Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 17.10.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 17.10.1942, Blaðsíða 4
Framhald af siðu: kosninga í vor uppvís að svik- um í höfuðstefnumáli sínu. Þá hefði Framsóknarflokkur- inn náð öllum tökum í sveit- imum, en Sjálfstæðisflokkur- inn ekki haft armað fyrir sig að bera, en nokkra dáta úr Jieirri hérdeild flokksins, sem kallaðir eru J. J.-menn. jZTGr mun síðar fletta beturofan *—af þessu og öðrum fleiri svik- um þeirra manna, sem sjálf- kjömir þykjast til allra valda í Sjálfstæðisflokknum. Mér þykir gaman að því, þeg- ar Bjami segist hafa gert það fyrir bænarstað minn, að mæla með mér á lista flokksins fyrir bæjarstjómarkosningamar í vetur. Hins getur Bjami ekki að ég var vikum saman búinn að vinna að því að fá annan mann á listann. Sá maður gekk úr leik á seinasta augnabliki, og var þá allt að lenda í eindaga með að koma listanum fram. Bjami var svo þakklátur mér, fyrir að Ieysa vandræði flokksins þegar í óefni var komið, að ég get raunar sagt, að ég hefði verið í framboði til bæjarstjómar ,4yrir bænarstað“ sjálfs borgar- stjórans í Beykjavík. P G var í hópi þeirra manna, sem ófúsastir voru til að ganga til skilyrðislausrar sam- vinnu við Framsóknarflokkinn. Bjami Benediktsson var hins- vegar í hópi þeirra, sem fastast sóttu að komast í sæng með gömlu maddömunni. Hefði hann getað tekið sér í munn orð brúð- gumans, sem sagði: Ekkert kaffi, bara hátta! Ástæðan til þess að ég lét til- leiðast að styðja samstarfið 1939, var sú, að þeir, Ólafur, Bjami og aðrir höfuðformælendur skil- yrðislausrar samvinnu, sóttu mál sitt af því ofurkappi, að þeir hikuðu ekki við að kljúfa flokk- inn, fremur en lægja ofsa sinn. Eg hafði þá ekki gert mér þess grein, frekar en svo marg- ir aðrir, að Sjálfstæðisflokkur- inn var í augum forustunnar ekki annað en pólitísk grein á fyrirtæki, sem stofnað er til að reka útgerð og fiskverzlun. Eg leitaðist við af allri minni getu, sem að vísu var ekki mik- II, að halda sjálfstæðisstefnunni uppi, án þess að sprengja þá samvinnu, sem nauðsynlegri varð með degi hverjum, eftir að styrjöldin hófst. í þessu efni get ég vitnaði til bókarinnar „Þjóð- stjómarannáll“, sem hefur að geyma talsvert af blaðagreinum mínum frá þjóðstjórnartímabil- inu og komin hefði verið út fyr- ir nokkrum dögum, ef vélbilun hefði ekki orðið til tafar, eftir að prentun var byrjuð. Afstaða mín til þjóðstjórnarinnar var stuðningur með aðhaldi. Bjarni Benediktsson segir réttilega, að ég hafi verið fáan- legur til að fara í framboð í Múlasýslum, eftir að ég kom að austan í vor. Og það er líka rétt, að ég benti Ólafi Thors á það einu sinni í einkasamtali, að flokknum gæti verið heppilegt að ég yrði varaformaður. Ef Bjami Benediktsson heldur að ég hafi ekki haft neinn stuðning að baki mér í þessu efni, bæði hér í bæ og úti um land, þá er það misskilningur. Það er alþjóð kunnugt, að á- tök hafa verið innan Sjálfstæð- isflokksins um afstöðuna til samstarfs út á við og þá einkum afstöðuna til Jónasar Jónssonar. Það er líka flestum kunnugt að í þessum efnum hef ég verið á öndverðum meið við þá Ólaf og Bjama. Úr því Bjami segir frá einka- samtali okkar Ólafs, tel ég mér jafn heimilt að segja frá einka- samtali okkar Bjarna. Það var á haustþinginu í fyrra. Ólafur hafði fyrir þing hlaupið á sig og gefið Framsókn allt of mikið undir fótinn um stuðning Sjálf- stæðisflokksins við dýrtíðar- framvarp Eysteins. Þegar þing kom saman, lýsti ég því yfir á flokksfundi, að ég gengi aldrei inn á einhliða samstarf við Framsóknarflokkinn. Flestir þingmenn tóku samskonar af- stöðu þegar fram í sótti. Þó Ól- afur sæi sitt óvænna, var hann alltaf annað slagið að tæpa á því, að nauðsynlegt gæti orðið, að fylgja Framsókn að málum. Bjami Benediktsson sá hvert straumurinn stefndi og skrifaði 2 eða 3 myndarlegar greinar í Morgunblaðið, sem mig minnir að hann kallaði „Svikráð eða samstarf". Réðst hann þar á Framsókn með samskonar ásök- unum og ég hafði borið fram í Vísi. Sannast að segja, hélt ég að Bjami væri heill í þessu. Svo var það dag einn, um það leyti sem þessar einarðlegu greinar Bjarna voru að koma út, að ég fór af þingfundi upp á borgarstjóraskrifstofu til hans og bað hann að reyna að koma vitinu fyrir Ólaf Thors, svo að hann hætti öllum áróðri fyrir einhliða Framsóknarsamstarfi, því það væri vonlaust í flokkn- um. Bjami féllst á þetta. En um leið og hann stóð upp og rétti mér hendina, segir hann: „Ann- ars er mér ljóst, að Framsókn- arflokkurinn er í raun og vera eini flokkurinn, sem við getum unnið með.