Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 10.10.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.10.1942, Blaðsíða 1
Útgefandi: MUNINN h.l Afgreiðsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörfum. Verð kr. 2.00 á mán- uði. í lausasölu 30 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram. Víkingsprent h.f. IL árg. Laugardagurinn 10. okt. 1942. 42. tölublað. kk I útvarpsumræðunum þann 5. okt. s. 1. komst Hermánn Jón- asson að orði á þá leið, að andrúmsloftið í hinum íslenzka stjómmálaheimi væri orðið óþolandi. Svik, lygar, yfirdrepsskap- ur, fals og fláræði væri að setja svip sinn á þjóðina og leiða yfir hana efnalegt ósjálfstæði og andlegan doða, sem gerði hana að ófrjálsum mönnum til orða og athafna. Á þessa leið féllu orð Hermanns, og þó að þau væru óþarf- lega mörg, þá voru þau sönn. Þetta hefur þjóðin sjálf fundið fyrir alllöngu, og hún hefur lýst þessu með einu einasta orði: hriflu- mennska. Ríffregnír Gangleri, síðara hefti 1942, er nýkominn út. Ritstjórinn, Gretar Fells, á þessar greinar í ritinu: Af sjónarhóli, Kraftaverkið, Undir austrænni sól, „Gyðingurinn gangandi" og Tilgang- ur og takmark Guðspekinnar. Guð- mundur Geirdal þýðir grein er nefn- ist Múmíuhöndin, Jón Árnason rit- ar grein er nefnist Brot úr þróunar- áætlun, Þórlákur Ófeigsson á í heft- inu þýdda grein og aðra frumsamda, Þorsteinn Valdimarsson kvæði og Kristján Sig. Kristjánsson grein er nefnist Lífsviðhorf Guðspekinnar. Gangleri hefur nú komið út í sextán ár. Hefur ritið ávallt flutt mikið af athyglisverðu efni, er knúið hefur til umhugsunar og rökræðna. Og enn er ritinu svo farið að eiga erindi til hugsandi manna, hvort sem þeir skipa sér í sveit Guðspekinema eða ekki, enda á það að fagna vin- sældum og áliti meðal allra þeirra, er af því hafa haft kynni. Jörð er nú tekin að koma út mánaðar- lega, eins og upphaflega var fyrir- hugað. Septemberheftið kom út fyr- ir nokkrum dögum og flytur þetta efni helzt: Niðurlag tveggja merki- legra greina, en það er Verkmenning eftir Ólaf Jónsson framkvæmda- stjóra og Breiðafjarðarheimili fyrir 50 árum eftir Guðmund Eggerz. Þýdda sögu úr Kínastyrjöldinni eft- ir Pearl Buck, Viðsjár; grein eftir Paul de Kruif, Fjörefni á hvers manns borði, þýdda af Þórarni Guðnasyni lækni; tvær greinar eftir ritstjórann o. m. fl. Það er hriflumennskan í stjómmálunum, sem er að steypa þjóðinni í beinan voða, þessi andlega uppdráttasýki, sem hefur nú nærfellt í manns aldur legið yfir þjóðlífinu eins og nokkurskonar eiturgas, og brjálað svo alla dómgreind manna, sem valizt hafa og valið sig hafa til andófs þess- um ófagnaði, að þeir hafa sýkzt líka og orðið þeirri pest að bráð, sem þeir vildu eða að minnsta kosti létust vilja út- rýma. Þessi viðbjóðslega spilling, sem streymt hefur, og streym- ir enn 1 stríðum straumi yfir þjóðina frá uppsprettu sinni, lýsti Hermann álveg réttilega. En honum skjátlaðist alveg hrapalega, þegar hann benti á lækninguna: Að auka fylgi Framsóknarflokksins til þess að hann mætti > sín ennþá meira í landinu. Ávextir hriflumennskxmnar em nú nægilega komnir í ljós. Til þeirra var sáð á sínum tíma af Jónasi Jónssyni. Is- lendingar muna það, sem lengra er en sú tíð, er enginn var til neinna starfa hæfur nema hann væri yfirlýstur kommúnisti. Menn muna veitingamar í kennarastöð- Ef til er glæpur - O ÍÐASTLIÐIÐ sumar neyddust reykvískar fjöl- ! ^ skyldur til að hafast við í tjöldum í garðlöndum bæjarins og á öðrum óbyggðum stöðum umhverfis bæ- inn. Þegar haustkuldarnir gengu í garð, voru dæmi til svo mikils neyðarástands meðal þessa fólks, að það varð