Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 16.10.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 16.10.1942, Blaðsíða 4
R ÞI'OiMFlR Föstudagurinn 16. okt. 1942. Framhald af í. síðu, Hriílumennskan og þjóðin fengizt til að greiða atkvæði eins og flokksmenn hans, Garðar og Jóhann, hefði hann verið kosinn formaðiir nefnd- arinnar í fyrstu umferð. En þó honum og Ólafi væri báð- um jafn ljóst, hve viðarhluta- mikið væri að fela for- mennsku utanríkismálanefnd- ar öðrum eins manni og Jón- asi, voru báðir orðnir svo gagnsýktir af hriflumennsku, að þeim kom saman um að Magnús Jónsson, 1. þingmað- ur Reykjavíkinga, skyldi held- ur bregðast flokki sínum, en styggja Jónas. Þótt engar sannanir liggi fyrir um það, hvernig þeir Jónas og Ólafur skiptu með sér verkum í upphafi, varð verkaskiptingin sú þegar fram sótti, að Ólafur fékk að sölsa undir sig síaukin völd í at- vinnulífi og fjármálum gegn i því, að Jónas fengi að beita ofsóknum og kúgun gegn lista mönnum og rithöfundum. Lítið en talandi dæmi skal hér nefnt, um áhrif hriflu- mennskunnar á aðalmálgagn S j álf stæðisf lokksins. Ekki alls fyrir löngu var j hafist handa um útgáfu tíma- rits, sem sérstaklega er ætlað að ræða bókmenntir og listir. Til ristjórnar völdust 2 þjóð- kunnir gáfumenn, Magnús Ásgeirsson, einhver snjallasti og sennilega afkastamesti ljóðaþýðari, sem ísland hefur eignast og Tómas Guðmunds- son, sem fengið, hefur viður- kenningu bæjarstjórnar Reykjavíkur, sem borgarskáld. Gefur þessi viðurkenning nokkuð til kynna um það, hvar Tómas hefur verið talinn í pólitíkinni. Þegar tímarit þetta, Helga- fell, hóf göngu sína, vákti það mikið umtal í öllum blöð- um bæjarins — nema Morg- unblaðinu. Tómas Guðmunds- son átti innangengt að blað- inu, vegna pólitískrar afstöðu sinnar og persónulegs vin- fengis við ritstjórnina. Hafði þaö var fastmælum bundið. að Morgunblaðið flytti grein um Helgafell, á ákveðnum degi. Það fórst fyrir. Tómas spurði hverju þetta sætti og voru einhverjar viðbárur hafð- ar uppi, en loforð gefið að bæta úr vanrækslunni næsta dag. Það fórst fyrir. Og endir- inn varð sá, að Mcrgunblaöið birti aldrei neina grein um tímaritið. Ástæðan til þess, að Valtýr treysti sér ekki til að birta greinina er þessi: Einn af ötulustu kaupsýslumönnum bæjarins Ragnar Jónsson í I Smára, er útgefandi Helga- fells. Þessi maður hefur vegna stuðnings síns við listamsnn og rithöfunda, bakað sér heift arlega óvild Jónasar Jóns- sonar. Getur Jónas ekki nefnt hann réttu nafni, en skírir hann „smjörlíkiskarlinn“ og öðrum álíka snjöllum heitum. í sjálfu höfuðv'gi Sjálfstæð- isflokksins, Morgunblaðinu, er hriflumennskan orðin svo alls- ráðandi, að blaðamanna- metnaður Valtýs verður að lúta í lægra haldi fyrir blindu hatri Jónasar Jónssonar. Sjálf- stæðismaöurinn Tómas Guö' mundsson, er svikinn um grein í blaðinu af því formaöj ur „aðalandstöðuflokksins“ leggur óslökkvandi hatur á útgefanda tímaritsins, sem Tómas stjórnar! Sjá menn ekki hvemig þræðimir liggja í smáu og stóru? Og loks — þú líka bamið mitt, Brútus! Um það leyti, sem „hægrabrosið“ fór að skjóta fyrstu frjóöngum sín- um, urðum við Pétur Magn- ússon samferða austur á land og tíl baka. Við áttum þá oft tal um hugsanlegt samstarf Framsóknar og Sjálfs.æöis- flokksins. Pétur mátti ekki heyra það nefnt. Þessi sett- legi prúði maður fussaði og gretti sig, yfir þeirri fjarstæðu að minnast á samstarf við Jónas Jónsson. Aðeins einn mann heyrði ég taka dýpra í árinni. Sá maður varð svo gustmikill, ef þessi mögxileiki var nefndur, að hann ædaöi að springa. Hann sló þá í borð ið og hrópaði þrumandi röddu: „Við tölum aldrei við Framsókn, nema sem sigraða menn!