Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 20.12.1942, Blaðsíða 17

Þjóðólfur - 20.12.1942, Blaðsíða 17
ÞJÓÐÓLFUR 15 SVIPLEIFTUR AFBURÐAMANNS. Valgerður Benediktsson: Endurminningar um Einar Benediktssson. Skráð hefur Guðni Jónsson mag. art. -— Utgef.: Isafoldarprentsmiðja h.f. VÆÐI Einars Benediktssonar hafa löngum þótt torræð. Það er jafnvel ennþá viðkvæði á íslandi: „Ja, ekki skil ég nú kvæðin hans Einars Benediktssonar,“ enda þótt menn keppist yfirleitt við að heiðra og hylla stórskáldið — látið. En það er ekki aðeins að kvæði Einars hafi borið annar- legan svip í augum landa hans. Æviferill hans hefur engu að síður þótt torráðin gáta. Um tveggja áratuga skeið lifði Ein- ar hinu mesta ævintýralífi. Hann lá í víking og gisti ættjörð- ina sjaldan. Fóru miklar sögur og kynjum blandnar af dvöl hans og viðfangsefnum meðal framandi þjóða. Lifa jafnvel enn í dag á vörum almennings mergjaðar „þjóðsögur" úr lífi Einars, á þessum árum. Aður en Einar fór utan til langdvala, hafði hann vakið á sér ærna athygli á íslandi. Enginn hafði víðfeðmari trú á glæsta framtíð lands og þjóðar en hann, enginn hyllti nýjan tíma í jafn ríkum mæli. Og Einar fór ekki dult með það, að hann ætlaði sér sjálfum mikinn hlut í þeirri nýsköpun, er hann sá hilla uppi í ríki framtíðarinnar. En Einar Benediktsson lézt án þess að draumar hans um stórfelld orkuver, áburðarvinnslu og námugröft rættust. Líf hans var um margt líkara ævintýri en veruleika. Það þurfti ekki aldir til að varpa yfir það hulu óminnisins. Jafnvel í lifanda lífi var eitthvað dulúðugt og fjarrænt við æviferil hans. Þeir, sem bezt voru að sér í skáldskap Einars og mátu hann til fulls, voru harla ófróðir um skáldið sjálft. Bók frú Valgerðar Benediktsson, sem er aukin ritgerðum eftir þá Benedikt Sveinsson, Árna Pálsson og Árna Jónsson frá Múla, er ekki saga Einars Benediktssonar. Því fer víðs fjarri. En þar er að finna drög að talsverðum heimildum um ævi skáldsins. Lesendur bókarinnar eru talsvert fróðari eftir en áður um tuttugu ára útlegð Einars Benediktssonar. Hinir mörgu unnendur ljóða skáldsins munu taka tveim höndum upplýsingum bókarinnar um atvik, er ýmis kvæði þess hafa sprottið af. Og það mun vandhittur sá maður, er eigi gjaldi þakkir fyrir þessi svipleiftur úr lífi eins hins stór- brotnasta afburðamanne, er land vort hefur alið. V. }. brúninni aftur. Höfðum við þá ekki önnur ráð en að leggjast niður í snjóinn og doka við um stund meðan mesta ofsann drægi úr bálviðrinu og leituðum svo lags þegar dúraði, að velta okkur niður í Köldukinn. Það var þá hægra undanhaldið og þótt hliðhalli væri á Kinninni, þá kom það ekki svo mjög að sök vegna þess, hve snjórinn var mjúkur og skíðin gátu myndað sér braut. Loksins komumst við á „Fönn“, það er smájökull á suðurbrún heiðarinnar. Nú áttum við að sjá yfir allt héraðið og hin einkennilega fallegu fjöll, sem umlykja það að sunnan, við áttum að sjá Jökulsá og Lagarfljót liðast út eftir láglendinu og fallast í faðma í sandinum eins og svertingi og norræn mey, því að annað fljótið er kolmórautt en hitt hreint sem berg- vatn. Og ekki