Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 08.10.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 08.10.1942, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR •S Byggingar og siðgæði. Hr. ritstjóri! Jónas Jónsson ritar í Tímann um hina „háskalegustu flokksmyndun, sem þekkzt hefur á íslandi“. Það er flokkur Þjóðveldismanna. Sami maður skrifar í sama blað um „Hina miklu byggingaöld“, sem hann þakkar valdatímabili Framsóknar- flokksins — það er valdatímabili Jónasar sjálfs. Svo er nú það. Valdamenn Róm- verja reistu miklar hallir sigurfrægð sinni til dýrðar, en þeir sömu menn ræktuðu spillinguna í félagsmálum og opinberu lífi þjóðarinnar. Orsak- aði það langvarandi hnignun og að síðustu hrun hins mikla heimsveldis. Það er hægt að hefja „mikla bygg- ingaöld“ og á sama tíma öld rangs- leitni og fjandskapar, öld fláttskap- ar og spillingar. Það er hægt að reisa myndarleg hús á kostnað þjóðar- byggingarinnar sjálfrar, sem jafn- hliða fúnar og hrörnar og kemst falli næst. Það er hægt að hafa á sama tíma falleg hús og rotið sið- ferði — kalkaðar grafir, fullar af dauðra manna beinum. Hvað gagnar þjóðunum framfarir, ef þær uppeta hver aðra? Hvað gagnar landsmönn- um miklar byggingar, ef þeir glata heilbrigði þjóðarsálarinnar og njóta gæðanna fullir fjandskapar og gremju. Afskiptinn. ' • iíif ••■'Tfwfar—r 'Af því að við erum ánægðir — Það eru margir óánægðir með á- standið í hinu opinbera lífi. Menn tala um framkvæmdaleysi, áhuga- leysi og skammsýni þeirra, sem eiga að stjórna. Sömu aðilar eru —1 með réttu — ásakaðir um misbeitingu þess valds, sem þeim ér falið. Opin- ber afgreiðsla er með endemum. Fé ; almennings er misnotað í þágu valda- flokkanna. Öll opinber afskipti miða að því að gera upp á milli þegnanna eftir pólitískum verðleik- um. Bílainnflutningurinn og bílaút- . hlutunin er orðið almennt hneyksl- unarefni. Afgreiðsluhættir þessarar ríkisstofnunar voru þeir, að menn gátu eins vel búizt við að vera rekn- ir út þegar þeir komu þangað til að reka erindi sín, ef þeir höfðu ekki pólitíska verðleika til að bera. Ráð- herrarnir úthluta bílum sem kosn- ingabeitum. Er von að heiðarlegt fólk sætti sig við þetta? Getur nokk- ur láð því, þótt það telji sig geta átt annars að vænta en svika og brigðmælgi af hálfu embættismanna í æðstu stöðum. Þessi spilling er verk flokksfor- ingja, sem alltaf eru að hugsa um flokkinn sinn og möguleika sína til að geta drottnað yfir öðrum- Flokksræðið litur nú svona út í reyndinni. Þjóðþrifamál eru tafin eða eyði- lögð vegna þessarar tillitslausu flokkastreitu. Hitaveitan er gleggsta dæmið. Allir flokkar ætluðu sér heiðurirín af framkvæmd verksins. "Vinstri flokkarnir, svokölluðu, byrj- ~uðu~4-h«agli- og ■ rannsóknarþrefi. fhaldið fékk það stórmennskubrjál- æði á heilann, að því bæri að leysa málið einu, án aðstoðar ríkisvalds- ins eða annarra flokka. Allt þetta varð til þess, að framkvæmd máls- ins dróst úr hömlu þar til stríðið skall á. Hálfófærar götur höfuðstað- arins er nú það eina, sem minna okkur á þetta mikla kosningamál. Þeir munu því vera æðimargir, sem hafa í hyggju að slíta af sér flokksböndin, þakka fyrir sviknu loforðin, tjá álit sitt á ráðleysinu og svefninum i opinberum framkvæmd- um, og sýna hug sinn til