“ 5SSI orð festust mér í minni, því mér féll illa, að mað- ur sem einmitt þá dagana var með miklum skörungs- skap að sýna fram á að Framsókn væri ekki sam- starfshæf, var innst við beinið þeirrar trúar, að einhliða samstarf yið Framsókn væri helzta úrræði Sjálfstæðisflokks- ins. Auðvitað var Bjarni í þessu sem öðru fyrst og fremst mál- pípa Ólafs, en auk þess bendir margt til þess, að sú samúð sem Bjarni hafði með Framsókn, áð- ur en Magnús Guðmundsson gerði hann að prófessor, hafi aldrei horfið þó reynt hafi verið að dylja. Eg hef reynt að koma Ólafi í. skilning um, að Sjálfstæðis- flokkurinn, sem telur sig allrá stétta flokk, gæti ekki lifað til langframa, ef hann tæki ekkert tillit til verkamanna og ann- arra launþega. Þetta var ástæð- an til þess, að ég lagði til að boð- in yrði fram almenn kauphækk- un í stað þess að leggja út í gerðadómsævintýrið í vetur. Þegar ég minntist á það við Ólaf eftir austurför mína í vor, að ég tæki við varaformennsku flokksins, benti ég honum á að flokkurinn yrði að halda stuðn- ingi launastéttanna og frjáls- lyndra manna allra stétta. Þetta yrði bezt tryggt með því að eSn- hver maður, sem kunnur væri að frjálslyndi fengi opinberlega viðurkenningu flokksins, t. d. með því að vera varaformaður flokksins. Auk þess stæði þann- ig á, meðan formaðurinn væri í ráðherrasessi, að enginn væri til að sina formannsstörfunum. En hér væri ærið starf að rækja og þýðingarmikið fyrir flokkinn. Eg vildi með þessu tryggja auk- in áhrif frjálslyndari afla flokksins. Venja Ólafs er sú, að lofa æv- inlega öllu fögru. Þessvegna lendir svo margt í undandrætti og vanefndum. Aldrei þessu vant, lofaði hann ekki neinu þegar við töluðum um varafor- mennskuna, svo ég hafði kann- ske dálitla ástæðu til að ætla, að eitthvað yrði framkvæmt En það næsta sem ég heyrði um afstöðu Ólafs til varafor- mennskunnar í Sjálfstæðis- flokknum var, að hann hefði á flokksfundi lýst yfir, að sá sem það sæti tæki, yrði að hafa sýnt að hann hugsaði alveg eins og formaðurinn, svo tryggt væri að allt sem varaformaðurinn segði, væri talað út úr hjarta Ólafs. Og hver var þessi maður: AUÐVITAÐ hinn pólitíski tví- fari Ólafs, Bjarni borgarstj. Hversvegna segir ekki Bjarni frá þessu? Hversvegna lætur hann það ekki uppi að honum sé ætlað mjög tímafrekt póli- tískt starf, ofan á þingmennsk- una og borgarstjórastarfið? Lík- lega óttast hann ekki, að flokks- menn séu því ósamþykkir að Ólafur fái að ráða sínum eigin skugga í formannssætinu. En eftir að þetta einkasamtal milli okkar Ólafs fór fram, var uppboðsþingið mikla haldið, með öllum þeim fáránlegu lodd- arabrögðum, sem Sjálfstæðis- flokkurinn gerði sig þá sekan í. Eg má til með að þakka Kjósið E-llstann borgarstjóranum alveg . sér- staklega fyrir að hann skyldi minna mig á fulltrúaráðs- fundinn 9. sept. Bjarni segir í sögulegu yfirhti sínu. „Þessu næst kom hann á fund Sjálf- stæðisfélaganna hér í bæ og fékk sig kosinn í kjömefnd“. Borgarstjórinn man vafa- laust, að ég kom ekki á þenn- an fund fyrr en farið var að ræða tillögu um kjömefnd, sem hann hafði undirbúið. Eg talaði nokkur orð, og benti á það, að Sjálfstæðis- flokkurinn væri að „fara til fjandans“, af því hann hefði svikizt um það hlutverk sitt, að standa gegn öfgum stéttar- flokkanna. Nú væri svo kom- ið, að sjálfstæðisverkafélagi í Hafnarfirði þættu kaupkröfur Einars Olgeirssonar of lágar. Og sjálfur