Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 10.10.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 10.10.1942, Blaðsíða 3
Þ JÓÐÓLFUR 3 Bréf til Bifreiðaeinkasolunnar ALLT frá því að Þjóðólfur hóf ádeilur á Bifreiðaeinkasölu rík- isins, 21. júlí 1941, hefur þetta fyrirtæki átt við vaxandi ádeil- ur og andúð að búa. En fyrir þann tíma hafði einkasalan ekki átt við teljandi mótblástur að stríða á opinberu færi, þótt hún hefði löngu fyrr til þess unnið með misbeitingu þess valds, er henni var falið. Á því rúmu ári, sem síðan er liðið, hafa starfshættir þessarar stofnunar sætt þungri og rökstuddri gagnrýni í dálkum þessa blaðs. Nú hefur Bifreiðaeinkasalan verið lögð niður með þeim kynlegu aðförum, sem öllum eru kunnar. Ádeilur á hana fara því að fjara út. En Þjóðólfur ætlar, að bréf það, er Kristinn Friðriksson, stöðv- arstjóri á Bifreiðastöðinni Heklu, hefur beðið blaðið um rúm fyrir, sé hæfilegt eftirmæli hinnar illa þokkuðu stofnunar. í bréfi þessu eru rakin viðskipti Kristins við Bifreiðaeinkasöluna og má ætla, að almenningi þyki það ekki ófróðlegar upplýsingar um opinbera starfrækslu. Þá fer hér á eftir bréf Kristins Friðrikssonar, sem að sjálfsögðu er birt á ábyrgð bréfritara: ,,Bifreiðastöðin Hekla. Réykjavík, 10. apríl 1942. Með bréfi mínu til Bifreiðaeinka solu ríkisins, dags. 3. okt. 1940, leyfði ég mér að sækja um inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir fjórum fjögra manna fólksflutn- ingsbifreiðum, sem þá var verið að flytja inn í landið í stórum stíl, bæði nýjar og notaðar. Bif- reiðar þessar ætlaði ég að starf- rækja á stöð minni, þar sem hún hafði ekki nema fimm bifreiðar í afgreiðslu, sem einstakir bílstjór- ar áttu, og var það augljóst hverj um skyni bomum manni, að stöð- in gat ekki borið sig með svo fá- um bílum. Ráðamönnum bifreiða- einkasölunnar var það fyllilega ljóst, að það var aðalatvinnuveg- ur minn síðastliðin 10 ár að starf rækja Bifreiðastöðina Heklu með eigin bílum og afgreiðslubílum. Verður því að álíta, að ég hefði haft full skilyrði til þess að fá ofangreind innflutnings- og gjald- eyrisleyfi á móts við aðra ein- staklinga þjóðfélagsins, og ekki sízt, þar sem ég hafði ekki jöfn skilyrði til lífsbjargar og aðrir þeir, sem fengu úthlutað bifreið- um frá Bifreiðaeinkasölu ríkisins, enda þótt þeir ættu það sannar- lega skilið, án minnar öfundar. En ráðamönnum einkasölunnar hefur víst ekki fundizt, að mér bæri réttur til þessa, því að ég er ekki farinn að fá neina bif- reið ennþá frá hinni virðulegu stofnun. Það næsta, sem gerizt í þessu máli er það, að ég skrifa Bifreiða einkasölu ríkisins bréf dags. 21. nóv. 1940, en fæ ekkert svar frá þessari virðulegu rikisstofnun. Hinsvegar átti ég Ekkert svar. og forstjóri Bif- reiðaeinkasölunnar nokkmm sinnum tal saman í síma. Sá ég, að svo gat ekki gengið og fór því til Bifreiða- einkasölunnar 8. janúar 1941, og var svo heppinn að hitta að máli hinn háttvirta forstjóra einkasöl- unnar, Svein Ingvarsson. Áttum við langt tal saman, þótt sitt sýnd ist hvomm. Barðist hinn virðu- legi forstjóri um á hæl og hnakka og tjáði mér það, að ég þyrfti einskis góðs að vænta af honum eða þeirri ríkisstofnun, er hann væri forstjóri fyrir. Lét hann svo um mælt, að það væm refsiráð- stafanir gagnvart mér og minni atvinnu. Þegar þessu samtali var lokið hreytti hinn virðulegi for- stjóri því til mín, að ég gæti skrifað þriðja bréfið til Bifreiða- einkasölunnar. Gerði ég það