Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 20.12.1942, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 20.12.1942, Blaðsíða 5
ÞJOBOLFUR JÓLABLAÐ 1942 GRETAR FELLS: Ég játa tró á jólin. Er jarðar fauk í skjólin og myrkvuðust lönd — og menn, þau ljómuðu líkt og sólin og lýsa heimi enn. Sjá, virki falla fúin. Hin fagra jólatrúin fær borgir byggt á ný. Hún gyllir geislum búin hvert gráts- og harmaský. Og jólaklukkur kalla til kærleiks himinfjalla, sem bíða, björt og heið og eru fyrir alla hin eina rétta leið. Sá fagri unaðsómur er ekki dauður hljómur, sem skortir afl og yl. Það er kirkja og kristindómur að kunna á þessu skil. Þótt eldist orð og tunga og undir dauðans þunga oft stynji þjökuð þjóð, hér hljómar andans unga og æðsta sigurljóð. Að heims og himna milli með huga og kærleiks snilli sé hægt að byggja brú, — það undur enn ég hylli. Það er mín jólatrú.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.