Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 20.12.1942, Blaðsíða 8

Þjóðólfur - 20.12.1942, Blaðsíða 8
Sænsk æska. vesöld á eiröld? Nei, hin töfrakenndu merki fleygrar tíðar, hreinarnir og rauðir fánar, elzt og yngst í Svía- sögu, eru mér fyrirheit þess, að „lífsins bylting alein stöðug stenzt“, og hver er sá, sem hyggst að upphefja lögmál þjóðarframvindu án þungrar refsingar, sem bitnar á niðjum hans? Kyrrstaða er vart til, annaðhvort fjölgun og framsókn eða fækkun, sem heimtar mark- vissa afturhaldsstefnu á flestum þjóðfélagssviðum, ef stórtjón á að forðast. Til skýringar þessu þarf dæmi. í 40 þús. manna bæ með hraðri fjölgun er helmingur eða 20 þús. yfir sex- tugt eða innan 16 ára aldurs, og að wðbættum sjúkl- ingum, en frádregnum fullfærum mönnum á sjötugs- aldri má telja, að ómagar séu 20 þúsund alls. Verkfærir menn og konur, 20 þús., eiga þá að sjá fyrir sínum ó- maganum hvert að meðaltali, og er ekki mikið. Síðan fækkar börnum ákaflega í bænum, og í bráð minnkar ómegð að sama skapi. En þegar þau fáu börn verða eina fyrirvinnan, segjum 10 þús. 16—60 ára að aldri, eiga þau 10 þús. að framfæra mikinn hluta þeirra 20 þúsunda, sem nú eru verkfær (og verða vonandi öll langlíf), auk þess að endurnýja kynstofninn. Þá þarf hver verkfær manneskja að framfæra tvo ómaga án þess að bjarga ætt sinni frá að deyja út, en vinna fyrir 3—5 ómögum, ef fjölgun á að vinna það upp, sem gamla kynið hefur vanrækt í skammsýni sinni. Margt varhugavert fylgir þjóðarfækkun. í kosning- um yrði jafnan ellin grá í meirihluta í stað þess, að nú hefur yngra fólk meirihlutavaldið. í stað þess að fjölg- andi þjóð neyðir nokkuð af börnum til að brjóta sér aðrar brautir en foreldrarnir hafa troðið og skapar með þeirri aðferð framtakið og nýjungarnar, neyðir kyrr- stæð og fækkandi þjóð hvern son til að taka við at- vinnurekstri föður síns, og samkeppnin öll snýst um það að hnigna sem minnst og seinast, aukning og út- þensla sjaldgæf, dauðamörk færast á efnalegt og and- legt líf. Verðgildi fasteigna og flestra þjóðareigna vex eða minnkar mjög í sama hlutfalli og sá fjöldi starf- andi fólks, sem notar þær. Sparisjóðsbækur okkar, elli- tryggingar o. þ. h. eru a. m. 1. tómar pappírsávísanir okkar á fyrirvinnu næstu kynslóðar fyrir okkur í ell- inni. Og hversu arfmörg sem fækkandi þjóð kynni að verða, leggst það á hana eins og mara, að hún sé alltaf að tapa, en útlendingar komi og erfi landið. Börnin eru bezta framtíðartryggingin, ekki aðeins mörg börn, heldur þau börnin, sem við komum til manns og spillum ekki með vanrækslu, skorti, atvinnu- leysi, Hollywood- og hafnarkvíamenningu. Stokkhólmsbúar eru hættir að eiga börn nema eitt eða mest tvö. Þetta er að vísu gamalkunnugt fyrirbrigði heldri stétta, hvar sem er, en þegar verkalýður, einmitt sá, sem ég kynnist þessa nótt á Skanstull, stöðvar barn- eignir og ber við húsnæðisleysi og slíku, er það sýni- lega eitt af verkföllum nútímans og verður ekki aflétt, fyrr en verkfallsástæðan er numin burt. Höfuðstaður Svíþjóðar er að mjög litlu leyti byggður fyrir börn. Fæstir húseigendur leigja óneyddir þeim, sem eiga mörg börn. Það er ekki einu sinni hægt að fá slysa- tryggingu gegn því óláni að eignast mörg börn. Og samt er engin gæfa meiri en eignast mörg börn, sem komið verður til manns. CT YRIR stundu glóði Norrmalm í geislum hníg- 1 andi sólar, og þar var þá aðdáun mín öll. En Söder, sem veit til suðausturs, hin Öráðna framtíðar- borg, illræmd af verkföllum, lætur snögglega leiftra úr þúsundum smárúðna sinna móti austansól, sem að óvörum rís við skýjaklakka. Þá skil ég, að það eru örlög Söders, sem verða örlög mín og minnar þjóðar. Undir hornablæstri og fánum gengur hópur ungra stúlkna á pall móti árroðanum og sýnir íþróttir. Leik þeirra lauk svo, að snortnari mannfjölda hef ég ekki vitað. Og hvílíka framtíð á þjóð með þessar dætur, þessar mæður! Ein gengur fram að loknum leik og þakkar lófatakið einfaldri hneigingu. Hula dregst af augum mér, og ég þekki hana: Hún er búin líkt dans- mey, ilskór, raufað stuttpils, armar og mitti ber, ljósa hárið stuttklippt og skör yfir enni, gylltum armbönd- um og brjóstaskarti hefur hún fleygt, því að hún er ekki á leið til annars heims úr yfirstétt kyrrstæðrar bronsþjóðar með barn sitt dáið. Hún er á öruggri leið til hins jarðneska sælustaðar fyrir sig og börn sín. Björn Sigfússon. Saravinnubústaðir í Stokkhólmi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.