Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 20.12.1942, Blaðsíða 11

Þjóðólfur - 20.12.1942, Blaðsíða 11
ÞJÓÐÓLFUR 9 Smdsaga DAG einn um vorið komum við þrammandi inn dalinn eftir ósléttum og blautum veginum, teymum hestana, sem draga vagnana með tjöldunum og farangri okkar, og vagnarnir skrönglast yfir ójöfn- ur vegarins með brauki og bramli. Við erum langt að komnir úr fjarlægri sveit, höfðum verið þar í vega- vinnu og eigum nú að lagfæra vegina í þessum af- skekkta dal — þessum langa, djúpa og þrönga Hóla- dal. Þennan dag er hellirigning, vorregn og logn. Þokan liggur eins og þak yfir dalnum og hangir niður í miðjar fjallahlíðar, þó sjáum við bæði bæina við veg- inn og eins hina, sem standa uppi undir hlíðinni. Jörð- in er orðin vel græn, allir lækir vatnsmiklir í rigning- unni, og áin beljar fram kolmórauð. Við erum í stríðsskapi, gefum það djöflinum, að rigningin skuli beygja hugarfar okkar til bljúgari stefnu og vísum til hans öllu öðru, sem okkur er and- stætt. Brytinn hafði verið fúll um morguninn, þegar við lögðum af stað, en nú er hann orðinn harður og beiskur eins og við hinir. Við erum orðnir blautir og allt, sem við höfum meðferðis, er blautt. Við erum þreyttir og forugir um fæturna og finnum glöggt, að við teljumst ekki til eftirlætisbarnanna í húsi þjóð- arinnar. Vegurinn inn dalinn liggur um hlaðið á einum bæn- um. Þar stendur stúlka í opnum bæjardyrunum og horfir á okkur stórum augum. Brytinn kallar til henn- ar um leið og við förum framhjá. Hún hrökklast inn fyrir, þangað sem við sjáum hana ekki, og Óli segir honum að halda kjafti, hvort við þyrftum endilega að láta eins og einhverjir bölvaðir dónar, þó að við værum á ókunnum stað. Brytinn þagnar, þegir eins og steinn langa hríð og verður aftur fúll. Við förum framhjá prestssetrinu. Þar er reisulegt hús og kirkja. Umhverfis kirkjuna er hinri alvöru- þrungni legstaður þeirra horfnu, með krossum, af- girtum leiðum og legsteinum. Við þrömmum áfram og loks nær hinn hálfgerði vegur ekki lengra.' Hér eigum yið að tjalda. Skammt frá eru tveir bæir með samliggjandi túnum. — Þetta eru víst Efri-Háls og Neðri-Háls, segir flokksstjórinn. Við reisum tjöldin í rigningunni á dálitlum hjalla ofan við veginn, berum farangur okkar inn og hreiðr- um um okkur. Ekki líður á löngu þangað til logar á prímusunum. Við þurrkum föt okkar eftir föngum, sjóðum mat og hitum kaffi, og njótum þess í ríkum mæli, sem erfiðis- menn óska sér öðru fremur, þegar annríki dagsins er liðið hjá, hvíldar, saðnings og hlýju. Við erum ánægð- ir eins og allir menn, sem fá það, sem hugur þeirra girnist. Brytinn hefur sérstakt tjald til að elda í. Þar sláum við upp borði, sitjum kyrrir að máltíðinni lokinni og ræðum dagskrármálin. Þegar þau eru útrædd, segjum við sögur, sumar nokkuð mergjaðar. Brytinn kann margar sögur, og eins Óli, því að hann les bækur. Aðalgagnrýnandinn heitir Þorvarður; við kölluðum hann Varða. Hann er ekki margmáll en harðskeyttur. Við berum mikla virðingu fyrir honum. * * * Þegar við höfum setið stundarkorn, kemur einhver og rjálar við tjalddyrnar. — Hver er þar? köllum við. — Það er Lási. — Nú, blessaður komdu inn, Lási! segjum við. Tjalddyrnar eru dregnar hægt í sundur, lítill mað- ur smeygir sér inn um þær og heilsar okkur með handabandi. Við hliðrum til, látum hann setjast mitt á meðal vor og virðum hann fyrir okkur um hríð. Hann virðist ekki vera alls kostar öruggur um sig, gjóar vatnsbláum augunum sitt upp á hvern, bítur saman tönnunum, pressar munninn aftur og þunn og lítil efri vörin á honum sýnist bókstaflega ekki neitt í samanburði við þá hræðilegu neðri vör, sem hann er með. Það er eins og hún sé fengin til láns af öðrum manni. Vangar hans eru þunnir, ljós, gisinn skegg- hýjungur vex á kjálkabörðunum og allur er maður- inp fremur rýr og væskilslegur. Brytinn hefur samræðurnar:

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.