Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 13.10.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 13.10.1942, Blaðsíða 1
II. árg. Þriðjudagurinn 13. okt. 1942. 43. tölublað. Slyrjðldln sðpar brotl grnndvellln- nm nndlr nðverandl ilokkasklpnn Fyrri ræða Árna Jónssonar frá Húla í útvarpsumræðunum í gærkveldi Útgefandi: MUNINN h.i Afgreiðsla og auglýsmgar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörfum. Verð kr. 2.00 á mán- uði. í lausasölu 30 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram Víkingsprent h.f. E-listinn er listi Þjóðveldis- manna Skrifstofa listans er á Lauf- ásveg 4. Símar 4975 og 2923. Stuðningsmenn listans eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna og gefa henni allar þær upplýsingar, er þeir geta. Opið kl. 9—7 daglega. Þeir, sem ekki verða í bæn- um á kjördag, geta neytt atkvæðisréttar síns hjá lög- manni. Kosið er í alþingis- húsinu, opið kl. 10—12 f. h. og 1—5 e. h. x E-listinn ! Skrifstofa Þjóðveldis- manna óskar eftir sjálf- boðaliðum á kjördag. Gefið ykkur fram við skrifstof- una, Laufásvegi 4, símar 4975 og2923. Munið E-list- ann! Vinnið fyrir E-listann! Kjósið E-listann! x E-listinn ! Þjóðveldismenn efla til viðnáms gegn stjómmála- spillingu, rangsleitni, of- beldi og kúgun. Leggið yð- ar lóð á vogarskálamar! Sýnið hug yðar til óaldar- aflanna í heimi íslenzkra stjórnmála. Kjósið E-list- ann! x E-listinn ! Harðdrægustu sérhags- munamennirnir ætla að taka höndum saman um stjórn landsins að afstöðn- um þessum kosningum, ef þeim reynist það unnt. Rík- isstjórn Jónasar & Olafs sezt á laggirnar á íslandi, ef kjósendurnir hindra það ekki. Leggið yðar lið til að koma í veg fyrir þá óhæfu! Kjósið E-listann! x E-listinn ! Menn kasta atkvæði sínu á glæ, ef þeir kjósa þá flokka og þá menn, sem hafa svikið kjósendur sina og brugðizt stefnumálum sínum. Það hefur því aðeins raunhæfa þýðingu að vera óánægður með stjórnmála- ástandið að menn noti það eina tækifæri, sem þeim veitist til að tjá þessa óá- nægju sína á þann hátt, að ekki verði um villzt. Kastið ekki atkvæði yðar á glæ með því að kjósa þá, Góðir áheyrendur! Flokkurinn okkar Þjóðveldis- mannanna, sem í daglegu tali er stundum nefndur Múlaktííslin, er yngstur stjórnmálasamtak- anna í landinu, og er ekki talinn fulveðja, af Kinum eldri bræðr- um sínum. Þó gömlu flokkarnir hafi ekki bróðerninu fyrir að fara, urðu þeir þó innilega ásátt- ir um, að setja E-listann svo hjá, að honum er varnað máls, öll 4 útvarpskvöldin, nema þetta eina. Ég tel ástæðulaust að vera með neina kveinstafi út af þessu- Flokkur *okkar er frumbýlingur og hefur ekki yfir að ráða þeim margbreyttu áróðurstækjum, sem hinir eldri flokkar hafa komið sér upp. Það er von mín að hann þurfi aldrei á slíku að halda. Því reynslan segir okkur, að áróður- inn er því magnaðri, sem mál- staður áróðursmannanna er verri. i Það er reynt að rugla dóm- greind kjósendanna. Þess vegna er nú sú háreysti í frammi höfð, að ekki heyrist mannsins mál og því ryki þyrlað upp, að ekki sést handaskil. Þeg- ar Þorgeir Ijósvetningagoði kom í veg fyrir, að hið unga íslenzka ríki sundraðist, breiddi hann feld yfir höfuð sér til þess að geta skoðað hug sinn í fyllsta næði, áður en hann felldi úrskurð sinn. Nú er blásið í lúðra, bumb- ur barðar, og sprengjum kastað til þess að æra þá, sem eiga að kveða upp úrskurðinn. Kjósend- urnir eiga að koma að kjörborð- inu með loku fyrir eyrum, ringl- aðir