Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 13.10.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.10.1942, Blaðsíða 2
--------------—--------------f. enginn mun telja fjaxstæðu að gera ráð fyrir. Drepsóttir þekkja ekki lögmál forréttindanna, Stórhýsi eru engin vörn gegn þeim. Það er hægt að hitta sín eigin verk fyrir á hinn óþægi- legasta hátt, Óttinn við kjósenduma. í útvarpinu í gærkvöld aug- lýstu frambjóðendur í Gull- bringu- og Kjósarsýslu, að ekki ekki hefði náðst samkomulag um sameiginleg fundahöld í kjör dæminu. Það er vitað mál, að þetta samkomulag strandaði á Ólafi Thors. Hann þorir ekki að láta sjá sig á almennum kjós- endafundum. Andúðin gegn honum á kjördæminu er svo sterk, að hann telur hag sínum þar því betur borgið sem hann gefur kjósendum sjaldnar færi á að sjá sig. Á framboðsfundum i vor átti Ólafur mjög í vök að verjast. Gamlir stuðningsmenn hans réðust harkalega að honum á fundum. Hann hafði jöfnum höndum svikið umbjóðendur sína til sjávar og sveita. Hann stóð fyrir því að hagsmunir út- vegsmanna á Suðurnesjum voru algerlega fyrir borð bornir með hinum illræmda brezk-fslenzka fisksölusamningi. Og aldrei hafði hann í ráðherratíð sinni hreyft hönd eða fót til að firra bændur í nágrenni Reykjavíkur því ranglæti, sem mjólkurlögin skapa. Hann hefur ekki sýnt lit á því að fylgja fram einu ein- asta hagsmuna- eða framfara- máli kjördæmisins. Kjósendur hans hafa talið sig verr setta heldur en þótt þeir hefðu engan fulltrúa átt á þingi. Sigurði haldið tll baka. Fyrir kosningamar í vor hafði ! Kveldúlfsklíkan í Sjálfstæðis- flokknum ákveðið að bola Sig- urði Kristjánssyni frá þing- mennsku fyrir fullt og allt Þetta tókst ekki vegna almennr- ar óán^egjuöldu, er reis gegn því innan flokksins. Sigurður er því enn í framboði af hálíu Sjálfstæðisflokksins hér í bænum. En það er bersýni- legt, að máttarvöld flokksins hafa ákveðið að búa honum var- anlegan samastað í skugganum. Sigurði er haldið til baka, enda þótt vitað sé, að hann er vinsæl- astur af frambjóðendm flokks- ins hér í bænum, þeirra, er von hafa til að komast á þing. Honum vgr varnað máls á fund- inum í bíp á sunnudaginn. í stað þess vai' Bjarni Ben. látinn hrekja fundargesti út úr hús- inu með éinni af sínum stirð- busaiegu og grunnfærnu ræð- um, Sigurður fékk heldur ekki að tala af hálfu listans á Reykja- víkurkvöldinu í útvarpinu. Þar er Magnús prestakennari látinn halda einhverja þá lítiftfjörleg- ustu, skammsýnustu og bama- legustu stjórnmálaræðn, er heyrzt hefur á íslajidi. Hann hafði ekkert að segja við kjós- endur annað en það, að farið væri að prenta Tímann með gisnara letri en venja væri, af því að ritstjórnin vesri í vaod' ræðum með að fylk blaðjð* og ÞJðgÖ^FUR Laufásvegi 4. — Sími 2923 Þriðjudagimnn 13. okt. 1942 Ritstjórar: ÁRNI JÓNSSON VALDIMAR JÓHANNSSON (ábm ). Á EAUGI Ef veggur náungans brennur — Menn á borð við Jónas Jóns- son, formann Framsóknarflokks ins og Guðmund Ásbjörnsson, forseta bæjarstjórnar, sem ráða yfir húsakosti langt um fram þarfir, þrátt fyrir geigvænlega húsnæðiseklu meðal almenn- ings, munu þykjast hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Þeir sitja í myndarlegum stórhýsum, bún- um öllum nýtízku þægindum. Vetrarhallir þeirra telja senni- lega hátt upp í tug herbergja. Sumar,,villurnar“ standa ónot- aðar alla vetrarmánuðina og bíða þess, að eigendurnir vitji þeirra, þegar hlýna tekur í veðri. Menn á borð við formann Framsóknarflokksins og forseta bæjarstjórnar munu þykjast hafa séð sínum tímanlegu þörf- um vel borgið. Þeir eru vermdir af náðarsól forréttindanna. Hjörtu þeirra eru ósnortin af neyð fólksins. Steinveggir stór- hýsanna eru þeirra vé. Þeir þykjast hafa komið ár sinni svo fyrir borð, að vandræði almenn- ings þurfi ekki að trufla velsæld þejrra og daglegt líf. En það er spurning, hvort þessar áætlanir standast. Tals- verður hluti almennings á við slík neyðarkjör að búa í húsa- kosti, að það mætti vel leiða til hinna ömurlegustu atburða. Á einum stað í garðlöndum bæjar- ins hefst gömul kona við í gisnu kofaskrifli, af því að hún fær hvergi annarsstaðar húsaskjól. Hún á ekki völ á öðru neyzluvatni en rigningarvatni úr leirpollum umhverfis kofa- garminn. Ein fjölskylda býr í gluggalausu jarðhúsi, ísköldu og röku, sem ætlað var til geymslu jarðarávaxta. Kolahjallar eru nú komnir í tölu mannabústaða í höfuðstaðnum. Og það er jafn- vel enn búið í tjöldum á lítt- byggðum stöðum í útjöðrum bæjarins. Þessi algerlega óvið- unandi húsakostur, ,sem fólk á við að búa, getur vel leitt til hinna hörmulegustu atburða. Eða hvernig halda menn að á- standið yrði, ef skæð sótt kæmi upp í bænum? Hvernig færi um hjúkrun og aðhlynning þess fólks, sem ýmist hefur nálega ekkert þak yfir höfuðið eða býr við slík þrengsli, að nálgast hið ótrúlega? Það mætti svo fara, að Jónas Jónsson og Guðmundur Ás- björnsson teldu sínum eigin húsum hætt, ef veggur náung- ans brynni með þeim ömurlega hætti, sem hér er bent á — og Það má með sanni segja, að ill- kynjaður sóttarfaraldur hafi nú gjörsmitað alla þjóðina,. Sjúk- dómseinkennln lýsa sér með á- köfum þorsta, sem ekkert fær svalað nema krónur, brúnir, bláir og rauðir Landsbankaseðl- ar, og þó dugar þetta ekki nema í svip, því eftir því sem meiru og meirn er ausið af þeim í sjúkling- inn, eftir þvi þyrstir hann meir og meir. En samhliða þessu hefur einhver mænuveikis-farsótt eða | uppdrættarsýki gripið íslenzku i krónuna, hún dregst upp og hor- | ast dag frá degi og það svo, að hætta er á að fyrir henni fari eins og mæðuveikisfénu að hún ! einn góðan veðurdag finnist sjálfdauð. Verðgildi hennar verði eitt stórt 0- Nú standa fjTÍr dymm kosning ! ar til Alþingis. Þjóðinni er lofað að innan skamms verði Island sjálfstætt, fullvaida, lýðríki, við- j urkennt af heimsins stærstu lýð- ( ríkjum, Bretlandi og Bandarík- unum. Horfumar em ekki óglæsi- legar. Sjálfstæði og frelsi er glæsilegt hugtök, en til að varð- veita hvortveggja þarf þroska. Frelsinu og fullveldinu fylgir ó- hjákvæmilega sú krafa til þjóð- aiinnar, að hún sýni þann þroska að hún sé fær um að verðveita þessa dýrgripi. Ef dæma á eftir því, hveraig vér hofum haldið á sumum þeim málum, sem vér al- gerlega höfum verið sjálfráðir um, eru