Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 15.10.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 15.10.1942, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐÓLFUR ÞJOBIIFUR Laufásvegi 4. — Sími 2923 Fimmtudagurinn 15. okt. 1942. Ritstjórar: ÁRNI JÓNSSON VALDIMAR JÓHANNSSON (ábm.). 8$St Á BAUGI Andstaða gömlu flokkanna Gömlu íiokkana greinir á um flesta hluti milli himins og jaröar. Samt eiga þeir eitt sameiginlegt áhugamál, að- eins eitt. Það er að hnekkja E-listanum. Það væri jafnmikil fásinna að fjargviðrast yfir þessu og að býsnast yfir því, að kaup- maður, sem situr uppi með úr- elt skran, líti óhýru auga nýj- an keppinaut, sem hefur á boðstólum góðar vörur. Afstaða gömlu flokkanna til E-listans er ekki einungis skiljanleg. Hún er í svo full- I komnu samræmi við mann legt eðli, að hún gæti ekki öðru vísi ved'ið. Gömlu flokkarnir hafa hver með sínum hætti flekkaða fortíð. Allir eiga þeir að baki sér ótal spor, sem hræða. Allir hafa þeir brugðist von- um fylgjenda sinna, fleiri eða færri. Anir eiga þeir í poka sínum óhreint mjöl og ormakorn. Allir eru þeir slegnir ótta hins ótrúa þjóns. Allir engjast þeir í sívax- andi sektarugg, eftir því, sem dagur reikningsskilanna nálg- ast. Það er óhugsandi, að flokk- ur, sem hlyoir kalli nýrrar tíðar geti verið nokkuð annað en þyrnir í augum þeirra, er eiga allt sitt líf undir því, að nógu margir séu slegnir blindu og heyrnarleysi. Það er fásinna aö ætla, að þeir, sem lifa og hrærast í klækjum og rangsleitni, geti annað en fjandskapazt gegn þeim, sem berjast fyrir heiðar leik og réttlæti. Það er hverri skepnu áskapað að verja líf sitt, eftir sinni getu. Sjálfs- bjargarhvöt þeirra, sem hafa hagsmunina að átrúnaði, grægðina að hreyfiafli, og hrekkvísina og leiðarstjörnu. beinir þeim ævinlega gegn öll- um, sem eiga æðra takmark og göfugri sjónarmið. And- staða gömlu flokkanna getur þess vegna engum á óvart komið. Hún er ekki annað en ný sönnun margreyndrar eðl- isnauðsynjar. Aftur rennur lygi. Frá fornu fari höfðu Islend- ingar meiri trú á sannleik en lýgi. „Aftur rennur lýgi þó sönnu mætir“ var kenning.. sem lifði til skamms tíma. En hér hefur gerst sama sagan og víða annars staðar. Mál- staður lygmnar heiur verið borinn fram af þeim djöful- iuou, au öÉuuiicijttaxxxm aciur ekki hrokkið viö. Undaníar- inn aiaaiijoröung heiur sann- leikanum venö misboðið i op- inDerum umræoum hér á landi. Sumir þeir, sem til mestra annia naia komizt. eru svo alviourKennair osann- inaamenn, ao peir gætu í'ariö 1 meioyroamai, ei emnverjum dytti i nug ao kalia pa sann- oroa, af því að ohum væri ljóst, aö um naprasca haö væri aö ræóa. Það er öiaungis v.'st, að all- ur þorri mamia heiur fengið sig iuilsaaaan á óheiðariegri malfærsiu, blekkingum og faisi. Fyrsta hiutverk hins nýja tíma er að gera ósami- inain útlæg úr opinberum umræðum. Það mun takast von bráðar. Hispursiaus sann- leikur, sem sagour er af fullri einurö, hver sem í hlut á, er máctugri í eðh sinu, en ósann- iiyún, hversu hagiegar velar, sem þau haia í þjonuscu sinni Her verour aö skapast þaö almenningsálit, aö þeir, sem við ráðasc, verða jafnframt að hafa það sem sannara reyn- ízc. Þao verour ao uæma ur leiknum hvern þann, sem uppvís verður aö ósannindum. Þeirri kröfu verður aö halda fram vægðarlaust. Þá verður -þess ekki langt að bíða að aft- ur rennur lýgi þó sönnu mæt- ir“. Húsnæði og haftastefna. Húsnæðisvandræðin hér í bæn um verða ekki rædd, án þess minnst sé þeirrar stefnu í við- skiptamálum, sem ríkti í stjórn- artíð Eysteins Jónssonar. Það er til marks um vesaldóm Alþýðuflokksins meðan hann var í álögunum, að hann, sem upphaflega hafði barizt mjög eindregið gegn innflutningshöft unum, vegna hagsmuna almenn- ings, snerist þegar fram í sótti alveg á band með Framsókn. Með þessum stuðningi Alþýðu ! flokksins og vinveittri afstöðu kommúnista, sem végna KRON felldu sig við að allar takmark- anir innflutningsins, fékk hinn óreyndi viðskiptamálaráðherra tækifæri til að koma á því ó- fremdarástandi í