vantaði hvílurúmið í Héraðsflóa. — En við sáum ekki neitt, sáum bara í huganum kon- una, sem beið einhverstaðar þarna úti í sortanum, ó- þreyjufull og þjáð, og vonaði, að við kæmum bráðlega með einhverja hjálp. Frásagnir af Austurlandi Framh. af bls. 8. spart kaffi og „púns“. — Heimafengin heimula þar á Hallormsstað, var höfð til matbætis. Um kvöldið voru þau í boði hjá prestinum (sr. Gunnlaugi Þórðarsyni), og allt kvenfólkið var látið sofa í bænum, en karlmenn sváfu í kirkju, svo og prestur. Næsta dag fóru þau á annað prestsetur (Valþjófsstað, þá var prestur þar sr. Vigfús Ormsson) og gistu þar við góðar viðtökur. Svaf allur hópurinn þar í kirkjunni, konur og karlar sitt hvoru megin altaris. Þótti frúnni stórfallegt á Valþjófsstað. Lýsir hún því, hvernig karl- menn riðu með konum, til öryggis, yfir árnar sem falla í Fljóts-botninn. Næstu nótt svaf allur hópurinn í tjaldi á einhverjum bæ í Skriðdalnum og þar dreifð- ist ferðafólkið. Sumt fór yfir Þórdalsheiði til Reyðar- fjarðar, en annað yfir Stafsheiði til Breiðdals. í maí, vorið 1805, fór frúin með fylgdarmönnum til Seyðisfjarðar, Eskifjarðarheiði og Gagnheiði (ein- hvern hæsta fjallveg á íslandi). — Hrepptu þau þoku og snjódrífu á Gagnheiði, svo að þau rötuðu í villu og vafstri ýmiskonar. Þó komust þau að lyktum klakk- laust af heiðinni eftir langa mæðu og höfðu þá legið úti eina nótt. Sumarið 1808 fóru sýslumannshjónin í kynnisför til Breiðdals, Þórdalsheiði og Stafsheiði. Lætur hún vel af móttökum og fyrirbeina á bæjum. Á einum bæ sváfu þau í hlöðu og kvartar hún ekkert yfir því. SUMARIÐ 1814 fluttist sýslumaður til embættis síns í Árnessýslu. í byrjun ágústmánaðar lögðu þau til ferðar, alfarin af Austurlandi, með börn sín þrjú, skrifara sýslumanns (Eirík stud. Sverrisson) og fylgdarmann. Þau voru einhestis hvert og með 6 eða 7 trússahesta. Gistu þau fyrstu nóttina hjá Þórði bónda á Finnsstöðum og var þar vel tekið. Gleymdar hafa þá verið hinar gömlu væringar. Næstu nótt gistu þau á kotbæ þar í grennd (Fljótsbakka?) nema sýslumaður sjálfur reið í Eiða. Sváfu þau þar í hlöðu. Þriðju nótt- ina gistu þau í Hofteigi og fjórðu í Möðrudal. Segir frúin, að á flestum bæjum á leið þeirra hafi húsbænd- urnir setið fyrir þeim, og beðið þau af alúð, að þiggja af sér til ferðarinnar það lítið, sem þeir gætu til lagt, en það var helzt ýmist prjónafatnaður eða peningar. í Möðrudal bjuggu þá Jón Jónsson Sigurðssonar ,,tuggu“ ogAðalbjörgÁrnadóttir Sigurðssonar „tuggu“, og voru því bræðrabörn. Aðkomunni og aðbúð í Möðrudal lýsir frú Gyða á þessa leið: Um kvöldið komum við í Möðrudal og fengum þar ágætis viðtökur og gistingu. Heimilisfólkið var átján talsins, allt góðlátlegt, þrifið og vingjarnlegt fólk. — Dætur bónda segir hún að hafi verið laglegustu og snyrtilegustu sveitastúlkurnar, sem hún sá á allri ferð- inni og hafi verið vel að sér í hannyrðum, hafi m. a. riðið haglega gerðar körfur úr tágum (þetta á við syst- ur bónda, en eigi dætur, þær voru engar). Hafi þeim liðið svo vel hjá þessu góða fólki, að ef ekki hefði verið

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.