Þjóðólfur

Útgáva

Þjóðólfur - 16.10.1942, Síða 1

Þjóðólfur - 16.10.1942, Síða 1
Útgefandi: MUNINN h í Afgreiðsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörfum. Verð kr. 2.00 á mán- uði. í lausasölu 30 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram. Víkingsprent h.f. riflnmennsEan Allír gömlu ííokkarnír etu mengaðír aí sömu spíllingunní FÁAR blaðagreinar hafa á seinni árum vakið meiri at- hygli en ádrepan „Þegar líkið fékk sinadrátt“, sem nýlega birtist hér í blaðinu. Bar þar margt til. Greinarhöfund- urinn, sem kallar sig „S. N.“, hefur ekki einungis opin augu og eyru fyrir því, sem er að gerast í þjóðfélaginu. Hann hefur ó- venjulega gott lag á að segja frá því, sem hann sár og heyrir. Ádeila hans er blessunarlega laus við þá fýlu og skapvonzku, sem einkennir marga þá sem þurfa að segja náunganum til synd- anna opinberlega hér á landi. í landafræði sem lesin var í Menntaskólanum fyrr á árum, var frá því sagt, að sumstaðar í Austurlöndum þekktust ekki al- geng hugtök eins og „heiður“ og „sannleikur“. Þótt íslenzk tunga sé auðug, er samt fjöldi orða, sem ennþá vantar í málið — sem betur fer, gæti maður sagt. Því tungu vora skortir ekki orð til að lýsa manndyggðum og drengskap. Það sem vantar eru orð til að lýsa ýmsum félags- legum meinsemdum nútímans. Ekki er t. d. neitt íslenzkt orð yfir „blackmail“, „rackesteer- ing“, „terrorism“ og ýms slík hugtök, sem orðin eru alþjóða- eign. Einar Benediktsson segir að íslenzk tunga eigi til orð yfir „állt sem er hugsað á jörðu“. En það er síður en svo áhyggjuefni, að ekki eru á takteinum orð til að skilgreina allar þær fjöl- breyttu tegundir spillingar, sem þróast í nútímaþjóðfélagi. Þetta gæti verið vottur þess, að við séum að minnsa kosti ekki komnir lengra í ósómanum en sumir aðrir. En þótt svo kunni að vera, bendir margt til þess, að við verðum ekki lengi eftir- bátar annarra í þessum efnum. * Hriflumennska er nýyrði, til- valið samheiti á þeirri marg- háttuðu spillingu sem náð hefur festu í þjóðlífi okkar síðustu áratugina. Höfundur greinar- innar ,,‘Þegar líkið fékk sina- drátt“, segir m. a.: „Það er Hriflumennskan í stjórnmálunum, sem er að steypa þjóðinni í beinan voða, þessi andlega upp- dráttarsýki, sem hefur nú nærfellt í mannsaldur legið yfir þjóðlífinu eins og nokk- urskonar eiturgas, og brjál- að svo alla dómgreind manna, sem valist hafa og valið sig hafa til andófs þessum ófagnaði, að þeir hafa sýkzt líka og orðið þeirri pest að bráð, sem þeir vildu, eða að minnsta kosti létust vilja útrýma“. Hriflumennskan hefði aldrei orðið jafn skæður faraldur og raun er á, ef margir þeirra, sem upphaflega vildu einangra sig frá „smitberunum“ hefðu ekki tekið sýkina af þeim. Sósí- alistaflokkarnir báðir, Alþýð-u flokkurinn og S. S.-flokk- urinn hafa frá öndverðu gengið með hriflumennskuna í sér. Al- þýðuflokkurinn og Framsókn voru fram eftir öllu svo samgró- in, að líkast var tvíburunum frá Síam. Seinna þættust kommún- i istarnir við og voru 1 öndverðu ekkert annað en æxli á þessum samgróna tvíbura-líkama. Flest- ir leiðtogar sósíalistaflokkanna beggja hafa býsna mikið af hriflumennsku í blóðinu. Sjálfstæðisflokkurinn reyndi lengi vel að verjast hriflu- mennskunni. Ólafur Thors náði mikilli hylli á pólitískum upp- vaxtarárum sínum, vegna þess viðbjóðs, sem hann sýndi ljóst og leynt í þessum óþrifalega þjóðfélagssjúkdómi. Á þeim ár- um hafði flokkurinn letrað á skjöld sinn: „Gjör rétt, þol eigi órétt“. Langt er síðan silkifelld- urinn, með þessari göfugu áletr- un, sem var fyrir enda Varðar- salarins, hvarf þaðan. Sumir halda að hann hafi lent í „ó- hreinataus-pokann“. Meðan Ólafur Thors var að komast til áhrifa í flokki sínum, gerði hann margar tilrau'nir til að setja Jónas Jónsson „út úr spilinu.