rangsleitn- ipnar og ofbeldisins. Og til hvers væri það líka að vera óánægður, ef menn ætluðu ekki að reyna að skipta um? Hvaða lagfær- ingar geta fengizt með því að kjósa sömu mennina og sömu flokkana, sem hafa svikið okkur og brugðizt stefnumálum sínum. Við, þessir mörgu óánægðu kjósendur, skulum ekki láta það hræða okkur frá fylgi við lista Þjóðveldismanna, þó að meðal kjósenda listans kunni að vera einhverjir þeir, er áður hafa stutt óvinsælar pólitískar klíkur. Það er gott, þegar menn sjá að sér. Við þekkjum „hræðurnar“ í gömlu flokkunum. Við kjósum okkur ekki .þeirra samfélag lengur en orðið er. jVið þessar kosningar sameinumst við um E-listann. Óánægður kjósandi. Hversvegna kýs fólk E-listann? Þennan lista, sem er listi Þjóðveld- ismanna, kjósa verkamenn og vinnuveitendur af því að Þjóðveld- ismenn ætla sér að vinna að því eftir mætti, að' þeim styrjöldum verkfalla og fjandskapar, venjulega báðum aðilum til ómetanlegs tjóns, mætti linna og í þeirra stað koma samkomulag stéttanna sjálfra, byggt á sanngirni og gagnkvæmu tilliti til hagsmuna beggja, og stutt af réttlátri löggjöf og heilbrigðum skipunarreglum. Til þessara styrj- alda hefur verið stofnað og þær reknar, öllum til skaða, af stríðándi pólitískum flokkum, nú um all margra ára skeið. Ekki fólkinu til hagsmuna, heldur aðallega til þess að afla sér atkvæðafylgis og auk- innar valda-aðstöðu. Þennan lista kjósa útgerðarmenn og sjómenn, af nákvæmlega sömu ástæðum. Þenna lista kjósa iðnarmenn og' iðnrekendur, enn af sömu rökum. Þenna lista kjósa grasbýlismenn og konur í nágrenni Reykjavíkur, sem hafa verið svo ákaflega skatt- lagðir, sem raun er á, til hagsmuna f.vrir fjarlæg héruð. Skatturinn hefur verið notaður til kaupa póli- tísks fylgis og atkvæða í fjarlægum sveitum af samskonar stjómmála- flokkum, er nefndir hafa verið, og um langt skeið hafa farið fram í stjórnmálalífinu með fullkomnu of- beldi. Slíku skefjalausu ofríki og einræðisbrölti segja Þjóðveldismenn stríð á hendur. E-listann kýs allur fjöldi húseig- enda, því enda þótt hinir póli- tísku ofbeldisflokkar láti sjaldan nið- ur falla baráttu sín á milli um völd og yfirráð, þá urðu þeir allir sam- mála og samsekir um það, að taka húseigendur eina út úr öllum borg- urum og þegnum þjóðfélagsins og gjöra þá rétlausa: Lækka stórlega tekjur af húsum með gengishringli, gera húsin jafnframt óseljanleg með því að binda sölufrelsi eigendanna við ákveðinn eignatíma og taka umráða- og ráðstöfunarrétt eign- anna af húseigendum, svo að þeir mega ekki einu sinni velja sér sjálf- ir leigjendur í hús sín. Hér er tek- inn bæði eignar- og umráðaréttur af mönnum. Þenna lista kýs mikill hluti leigj- enda, af líkum rökum, sem húseig- endur. Af þeim er einnig tekinn samningsréttur-inn. Frjálsir samn- ingar milli þeirra og húseigenda eru nú bannvara á íslandi. Og svo langt er gengið, að húsnæðislausu fólki er með lögum óheimilað að kaupa sér hús, þó á boðstólum sé, til þess að afla sér húsnæðis. Það er dæmt til að vera á götunni méð sama ákvæðinu, sem varnar eigend- um að selja. Loks kjósa þenna lista allir frjáls- ir menn, sem ekki vilja búa við ranglæti og réttarskerðmgar ofrík- is- og einræðisflokka. Allir þeir, sem unna eða vilja una við óstjórn, réttleysi og handa- hófs ofbeldi, þeir