Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 06.10.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 06.10.1942, Blaðsíða 4
fleiil v al lána lon- SÁ háttur var um skeið' hér upp tekinn á blóma tíma Jónasar Jónssonar eða nánara tiltekið, þegar hönd hans hélt um meöalkaflann á sverði réttlætisgyðjunnar í þessu landi, að lána lögi-eglu- ' þj óna Reykj avíkurkaupstaðar í önnur lögsagiarumdæmi, 1 einkum í réttir og þegar stofn 1 að var til meiriháttar dans- j leikja austanfjalls með til- ( heyrandi landakynningu. Rílc- ’ isstjórninni bar að sjálfsögðu að halda uppi lögum og reglu við slík tækifæri og þá auð- 1 vitað á sinn kostnað, en þarna j bauðst tækifæri til þess að j láta Reykjavík standa undir , byrði, sem henni var að öllu leyti óviðkomandi. Eftir áð , Jónas lét af forstöðu réttevís- , innar lagðist þessi óvani nið- . ur áð mestu eða öllu leyti. * * * En Reykjavík losnaöi samt ekki við þetta láns- og leigu- kjaraskipulag. Sá, sem sízt skyldi, Sjálf- stæðisflokkurinn, fann það herbragö upp eftir lát Jóns Þorlákssonar borgarstjóra, sem eins og vænta mátti af þeim manni helgaði embætt- inu alla starfskrafta sína, aö skíra 3. sæti á lista sínum til Alþingiskosninga borgarstjóra sætið, og átti það að ganga að erfðum til borgarstjórans í Reykjavík, að sjálfsögðu þó því aðeins, áð borgarstjórinn væri úr flokki Sjálfstæðis- manna. Reykvískir borgarar almennt kunnu þessu illa, enda þótt : kyrrt væri látið liggja meðan j friður var í landinu og engin óvfenjuleg vandamál bar að fyrir borgarlýðinn. Þegar núverandi borgar- stjóri var kosinn til embættis- ins, má óhætt fullyrða, að all- ir, sem ekki voru haldnir blindu flokksofstækis, væntu sér þess bezta af manni þess- um, enda mun hann óvenju kostum búinn til þess að gegna jafn erfiöu og umfangsmiklu starfi, sem borgarstjórastað- an er. En bá gerist tvennt í senn að kalla má. Landið allt — og Reykjavík fyrst og fremst — var hemumið og afhent aftur ööru herveldi. Við þessa at- burði hafa skapazt þau vanda mál fyrir ríki og bæ, sem öll- um landslýð eru kunn og ekki barf nánar að skilgreina. Ráðamenn þjóðfélagsins, þar með íalinn borgarstjórinn, hafa þurft — og þurfa enn — aö neyta allrar orku til þess aö sjá hag ríkis og bæja borgiö í viðskíptunum við hina ó- boðnu og síöar boðnu gesti. Meginþungi þessara viðskipta hviia á forráðamdnnum I Reykjavíkurbæjar með borg- arstjórann í broddi fylkingar. En hvað gerist þá? Þetta, aö flokkurinn, sem átti heiöur- inn af því að skipa Reykvik- ingum þenna forsvarsmann, tekur hann nú traustataki og skellir honum út í landsmála- pólitíkina, og þaö á þann hátt, að Reykvíkmgar geta ekki sóma sins vegna skellt þar við skolleyrum. Hann sezt náttúr- lega í „borgarstjórasætið“ á listanum. Látum þáö vera, ef hann fengi þá að vera í friði. En þaö er eitthvað annað. Honum er att út og suður í smalamensku fyrir flokkinn í hinum og þessum kjördæm- um. Hann er látinn halda skemmtifund í Flóanum í kvöld með balli á eftir og næst er hann kominn norðui' í Skagafjörð og dansar þar við gyðjur flokksins, og svona gengur það öllum stundum, pegar að kosningum dregur. Þetta er óhæfa, sem reyk- vískir borgarar vilja nú ekki þola lengui'. Borgarstjórinn á að sinna störfum sínum í þágu bæjarfélagsins meðan hann gegnir embættinu láta pólitíkina afskiptalausa. Þaö er í sjálfu sér óheilbrigt, að borgarstjórinn í Reykjavík skuli vera kjörinn af lands- málaflokki, hann sem mest allra manna þarf á tiltrú áð halda. En út yfir tekur þó allt, að borgarstjórinn í Reykjavík skuli fást til þess, að taka virkan þátt í stjórn- málabaráttunni í höfuðborg- inni, þeim stað, þar sem hon- um sjálfum