk- una upp að kjörborðinu. I EIÐTOGUNUM hefur tekizt að skapa fylgismenn í sinni eigin mynd. Hinn almenni kjós- andi, sem séð hefur friðhelga fulltrúa þjóðarinnar gera lög- gjafarmusterið að mangarabúð, telur rétt og sjálfgefið að gera kjörstaðinn að sölutorgi. Eða hvað segja menn um eftirfar- andi ávarp, sem nýlega birtist í víðlesnu blaði: „Stjórnmálamenn! Takið eftir: Þeim, sem getur útveg- að mér 2 herbergi og eldhús, skal ég tryggja 2 atkv. við kosningarnar í haust með drengskaparheiti. Fleiri at- kvæði geta komið til greina. Tilboð merkt: „Drengskapar- heiti" sendist blaðinu fyrir 28. þ. m.“. Sú aldarfarslýsing, sem í ávarpi þessu birtist, sýnir í hvert hyldýpi niðurlægingar- innar komið er. Þetta tilboð er upprunnið í pólitísku Flosa- porti, þar sem sannfæringin er gerð að allra gagni. En því að- eins kemur slíkt tilboð fram, að vitneskja er fyrir hendi um, að einhver sé tilleiðanlegur til að líta inn í portið og láta endur- gjald af hendi rakna fyrir þá þjónustu, sem þar er veitt. Alþingi hefur skapað þann móral, sem hér lýsir sér. Þegar farið er að líta á kjósendur landsins eins og hvert annað uppboðsgóss, sem slegið verði hæstbjóðanda, þá er verið að ala upp í þeim þann hugsunarhátt, að skoðanir þeirra séu lögmæt verzlunarvara, alveg eins og kaffi og sykur, kjöt og fiskur, klæði og brauð. • ÞINGIÐ síðasta var sann- nefnt uppboðsþing. Þar kepptust fulltrúar allra flokka í hneykslanlegu blygðunarleysi um kjósendafylgið. Tilboð mann skjátunnar, sem auglýsir sig í opinberu blaði, er ekkert nema eðlilegt andsvar við þeim rödd- um, sem hljómuðu í þingsölun- um. Það hlýtur að vekja með- aumkvunarbros, að nokkur flokkur skuli reyna að kenna sig við „kjölfestuna“ í þjóðfé- laginu, eftir aðfarir uppboðs- þingsins. Virðingarleysið fyrir kjósend- unum kemur ekki einungis fram 1 hinum smánarlegu veiðibrell- um, sem ætlað er að glepja þá. Það birtist ekki síður í þeim augljósa ásetningi leiðtoganna, að bæta ekki ráð sitt, hvað sem tautar og raular. Það er slegið á strengi flokkshollustunnar og ráðist með stóryrðum á andstæð- ingana, ekki sízt þá, sem ætl- unin er að taka höndum saman við að afstöðnum kosningum. Hrekklaus kjósandi varar sig ekki á því, að verið sé í laun- makki við þá, sem kallaðir eru hrakmenni og bófar. Meinleysi, hugsanadeifð og vanafesta eru þeir eiginleikar í fari kjósenda, sem ófyrirleitnum ofríkismönn- um er mest að skapi. í trausti þess, að hægt sé að leika endalaust á „sauðsvartan almúgann“ er kjósendunum gert áð fela umboð sitt mönnum, sem þeir eru hættir að treysta. Abraham Lincoln sagði eitthvað á þessa leið: „Það er hægt að hafa menn að ginningarfíflum, — stundum alla, alltaf suma, en ekki alltaf alla.“ í hópi ís- lenzkra stjórnmálaleiðtoga eru menn, sem telja sér trú um, að það sé alltaf hægt að hafa alla flokksmenn sína að ginningar- fíflum. CTYRIR rúmu misseri gerði ég ■ það sem mér var unnt til þess að koma í veg fyrir áfram- haldandi sundrungu þjóðarinn- ar. Eg lagði til að allir flokkar vrðu gerðir ábyrgir um stjórn landsins, en baráttunni slegið á frest. Hvergi var verulega tekið undir þessa tillögu mína, nema hér í blaðinu. Kommúnistar tóku henni ekki alveg ólíklega, en flýttu sér þó að bera fram þau skilyrði fyrir hlutleysi sínu við slíka stjórn, að engin líkindi voru til að gengið yrði að. Al- þýðuflokkurinn lét sér fátt um finnast. Formanni Framsóknar- flokksins þótti tilefni gefið til að skrifa um mig óvenju klúr- orða skammagrein. Morgun- blaðið tók þann kost að ausa sér yfir kommúnista fyrir þá ó- svífni, að láta sér til hugar koma, að nokkur ærlegur mað- ur óskaði að þeir yrðu gerðir meðábyrgir um stjórn landsins. Flokksforystan lét sér nægja föðurlegar leiðbeiningar, ofur- lítið þyrkingslegar, ekki alveg ósvipaðar þeim, sem ég fékk, þegar ég drýgði þá goðgá, að leggja til að miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins gengist fyrir því að atvinnurekendur byðu fram dálitla kauphækkun, í stað þess að leggja út í gerðardóms- ævintýrið. En nálega misseri síðar segir Morgunblaðið fyrir munn Ólafs Thors, að nú sé öllum ljóst, að allir flokkar verði að vinna saman. Skammsýnir menn sjá aldrei að sér fyrr en um seinan. Mig skyldi ekki undra, þótt samvinnu allra flokka verði hampað fram að kosningunum, af því að hugmyndin hefur fall- ið kjósendum vel í geð. En for- mönnum stærstu flokkanna er allt annað í hug. Isíðasta blaði gerði ég grein fyrir því sem ég tel hiklaust að fyrir þeim Jónasi Jónssyni og Ólafi Thors vaki. Að þessu sinni ætla ekki að endurtaka rök æín Evrir þessari skoðun. Mómæli koma mér ekki óvart. En hversu kröftuglega sem þau mótmæli verða orðuð, hagg- ar það í engu þeirri sannfær- ingu minni, að fyrir þeim Jón- asi og Ólafi vaki, að ná höndum saman um stjórn landsins að af- stöðnum kosningum, svo fram- arlega sem þeir geta náð þing- meirihluta með stuðningi sinna eigin flokksmanna, hvað sem öðrum flokkum líður. Það verður að ráðast, hvað menn leggjá upp úr þessari skoðun minni. Ef til vill er fjöldinn af leiðtogum Sjálfstæð- isflokksins snúinn til þeirrar trúar með formanni sínum, að hagsmunum þeirra sé bezt borg- ið í höndum þessara furðulega samrýmdu andstæðinga. Og ef til vill fallast hinir óbreyttu liðsmenn á þetta. Það kemur allt í ljós eftir kosningarnar. En ef það er rétt að sundrung og glundroði hafi annarsstaðar opnað valdgráðugum mönnum leið til einræðis, virðist hið sama geta komið fyrir hér á landi. Ef íslenzka þjóðin „mætti heyra til sjálfrar sín“ mundi öðruvísi skipast. Á. J.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.