Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 20.12.1942, Blaðsíða 16

Þjóðólfur - 20.12.1942, Blaðsíða 16
14 ÞJÓÐÓLFUR II II i II II II II II II M II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II HELGI SÆMUNDSSONí Nafnlausí Ifóð pG hef ratað í raunir. Reyndust mér forlög hörð. Aldrei mér buðust bætur, en byrði mér oft var gjörð. Ég á mér heilaga harma í hugans minningasjóð. í sorta svalra nátta syng ég mín fegurstu ljóð. Ég kýs ei raunir að rekja né rjúfa mín þagnarheit. Fleira ég klökkur þó kvaddi en kot heima í bernskusveit. Sit ég við arineldinn og opna mína sál. Þar geymi ég gleði og sorgir — mín gömlu leyndarmál. sumum húsunum heyrðist barnahlátur og gleðiglaum- ur, úr öðrum sálmasöngur og hljófærasláttur. Mér varð snögglega litið í gluggann þar sem Árni sat sem áður og lék við hvern sinn fingur. Mér sýndist hann vera að dreypa á vatni úr vatnsglasi, máske hefur eitt- hvað styrkjandi verið saman við. Um það gat ég ekki dæmt, enda annað að hugsa. Fylgdarmaðurinn gekk hratt á undan og reyndi ég að ganga í sporin hans; hríðin var dimm en ekki mjög hvast. Við sáum Ijós- glampa í litlu gluggunum á kofunum inn með sjón- um og heyrðum óminn af jólunum þar. En svo fjar- lægðist þorpið smátt og smátt og brátt sáum við ekk- ert nema snjóinn og heyrðum ekki annað en veður- þytinn og gnauðið í sjónum fyrir neðan okkur. Hofsá var á ís, en varúðar þurfti að gæta, því að hún er kenjó- ótt og brýtur oft af sér ísinn á pörtum án þess ástæða virðist til. # Nú var komið fyrir fjarðarbotninn. Þá byrjaði ó- færðin fyrir alvöru. Við stigum á skíðin og innan stundar sáust ljósrákir í snjónum, sem glitruðu í öll- um regnbogans litum. Við vorum komnir að Krossa- vík, sem er merkur bær, eins og allir vita, sem hafa lesið Vopnfirðingasögu. Geitir var löngu dauður, en Jörgen Sigfússon réð þar nú ríkjum, greindur maður og ágætur. „Eigi leið þú oss í freistni," tautaði ég, er við gengum um hlaðið. Mig langaði til að stanza dá- litla stund, tala við Jörgen og bragða jólakaffið, en ekki tjáði að slóra. Við stóðumst freistinguna og héldum áfram út með Krossavíkurfjöllunum. Það eru falleg og tignarleg fjöll, en við sáum þau ekki í þetta sinn fyrir myrkri og hríð, vissum bara af þeim. Við gengum framhjá lautinni, þar sem Þorsteinn Uxafótur lá, þegar hann var bor- inn út nýfæddur. Ekki heyrðum við neitt útburðarvæl, enda kemur slíkt ekki til greina nema þegar börnin, sem út eru borin, deyja, en Krummur gamli í Krumms- holti bjargaði barninu og ól það upp eins og kunnugt er. Gat Þorsteinn því barizt með Ólafi konungi Tryggva- syni á Orminum langa í Svoldarorustu. Nú máttum við brátt fara að athuga okkar gang. Gljúfurá er við- sjálsgripur, þegar dimmt er og blindað, hamrarnir þverhníptir og háir og ekkert merki til viðvörunar. Ef við hefðum sungið eða hóað, þá hefðu þeir máske tekið undir. en okkur var engin söngur í hug og við treystum því, að forsjónin sæi okkur farborða, þegar svona stóð á fyrir okkur á sjálfa jólanóttina. Enda fundum við brúna og komumst yfir hana, þótt hún léleg væri. Og svo var Gísli á Vindfelli næstur. Við vissum, að hann mundi standa úti og spyrja okkur frétta. Fór ég því að taka eitthvað saman í huganum. Það gerði ekk- ert til, þótt ég skáldaði dálítið í söguna til drýginda, því að Gísli vildi fá miklar fréttir. Hitt sakaði minna, þótt þær væru færðar í stílinn. En ég varð að geyma söguna þangað til næst, því að Gísli var háttaður og búið að slökkva öll Ijós á Vindfelli. # Nokkru utar lögðum við upp á hálsinn. Hann er ekki hár, en samt fannst okkur erfitt að ganga þar upp á skíðunum og við hugsuðum til heiðarinnar, sem nú var stutt framundan, himinhá, brött og illviðrasöm með ótal slútandi björg og gínandi gljúfur, þar sem viðbúið er að vegfarandi hrapi og slasist, ef út af réttri leið er farið. Þegar við fórum framhjá Eyvindarstöð- um, langaði okkur til að vekja Einar og fá hann til að fylgja okkur upp á varpið, en við gátum ekki gert það, því að svo mikil kyrrð og ró hvíldi yfir bænum, að mikla harðneskju þurfti til að rjúfa. Hánótt, koldimm og þung eins og blý, brekkurnar norðan í Hellisheiði snarbrattar, þaktar þykkri, lauslegri snjóvoð, sem al- staðar gaf eftir, ef við var komið, hafði jafnvel til að slitna sundur og renna með gestinn langa leið niður, til þess að gefa til kynna, að tröllin uppi í hömrunum kærðu sig ekki um neinn átroðning. Og nú duttu mér í hug allar trölla- og álfasögurnar, sem gerðusi jóla- nætur hér áður, en það var svo dimmt og svo lítið fór fyrir okkur þarna í fönuinni, að ekki einu sinni refir né hrafnar, sem voru hinir einustu lifandi íbúar þessa svæðis, álitu okkur þess virði, að gefa okkur gaum. Þegar loksins var komið upp á varpið, eftir að hafa kafað og skriðið í tvo klukkutíma neðan frá jafnsléttu, ruddist að okkur beljandi stormur sunn an af Jökuldalnum og ætlaði að hrekja okkur niður af

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.