Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 21.10.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.10.1942, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR 3 Náttúrufræðingurinn Frarohald af 2. síðu. ar jurtategundar. Fann Ingólfur hana í grasaferð um Suðureyjar á Breiðafirði. Jurt þessi er arfaættar og vill Ingólfur nefna hana flæðar- búa. Af fremur fágætum jurtum, sem Ingólfur fann í þessari rann- sóknarför, nefnir hann Keldustör, skriðstör og móastör. Náttúrufræðingurinn er eitt hið þarfasta rit, sem gefið er út hér á landi. Er þar jafnan að finna marg- víslegan fróðleik um náttúru lands- ins og dýralíf. Hefur ritið flutt stór- merkar greinar um náttúrufræðileg efni, miðaðar við alþýðuhæfi, auk fjölmargra vísindalegra ritgerða. — Útgefandi ritsins er Náttúrufræðis- félag íslands en ritstjóri Jóhannes Áskelsson, jarðfræðingur. ooooooooooooooooo BÆKUR sem eru alveg að hverfa: Tvær af elztu ljóðabókum Jó- hannesar úr Kötlum, Bí bí og blaka og Ég læt sem ég sofi (6.00 og 4.00). — Sagnakver Vikuritsins, með kápu (5.00. — Lássarónar eftir Sigurð Haralz (3.75). Höfum jafnan mikið úrval af mjög ódýrum bókum, skáldsög- ur, Ijóðabækur, æfisögur, ferða- minningar, námsbækur o. fl. BÓKABÚÐIN, Klapparstíg 17 (milli Hverfisg. og Lindargötu). Fyrst þér haííð nú efní á því, þá rekíd óþrífn- aðinn á dyr Fll límneiid i uerðlnosnÉi hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á smjörlíki: í heildsölu ..... kr. 4.35 í smásölu........ — 5.10 Reykjavík, 20. október 1942. Dómnefnd í verðlagsmálum. Kápnbúðin, uugavegi 35, selur nokkrar kápur með faekífaerísverði. Ódýrar kvenföskur, verð frá 50 krónum. TAUBÚTASALAN STENDUR AÐEINS TIL LAUGARDAGS, Mjög $óðír kúfar, sérsfakar henfugír í Kápur á unglínga. Útslöuverð á enskum og amerískum vindlum má eigi vera hærra en hér segir: Golfina Perfectos 25 stk. kassi. kr. 40,00 — Londres 50 — — — 61,25 — Conchas 50 — — — 46,25 — Royal Cheroots 100 — — — 55,00 Wills’ Rajah Perfectos 25 — — — 20,00 Panetelas (Elroitan) 50 — — — 47,50 Cremo 50 — — — 42,50 Golfers (smávindlar) 50 — — — 21,90 Do. — 5 — pakki — 2,20 Piccadilly (smávindlar) 10 — blikkaskja — 2,75 Muriel Senators 25 — kassi — 25,00 — Babies 50 — — — 32,50 Rocky Ford 50 — — — 36,25 Van Ribber 5 — pakki — 2,50 Le Roy 10 — — — 5,00 Royal Bengal 10 — — — 3,75 Utan Reykjavíkur og Hafnarf jarðar má útsölu- verðið vera 3% hærra en að framan greinir, vegna flutn ingskostnaðar. Tóbakseínkasala fíkisins* Llndarpennar við hvers manns hæfi. Fallegir — góðir. Allir unglingar, sem stunda nám, þurfa að eiga góðan lindarpenna. BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDAR. Útibúið Laugaveg 12 hendur. Er vér lítum aftur um farinn veg, sjáum vér, að leiS- in hefur legiS úr heiðríkju inn í dimma þokubakka, úr grösugri hlíð niður hrjóstrugt einstigi í áttina til eyðihrauns. í stað þess áð stofna til heil brigðs samlífs einnar þjóðar. halda við siðgæði og verð- mætri menningu, efla og styrkja þjóðarheildina, unz hún yrði met það, er úrslit mála skyldu miðast við, hefur verið stofnað hér til styrjald- arástands, óblóðugrar borgara styrjaldar, sem stöðugt magn- ast og færist í aukana, í stað vopa kemur lyga-áróðurinn. hiö andlega eiturgas, misbeit- ing allrar aðstöðu, hver og einn telur það nú skyldu sína að láta kné fylgj^ kviði, ef það tekst að koma andstæðing af fótunum með klækibragði. Bak við stjórnmálaflokkana í landinu leynast harðdrægar klíkur manna, sem hafa fyrir löngu misst sjónar á öðru en tölustöfum þeim, er þeir bóka með gróða sinn af valdabrölt- inu. En málsvarar stjórnmála flokkanna sveitast