Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 17.10.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.10.1942, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR 3 Við skrifborðshornið Vængjuð orð. Það henti Mbl. eitt sinn í sum- ar að komast í námunda við sannleikann í hugleiðingum sín- um um dýrtíðarmálin og orsak- ir verðbólgunnar. En blaðið átt- aði sig fljótt og afgreiddi hugs- anir sínar með orðum sem voru á þá leið, að líklega yrði það þýðingarlaust, að vera að tala um þessi mál núna fyrir kosn- ingarnar, því hver flokkur þyrfti fyrst og fremst að taka tillit til sinna kjósenda. Þessi vængjuðu orð Mbl. eru líklega til þess að verða nokkuð lengi minnisstæð. Þau eru eihs og opinn gluggi, þar sem útsýn veitist yfir hið pólitíska siðferði í landi flokksræðisins. Þar þarf að umgangast sannleikann með sérstakri varúð. Hið pólitíska andrúmsloft þarf að vera þar lævi blandið. Þarþarf að ástunda blekkingamoldviðri. Málin þurfa að vera flækt í rökvillur og vísvitandi lýgi. Flokksherr- ann á gengi sitt og valdavonir undir því komnar, að unnt sé að rugla dómgreind kjósendanna, leiða þá í villu með orðaskaki og órökstuddum staðhæfingum, halda sannleikanum frá augum þeirra og eyrum, — að minnsta kosti fram yfir kosningar. Við höfum eitt dæmi nýtt af nálinni. Einn af ágætustu læknum okk- ar og áhugasömustu vill segja þjóðinni sannleikann um það, hvernig hún skuli velja sér fæðu, til þess að halda heilbrigði sinni. Sannleikurinn er ekki vé- fengdur, en talið nauðsynlegt að beita valdi til þess að dylja hann — fram yfir kosningar! V etumóttabylur. Þú hefur, lesandi, hlustað á út- varpsumræðurnar undanfarið. Yfir okkur er skollinn vetur- nóttabylur kosningablekking- anna í landi flokksræðisins. Þú ert staddur á skiptafundi, þar sem hinir „ábyrgu“ þjóðstjórn- arherrar eru að skipta sínu póli- tíska þrotabúi. Samkomulagið er ekki tiltakanlega gott fremur en stundum vill verða um þrota- bú, allra helzt þegar engu er að skipta nema smáninni. Þeir vilja vitanlega koma henni hver á ann- an; kenna hver öðrum um ófar- irnar, sem eru að gera okkur að undri í augum þeirra þjóða, sem við okkur vilja líta. Þeir leitast við að bera sig mannalega. Þeir vita, að meðan unnt er að dylja sannindin fyrir kjósendum, má lengi treysta á flokksæsingar. Þeir treysta enn á langlundar- geð þitt og liðsinni, kjósandi góður. Þeir treysta því að enn munir þú láta blekkjast, hlusta á fagurgala þeirra og kosninga- loforð og viðhalda með atkvæði þínu þeim flokkum, sem á und- angengnum „þjóðstjórnar“-ár- um eru búnir að leiða yfir þjóð- ina svo mikla skömm og skaða. Við siglum með lík í lestinni. En allir þessir litlu einræðis- herrar, hver í sínum flokki, ganga með pólitískan dauða í brjóstinu. Þeir vita ofurvel, að Árni frá Múla, frambjóðandi Þjóðveldismanna, sagði þeim sannleikann í útvarpsræðum sín ,um. Þeir vita það, enda þótt þeir leitist við að dyljast þess, að er styrjöldinni lýkur, — hvernig sem henni lyktar — þá mun hún binda enda á stjórnar- hætti flokksræðisins. Þróun tækninnar og vísindanna í heim- inum eru að sprengja af þjóð- unum hin eldri þjóðfélagsform. Við siglum með lík í lestinni. Veraldarþróunin, tími hinnar nýju þjóðfélagsskipunar mun leggja flokksforingja okkar alla á sömu vogarskál og finna þá léttvæga. í stað ofbeldisríkis mun koma réttarríki; í stað blekkinganna mun birta vísind- anna streyma yfir heiminn, einn ig yfir skipun þjóðfélagsmála og stjórnarhátta. Þessir herrar, sem á „þjóð- stjómarárunum” hreyktu sér svo hátt og kváðust vera „á- byrgir” á famaði mínuru og þínum, en hafa nú velt mál- um þjóðarinnar öllum um þver bak, þeir eru ekki feimnir að koma fram fyrir kjósendur í I útvarpinu og telja fram verð- ! leika sína, ágæti síns flokks, j viturlegar tillögur sínar og ráð, sem öll hafa verið ónýtt fyrir skammsýni, eigingirni og sviksemi hinna flokkanna. Þeir eru 'svo sem tilbúnir að fara með hamingju þína og sæmd landsins næsta kjör- tímabil. Þeir eru sjálfumglað- ir og öraggir í blindu sinni. Jafnvel hinn gætni maður. Pétur Magnússon, sem hefur verið talinn