Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 21.10.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 21.10.1942, Blaðsíða 1
Útgeíandi: MUNINN h.í. Algreiðsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörfum. Verð kr. 2.00 á mán- uði. f lausasölu 30 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram. Víkingsprent h.f. EINS og að líkum lætur birti Morgunbl. í fyrradag með feitu letri fjögra dálka fyrirsögn um að 4 sjálfstæðis- menn hefðu náð kosningu hér í Reykjavík. En við hliðina á jjessari fregn var önnur, sem líka stakk í augun. Fyrirsögn- in var ekki nema eindálka, en afar feit: VlSITALAN 250. Þessi dýrtíðarfregn var eins og hæfilegt prófskírteini handa þeim, sem flokkurinn hafði mest hossað í þessum kosning um. Þeir Bjarni Benediktsson, Ólafur Thors og Jónas Jóns- son hafa keppt um að hæla sér af því, að hafa komið þjóðstjórninni sálugu á lagg- imar. Sú stjórn gerði barátt- una gegn dýrtíðinni að höfuð- máli sínu. Hún sveikst svo ræki lega um þetta, að ekki var haf- izt handa fyrr en dýrtíðin var komin upp í 180 stig. Þá var álpazt út í gerðardóminn, þótt öllum hefði átt að vera ljóst, að hann varð ekki fram- kvæmdur og þéssir tilburðir urðu líka þjóðstjóminni of- raun. Nokkra mánuði er unnið í einhliða samstarfi milli Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokksins. Ólafur Thors gefur Framsókn fyrirheit um að hreyfa ekki kjördæmamálinu. Bjami Ben. er í vitorði með honum. Þegar Ölafur getur ekki efnt heit sitt við Framsókn, slitnar enn upp úr samstarfinu. Fyrir kosningar í vor lofar hann, að gerðardómslögin verði fram- kvæmd, þ. e. a. s. að verðlag og kaupgjald haldist nákvæm- lega óbreytt frá síðasta ári. Efndirnar verða þær, að gerðardómurinn er afnuminn. Sjálfstæðismenn rækja síöan kjölfestuhlutverk sitt með því að fara í kapphlaup um mestu öfgar stéttaflokkanna. Fyrst við kommúnistana um kaup- gjaldið. Síðan við Framsókn um verðlagið. Afleiðingin verð ur sú, að dýrtíðin hækkar meira en nokkru sinni fyrr, og er miklu hærri en til þekkist annars staðar í heiminum. Morgunblaðið hefur frá önd- verðu staðið með þeim Ólafi og Bjarna, en þeir hafa alltaf varazt það eitt að styggja Jónas Jónsson og flokksmenn hans. Nú segir prófskírteinið 250. Það næsta er að Ólafur og Jónas mynda stjóm til að berjast gegn dýrtíðinni! Gerist áskrifendur að ÞJÓÐÓLFI Pctr juku aívkæðatölu sína tnesf aflfra ííokkanna ÞJÓÐVELDISFLOKKURINN fékk rúmlega helm- ingi fleiri atkvæði nú en fyrir 3 mánuðum. Hann jók atkvæðatölu sína meira en nokkur gömlu flokk- anna. Kommúnistar voru þeir einu þeirra, sem bættu við sig svo um munaði, en samt var viðbótin minni en hjá Þjóðveldisflokknum. Þrátt fyrir þetta hafa margir stuðningsmenn E-listans orðið fyrir talsverðum vonbrigðum. Það er mjög eftirtektarvert, að fylgismenn flokksins, sem tvöfaldar atkvæðamagn sitt og eykur atkvæðatöluna meira en sá gömlu flokkanna, sem í mestum upp- gangi er, — að ekki sé talað um þá, sem ýmist standa í stað eða tapa, — skuli engu að síður hafa orðið fyrir vonbrigðum. Ástæðan er sú, að vitað er, að flokkurinn á miklu meiri samúð og traust meðal almennings hér í bænum, en í ljós kom við kosn- ingarnar. En fólki var talin trú um, að ekki væri til neins að kasta atkvæðum á þennan nýjá flokk, af því að hann væri ekk- ert annað en samblástur örfárra vandræðamanna, sem enginn vildi nýta. Þrátt fyrir þetta hef- ur flokkurinn nú þegar þriðj- ungi meira fylgi en Framsókn- arflokkurinn, sem fyrir rúmum áratug hafði tvo fulltrúa í bæj- arstjórn Reykjavíkur. hér í Reykjavík. Nú greiða 20164 j kjósendur atkvæði. Aukningin ! er nákvæmlega 10%. Þá fékk flokkurinn rúm 10 þús. atkv. Ef hann hefði haldið fylgi sínu, hefði hann nú fengið rúm 11 þúsund atkvæði. Hann hefur tapað nálega 3000 atkvæðum á undanförnum 5 árum, eða um 30% af fylgi sínu hér í bænum. Á sama tíma hefur fylgi kom- múnista í Reykjavík aukizt úr 2742 atkvæðum upp í .6000 at- kvæði, eða um 122%. Þetta eru tölur, sem tala svo skýru og ömurlegu máli, að það er glæfra- leg léttúð að skella við skolla- eyrum. Löggilt fimmta herdeild“. Flokkurinn, sem hefur tekið að sér að vera „kjölfestan11 í þjóð- félaginu, „flokkur íslendinga“, „víðsýni flokkurinn11, „allra stétta flokkurinn“, tapar upp ! undir þriðjungi fylgis síns, sam- tímis því, að versti öfgaflokk- urinn, handbendi erlends valds, sundrungarflokkurinn, harðvít- ugasta stéttarklíkan meira en tvöfaldar fylgi sitt. Og þetta gerist við þau atvinnuskilyrði, sem