kjósa einhvern af listunum A—D. En minna má þá á forna spakmælið: „Þegár náungaps veggur brennur, þá er þinum hætt“. Þó að þeir nú kunni að hafa að- stöðu til að sitja yfir rétti annarra í krafti ofbeldis og ranglætis flokkseinræðisins, þá getur breytzt veður í lofti og sannast hið forn- kveðna: ,,í dag mér, á morgun þér“. Þeir, sem vilja að lög og réttur ríki í landinu, og að rétturinn sé hinn sami fyrir öll landsins börn, kjósa E-llstann. z. Ódýrar bskur Ýmsar bækur til fróðleiks <g skemmtunar. Talsvert úrval af skáldsögum. BókabúQin Klapparstig 17 fmilli Hverfisg. og Lindarg.) Kaffikvöld Þjóðveldismanna verður haldið í Oddfellow í' kvöld, fimmtudaginn 8. okt. kl. 9 e. h. stundvíslega. SKEMMTIATRIÐI: 1. Bjarni Bjamason setur skemmtunina. 2. Guðm. Jónsson: Söng-ur. 3. Ámi Friðriksson: Ræða. 4. Pétur Jónsson: Söngnr. 5. ? ? ? 6. Ámi Jónsson frá Múla: Ræða 7. Dans. Aðgöngumiðar seldir á Laufásv. 4, sími 2923, og við inngang. inn. Allir stuðningsmenn E-listans velkomnir. SKEMMTINEFNDIN. Auglýsing Domnefnd í verðlagsmálum hefur ákveðið eftirfarandi hámarks- verð: I. FISKUR. í Reykjavík og Hafnarfirði hámarksverð gildandi frá 6. okt. Nýr þorskur slægður með haus ....... Kr. 0.77 pr. kg. — — — hausaður ........... — 1.00----- — —- — og þversk. 1 stykki — 1.05 — — Ný ýsa slægð með haus................. — 0.82----- — — — hausuð ............. — 1.05----- — — — og þverskorin í stykki .... — 1.10----- Nýr fiskur (þorskur og ýsa) flakaður með roði og þunnildum ............. — 1.65-------- Nýr fiskur (þorskur og ýsa) flakaður með roði án þunnilda .............. — 2.30 — — Nýr fiskur (þorskur og ýsa) flakaður, roðflettur án þunnilda ............ — 2.75-------- Nýr koli (rauðspretta) ................ — 2.65 — — Ofangreint verð er miðað við það, að kaupandinn sæki fiskinn til fisksalans. Fyrir heimsendingu má fisksalinn reikna kr. 0.10 pr. kg. aukalega. Fiskur, sem frystur er sem varaforði, má vera kr. 0.40 dýrari pr. kg. en að ofan greinir. H. HAFRAMJÖL. Hámarksverð í heildsölu .... Kr. 92.80 pr. 100 kg. --- í smásölu .......... — 1.20 pr. kg. Álagning í heildsölu má þó aldrei vera hærri en 8 %% og í smásölu aldrei hærri en 30%. Reykjavík, 6. okt. 1942. DÓMNEFND í VERÐLAGSMÁLUM. Nýír ásbrlfendur að Þjöðólfi fá blaðíð óbeypís í Ohíóbermánuð, Notíð þcffa scrstafca lae aifaeri Askriffarsímínn er 2923« Háninn líður (THE MOON IS DOWN) EFTIR JOHN STEINBECK í þýðingu Sigurðar Einarssonar dósents. Sölumetbókin í Ameríku 1942. j Úr erlendum ummælum urn bókina: I John Gunter, höfundur bókarinnar „Inside Europe“ og „Inside Asia“: „Dásamlegt dæmi þess hvernig stórskáldi tekst, í meistaralega samdri skáldsögu, að ^kýra hina örlagaþrungnu atburði vorra tíma.“ llpton Sinclair: „Glory Halleliyah, dásamleg skáldsaga.“ Lee, bókmenntagagnrýnandi Piladelpbia Record: „Markviss og kröftug eins og tundurskeyti". Appcll, bókmenntagagnrýnandi Clevland News: „Einn aí stórviðburðum : bókmenntanna. i Fréttablað „Book of the Month Club“: „Stórfengleg, blossandi skáld- i saga. I Times Literary Supplement 20. júní: mælir með henni sem beztu skáld- sögunni. Finnur Einarsson Bókaverzfun Austurstræti 1. — Sími 1336. Næstsíðasti endurnýjunardagur Happdrættið

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.