athugull, gerir gys aö spá Árna frá Múla um það, aö hinn nýi tími framundan muni krefjast ann arra vinnubragð'a, nýrra forma, nýrrar viðurkenningar á réttlætinu og framkvæmd þess. Gamli tíminn er full- góður að dómi þessara manna. enda munu þeir verða honum vígðir og verk þeirra husluð í rústum gamalla forma með vorkunnlæti sögunnar, sem skilur allt og fyrirgefur margt. Verkefnið framundan. Eg gat þess í upphafi þess- ara hugleiðinga minna hér við skrifborðshornið, að ágæt- ustu menn víða um heim gengju til viðurkenníngar um það, að styrjöldin ætti dýpstu rætur sínar í meinsemdum úreltra skipulagsháita mann- anna. Hið merkasta við þessa styrjöld er ekki styrjöldin sjálí heldur hitt, að hún er heims- bylting. — Vitram mónnum og góðgjömum er það nú þeg ar ljóst, að orsaka styrjald- anna er að leita á sjálfum grunni þjóðskipulagsins -- atvinnuskipun og viðskiptum manna og þjóða. Skioulags- umbætur í þeim efnum hafa verið miklum mim seinstígari en hin gífurlega tækniþróun og vísindalegu framfarir. Mannfélag, sem með slíka tækni í höndum er byggt á úreltum hugmyndum um tog- streitu og valdbeitingu í sam- starfi manna, fær ekki staöizt. heldur leiðir til umbyltinga og niðurbrots. Styrjöldin verður mannkyn- inu dýr skóli, en að sama skapi áhrifaríkur. Hin þunga refynsla og skelfilegar þjáning- ar orka á hugi manna og knýja þá til dýpri íhugunar um orsakir styrjaldanna. Og það bjarmar af nýjum skiln- ingi manna á því að forvíg- ismönnum þjóðanna og hin- um óbreytta borgara hafi mis- sýnst um þær framkröfur krístins siðar í þjóðskipulags- leguin efnum, að tryggja þegn um landanna jafnan rétt til lífs og farsældar. Verkefnið framtmdan verð- ur það, að leiða réttinn til öndvegis og viðurkenningar 1 samskiptum manna og starfi þjóðanna í stað ofbeldis og öngþveitis. Hið mikla úrlausn- arefni framtíðarríkisins verð- ur það, að finna hin réttu takmörk, þar sem annarsveg- ar er hið óhefta frelsi einstakl ingsíns og sjálfsvitund, en hinsvegar óhjákvæmileg skipu lagning almenningsmála, sem tryggir fyllstu almenn gagn semd hugvitssemi þeirrar og hagnýtingar jarðarinnar, sem nennimir efga þegar yfir að ráða og enn eru í vændum. Hið sérstaka verkefni okk- ar íslendinga verður það að skilja þetta kall hins nýja tíma og veröa við því1 búnir að beina þeim straumum, sem yfir okkur hljóta að falla að styrjöldinni lokinni, í skyn- samlega og hófsamlega rás, hafa vald yfir því s^o sem veiða má, að þeir falli í far- vegi sögulegrar þróunar okk- ar, skapeinkenna þjóðarinn- ar og heilbrigðra lands- og þjóðarhátta. — Þeir straumar munu ekki nema að litlu teyfó falla í farvegi Alþýðuflokks- ins, Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða Sósí- alistaflokksins, heldur munu þeir falla í meginrás þvert í gegn um alla þessa flokka og hirða það, sem nýtilegt kann -.ð reynast, en skola hinu burt. Þessi rás er stefna Þjóðveld- ismanna, sem mun skapa hér á landi réttarríki frjáls- huga manna í stað stéttarík- is ofbeldissinnaðra sérgæð- inga. Á morgun gerumst við liðs- menn hins nýja tíma og kjós- um lista Þjóðveldismanna. E-listann! X. Kjðrfnndnr til að kjósa alþingismenn fyrir Reykjavík fyr- ir næsta kjörtímabil, átta aðalmenn og átta til vara, hefst sunnudaginn 18. október n. k. kl. 10 árdegis. Kjósendum er skipt í 35 kjördeildir. 1.—28. kjördeild er í Miðbæjarbamaskólanum, 29.— 34. kjördeild er í Iðnskólanum og 35. kjör- deild er í Elliheimilinu. Skipting í kjördeildir verður auglýst á kjörstað. Undirkjörstjórnir mæti í Miðbæjarbamaskól- anum, í skrifstofu Yfirkjörstjómar stundvís- lega kl. 9 árdegis. Talning atkvæða hefst í Miðbæjarskólanum mánudaginn 19. október kl. 24. Yfirkjörstjórnin í Reykjavík, 14. okt. 1942. Rjörn Þórðarson Eínar B, Gudmundsson Sfþ. Guðmundsson Sosulngaskrlislofa Þ]ððveldtsmanna Laufásvegi 4, Opío frá 9 f. h. fíl 7 e. h. Símar: 4975 2923 Láffð skrífsfofuna vífa um það fólk, sem fer úr bænum fyrfr kjördag. Kjósíð hjá lögmanní í Alþíngíshúsinu, Opíð kL 10—12 L h# og 1—5 e« h. E-llstlnn er llstt ÞJððveldlsmanna

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.