og æstir af margra mánaða samfelldum kosningaáróðri. Við þessi skilyrði er gengið til kosn- inga, sem afdrifaríkari geta orð- ið en allar aðrar þingkosningar, sem stofnað hefur verið til á ís- landi. Allt séinasta ár hefur logað t ófriðarbáli hér innanlands. ' Og það er ískyggilegast við þetta allt saman, að sumir verstu ó- friðarseggirnir * eru föðrandi frá hvirfli ti! ilja í væmnasta orða- skvaldri um nauðsynina á friði og einingu innan þjóðfélagsins. Það er engu líkara en af ásettu ráði sé unnið að því að rugla dómgreind kjósendanna svo Gömlu flokkarnir eru jafn sekir. Allir gömlu flokkarnir eru sek- ir. Allir eiga þeir sammerkt um það, að hampa þeim sekustu mest. Allir eru þeir uppvísir að margskonar stefnusvikum, lodd- araskap og klækjum. Einn flokk- urinn ákallar stéttvísina og frels- isþrána, til þess að leiða athygl- ina frá því, að hann er reiðubú- inn tíl að gerast böðull sinnar eigin stéttar og allra annarra stétta hvenær sem hann getur notið nægilegs liðsstyrks erlends einræðisríkis til að gera útaf við allt persónulegt sjálf- stæði hér á landi. Annar galar hátt um það, sem hann ætlar að gera nú til eflingar jöfnuði og lýðræði, til að fá menn til að gleyma því, að hann hefur gerst sekur um að traðka lýðræðið og magna ójöfnuðinn. Þriðji talar um hina mildu hönd samvinnu og friðsamlegra úrlausna, til þess að breiða yfir það, að bann læt- ur stjórnast af óbilgjörnustu ot- stopamönnum og ofstækisfyllstu sundrungarpostulum þessa lands. > Sá fjórði telur sig kjölfestuna í þjóðfélciginu og vitnar í Islend- ingseðlfá, til þess að fá menn til að loka augunum fyrir því að kjölfestan er komin á tjá og tundur, og gleyrna því að ís- lendingseðlið á rætur smar að rekja til þeirra manna, sem létu eignir sínar fremur en þola of- ríki, en ekki þeirra sem beita öf- ríkinu til að auka eignir sinar. Þeir hafa allir unnið sér til óhelgi. Állir þessir flokkar hafa unn- ið sér til óhelgi. Engum þeirra er fylgt af hugsandi mönnum, af því að honum sé trúað, heldur í haesta lagi af því, að hann se sjjpmminni 'sfcírri hínn. Flokksforingjarnir “ treysta á tíanafestu óg hugsanareyfó kjós- endanna. Liðsroönnúmim er ætl- að'. að : trpð“4 ";,Hina .goffilú- stóð rriéði sömu' kérgjurini og útjask- aður húðarklár, sem ekíci er Kægt að fá úpp úr djúpum gÖtuskorn- ingi. Ög síðast en élcKi sizt'. Það er sagt við þá, sem hafa djörf- ung til áð lýsá óánægju sinrii: ,,}á; en góði máðú'r, hvert ætl- arðu. Þú játar að hinir gömlu flokkam'r sa sízt betri en við. Og þessi ungi f!okkur Se^ur ekk* komiÖ manni að“. Til hvers er verið að segja mönnum þetta. Þó gömlu flokk' arnir sé lörigu fullorðnir í hrekk- vísi og spillingu, eru þeir allir ungir að árum. Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru stofnaðir á sömu stundu af sama manni, mitt í hinni fyrri styrjöld. Sjálfstæðisflokkurinn er stofnað- ur með samruna tveggja flokka 1929. Og Kommúnistaflokkur- inn 1930 — sá sem nú heitir Sameiningarflokkur alþýðu — sósíalistaflokkurinn, sem vel mætti skammstafa S.S.