að leita skjóls í gluggalausum jarðhýsum, sem eru ætluð til að geyma í kartöflur og aðra jarðarávexti. Samtímis eru dæmi þess, að ein og tvær manneskjur eigri um heil stórhýsi, er hafa að bjóða öll nútíma þægindi. Ein kona og einn hundur breiða úr sér á heilum hæðum í fleiru en einu stór- hýsi í bænum. Tveir stærstu stjórnmálaflokk arnir eiga álitlega fulltrúa í hópi þess fólks, er býr að húsakosti, sem er í hrópahdi mótsetningu við hið hörmulega neyðarástand húsnæðiseklunnar. Þeir, sem eru sólarmegin. Formaður Framsóknarflokks- ins býr ásanvt konu sinni í stórri tvegja hæða „villu“ í vestur- bænum, byggðri á þeim tíma, þegar málsvarar flokksins töldu glæpsamlegt að reisa luxusíbúð- ir. Sama fjölskylda hefur eign- hald á rúmgóðri og forkunnar vandaðri „villu“ á jarðhitastað austan fjalls. Þar býr hún þá mánuði ársins, sem höllin á Landakotshæð þykir ekki viðun- andi vistarvera. Forseti bæjarstjórnar, einn hinn „þrautreyndasti“ af leið- togum Sjálfstæðisflokksins í höfuðstaðnum, býr einn saman í myndarlegu stórhýsi í Austur- bænum, sem er umlukið allstór- um skrúðgarði. Á síðastliðnu sumri fannst honum þó nauður til bera að auka húsakost sinn með nýtízku sumarhúsi á helgi- stað þjóðarinnar. Báðir þessir flokkar, sem eiga svona myndarlega fulltrúa í húsnæðismálum, keppast við að „löggilda“ sjálfa sig sem hina einu réttu til að vera forsjá þjóð- arinnar í bráð og lengd. Leiðtog- ar Framsóknarflokksins telja það sitt mikla hlutverk að jafna kjörin í þjóðfélaginu. Ráðamenn ] Sjálfstæðisflokksins segjast vera j kjölfestan í þjóðfélaginu, hið nauðsynlega jafnvægi, sem tryggi það, að engin stétt gangi á hlut annarrar og eitt gangi yfir alla. Hjörtu þeirra eru forhert. En svo kalt er geð þessara manna, einhverjar átakanleg- ustu hörmungar í mannlegu lífi fá ekki snortið þá. Hungurtil- vera atvinnuleysingjanna hefur aldrei dregið úr lífsgleði þeirra. Þeir virðast ekki komast við, þó að mæður og börn séu á vega- lausum hrakningi og eigi sér hvergi nótt vísa. Sérgæðings- hyggja þeirra bugast ekki, þótt völd þeirra leiði skortinn í nýj- um og nýjum myndum yfir al- menning í landinu. Þeir telja það viðhlítandi skiplagshætti, þó að gömul kona hafist við ein síns liðs í gisnum kofagarmi inni í Kringlumýri og neyðist til að nota vatnið úr leirpollunum sem neysluvatn, meðan húseignir Jónasar Jónssonar og Guðmund- ar Ásbjörnssonar standa ónotað- ar. Svo forhert eru hjörtu þess- ara óhappamanna, að þeir hafa skap í sér til að hreiðra um sig í valdamestu stöðum þess þjóð- félags, sem þeir hafa gersýkt með eiturlyfjan sérhyggju og rangsleitni. ' Ef bærinn hefði orðið fyrir loftárás — Oveðursbakki heimsstyrjald- arinnar er svo nærri íslandi, að það er ekki talið til ólíklegra hluta, að lofthernaður yrði haf- inn á stærstu bæi landsins. Ef til svo óyndislegra atburða kynni að draga, mundi svo og svo mik- Framhald á 4. síðu. urnar á. þessum tímum, menn muna forstjórn síldareinka- sölunnar hjá Einari Olgeirs- syni. Hriflumennskunni hefur tekizt á þessum árum aö skapa, með atbeina kommún- ista og svokallaöra alþýðu- flokksmanna, þá ófreskju, sem virðist ætla að mergsjúga þjóðina og ganga af henni dauðri. Henni hefur verið líkt við hross, enda liturinn sjálf- gefinn — og kölluð Rauðka. Þegar hrossið blæs fyrst. * í sænska kýmniblaðinu Strix birtist einu sinni kýmni i mynd af dýralækni og veiku ! hrossi. Hrossið hafði kvilla einn, sem kallast „snive” (nasa- sjúkdómur, sem Framsókn er ekki enn búin að ,importera!