viðskiptamál- unum, að ekki átti sér hlið- stæður neinsstaðar á byggðu bóli. Jafnvel eftir að gjaldeyrisá- standið tók svo gagngerum stakkaskiptum, að innstæður tóku að hrúgast upp erlendis svo tugum milljóna skipti, í stað skuldanna, sem áður voru, þverskallaðist Eysteinn alger- lega við öllum leiðbeiningum fróðra manna. Krafan um auk- inn innflutning 1940 var kölluð „Kramvörustefnan11 og talin runnin undan rif jum svokallaðr- ar „heildsalaklíku11 í Reykjavík. Eysteinn vildi heldur safna inn- stæðum í gjaldeyri stríðsþjóðar en birgja landið upp að vörum, meðan verðhækkun var lítil, vörurnar fáanlegar og skipa- kostur til reiðu. í rauninni var Framhald á 3. síðu. ValdabrSlt Bjarna borgarstjðra á að kosta hann stööuna \ / IÐ borgarar í Reykjavík vitum það fullvel nú orðið, að * Bjarni Benediktsson borgarstjóri er fæddur valdsjúkur. Hann er auk þess fæddur með allan afturhaldsforða 19. ald- arinnar í blóðinu, tilbúinn að taka höndum saman við hin mið- aldaættuðu, andiegu kúgunaröfl á aðra hönd og fjárplógsöfl stríðsgróðaþrælkunarinnar á hina. Prúðmensku þessa manns til orðs og æðis þekkja þeir menn, sem hafa reynt hann í samstarfi, lesið greinar hans og hlýtt á mál hans í opinberum deilum. Því fer fjarri, að stórillinda- menn þeir, sem nú eigast við í stjórnmálunum, séu tiltakan- lega prúðir og orðvarir sumir hverjir. Þó dylst sú hlið á máli þeirra flestra og hverfur, ef Bjarni borgarstjóri er með í lest- inni. Þaðan, sem hann er, verð- ur mönnum jafnan vís von til- sletni, óhreininda og ruddaskap- ar. Slíkur stakur reglumaður, sem hann mun vera um vín- nautn, minnir hann þó helzt á fullan mann í kaupstaðarlest, sem þeysir fram og ^ftur með uppivöðslu, illindum og dóna- legu úrðbragði. Misvitrir ráðamenn. Um leið og þessir skapfars- gallar Bjarna borgarstjóra ó- prýða manninn, óprýða þeir Reykjavíkurbæ. Val hans í borg- arstjórastöðuna vottar berlega um þá miklu slysni, sem í mörg- um efnum hefur auðkerit ráðs- ályktanir þeirra manna, sem hafa farið með meirihlutavaldið í bæjarmálunum. Ekki skulu bornar brigður á það, að Bjarni borgarstjóri sé gæddur vissri tegund af greind og dugnaði. En að' hvaða gagni kemur það, ef maðurinn er að öðru leyti gall- aður sem æðsti ráðamaður í bænum og lætur sér ekki skilj- ast ábyrgð, mikilvægi og virðu- leik þess trúnaðar, sem honum hefur verið sýndur? Á borgarstjórn Reykjavíkur að vera hjáverkastarfi? Lítum á staðreyndir. í Reykja víkurborg er nú búsettur nálega þriðjungur allrar þjóðarinnar. Borgin hefur vaxið ört og með köflum ekki ósvipað því sem gerist um námubæi. Þetta fylgdi hinni snöggu og öru sókn manna í gullnámu hafsins. — Ráðamenn bæjarins hafa frá öndverðu sniðið honum stakk við hæfi líðandi stundar. Þá hef- ur, eins og jafnan vill verða, brostið þekkingu, víðsýni og stórhug, til þess að skipuleggja og byggja framtíðarborg, auk þess sem fátækt og frumbýlings- hættir þessa landnáms þjóðar- innar hafa sett svip sinn á öll elztu hverfi bæjarins. Af þessu leiðir, að hjá því verður ekki komist, að endurskipuleggjá og byggja stór hverfi bæjarins að nýju við hæfi nýrra þarfa og með framtíðarvöxt hans fyrir augum.Virðist þar þegar við blasa ærið verkefni fyrir ungan borgarstjóra, ef hann bæri skyn á stöðu sína og léti sér skiljast til hvers hann er kallaður. N u má reyndar segja, að þetta stói (irki, sem er óhjákvæmilegt, sé þó nokkuð fjarlægt. En öll stórvirki, jafnvel þótt fjarlæg séu, krefjast fyrirhyggju um það, að jafnvel hver minnsta framkvæmd stefni á höfuð- markmið framtíðarinnar. En þótt svo stórfellt verkefni, sem er endursköpun mikils hluta bæjarins sé látin liggja milli hluta, fer því mjög fjarri, að Bjarna borgarstjóra bresti verk- efni í þágu þeirrar borgar, sem honum hefur verið falið að stjórna. Hér eru sem sé vansmíði á mörgu, sem krefst bráðra um- bóta. Bærinn á ekkert ráðhús, engin skólahús nema ófullnægj- andi barnaskóla, engin sjúkra- hús né fæðingarspíta&, ekkert sjúkrahús fyrir börn, ekki elli- heimili, nálega enga leikvelli, ó- fullnægjandi