ríöur mest á að friöur og kyrrð haldist um persónu hans, svo að hann geti innt þau störf, sem bæj- arfélagið hefur trúaö honum fyrir, þannig af hendi, að hann haldi jafnt tiltrú and- stæðinga sem flokksmanna. »1» *í* *f* Svo er sagt, að einn biskupa okkar á síðari túnum, vitur maður og mildur, hafi í yfir- reið komið í útkjálkabrauð. Prestur var eigi viðlá^inn, var honum sagt, og hans eigi von fyrr en með hausti, því aö hann hafði ráðið sig sem há- seta á fiskiskútu um sumarið og var nú úti á hafi. Biskup hafði engin orð, þar um en skoðaði staðinn og fór svo burt. Bað hann heimilisfólk skila kveðju til prests, er hann kæmi heim og um leið þeirri ósk sinni, aðhann hætti við annaðhvort. , Presturinn var hinn mesti merkis maðiu' og þjónaöi lengi eftu þetta, en sjósókn- ina lagði hann á hilluna. Feykvíkingar eru eins og : biskupínn — og reyndar eins j og aðrir íslendingar, lang- ! lundaöir og þolinmóðir. Við síðustu Alþingiskosningar ósk uðu þeir greinilega, með því að sitja heima, að borgar- stjórinn hætti við annað , hvort, borgarstjórnina eða þingmenskuna. Sú ótvíræða , bending virðist hafa verið misskilin. Nú, þá er að benda , aftur svo að eigi verði misskil- ið! Vér viljum hafa borgarstjór- ann en ekki þingmanninn og mæta því á kjördegi og setj- um krossinn við E. s. n. ÓTRÚLEGT EN SATT! Kona Matthew Bauer, en hann er júgóslavneskur bóndi, hefur fœtt eitt barn á ári í síðastliðin 28 ár. Öll börnin eru á lífi og fullkomlega heilbrigð. Tólf þeirra em gift en sextán eru enn í foreldrahúsum. * * * Mr. Bernard Scheinberg er 77 ára gamall maður, sem á 67 böm á lífi. Honum hefur auðnazt að verða fað- ir 87 sona og dætra. * * * Á 19. öld tíðkaðist það í Þýzka- landi, að ásamt öllum konungbom- um sveinbömum var alinn upp sveinn, er gekk undir nafninu ,,Prúgelknaben.“ í hvert sinn er prinsinn gerði eitthvað, sem honum var óheimilt, var þessum dreng refsað. * * * Georg I. Bretakonungur kunni ekki stakkt orð í enskri tungu. Haf- ið þið heyrt annað eins! * * * í þrumuveðri, sem geisaðí í Lap- leau í Frakklandi bar svo til, að eldingu laust niður í kindahóp. All- ar mislitu kindurnar fómst en hin- ar hvítu sakaði ekki. * * * Japönsk böm eru tlin eins árs þeg- ar þau fæðast. * * * l Prófessor Netomeff, rússneskur Assyriufræðingur, ritaði bók um Nebuchadnezzar fomkonung í Baby- lon var dæmdur til Siberíuútlegðar af því nafnið á bók hans, „Nebuch- adnezzar“ var hið sama og rúss- neska setningin „Ne boch ad ne tzar,“ en hún þýðir: „Engan guð og engan keisara“. „ÓVENJULEGUR BÍTUR.“ Vetur frostamikiil i meira lagí, með nístandi kulda, snjóum, fjúkum og áfreðum, sérdeilis við fjöll og dali. Þó varð ei stór peningsfellir sökum þess að víða var hey fyrir þann fáa pening, er eftir lifði fyrir- farandi vetur. Þá var óvenulegur bítur um land, svo ekki varð varið sauðfé. Gengu refir þvínær inn í bæi. fjós, hesthús og fjárhús. Setbergsannáll 1697. SVONA ER ÁSTIN — Það er betra að hafa elskað og misst en að hafa aldrei elskað. Tennyson. Myndin er tekin þegar tveir menn, er getið hafa sér góðan orðstir í ófriðnum af hálfu Bandaríkjanna, vom kynntir. Til vinstri á myndínni er Hewitt T. Wheless, kapteinn í flughenum, em auðnaðist að hæfa sex japönsk kaupför með sprengjum. Maðurinn til hægri er Edward O’Hare, liðsforingi í flotanum. Hann skaut niður fimm óvinaflugvélar yfir Kyrrahafinu. Fyrsf þér hafíð nií efní á því, þá rekíd óþrífn- aðínn á dyr? FIX óvídjafnanlcga þToffaduff cr fíl sfaðar í naesfu búð Nýír áskrifcndur að Þjððólfi fá blaðíð ókcypis í Okfóbcrmánuði Notíð þetta sérstaka fæ itfxrí Askríffarsíminn cr 2923«

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.