‘) og læknirinn stóð nú and- spænis því með hvítt duft í skál og glerpípu og bjó sig til þess að blása duftinu upp 1 nasir hrossins. Undir myndinni stóð J svo þessi texti: Hvernig færi ef hrossið blési fyrst? Já, hvemig færi? Læknirinn okk- ar í þjóðmálaveikindunum síð astliðinn áratug, Sjálfstæðis- flokkurinn, hefur gert ítrekað ar tilraunir til þess að lækna hrossiö, en það hefur alltaf blásið fyrst. Það hefur ekki eingöngu blásið öllum læknis- ráðum flokksins út í veður og ! vind, heldur hefur það sam- } tímis blásið yfir hann sinni eigin ólyfjan, svo að nú er þannig komið, að af Sjálfstæð isflokknum verður ekki vænzt neins annars eða meira til við- reisnar þjóðinni heldur en af hinum flokkunum, og það er sannarlega ekki mikið. Sjálf- stæðisflokkurinn hóf göngu sína undir jkjörorðinu „Ger rétt, þol eigi órétt!” Hann hafði meira aö segja þessi orð j máluð á vegginn yfir ræðu- ' stólnum í fundarsal sínum. En honum gekk sorglega illa að breyta eftir þeim. Hrossið blés alltaf fyrst, og viðleitni ráðamanna flokksins í þessa átt varð æ fálmkenndari og | meir og meir hikandi. Hriflu- mennskan læsti sig æ fastar um þá og smaug æ dýpra inn í hugskotin. Þessi einföldu lífssannindi urðu ráðamönn- unum til angurs og ama með hverjrun þokudeginum sem leið, og svo var málað yfir ] Þau' | Forystulið þessa flokks hef- ur nú svo gersamlega orðið hriflumennskunni að bráð, að það er engu líkara enforustu- i mennirnir stxmdi mest að breyta eftir þessum spaklegu orðiun öfugum: ger órétt, þol eigi rétt! Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur talið sig kjölfestuna I þjóðarskútunni, hefur svo ger- samlega orðið hriflumennsk- unni að bráð, að hann er far- inn að stinga hrossið út. Yfir- boðin og gyllingamar fyrir háttvirtum kjósendum standa nú fyllilega á sporði samskon- ar framleiðslu úr hinum her- búðunum. Þegar Hermann Jónasson kastar „loss” og yf- irgefur í bræði allt viðreisnar- starfið og hvetur nú launa- menn og smáútvegsmenn til þess að standa þétt saman um auknar kröfur, lætur Sjálf- stæðisflokkurinn ekki sitt eft- ir liggja. Morgunblaðið ræðir í leiðara sínum 6. f. m. verðið á landbúnaðarafurðum (kjöti og mjólk). Það kemst að ná- kvæmlega sömu niðurstöðunni með bænduma og Hermann með launþegana og smábáta- útveginn. Morgunblaðið segir í greininni „Stétt með stétt”. „Hið háa kjötverð og mjólk- urverð, sem margir finna nú til, er í raun og sannleika ekk ’ert annað en tilraun til þess að verjast síauknu innstreymi í bæinn....“ Og svo bætir blaðið við: „Hversvegna skyldu bænöur einir allra manna horfa rólegir á ,stríðsgróðann’ margumtalaða fara fyrir ofan garð og neðan?” Em þetta ekki nákvæmlega sömu orðin og Hermann viðhafði í ávarpi sínu til hinna stéttanna? Þetta sýnir eins áþreifanlega og verða má, að þessir tveir flokkar, sem vanalega skreyta sig með lýsingarorðinu „ábyrg ir” eru af sömu rótinni og skipta aðeins með sér verkum í kosningaáróðrinum. Hriflumennskan í fari for- ystumanna Sjálfstæðisflokks- ins kemur ekki eingöngu fram í meðferð þeirra á dýr- tíðarmálunum sjálfum. Hún lýsir sér engu að síðurátakan lega í meðferð allra annarra mála, sem flokkurinn hefur afskipti af. Nægir í því efni að benda á framlenginguna á umboði alþingismannanna, í fyrra, þar sem stjórnarskrá ríkisins var brotin, og síðan heykzt á að framfylgja álykt- uninni, og meðferð Sjálfstæð- isflokksins á fullveldismálinu, sem honum hefur tekizt að beina inn á brautir, sem væg- ast sagt eru þinginu til van- virðu. Þegar líkið fékk sinadrátt. Eitt hið augljósasta dæmi um hriflumennsku leiötoga Sjálfstæðisflokksins er þáttur hans í bifreiðaúthlutuninni, eða bílafarganið eins og það Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.