-flokkur- inn. „Sjáandi sjá þeir ekkL heyrandi heyra þeir ekki. né skilja“. Það er mjög eftirtektarvert, að tveir af 4 gömlu flokkanna eru stofnaðir í miðri fyrri styrjöld. Og hinir tveir skipast svo eðli- lega til hægri og vinstri nokkru síðar. Hér er ekki um neina til- tíiljun að rœða. Þeir, sem voru ungir og andlega vakandi í hin- um fyrri heimsátökum skynjuðu réttilega, að styrjöldin mundi sópa burt grundtíellinum undan þeirri f!okkaskfóun> sem Þa rí^fi hér á landi. Dettur nokkrum manni í hug, ! að þau heimsátök, sem nú j standa yfir muni skilja eftir meira af úreltu flokkaskipulagi en hin fyrri heimsátök ? Nei, engum dettur þetta í hug, nema þeim, sem óheiðarleg barátta, grœðgi til fjár og tíalda, kjíku- skapur og sameiginleg sektar- meðtíitund hafa valdið þeirri hrörnun fýrir aldur fram, að um þá má með sanni segja: ,,Sjá- andi sjá þeir ekki, heyrandi heyra þeir ekki né skilja". Skapadægur gömlu flokkanna. Hvað sem ofan á verður í styrjöldinni, vérða úrslitin skapa- dægur gömlu flokkanna. Það er ekki einungis að allir gömlu flokkarnir hafi unnið sér til ó- héígi í hugum þeirra kjósenda, sem' rflcastír erú áð dómgreind og réttlætiskennd Viðburðarás- íri í heiminum: Straumur tím- ans, er að skola burT'grúndvell- inurn undan tilveru þeirra. Þeir eiga allir fortíð, *— flekkaðci for- tíð. Framtíðin er annarra! Hinn ungi flokkur Þjóðveldis- manna verður ■ hvorki með orð- um veginn né þögn, af því að hann einn allra flokkanna í iandinu ber í sér frjómagn nýrr- ar tíðar. Hin hræðilega barátta, sem nú stendur yfir í heiminum, á rætur sínar að rekja til þess, að mönnunum hefur ekki tekizt, að koma á þeim stjórnarháttum. sem tryggja í senn, það sém hver heilbrigður maður þráir heitast: frelsi sitt sem einstakl- ingur, samfara öryggi þeirrar þjóðarheildar, sem hann telst til. Við höfum séð það gérast á seinni árum, að heilar þjóðir hafa fórnað einstaklingsfrelsinu í þeim tilgangi að efla öryggi heildarinnar. Aðrar hafa aftur teflt þjóðarörygginu í voða, af því að almenningsálitið fyrir munn einstaklingsfrelsisins hefur ekki nægilega skynjað það sem til þjóðaröryggis heyrði. Ef kom- ast á hjá þeim hörmungum. sem nú þjá allt mannkyn, verður að finna ráð til þess að tryggja ör- yggi ríkisins án þess að svifta borgarana frelsi til orða og at- hafna. Úreltir. st jómarhættir. Ef menn trúa því ekki að slíkt ráð verði fundið, trúa þeir ekki á frjálsa framtíð mannkynsins. Hugvitsemi mannanna hefur undanfarnar kynslóðir beinzt að því öðru fremur að auka tækriina í vélum og verklegum efnum. Framfarimar, sem leitt bafa af þessari hugvitssemi eru svo stór- kostlegar, að þær hafa skapað öllum mönnum á jörðinni skil- yrði til ánægjulegra lífs, en nokkurntíma hefur verið lifað í þessum heimi. Þrátt fyrir þetta lifir mestur hluti mannkynsins nú við meiri. hörmung en nokkru sinni fyr. Á- stæðan til þessa ófarnaðar er sú, að stjórnarhættir landanna, hafa: ekki tekið þeim framförum, sem... samsvari að neinu leyti því, sem gerzt hefur í hinni verklegu tækni. Þjóðirnar hafa ekki fengið sniðið stjórnarstakk eftir vextí. Hin nýja kynslóð allra landa bíð- ur eftir því stjórnarformi, sem fyrirbyggi endurtekningu þeirra hörmunga, sem nú dynja yfir, þeirri skipun málanna, sem tryggi að framfarirnar verði til heilla en ekjkf óheilla. Báða leitað. í öllum löridum heims sitja vitrustu mannviriir og leitá ráða til að fryggja framtíð þjóðanna, sinnar eigin þjóðar og allra þjóða. Hver sem ekki vill enda sem nátttröll, verður að hafa op- in augu og eyru fyrir því, sem lagt er til í því nauðsynjamáli Framh. á 4. síðu. sem þér eruð óánægður með! Kjósið E-listann. lista Þjóðveldismanna! x E-listinn ! herfilega, að nálega jafngildir því, að troðið sé upp í eyru þeirra, bundið fyrir augu þeirn og jafnvel stungið upp í þá kefli.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.