“ Þetta var maðurinn, sem 3—4 árum sðar, treysti sér ekki að birta grein eftir Tómas Guðmundsson, af því að Jónas Jónsson hataði Ragnar í Smára! Um síðustu áramót varð ég fyrir því, að ég þekkti ekki legur æskuvin minn, Pétur Magnússon fyrir sama mann. Hann var óbreyttur áð ytra útliti, jafn göfugmannlegur og greindarlegur og hann á að sér.En það var engu líkara en hann hefði brugðið sér í orlof sitt til jarðarinnar, frá einhverri fjarlægri stjörnu. Enginn harmaði meir en ég að Pétur skyldi taka þá á- kvörðun að stíga aldrei fæti framár á Alþingi. Eg hef ekki haft eins ótakmarkað traust á dómgreind og raunsæi nokk urs manns og Péturs Magn- ússonar. Eg hef yfir 30 ára reynzlu fyrir því, að meira valmenni er varla til. Það er ekki hægt að lýsa því, hvað það er einkennilegt, að heyra allt í einu einhvern fjarlægan stjörnubúa fara að tala í gegn um mann, sem situr í hæg- indastól eða vappar um gólf- ið, og ber öll ytri einkenni þess, að geta séð það, sem kringum hann gerizt, jafnvel betur en flestir aðrir. Eg varö fyrir þessari dul- rænu áramótareynslu þegar við vorum að ræða um gerö- ■ardóminn í vetur. Meira að segja fáfróður almisnningur, eins og við Sigurður Krisjáns- son, sá hvað að fór, og hafði orö á þv. En Pétur Magnús- son hefur aldrei verið greind- ariegri á svipinn, en pegaí endurvarpinu frá Vetrarbraut inni fór fram gegnum hann, og af hans munni útgengu þær mestu fjarstæður, sem ég hef heyrt í þessu vanhugsaCa og óhappasæla flaustursmáli. Það var víst „Magnús á öld- unni“, sem gaf í skyn að Pét- ur hefði orðið að fara í gerð- ardóminn af því að það var borgaraleg skylda. Pétur fór í gerðardóminn af því, að hann ákveöinn í þvi og að fara al- trúði á hann. Hann var eins drei á þing. Og nú er hriflumennskan hlaupin í Pétur. Þegar maður með hugsimarhætti og inn- ræíi Péturs Magnússonar, gerir sig sekan í því, að brjóta óskráCar leikreglur heiðar- legra manna, er hættumerki gefið. Þó segja megi, að r ,ki Péturs sé ekki allskostar af þesum heimi, geri ég ráð fyrir að hann sé svo jarð- bundinn meðan hann er að fullnægja dutlungum Ólafs Thors, að það hafi ekki alveg farið fram hjá honum að E- listinn átti engan málsvara við útvarpsumræðumar í gær. Pétur er aúðvitaö ekki gæddur þeirri náðargáfu borg arstjórans, að geta talað eins og ósiðaðasti ruddinn í tug- þúsunda. áheyrendahóp. En ég geri ráð fyrir, að einhvers- staðar í vitund hans, leynist sú skíma endurminninganna frá fyrri hérvistardögum, að hann geti rámað í það, þegar rifjað er upp fyrir honum, að á æskuárum okkar var stund- um talað um ,,hið hógværa blygðúnarleysi“ og þótti ekki frábrugðið öðru blygðunar- leysi, nema hvað það var í fágaðri búningi. Það er auð- vitað miklu svörgulslegra að reyna að bíta andstæðing á barkann eða kyrkja hann í greip sinni, en að reyna að ná sama tilgangi með því, að rétta andstæðingnum eitr- aðan sykurmola, eða reyra silkisnúru um háls honum. En það breyttir engu um eðli verknaðarins. * Eins og áður er skráð, er það eitt einkenni hriflumennsk unnar, að brjála dómgreind ' manna, svo að jafnvel þeir, sem mesta óbeit hafa á þess- run andstyggilega sjúkdómi, finna ekki þegar þeir eru orðn ir ,,þeirri pest að bráð, sem þeir vildu eða að minnsta kosti létust vilja útrýma“. Það er hægt að leggja Pétur Magnússon fram, sem