horfurnar ekki góðar. Eitt aí þeim málum, aem vér íslendingar höfum um margra ára skeið farið með sjálfir, eru peningamál þjóðarinnar, en pen- ingamálin virðast vera fjör- egg ’ þjóðanna. Góð stjórn í peningamálum er fyrsta skilyrðið til að tryggja góða efna lega afkomu þjóðarinnar, en án ] hennar er sjálfstæðinu hætta bú- in. Meðan vér höfðum peninga- sláttuna sameiginlega með Dön- um, var danska krónan gull- tryggð og fyrst framanaf voru seðlar íslandsbanka gulltryggðir. Meðan gulltryggingin var, var traustur og öruggur grundvöllur undir krónunni. Gildi hennar breyttist ekki dag frá degi. Það er verk íslenzkra stjómarvalda, Sjálfstæði|flokkurinn mundi fá sex — já, hann sagðí sex — menn kjöma i Reykjavík á sunnudaginn, í Sjálfst^jiii|EIpkknum er sýni- lega enn jvÉdíiÍ fast á þeirri stefnum að bola ðllum éærhileg- um kröftum frá áhrifum á landsmálin en hampa grunn- fæmustu, skatómsýnustu og 6- vinsælustu mönnunum að sama skapi. Það er ekki ólíklegt, að á sunnudaginn kemur muni rísa i nokkuð hátt sú alda, sem á eftir 1 að kveða þessa einkennilegu ráðabreytni niður til fulls. Dóm- ur kjósendanna verður ekki um- flúinn með óvitahjali Magnúsar prastakennara og geðvonzku Bjarns borgarstjóra. 1914 1939 1942 Rúgmjöl 0,19 0,40 0,62 Hveiti 0,31 0,48 0,68 Hrísgrjón 0,31 0,49 1,53 Sagogrjón 0,41 0,72 1,92 Hafragrjón 0,32 0,56 1,10 Kartöflumjöl 0,36 0,67 1,67 Baunir 0,35 0,92 1,30 Hvítasyknr 0,53 0,80 1,44 Steyttur mel. rH o" 0,09 1,24 Kaffi óbr. 1,65 2,32 3,80 Kakao 2,65 3,21 6,00 Sódi 0,12 0,39 0,70 Steinolía 0,18 0,31 0,54 Ofnkol 100 kg. 2,58 6,40 18,00 Kr, 10,77 18,36 40,54 U. limlend framleiðsla úr er. lendu efnl; Smásöluverð 1. október : 1914 1939 1942 Rúgbrauð 0,50 1,00 2,04 Franskbr. 0,23 0,40 0,68 Súrbrauð 0,15 0,30 0,56 Kaffi br. 1,65 2,32 3,80 Kaffibætir 0,97 2,78 4,20 Súkkulaði 2,05 6,55 10,60 Smjðrlíki 1,07 1,68 4,74 Palmin 1,25 1,72 4,74 Sápa 0,43 1,17 3,00 Kr, 8,28 17,92 3',36 að kippa þessum grundvelli und- an krónunni, en hvað hefur verið sett í staðin? Ekkert. Þegar guilgrundvellinum er kippt undan gjaldmiðlinum, krónunni, þá myndast ósjálfrátt annar grund- völlur. Hvert ríki, sem kaupir íslenzkar krónur íslenzkan gjald- eyri, spyr fyrst og fremst að því: Hvað fæ ég af íslenzkum afurðum, sem ég get notfært mér, fyrir þessa peninga. Þetta, og ekkert. annað, hlýtur að verða j og er grundvöllurinn imdir við- skiptum vorum við aðrar þjóðir, Frumundirstaðan undir viðskipti þjóðanna eru vöruskipti. Hér skal sett fram dæmi: Eg þarf að selja Bandaríkjamanni 1 tunnu af kartöflum, sem kosta hér kr. 80,00, flutningsgjald og kostnað- ur við að koma kartöflum til Ameríku nemur 20 krónum. I Ameríku kostar kartöflutunna 1 dollar. Til þess að skaðast ekki á viðskiptunum borgar Banda- rikjamaðurinn mér 1 dollar, sem þá kostar mig 100 krónur. Gengið á Bandaríkjadollar er þá 100 ísl. krónur. Til þess að sýna hve íslenzka þjóðin hefur verið vel á verði í sínum peningamálum, síðan hún varð ein um að ráða þeiijj, er rétt að athuga Hagtíðindin. Þau sýna gleggst uppdráttarsýkina í ís- lenzku krónunni. Skulu hér birt- ar nokkrar tölur á helztu