“ Árum saman var Ás- geir Ásgeirsson „stikkfrí“ í sjálf- stæðisblöðunum, vegna þess að hann var fremstur í flokki and- stæðinga Jónasar Jónssonar inn- an Framsóknar. Líku gengdi um Bjarna Ásgeirsson og Tryggvi heitinn Þorhallsson var tekinn í fulla sátt fyrir það, að brjótast undan oki Jónasar. Þeir þrír menn, sem nefndir hafa verið, þóttu jafnan ein- hverjir sómasamlegustu menn í liði Jónasar. En þeir voru auð- vitað kallaðir „Kvislingar“, eða öðrum álíka þokkalegum nöfn- um af J. J. og taglhnýtingum hans. Ástæðan til þess, að þeir Ásgeir og Tryggvi náðu sér ekki upp, eftir að þeir sögðu skilið við sinn gamla flokk, var sú, að þeir leituðu þar atfylgis, sem of mikil hriflumennska var fyrir í blóðinu. Þótt Ólafur Thors leitaði sam- starfs við Framsóknarmenn fyrr á árum, var síður en svo að nokkur lægi honum á hálsi fyrir það. Sjálfstæðismenn kunnu mjög vel að meta viðleitni hans til að bjarga beztu mönnum Framsóknar úr klóm hriflu- mennskunnar. Fyrir 10 árum var Ólafur svo ómengaður af nokkr- um einkennum hriflumennsk- unnar, að sá maður hefði verið dæmdur óalandi og óferjandi í hópi sjálfstæðismanna sem spáð hefði því, að hinn upprennandi foringi flokksins, hinn einarð- legi og stórhöggi andstæðingur Jónasar Jónssonar, ætti sjálfur eftir að verða hriflumennskunni að bráð. Já, hver hefði spáð því að það ætti fyrir Ólafi Thtfrs að liggja, að snúa svo gersamlega við blað- inu, að hann felldi sig ekki ein- ungis við, að Jónas hefði sem óskoraðast drottinvald í sínum eigin flokki, heldur gengist bein línis fyrir að einangra þá menn í Sjálfstæðisflokknum, sem héldu áfram að hafa skömm á hriflumennskunni. Það eru einhver meinlegustu örlög, sem nokkurn íslenzkan stjórnmálamann hafa hent, að Ólafur Thors skyldi ganga svo af trú sinni, að hann, einmitt hann, færi að bægja til hliðar þeim flokksmönnum sínum, sem vildu viðhalda pestargirðingun- um gegn útbreiðslu hriflu- mennskunnar. En þetta hefur skeð. Fyrir mörgum árum var „örlögum guðanna“ eftir Þorstein Erlings- on, snúið í gamanbrag um örlög íhaldsins. Mér er nær að halda að Ólafur eigi þennan gamla brag, einhversstaðar í fórum sínum . En ef ég man rétt, stend- ur þar meðal annars: „En óhreinkast þótti nú íhalds- ins blóð, í auðvaldsins gullbornu niðjum, er Ólafur Tryggvason öndverður stóð í andskotaflokkinum miðjum.“ Hver hefði trúað því, að þessi kveðskapur, sem kastað var fram í gamni fyrir uppundir 20 árum, bæri í sér þessi eftirtekt- arverðu spádómsorð! Eftir að þjóðstjórnin komst á, nutu þeir Jónas og Ólafur um stund talsverðrar hylli, af því að mönnum skildist að óreyndu, að sættir þeirra táknuðu iðrun og yfirbót, sameiginlegan ásetning um, að láta aðeins gott af sér leiða, sameiginlega fórnfýsi í þágu alþjóðar. Mér dettur ekki í hug, að þeir félagarnir hafi 1 öndverðu ætl- að að láta illt eitt leiða af fóst- bræðralagi sínu. Ólafur hafði mörg undanfarin ár staðið í harðri og ýmsu leyti mennilegri baráttu fyrir félag sitt, og þar með mörg önnur illa studd fyrir- tæki. Erfiðleikarnir, sem á hon- um mæddu vegna fjárhags- ástands Kveldúlfs, urðu til þess að vekja hann til nokkurs skiln- ings á lífsbaráttu almennings og færa hann nær fólkinu. Á þess- um árum breyttist afstaða Sjálf- stæðisflokksins til verkalýðsins, svo að tekið var á málum hans með miklu meiri víðsýni en áð- ur hafði þekkst. Samúð fólksins með