íþróttavelli, ekk- ert samkomuhús né leikhús né kvikmyndahús, enga sönghöll, enga listahöll, lítið bókasafn sem er í húsnæðishraki eins og lesendurnir, ófullgerðar götur og það svo mjög, að sumar þeirra eru lakari en Kjalvegur, ófullgerða hitaveitu, sem virðist vera orðið úrelt kosninga- mál, rafmagnsveitu, sem enn þarf að stækka. Þannig er hér flest ógert og ófullgert af því, sem þriðjungur þjóðarinnar þarfnast og krefst til sameigin- legra menningarþarfa. Valdasýkin blindar hann. Þrátt fyrir það að hér háttar svo til, sem nú hefur verið lýst, virðist borgarstjórinn okkar líta svo á, að staða hans eigi að vera hjáverkastarf. Hún eigi að vera einskonar þrep í auðhlaupnum valdastiga. Vöxtur bæjarins, umbætur og prýði er honum ekkert hugðarmál né starfstak- mark, sem þess sé vert að stefna á. Takmarkið, sem hann stefnir á, er vald sjálfum sér til handa ofar en bæjarvaldið. Má telja vafalítið, að hann stefni á æðsta vald í þjóðfélaginu og telji það meira vert en hin vanhirtu mál bæjarins að efna til samblásturs með öðrum valdabröskurum, til j þess að ná greipartaki á hálsi þess óstýriláta lýðs, sem leyfir ' sér að andæfa honum og öðrum hans jafningjum. Allt þetta virðist benda á það, að valda- sýkin blindi hann og hann bresti hófsemi og manndómsþroska til , samsvörunar við þá ábyrgð, sem hann hefur tekizt á hendur. i Jón Þorláksson og Bjarni. Það er á orði haft hér í ! Reykjavík, að Bjarni borgar- j stjóri hafi krafizt þess af flokki ’ sínum og pólitískum uppeldis- feðrum, að tryggt þingsæti yrði látið fylgja borgarstjórastöð- unni, svo sem verið hafi í tíð fyrri borgarstjóra, Jóns Þorláks- sonar og Péturs Halldórssonar. Nú mun Pétur borgarstjóri ekki hafa æskt þingmennsku, heldur látið til þess leiðast. Og um Jón Þorláksson er það að segja, að hann hófst til forustu gegnum langt starf og var þrautreyndur að gætni og hófsemi. Borgar- stjórastaðan varð honum ekki þrep til æðri valda heldur á- fangastaður á starfsferli hans, er hann æskti að leggja af sér vopn og verjur stjórnmálabar- áttunnar. Oflæti Bjarna á sér því ekkert fordæmi. Hinsvegar mætti dæmi hans sízt verða til eftirbreytni öðrum mönnum í þjónustu bæjarins, þeim sem honum er ætlað að stjórna og sem ætla má, að hann krefji al- úðar og trúmennsku í starfi, að því leyti sem valdbrölt hans kann að leyfa slíkar frátafir til eftirlits um rekstur bæjarmál- anna. Þáttur skattborgarans. Við, sem erum skattborgarar 1 Reykjavík og greiðum nokkuð á annan tug milljóna króna í útsvörum og öðrum opinberum gjöldum til bæjarþarfa, eigum þá kröfu á hendur borgarstjór- anum, að hann gæti meðferðar og ráðstafanar fjár okkar með alúð og umhyggju fyrir hag okk- ar og bæjarins. Eg hef enga til- hneigingu né heldur ástæðu til að drótta óráðvendni né óheið- arleik að þessum manni. Hitt er ljóst að margt getur misfarist, þar sem alúð brestur og kost- gæfni í starfi. Slíkum bresti fylgja misviturleg ráð, sem kosta fjáreyðslu til ónýtis. Þess- vegna er það, að við borgarar og skattþegnar í Reykjavík viljum ekki þola þessa sviksemi Bjarna borgarstjóra við málstað okkar. Við krefjumst þess að hann sinni málefnum bæjarins af al- hug og hefjist handa um lausn þeirra mörgu vanhirtu verkefna, sem talin voru hér að framan. Hann skal engu fyrir týna nema stöðunni. Kjósi Bjarni borgarstjóri hins- vegar að stunda á æðri völd og láti þingsetu sitja í fyrirrúmi en sinni borgarstjórastöðunni aðeins milli þingfunda þá vilj- um við ekki hafa hann í borgar- stjórastöðunni. Líti hann á bæj- arsjóðinn eins og aðstöðuhag- ræði til kosningaloforða í póli- tískri valdastreitu á sama hátt og uppboðshaldarar síðasta þings litu á ríkissjóðinn, þá telj- um við það ósæmilegt. Komist hann á þing og sitji þar, munum við borgarar og kjósendm' í bænum bindast samtökum um það, að láta hann engu fyrir týna nema borgarstjórastöð- unni. Y. E-listinn er listi framtíðarinn- ar. Fylgist með straumnum og gangið í flokk Þjóðveldismanna. — Lesið Þjóðólf. x E-listinn!

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.