Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 20.12.1942, Blaðsíða 18

Þjóðólfur - 20.12.1942, Blaðsíða 18
16 ÞJÓÐÓLFUR Sparið kolin! Notíð rafmagníð! Verksmiðja vor býr til alls konar tæki til hitunar og suðu fyrir iðju, iðnað og heimilisþarfir: Þilofna (panelofna) til upphitunar íbúðarhúsa og hverskonar annarra bygginga. Af þessum ofnum stafar engin eldhætta og eru þeir því jafn öruggir í timbur- húsum sem steinhúsum. Gegnumstreymis-hitunartæki fyrir miðstöðvar af öll- um stærðum. Rafmagnsofna (lausttengda), af mörgum stærðum og gerðum. Lofthitara fyrir verksmiðjur, verkstæði o. fl. Bökunarofna fyrir brauðgerðarhús, sjúkrahús, matsölu- hýs o. fl. af hvaða stærðum sem er. Stór-eldavélar af ýmsum gerðum. — Vatnshitunar- dunka. — Suðuvélar 2—4 hellu með bökunarofni og með eða án hita-skúffu og glóðarristar. Borðsuðuvélar 1 og 2 hellu, án bökunarofns. Ennfremur breytum vér ýmsum tækjum, sem gerð hafa verið fyrir gas-, kola- eða gufuhitun, í rafmagns- hituð tæki. KAUPIÐ ÍSLENZKA VINNU! KAUPIÐ R A F H A H.f. Raftækjaverksm., Hafnarf. GLEÐILEG JÓL! Matstofan GULLFOSS, Hafnarstræti 17. Gíeöíleg jól! Síg. Arnalds *. , svo áliðið sumars, sem var, þá hefðu þau kosið að dvelja nokkra daga á þessu indæla heimili og fagra stað. Með framhaldi ferðarinnar frá Möðrudal höfðu þau skilið við Austurland að fullu, og segir því ekki hér fleira frá ferð þeirra. Svo er að skilja, einkum af lýsingunni af upphafi ferðarinnar, að frú Gyða hafi með hlýjum hug og nokkrum söknuði skilið við Austurland, þrátt fyrir erfið lífskjör, harðbýli veðráttunnar og mæðusamar einkalífsástæður að ýmsu leyti. — Mun svo mörgum fleiri farið hafa. H. St. &amúd — Framhald af bls. 12. fylgdinni? Þegar allir eru komnir framhjá, bölvar Varði kurteislega í hálfum hljóðum, en okkur verður nú samt strax eitthvað léttara. Við vonumst eftir sæmilegu næði og afskiptaleysi, það sem eftir er dagsins, og það kjósum við nú helzt úr þessu, hvað sem allri hluttekningu líður. En um næðið er það að segja, að það verður fremur stopult þennan dag. Eftir jarðarförina er mikil umferð á veginum framhjá tjöldunum. Fyrst ríða hreppstjórahjónin með lagleg- an hóp með sér heim að Fjalli, til erfisdrykkju eftir barnið, síðan tínist annað fólk inn eftir í smærri eða stærri hópum, og um kvöldið koma þeir til baka, sem höfðu farið heim með hjónunum en eiga heima utar í dalnum. Svona heldur blessað fólkið áfram að randa fram og aftur frá morgni til kvölds. Við fáum meira að segja heimsókn. Tveir skeggj- aðir og fullir bændur koma í tjöldin til okkar og vilja fá kaffi. — Voruð þið við jarðarförina? spyr brytinn. — Já, auðvitað! ... En þið? .. . Nei, þið voruð þar ekki. — Nei. — Nei, vesalingarnir. Þið eruð heldur ekki innan- sveitarmenn hér 'í Hóladal. Bændurnir eru góðvildin sjálf, og meðan þeir bíða eftir kaffinu, draga þeir landaflöskur upp úr vösum sínum. — Fenguð þið þetta hjá hreppstjóranum? spyr Varði. — Ertu alveg frá þér? — Fóruð þið ekki heim að Fjalli? — Nei, við fórum ekki heim af Fjalli. — Nú, af hverju fóruð þið ekki heim að Fjalli? — Af hverju! .. . Af hverju, segirðu. Ja, við erum nú ekki heima á Fjalli á hverjum degi. — Nei, við erum fjanda kornið ekki heima á Fjalli á hverjum degi, þó að sumir séu það. — Máttuð þið kannske ekki koma þangað? ... Þið hafið kannske ekki sýnt nóga samúð? — Nóga samúð! ... Ætli okkar samúð hafi verið minni en sumra annarra. Maðurinn hristir höfuðið, auðsjáanlega sannfærður um sinn málstað. Svo fá þeir kaffið og láta óspart út í. Þegar þeir fara, verðum við að hjálpa þeim á bak. Og enn fáum við gest; seint um kvöldið kemur Lovísa. — Nú færðu ekkert kaffi, segir brytinn. — Það er orðið framorðið og ég ætla að fara að hátta. Lovísa svarar engu. Hún horfir á okkur, hlær ekki. Augu hennar eru flóttaleg. Hún er hrædd og ráðþrota. — Ef þú nennir ekki að hita kaffi handa henni, bölvað ræksnið þitt, þá skal ég gera það, segir Óli og er strax orðinn heitvondur. Við erum allir á hans bandi. — Fáðu þér sæti, Lovísa, segjum við. Lovísa sezt og þrýstir höndunum að brjóstinu eins

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.