hinni vasklegu baráttu Ól- afs til bjargar því félagi, sem var og er allt annað og meira en gróðafyrirtæki í augum þeirrar óvenjulega mikilhæfu fjöl- skyldu, sem að því stendur, snerti góða strengi í fari hans. Ólafur barðist ekki aðeins fyrir hagsmunum illa stadds fyrirtæk- is, sem hann var hluthafi 1, held- ur jafnframt fyrir heiðri ættar sinnar. Því Kveldúlfi var ætlað að vera hið ytra tákn, þeirrar athafnaþrár og úrræðasemi, þess manndóms og metnaðar, sem í eigendunum byggi. Hrun félags- ins var ekki einungis fjárhags- legt áfall, það var óbætanlegur persónulegur hnekkir. Því Kveldúlfur átti að bera af öðr- um fyrirtækjum, eins og eigend- urnir af öðrum mönnum. * Jónas Jónsson átti upptökin að því, að Kveldúlfur yrði gerð- ur upp. Til þess að búa þjóðina undir að fella sig við þessa fyr- irhuguðu aftöku, linnti hann ekki níði um „Jensenssyni“ ár eftir ár. Það þurfti að sann- færa menn um, að eigendur þessa fvrirtækis /oru svo bióð- hættulegir menn, að ekkert gæti geymt þá tryggilega nema öxin og jörðin. Eftir því sem samúðin óx á Ólafi, magnaðist andúðin á Jón- asi. Ef Jónasi hefði tekizt að koma vilja sínum fram, hefði hann aldrei orðið annað en „ó- þokki og banditt“ í munni Ólafs og Bjarna Ben. Kveldúlfi var keypt líf með því, að Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis- flokksins, féllst á að taka inn gúlfylli sína af hreinrætkuðum sýkli hriflumennskunnar. Þann- ig fórnaði þessi ágæti drengur pólitískri heilbrigði sinni fyrir metnað ættar sinnar. Það er algengt, að þeir sem haldnir' eru banvænum sjúk- dómi, hafi ekki hugmynd um heilbrigðisástand sitt. Ólafur hefur vafalaust aldrei gert sér þess grein, að hann hefur árum saman verið sýktur af þeim sjúkdómi, sem hann hafði mest- an viðbjóð á, meðan hann hélt heilsu, og honum hefur því síð- ur komið til hugar, að hann hef- ur alla þessa stund gengið um sem „smitberi“ þessarar pestar. j Ástæðulaust er að nefna mörg : dæmi þessu til sönnunar, af því allt þetta verður mönnum ljóst um leið og á það er bent. En af því Ólafur er utanríkismála- ráðherra, er rétt að benda á eitt eða tvö atvik, sem snerta þau mál. * 1935 gekk Ólafur Thors úr utanrlkismálanefnd í mót- mælaskyni við siðlausar árás- ir Jónasar Jónssonar á nefnd- armennina í viðskiptasamn- ingnum við Suðurlönd, þar á meðal Ríchard Thors. Honiun fylgdu þáverandi samverka- menn hans í utanríkismála- nefnd, þeir Magnús Jónsson og Pétur Mngnússon. Eftir aö styrjöldin hófst urðu utanr Msmálin miklu þýðingarmeiri en áður. En „siðleysinginn“ frá Hriflu var formaður nefndarinnar. Á vetrar þinginu 1941 var kosið í nefndina. Af hálfu Sjálf- stæðisflokksins voru kosnir sem aðalmenn, Magnús Jóns- son, Jóhann Þ. Jósefsson og Garðar Þorsteinsson. Fram- sóknarmenn áttu líka 3 full- trúa, Jónas og tvo aðra. Al- þýöuflokkurinn einn. Nú var vitað að mál stóðu þannig, að Jónas fengi ekki nema 3 atkvæSi til formennsk unnar. Með því að standa saman höfðu Sjálfstæðismenn jafn mörg atkvæði og Jónas. Það var lagt að Magnúsi Jóns syni að taka að sér for- mennskuna, ef svo bæri undir og firra þjóðina þeim vand- ræðum, að hafa Jónas áfram formann. Atkvæðagreiðslan fór þannig, að í fyrstu umferö fékk Magnús 3 atkv. en 2 seðl- ar voru auðir. Ekki vildi Jónas sætta sig við þetta. Var kosið um aftur og aftur. Loks í 5. umferð marði Jónas 3 atkv., Magnús 2 (Garðars og Jóhanns) en 2 seðlar voru auðir. Úrskurðaði Jónas sig nú rétt kosinn, þótt úrslitin væru nákvæmlega jafn óskír og í fyrstu umferð. Ef Magnús Jónsson hefði Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.