lífs- nauðsynjum flokkuðum eftir upp- runa. x I. Innfluttar vörur: Smásöluverð 1. október: m. lsleuzkar alurðir: Smásöluverð 1. október: Nautakjöt 1,00 2,57 8,50 Kindakjöt 0,50 1,45 7,30 Kæfa 0,95 2,98 15,00 Fiskur nýr 0,14 0,37 0,65 Saltflskur 0,40 0,65 2,00 Kr. 8,55 20,46 105,30 Árið 1914 var íslenzka krónan gulltryggð. En þegar horfið er frá gulltryggingunni, byrjar strax skollaleikurinn með gengið. Verð- skýrslan hér a-ð framan sýnir greinilega árangurinn. íslenzkar afurðir, sem 1914 kostuðu kr. 8,55, kostuðu 1939 kr. 20,46 og 1. okt. 1942 hvorki meira né minna en kr. 105,30. Til þess að framkalla þennan mikla mun hafa hjálpast að tvö öfl, gengislækk- un krónunnar og verðbólgan. Gengi á Bandaríkjadollar er.nú kr, 6,50 í stað þess, að rétt gengi er kr. 3,75. íslenzka krónan er skráð þannlg 77 % undir réttu gengi (pari). Þetta er sjálfskaparvíti og þessu er hægt og þessu á að kippa í lag. Verðbólgan er og að miklu leyti framkölluð af forkólf- um hinna sístríðandi pólitísku flokka í landinu, sem nú reyna að ginna háttvirtu kjósendur með háu kaupi og háu afurðaverði, vel vitandi að þeir eru að réfeta þjóðinni steina fyrir brauð. Þegar þjóðin veður í peningum og í- mynduó'um gróða, sem framkallað ur er með verðfelling peninga og verðbólgu. — Hvað er hún þá að gera? Hún er að éta sjálfa sig út á húsganginn, Einstaklingur- inn er að eyða sparifé sínu, ef hann á nokkuð til, og hið opin- bera og sjóðir eru að missa eign- ir sínar, hverra verðmæti rýrna í réttu hlutfalli við það, sem minna fæst fyrir krónuna. Til að skýra þetta skal tekið fram eitt raun- verulegt dæmi. Reykvískur verkamaður, reglu- samur og sparsamur, kominn yfir sextugt, átti á sparisjóð 1. jan- 1940 kr. 10,000,00, sem hann var búinn að safna sér til elli áranna. Hann hafði sæmilega afkomu 1940 og 1941 og bætti við í bókina kr. 2000,00 hvert árið og nú er hann búin að leggja inn 1000 kr. svo í bókinni nú kr. 1,500,00. Ef hann nú þarf að kaupa íslenzkar afurðir, sér til lífsframfæris, eru þær fimm sinnum dýrari en þær voru 1939. Hann fær því ekki meira nú fyrir 15 þúsund en hann gat fengið 1939 fyrir kr. 3000,00 — Hvað hefur maður- inn grætt á háa kaupinu? Hann hefur tapað 7000,00 krónum. # * * Nákvæmlega verður hið sama uppi á teningnum hvað það opin- bera snertir, Það má benda á, að hér er ekki um neina emámum að ræða, sem þjóðin er áð eyða t. d. námu innstæður í sparisjóðsdeild Lands- bankans í árslok 1939, kr. 39,229,836,00 og gjöra má ráð fyrir að sparisjóðspeningar i öðruni bönkum og sparisjóðum hafði numið álíka úpphæð, þá eru komnar 80 milljónir kr. Ennfrem- ur má þar við bæta óllum verð- 1914 1939 1942 bréfum og öðrum eignum hinna Kartöflur 0,12 0,30 1,10 ýmsu sjóða. Allt fellur þetta með Gulrófur 0,10 0,28 1,05 krónunni. Það er því ekki að Smjör 1,96 3,90 18,70 furða þó hægt. sé að lifa hátt, á Nýmjólk 0,22 0,42 1,50 meðan verið er að eyða með verð- Mysostur 0,50 1,44 6,50 fellingu V"' af öllum verðbréfa- MjóLkurostur 1,10 2,09 16,00 og peningainnstæðu þjóðarinnar. Egg 1,56 4,01 27,00 Framhald á 3. aíðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.