Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 20.12.1942, Blaðsíða 9

Þjóðólfur - 20.12.1942, Blaðsíða 9
ÞJÓÐÓLFUR 7 Frásagnir af fyrir 140 Austurlandi árum Halldór Stefánsson Árið 1800 var Skúla Þórðarsyni, er sig nefndi Thorlacius, veitt sýslumannsvöld í Suður-Múlasýslu. Hann var í föðurætt kominn af Þorláki biskupi Skúlasyni, en móðurætt hans var dönsk. Kona Skúla sýslumanns var einnig dönsk, Gyða (Gythe) að nafni. Þau giftust í Danmörku i ársbyrjun 1801, fluttust sama ár til íslands og tóku búsetu á jörðinni Eski- fjörður, en fluttu í kauptúnið (samnefnt) þegar sama haust. Nokkrum árurn síðar, vorið 1808, reistu þau bú á jörðinni Helgustaðir við Reyðarfjörð. Árið 1813 var Skúla sýslumanni veitt Árnessýsla og fluttust þau þá þangað árið næsta, og það- an aftur til Danmerkur nokkrum árum síðar. Harðbýlt var á Austurlandi þau árin, sem þau dvöldu þar, hafís flest árin, mislynd veðrátta, siglingateppa og búþröng, sem hafísnum hefur fylgt löngum. Frú Gyða ritaði endurminningar frá dvöl sinni hér á landi, furðu glöggar og sanngjarnlegar eftir þvi, sem við má búast, einkum þegar þess er gætt, að hún hafði flutzt frá gagnólíku landi og lífskjörum og að illt veðurfar og harðbýli var þau ár- in flest, sem hún dvaldist á Austurlandi. Auk þess átti hún við vanheilindi að stríða og heimilisböl (barnamissi). Mætti ætla að það hefði getað gjört lýsingar hennar dapurlegri en ella hefði verið. Virðist af frásögnum hennar, að hún hafi þó átt einnig margar ánægjustundir. Hér skulu nú raktar nokkrar af frásögnum hennar, en skýr- ingar og athugasemdir gjörðar í svigum. FYRSTU sjón af landinu, er þau komu til Reyð- arfjarðar, lýsir hún á þessa leið: Fjöllin voru há og tignarleg, snævi þakin hið efra, byggðin græn og vingjarnleg, fossandi lækir og djúp fjallaskörð. Bergmálið frá fjöllunum barst út yfir lygn- an fjörðinn. Bæirnir voru grænar þústir, sem lítið bar á; greind- ust frá umhverfinu aðeins vegna lögunar sinnar. Kirkj- an á Reyðarfirði var þó timburhús, en lítilfjörleg á- sýndar. Hana hafði gefið Kynh stórkaupmaður. Húsakynnin á jörðinni Eskifjörður (þar sem þau settust fyrst að) þóttu henni lítt viðunandi þeim, er betra voru vanir, en þó sæmileg eftir atvikum. Einna verst þótti henni, að enginn var matjurtagarð- ur á bænum, segir, að hvítar rófur hafi verið nær eini garðávöxturinn, sem þekktist þá þar um slóðir. Bjó hún sér þegar til garð, og setti í hann nokkrar rófna- tegundir og káltegundir. Ánægja hennar af þessari fyrstu garðyrkjutilraun varð þó skammæ. Segir hún til þess eftirfarandi sögu: Eitt sinn um haustið, er þau hjónin voru ekki heima, kom stórbóndi einn ofan af Héraði, Þórður að nafni (það mun hafa verið Þórður bóndi á Finnsstöðum í Eiðaþinghá) með 200 kinda fjárhóp til slátrunar. Bóndi lét fjárhóp sinn inn í garðinn, gegn mótmælum heimamanna, kvað ekki saka, þótt féð træði niður „gras- ið“, sem hann nefndi svo. Spillti það, sem líklegt var, árangri garðyrkjunnar. Er sýslumannshjónin voru á heimleið mætti bóndi þeim. Var hann hinn viðmóts- þýðasti og kyssti þau í kveðjuskyni, sem þá var lands- siður. Sagði bóndi m. a. „að frúin væri eins og engill“, hún var í hvítum utanhafnarbúningi. Þau tóku atlot- um hans og orðum alúðlega eftir föngum, því þau vissu ekkert um, hvað fram hafði farið heima fyrir. En þegar þau komu heim og fréttu tíðindin, brá þeim óþægilega í brún. Sýslumaður sektaði bónda um 2 rík- isdali til fátækra fyrir tiltæki hans. Segir frúin, að bóndi, og landsmenn yfir höfuð, hafi tekið því illa. Menn skildu ekki uslann af því, þótt kindur bóndans træðu niður dálítið af „grasi“, bóndi sinn hafi átt að mæta óvild nokkurri og tortryggni landsmanna út af þessu nokkra hríð á eftir. ETTA sama haust (29. sept. 1801) bauð síra Björn Vigfússson á Eiðum (1801—1830) hjónunum til brúðkaups síns (og Þórunnar Pétursd. sýslumanns í Krossavík). Brúðkaupssiðunum lýsir hún á þessa leið: Þegar brúðkaupsgestirnir koma á kirkjustaðinn, hóp- ast konur sér og karlar sér, snúa hóparnir sér hver að öðrum, takast í hendur, karl og kona(?) og ganga til kirkjunnar hinn svokallaða „brúðargang". Menn ganga ofurhægt. Vígslan fer fram eins og í Danmörku og eins bórðhaldið. Yfir borðum lásu tveir uppkomn- ir synir prófastsins borðbæn á latínu (Prófastur var þá sr. Árni Þorsteinsson á Kirkjubæ, en nefndir synir hans munu hafa verið Stefán, síðar prestur á Valþjófsstað og Vigfús gullsm. í Krossavík). Um kvöldið seint., að loknu borðhaldinu, fór fram einkennileg athöfn (Hér afsakar frúin ef lýsingin þyki ekki siðleg). Brúðurin afklæðist að nokkru hinu óþarflega mikla fatadúði og sezt á hjónarúmið; nokkrar tilvaldar konur, umboðs- menn eða talsmenn hennar, setjast hjá henni. Brúð- gumann ber nú að, og nokkra menn með honum. Hefja þeir máls á því, hversu miklu fé muni vera verj- andi til þess, að fá að sofa hjá brúðurinni um nóttina (Þetta er það, sem kallað var „að bjóða í brúðarsæng- ina“). Brúðguminn býður fyrsta boðið, en þegar kem- ur annað hærra boð. Bjóða menn nú hver í kapp við annan þar til „brúðarmeyjarnar“ samþykkja boðið, enda á þá sjálfur brúðguminn það. Upphæðin getur orðið allhá, þegar heldri menn eiga í hlut, allt að 200 spesíur, en fátækt fólk býður þó mikið minna, og'ekki mynt, heldur kú eða kindur. Brúðarsængur-verðið er eign konunnar, og er gerður um það samningur eða

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.