fylgismenn Sjálfstæðis- flokksins höfðu trúað, að yrði honum til eflinga, en öfgaflokkn um að sama skapi til niðurdreps. Hvar stæði Sjálfstæðisflokkur- inn í dag, ef hér hefðu verið atvinnuvandræði? Og hvar stendur hann, hvenær sem slíkt ber aftur að höndum? Framh. á 4. síðu. TALNINGU atkvæða er nú lokið í ellefu kjördæmum. At- kvæðatalning fer fram á hverjum degi og verður lokið álaugardag. Um heildarfylgi flokkanna verður vitanlega ekkert sagt enn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað fylgi í þeim kjördæmum, þar sem talningu er lokið, að tveimur undanteknum. Fram- sóknarflokkurinn hefur tæplega haldið í horfinu. Og sama máli gegnir um Alþýðuflokkinn. Sósíalistaflokkurinn hefur aukið fylgi sitt talsvert og Þjóðveldismenn hafa rösklega tvöfaldað at- kvæðamagn sitt, eins og nánar er að vikið á öðrum stað í blað- inu. „Happ ég slapp“. Það er lærdómsríkt að bera vonbrigði flokksins, sem er að vaxa, saman við sigurhrós og trumbuslátt flokksins, sem mest afhroð geldur. Sjálfstæðisflokk- urinn hafði við þingkosningarn- ar 1937 55% af öllum greiddum atkvæðum í Reykjavík. Nú hef- ur hann aðeins 41%. Samt kann þessi hrörnandi flokkur sér eng- in læti yfir „sigri“ sínum. Eftir hverjar kosningar efnir hann til stórhátíðar til að mikl- ast yfir ósigrinum! Þetta er kæti pörupiltsins, sem veit hann hefur unnið til húðflettingar en sleppur með vel útilátinn kinnhest. Við skulum líta svolítið nánar á þetta. Það hefur verið trú Sjálf stæðisflokksins, að honum mundi aukast fylgi að sama skapi sem fleiri gætu orðið efnalega sjálf- stæðir. Undanfarin misseri hef- ur afkoma manna verið betri en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir það hrakar fylgi flokksins stór- lega við hverjar kosningar. Við þingkosningarnar 1937 greiddu 18331 kjósandi atkvæði Úrslit kosninganna í einstök- um kjördæmum er sem hér seg- ir: Reykjavík. Þar voru nú í fyrsta sinn kjörnir 8 þingmenn. Af D-lista, lista Sjálfstæðisflokksins voru kjörnir fjórir menn, þeir Magn- ús Jónsson, .Takob Möller, Bjami Benediktsson og Sigurður Kristj ánsson. Af C-lista, lista Sósíal- istaflokksins voru þrír kjörnir, þeir Einar Olgeirsson, Brynjólf- ur Bjarnason og Sigfús Sigur- hjartarson. Af A-lista, lista Al- þýðuflokksins, var kjörinn einn maður, Stefán Jóhann Stefáns- son. — Atkvæðamagn flokkanna var sem hér segir, í svigum eru atkvæðatölurnar frá 5. júlí 1 sumar: Sjálfstæðisflokkur 8292 (8801) Sósíalistaflokkur 5980 (5335) Alþýðuflokkur 3303 (3319) Þjóðveldisflokkur 1284 (618) Framsóknarflokkur 945 (905) Auðir seðlar voru 211 og ógild- ir 43. JM íllðlt ■' I forustugrein Visis í gær er * m. a. komizt að orði á }>cssa leið: ,,Reynt hefur verið að skelfa kjósendur með því að þessu sinni, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi taka upp samvinnu við Framsókn að kosningum af- stöðnum. Ekkert virðist þó ótta- Legt við það, enda veltur á öllu hvemig um hnútana yrði búið, ef til slíkrar samvinnu kæmi. Bkiftir þá ekki út af fyrir sig máli, hvaða fulltrúar tækju sæti i ríkisstjórninni fyrir hönd flokkanna, heldur hitt, að heil- brigt samstarf, sem miðar til þjóðarhags, verði trygt. Það er rétt sem Jónas Jónsson sagði fyrir kosningarnar, að ekki ' skifti það máli hvort mennim- ir, sem í ríkistjómina veljast.. séu rammir að afli, heldur verða þeir að vera, andlega styrkir og heilbrigðir, þannig að þjóðin treysti þeim, til alls hins bezta í hverju máli.” * Nú má taka munnin fullan — kosningum er lokið. Nú er það ekki óttaleg tilhugsun að vinna með Framsókn, þótt ekki mætti minnast á slíkt fyrir kosningar. Og það skiptir held- ur ekki miklu máli, hvað mennirnir heita, sem verða í 3tjóm- með Ölafi — ekki núna eftir kosningar. Jónas er ekkí lakara nafn en hvað annað. Hvernig líkar kjósendum 3j álfstæðisflokksins þetta ? Hafnarfjörður. Kjörinn var Emil Jónsson, frambjóðandi Alþýðuflokksins, með 912 atkvæðum. Þorleifur Jónsson, frambjóðandi Sjálfstæð isflokksins, hlaut 748 atkvæði, Sigríður Eiríksdóttir, frambjóð- andi Sósíalistaflokksins, 202 og Jón Helgason, frambjóðandi Framsóknarflokksins, 37 at- kvæði. — Auðir seðlar voru 44 og ógildir 10. í kosningunni í sumar var fylgi flokkanna sem hér segir: Alþýðuflokkur 933, Sjálfstæðis- flokkur 756, Sósíalistaflokkur 160 og Framsóknarflokkur 75 atkvæði. ísafjörður. Kosningu hlaut Finnur Jóns- son, frambjóðandi Alþýðu- flokks, með 628 atkvæðum. Björn Björnsson, frambjóðandi Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.