dag- inn eftir, 9. jan. 1941, og fékk skriflegt svar dags. 11. Loforð. sama mánaðar, undir- ritað af sjálfum for- stjóranum, þar sem hann gefur mér leyfi til þess að kaupa tvær notaðar bifreiðar frá Englandi. I E!n þar var nú galli á gjöf Njarð- I ar, því að þau tilboð, sem ég gæti aflað mér í ofangreindar biireið- ar yrði ég að fá staðfest af for- stjóra Bifreiðaeinkasölu ríkisins. Benti hann mér á, að hann g'æti ekki samkvæmt virðingu sinni og vegna hagsmuna minna látið flytja inn eitthvert járnarusl, eins og hann orðaði það, þar sem hann hefði bæði reynslu og þekk- ingu í kaupum á gömlum bifreið- um. Varð það samkomulag milli mín og forstjóra Bifreiðaeinka- sölunnar, að ef ég yrði ekki bú- inn að fá nein tilboð frá Englandi í ofangreindar bifreiðar, sem hann gæti samþykkt, fyrir næstu gamalbílsendingu, er Bif- reiðaeinkasala ríkisins var búin að festa kaup á út í Englandi, þá skyldi hann láta mig fá bíla úr þeirri sendingu. En það ein- kennilega skeði, að allir þessir notuðu bílar, sem inn voru fluttir frá 11. janúar 1941 til þessa dags, á vegum Bifreiðaeinkasölu ríkisins voru annaðhvort of góðir eða of lélegir, að dómi forstjórans, handa mér, þótt aðrir einstaklingar þjóðfélagsins fengju þá í tuga tali. Áttum við, ég og forstjóri Bifreiðaeinkasölunnar, mörgum sinnum símtal um þessar gömlu bifreiðar, og gát- Ösamkomulag. um við aldrei orð ið á eitt sáttir, þar til á síðastliðnu vori um mán- 1 aðamót apríl—maí, að hann sagði mér, að Bifreiðaeinkasalan ætti eina 6 manna bifreið geymda í bifreiðaporti Steindórs Einarsson ar, er enginn vildi, og mætti ég skoða þennan vagn og fá hann, ef mér þóknaðist. Fór ég með fleiri bílstjórum vestur í vöru- I geymsluport Steindórs Einarsson- I ar, og var þar margt að sjá af . nýjum og notuðum bifreiðum. Fundum við þar í bifreiðaportinu þessa bifreiðaeign Bifreiðaeinka- ■ sölu ríkisins. Við fyrstu sýn sýnd ist mér hún vera fyrsta flokks sorphaugsvara, og ekkert batnaði áli-t mitt á hinni virðulegu bifreið við nánari skoðun. Lét égjiú for- stjóra Bifreiðaeinkasölunnar vita um álit mitt á bifreiðinni, og tók ekki hafa búizt við öðrum dómi af mér, en því miður hefði hann ekki aðra bifreið handbæra. Urn mánaðamótin maí—júní s. 1. fæ ég loksins, fyrir milligöngu kaupmanns hér í bæ, tilboð í not- aðar bifreiðar frá Englandi, sem var viðunandi. En þá vildi svo ó- heppilega til, að hinn virðulegi for stjóri Bifreiðaeinkasölu ríkisins var farinn til Ameríku til bifreiða ! kaupa, svo ég fór með ofangreint bréf hans til Bifreiðaeinkasölu ríkisins. Hitti ég þar að máli skrifstofustjóra hr. Snorra B. Arnar og gjaldkera Bifreiðaeinka sölunnar, hr. Jóhannes ólafsson, og sýndi þeim bréf forstjórans og bið þá um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir þessum ofan- greindu bifreiðum. Leyfi veitt. Brugðust þeir vel við því og fer ég frá þeim með skriflegt innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfi á til þess gerðum eyðublöðum. En hér sýnd- ist ekki kálið sopið þótt komið væri í ausuna, því að þá upplýs- ist það, að hingað væri kominn verzlunarfulltrúi frá Englandi, og með komu hans sé stöðvaður í bili allur inn- og útflutningur milli Englands og Islands. Nú var úr vöndu að ráða fyrir mig, þar sem ég vissi ekki, hvort mér væri óhætt að nota þessi innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfi. Fór ég því til fjármálaráðherra, hr. Jak- obs Möllers, og bað hann um leið- beiningar í þessu máli, legg