forsætisráðherrann hefði formannsskipti í kjöt- verðlagsnefnd, af því að verð- lagsákvarðanir Páls Zoph. væru of lágar . Upp á þetta var ég kosinn kjömefndina og gæti það bent til þess, að ég hafi meira traust hjá fólkinu en forust- an. Allir vita, að þótt margt vérði að mér fundið, þá hef ég aldrei reynt að ljúga mig út úr neinu. Þessvegna er ekki til neins fyrir Bjarna Bene- diktsson að dylgja um það, að ég hafi setið veizlu hjá Ólafi Thórs, eftir að ákveðið var að ég tæki við Þjóðólfi og gengi í Þjóðveldisflokkinn. Allar dylgjur hans í þessu sambandi eru miklu betur til þess fallnar að vera í skjóðum atkvæðasmalanna. í bréfi því sem ég skrifaði Ölafi Thórs 16. sept. síðastl. og ég skora á hann að birta í heild sinni. sagði ég m. a.: .... Það var ekki fyr en síðastliðinn l&ugardag að tilmæli komu til mín frá útgáfustjóm Þjóðólfs um . að gerast ritstjóri við blaðið. Eg bað um umhugsunafrest .til mánudagskvölds. Síðan fékk ég frestinn framlengd- an þangað til í gærkvöld, og var þá gert út um málið. Á þessum 3 dögum sann- færðist ég enn betur en áður, um það að sá andi sem ég tel Sjálfstæðisflokkn- um til niðurdreps,. hefur gagntekið ýmsa af mestu áhrifamönnum flokksins, bæði utan miðstjómar og innan. Á öðrum stað í þessu úr- sagnarbréfi segir: „Um ástæðurnar til þess, að ég stíg þetta spor, ætla ég ekki að fjölyrða. Eg læt nægja að lýsa því yfir, að framferði flokksins hefur, að mínu áliti, verið . svo á- byrgðarlaust, glannalegt og skrumkennt nú um sinn, að ég tel hann mjög hafa brugðizt hlutverki sínu. Og þar sem ég hvorki hef né vænti þeirrar aðstöðu inn- an flokksins, að geta stöðv- að þann hóflausa hmna- dans, sem stíginn er, verður að taka afleiðingum þess“ ÞETTA skal ég láta nægja, sem svar við grein Bjama borgarstjóra. Ef hann og flokks- menn hans, hefðu fyrr þor- að að taka upp opinberar um- ræður við mig, hefði margt fleira verið komið í ljós um starfsaðferðir og pólitískt sið- gæði mestu valdamanna Sjálf stæðisflokksins. Eg segi það eitt, að ef reyk- vískir kjósendur veita Ólafi Thors, Bjarna borgarstjóra og öðrum helztu J. J.-mönn- um Sjálfstæðisflokksins, braut argengi til aukinna valda eft- ir kosningar, þá em þessir kjósendur að svíkja sjálfa sig. Ef Bjarni Benediktsson held ur að hann geti lifað á því, að hafa síðasta orðið, bá er honum vel komið að ganga upp í þeirri dul, þangað til kosningaúrslitin verða kunn. E-litinn varð ekki þagaður hel. Hann verður heldurekki skrifaður í hel, .þótt .engu verði syarað hér eftir. Þeir, sem hlýða kalli hins nýja tíma fylkja sér um E- istann, ekki síður þótt tvífari Ólafs Thors reyni að neyta aðstöðu sinnar, þegar enginn er til andsvara. FÓLKIÐ er að vakna. For- réttindapólitíkin, klíkuskap- urinn, leynimakkið, stefnusvikr in. Öll þessi skuggalega hersing, líkþrá af kaunum hriflumennsk- unnar, mun hrökkva undan fyr- ir heilbrigðri réttlætistilfinn- ingu fólksins sjálfs. Sá flótti, sem nú brestur í lið hinna pólitískt líkþráu sjúkl- inga hriflumennskunnar, verður rekin, þar til óheilbrigðin verð- ur útlæg gjör úr íslenzkum stjórnmálum! Þótt ráðríkir, valdsjúkir og fjárgráðugir ofbeldismenn tefli fram öllum skriðdrekum rógs- ins, öllum flugvélum blekking- anna og öllu stórskotaliði ósann- indanna, geta þeir ekki hnekkt sigri E-LISTANS. Þeir sem ekki eru haldnir blindu gróðaglýjunnar, sjá hilla undir bætta þjófélagshætti, að yfirstöðnum hörmungum styrj- aldarinnar. Þeir sem ekki eru stirðnaðir í beinserk auðrembingsins, búa yfir þeirri mýkt; hugarins, sem er skilyrði þess að geta tekið við umbótanýjungum. Það er náttúrulögmál, að hii gamla og feiskna hverfur fyr- ir því, sem ber í sér frjómagn nýrrar tíðar. Þess vegna sigrar E-LISTINN. Þjóðveldismenn og aðrir stuðningsmenn E-listans! Eg þakka ykkur fórnfúst starf í baráttu undanfarinna vikna. Munið að enginn má liggja á liði sínu! Tryggjum sigur E-LISTANS! HEILIIR HILDAR TIL ! HEILIR HILDI FRÁ ! Árni Jónsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.