sönn- unargagn fyrir þessari kenn- ing — eins og upphaf hriflu- mepnskunnar mundi orða það. I Mér varð ekki um sel þegar ég heyrði stjömubúann tala í Pétri. En ekki tekur betra við, þegar hriflumennskan er farin að grasséra 1 honum. En til þess að segja að skiln- aði huggunarorð við gamlan og kæran vin, þá er það þetta: Gamli vinur. Þó þú vinnir það fyrir vinskap manns, að láta tylla þér á framboðslista, þá þarftu ekki að kvíða því, að rjúfa heit þitt um að setj- a?t ekki á þing. Þú hefur ekk- ert fyrir að berjast. nema aö fá að vera friði. Kjósendurn- ir munu láta það eftir sér. Eg berst fyrir því að út- rýma hriflumennskunni, þó það kosti tortryggni sumra þeirra manna, sem ég hef mectar mætur á. Seinna meir verður þér hugarléttir að því, að bafa siuðlað að sigri mín- um. Vegna viðurkenndra mann- kosta binna, verður hrösun þín HÆTTUMERKI, sem eng. inn hugsandi maður villist á. Þú ert mér dýrmætasta SÖNNUNARGAGNIÐ fyrir því sem þjóðin verður að skilja, að það er ekki bara lakasti gróðurinn, sem ormar hriflu- mennskunnar naga. Fólkið, sem þú hefur fjarlægst, hatar hriflumennskuna meira en nokkra aðra pest. Þess vegna fylgir það þeim, sem ósýktir eru. Eg verð kosinn. Þú situr heima. Báðir fá óskir sínar upp- fyltar. Hví skyldi ég erfa það, að þú hefur snúizt dálítið öðruvisi við fjarstöddum and- stæðingi, en talist gæti sam- boðið þrautreyndum dreng- skap þínum, ef allt væri með feldu. En þetta var aldrei nema tilraun og tilraunin er alltaf talin ósaknæmari en fullkomnaður verknaður. Eg veit hvað að þér gengur. Fyr- irgefningin er aldrei langt undan, þegar skilningurinn er fyrir hendi. Farðu svo bara að undirbúa þig undir næstu bridge- keppni og látu eins og ekkert sé! Ámi Jónsson. Kosningapési Sjálfstæðis- flokksins — D-deildar hriflu- mennskunnar — var borinn út með Morgunblaðinu í morgun. Álappalegri bækl- ingur hefur aldrei sézt á þessu landi. Fimm manns- lappir hafa traðkað á stefnu- málum flokksins: samhug, jafnrétti, frelsi, framtaki, sjálfstæði. Öll liggja sporin frá kjörstaðnum, og er það sannasta myndin, sem pésinn gefur. Það er eftirtektarvert að 5. og aftasta mannslöppin kemur ekki fram nema að hálfu leyti, og þykir það spá góðu um, að maðurinn „í bar- áttusætinú' sjái þær óskir rætast, að hann fái ekki nema helminginn af því fylgi, sem þarf til að komast í sæti á Alþingi. Pésinn segir: Á hugsjónamálunum er traðkað Vonlaust um að Pétur Magnússon komist á þing. Sporin hræða, enda liggja þau burtu frá kjörborðinu. Hafa menn nokkurntíma séð endemislegri áróður fyrir vonlausum málstað? Þjóðveldismenn héldu skemmtisamkomu í Alþýðu- húsinu í gærkvöld. Húsfyllir var að vanda. Samkomuna setti Hjörleifur Elíasson með nokkrum hvatn- ingarorðum. Þar næst talaði Bjarni Bjarnason lögfræðingur og drap á helztu stefnumál Þjóð veldismanna. Þá flutti Jakob Jónasson stutt en snjalt erindi til æskumanna. Síðastur talaði Árni Jónsson frá Múla um stjórnmál og viðhorf þeirra. Ræðumönnum var tekið með dynjandi lófataki. Þá söng Pétur Jónsson við góðar undirtektir, og Reinholt Richter sagði gamansögu. Að lokum var stiginn dans og skemmtu menn sér hið bezta. Gæfa og gengi þjóðarinnar á ókomnum árum er undir því komin, að hinu agalausa flokks- ofbeldi verði hnekkt í stjórn landsins. Þjóðveldismenn vilja beita sér fyrir því að þjóðin semji sér nýja og haldkvæmari stjórnskipun. x E-listinn! E-listinn er lisii Þjóðveidis- manna uunnnunnnuun

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.