fyrir hann bréf forstjóra einkasölunn- ar og hin nýfengnu innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir ofan- greindum bifreiðum, og hvort það kæmi til mála, að bifreiðamar yrðu stöðvaðar um ófyrirsjáan- lega langan tíma, er þær kæmu hingað á hafnarbakkann í Reykja vík. Brást ráðherrann illa við og skipaði mér að skila tafarlaust þessum innflutnings- og gjaldeyr- isleyfum til Bifreiðaeinkasölu rík- isins, þar sem ég hefði fengið þau í heimildarleysi. Eg neitaði því eindregið, bar fyrir mig bréf forstjóra einkasölunnar og taldi mig ekki bera ábyrgð á verkum starfsmanna einkasölunnar. Vor- um við að þrátta um þetta fram og til baka, þar til ég stakk upp á því við ráðherrann, hvort eng- inn miðlunarvegur væri -til í þessu máli. Spurði hann mig að því, hvaða tillögu ég hefði fram að bera, og var hún sú, hvort við gætum ekki jafnað þetta mál á þeim grundvelli, að Bifreiðaeinka sala ríkisins sæi sér Leyfisins fært að láta mig fá krafizt. eina af þeim notuðu bifreiðum, sem hún hefði yfir að ráða, eins og þá stóðu sakir, gegn því, að ég skil- aði ofangreindum leyfum. Svaraði ráðherrann því, að hann skyldi hugsa um málið til morguns og ég fengi skýr svör frá honum fyrir milligöngu Bifreiðaeinka- sölu ríkisins. Morguninn eftir fyrir hádegi. hringdi skrifstofustjóri Bifieiða einkasölu ríkisins, Snorri B. P. Arnar, til mín og krafðist þes3, að ég skilaði tafarlaust þessum innflutnings- og gjaldeyrisleyfum er ég hefði fengið hjá honura og Jóhannesi ölafssyni gjaldkera daginn áður. Spyr ég hann eftir því, hvort fjármál3iý.ðherranu væri búinn að tala við hann. Gaf hann mér óákveðin svör við því, og svaraði ég honum, að ég gæti ekki skilað nefndum leyfurn fyrr en hann kæmi með skýr svcr frá fjármálaráðherra. Eftir hádegi sama dag hringir Snorri B. P. Amar enn til mín og tjáir mér, að nú væri hann búinn að fá svar frá fjármálaráðherra, og hvoit ég vildi nú ekki gjöra svo vel og koma út til Bifreiðaeinkasölunnar til samtals við hann og Jóhannes Ölafsson. Gerði ég það og hitti þá að máli. Tjáðu þeir mér, að fjármálaráðherra tæki ofan- greinda tillögu mína til greina, með því skilyrði, að ég skilaði innflutnings- og gjalceyrisleyfun- um, en jafnhliða að úthlutun bif- Framhald á 4. síðu. Tilkynnlng tíl bífreíðasljóra Að gefnu tilefni eru bifreiðastjórar alvarlega áminntir um að hafa fullkomin lögboðin fram og aftur ljósker á bifreiðum sínum, er séu tendruð á ljósatíma. Ljósin mega ekki vera svo sterk, né þannig stillt, að þau villi vegfar- endum sýn. Ennfremur skulu skrásetningar- merki bifreiða vera tvö og ávallt vel læsileg. Má ekki taka þau af eða hylja á nokkurn hátt meðan bifreiðin er notuð. Lögreglan mun ganga ríkt eftir að þessu verði hlýtt, og verða þeir sem brjóta gegn þessu látnir sæta ábyrgð. ____Reykjavík, 7. október 1942. Lögreglustjórinn í Reykjavík. AGNAR KOFOED HANSEN. á dömukápur og frakka. Margar fegundír og sníð. Klœdsberavínrusfofan, Greftisgöfu 3, Sími 1098. við heilsuhælið í Kristnesi er laus til um- sóknar frá 1. marz næstkomandi. Ennfremur vantar deildarhjúkrunarkonu frá 10. næsta mánaðar. Umsóknir ásamt venjulegum upplýsingum sendist til skrifstofu ríkisspítalanna í Arnarhváli fyrir 1. nóv. n.k. Reykjavík, 6. október 1942. Sóknamefnd ríkisspítalanna. Nýír áskrífendur að Þ áðólfi fá blaðíð ókeypís í OktóbermánuðL Nolid þetta sérsiaba tæ ífgeri Askríffatsímínn er 2923- ðlireisli Mími\ 4

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.