blóðinu við að telja okkur trú, að blint fylgi við þá og bakhjarla þeirra sé hin eina von þjóðar- innar um gæfu og gengi. Ömurlegasta viðhorfið hefur mér ávallt þótt sú andlega upp dráttarsýki, sem lagzt hefur eins og mara yfir umboðs- menn þjóðarinnar, alþingis- mennina. Er Alþingi var end- urreist í Reykjavík öldina sem leið, 'voru þeir þjóðkjörnir þingmenn, og var lagt þeim á herðar að koma fram sem málsvarar þjóðarinnar gagn- vart hinu erlenda umboðs- valdi. Nú er öldin önnur og hlutverk þingsins hefur tekið miklum breytingum í meðför- unum. Nú eru valdir þangað menn, sem hafa valið sér það hlutskipti að vera málsvarar klíkunnar bak við flokksstjórn ina gagnvart þjóðinni. Nú taka þeir við umboði þjóðar- innar en beita því í þágu nokkurra hundraða forréttinda manna. Það hlýtur að vera eitthvað meira en l*tið bogið við fólk, sem velur sér slíka umboðsmenn hvað eftir annað. Þegar augu manna opnast fyrir misréttinu í þjóðfélaginu. ber hverjum manni skylda til þess að hefjast þegar handa um virkt viðnám og tilraun til umbóta, bæði gagnvart sjálf- um sér, löndum sínum og ekki sízt gagnvart arftökunum, hinum óbornu kynslóðum, sem eru líka þjóðin. Þjóð vor er annað og meira en vér, sera nú lifum; þjóðin er hugtakið yfir afrek látinna, lifenda og óborinna landa vorra. Þegar lélegur húskofi brennur eru allir áhorfendur boðnir og búnir til þess að aðstoöa við að slökkva eldmn og bjarga því úr bálinu, sem bjargast kann. Hver vil nú standa að- gerðalaus og horfa á þjóðfé- lag vort verða þeim eldi að bráð, sem stafar af íkveikju- sprengjum flokksræðispostuL anna sem leynt og ljóst hafa unnið markvíst að því að egna hverja höndina upp á móti annarri? Sjálfstæðismálið hefur fleiri hliðar Eins og áður segir átti áð verja sambandsárunum til \ undirbúnings að heilbrigðu þjóðfélagi. Þegar íslenzka rík- ið varð fullvalda var einni hlið málsins lokið, þeirri er að erlendu ríki sneri. Eftir var þá að gera þjóðina sjálfstæða í hennar eigin landi. En hvar er sjálfstæði landsmanna nú? Þeir, sem vilja leita nógu vel. geta fundið það 1 vasa manna sem hafa sölsað midir sig völd í þjóöfélaginu með dyggri aöstoð grunlausra manna, er ekki voru búnir að átta sig á því, að til þess að vera sjálf- stæður er ekki nóg að heita það. Þjóð, sem hefur verið kúguð og undirokuð í hálfa sjöundu öld, er ekki gerð sjálf- stæð með undirskriftum nokk- urra manna undir samning. Sú þjóð á langt í land um að læra áð vera sjálfstæö. Til þess þarf nám og. æfingu. Þetta vissi hver maður 1918 og þetta á hver maður að vita nú. En því þyngri er sök þeirra manna, sem hafa tek- izt á herðar að hafa forustu þjóöarinnar í þessum málum að þeir hafa misbeitt trausti landsmanna og hafa leitt þá i bróðurlega sameinaðir undir ok hriflumennskunnar, sem er lanamein hvers þess þjóðfélags er verður fyrir þeirri ógæfu að sýkjast af þessum þjóð- hættulega kvilla. Til þess að íslenzka þjóðin geti orðið sjálf stæð og til þess að hún megi halda fullveldi lands síns er ó- ; hjákvæmilegt að hefja nú þeg- ar andlegar hreingerningar. íslendingar verða að uppræta hriflumennskuna úr þjóðlífinu áður en hún verður jafn erfiö viðureignar og lúsin. Geitum er nú þegar útrýmt, látum hriflumennskuna hverfa næst. Að þvL loknu verður hægra um vik áð verjast og Byggja út öðrum ófögnuði. Þetta er lífsnauðsyn þjóðarinnar. ís- lenzka þjóðríkið entist nærri 400 ár þar til Sturlungaöldin fyrri reið því að fullu. Vér höfum enga tryggingu fyrir þvi, að hin nýja Sturlunga- öld þurfi að standa yfir miklu lengur til þess að sagan endur taki sig. B. B.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.