Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 26.10.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 26.10.1942, Blaðsíða 4
ÞfttD’OIFDR Mánudagui' 26. okt. 1942 Framhald af i. sídu á jörðinni. Reipdrátturinn milli stéttanna sé þar með úr sögu og þjóðfélagið „alfriðað“ á grundvelli fullkomins jafnrétt- is. Staðreyndirnar mæla gegn þessari fullyrðingu. Það er að vísu hægt að afnema forrétt- indastéttir „auðvaldsþjóðfélag- anna“ og stofnsetja „alræði ör- eiganna“. En að skömmum tíma liðnum hefur skapazt ný forrétt indastétt í slíku þjóðfélagi. Það er embættisstéttin og skrifstofu lýðurinn, sem nú hefur allt ráð verkalýðsins í hendi sér og er hin ráðandi stétt í þjóðfélaginu. Það er að vísu ekki um að ræða sambærileg átök milli stéttanna í þjóðfélagi kommúnismans eins og í „lýðræðis“þjóðfélagi auð- valdsheimsins. Slík æfintýri leyfast ekki þar. Aðeins einn stjórnmálaflokkur hefur leyfi til að starfa og málfrelsi, rit- frelsi og fundafrelsi falla þeim einum í skaut, er leggja vilja valdhöfunum liðsyrði. HVERNIG Á AÐ BINDA ENDI Á BORGARASTRÍÐIÐ? Það er knýjandi úrlausnarefni að friða þjóðfélagið. Hver stétt á sinn rétt — en ekkert þar fram yfir. Og það er eðlilegt, að sér- hver þeirra velji sér málsvara til að sækja og verja málin. Þess vegna eru stéttaflokkar eðlileg og sjálfsögð fyrirbrigði i nútíma þjóðfélagi, sem ekki vill lúta þeim miðaldalegu lögmálum að selja einni stétt algera forrétt- indaaðstöðu á kostnað hinna. Hins vegar ber brýna nauðsyn til að sníða þessum flokkum á- kveðinn stakk. Ef þeim á að leyfast fullkomið olnbogarúm til að undiroka aðrar stéttir, þrengja kosti þeirra og skatt- leggja landslýðinn í þágu styrj- aldarreksturs síns, er ríkið of- beldisríkj og stjórnarfarið háð lögmálum stigamennsku og ráns skapar. Úrlausnarefni framtíðarinn- ar er því að stofnsetja réttar- ríkið á rústum ofbeldisríkisins. Það verður aðeins gert með því að stofnsetja í þjóðfélaginu hinn þjóðræðilega, þriðja aðila, sem fer með umboð þjóðarheildar- innar, hefur úrskurðarvald í öllum almennum málum, trygg- ir réttlæti og hindrar órétt. Sér- hver stétt og sérhver hagsmuna- hópur verður að leggja málin undir þennan óháða dóm. Þess vegna eiga þær rétt til málsvara eins og hver sá, sem þarf að sækja eða verja mál fyrir dóm- stólum. Alfriðað þjóðfélag, þar sem réttlæti og friður skipar þann sess, er ofbeldið og styrj- aldarhyggjan hafa nú lagt undir sig, er óhugsandi nema á grund- velli þjóðræðisins. Þe$ar þjóðstjórnín fæddísi Framhald af 3.' síðu. fylgjumenn miklir og mun hvorugur hafa dregið úr kappi Olafs. Kom svo að lokum, að ekki var annað sýnna en flokkurinn sundraðist. Á síðustu stundu var geng- ið á milli. Ólafur hafði, þegar fram í sótti, eins atkvæðis meirihluta í flokknum, 9 á móti 8. En þessir 9 menn lýstu því yfir, aö1 þeir mundu ganga til samstarfsins, þótt við hinir skærumst úr leik. Ætl un Ólafs var sú, að Magnús Jónsson færi í stjórnina með honum. Hafði Magnús margt til þess að bera að taka sæti í stjórn, þar sem meira mundi reyna á samningslipurð og lundgæði en skaflajámaða stefnufestu.. Því Magnús er ljúfmenni mesta og svo ó- venjulega gáfaður maður. að honum liggja flestir ’nlutir í augum uppi, að því 'er virðist mjög fyrirhafnarlítið. Hann er svo v iðsýnn maður, í fyllstu merkingu þess orðs, að þar sem flestir sjá aðeins eina leið, getur Magnús bent á tiu. Þess vegna er hann tilvalinn leiðbeinandi, þótt ekki sé hann leiðtogi aö sama skapi. Því gallinn á þeim, sem sér ótal útvegi, þar sem aðrir sjá að- eins einn, er sá, aö þeim hættir við að „taka allt í mál“, líka þá leiöina, sem ekki er bezt valin. Nú stóð svo á, að grundvöll- ur þeirrar samvinnu, sem hin- um þrem „ábyrgu“ var gert aö styðja, var setning gengis- laganna. Magnús Jónsson var einn í hópi þeirra 9 sjálfstæð- ismanna, sem gengislögin samþykktu. Þótt löggjöf þessi væri vel séð í hópi útgeröar- manna, fór því fjarri, að hún ætti fylgi að fagna meðal Ikjósenda höfuðstaðarins al- mennt. Verkamenn höfðu , ekki gleymt því, að Alþýöu- flokkurinn hafði tekið af skar ið um þáð, að hann gengi al- drei inn án gengislækkun. Verzlunarstéttin, sem dyggi- legast hafði stutt Sjálfstæöis- flokkinn, stóð svo að segja ó- skipt gegn gengisfellingunni. Þeir, sem fastast stóðu að starfinu, skildu þaö réttilega að hin nýja stjórn gat aldrei orðið þjóðstjórn í meðvitund almennings, ef sýnt væri að fjölmennar stéttir væru í beinni andstöðu við hana. i Einkenni samsterfsins áttj ein Nýjjar bækur Frh. af 1. síðu. Sá ég svani, nefnist nýútkom- ! in barnabók éftir Jakobínu John- j sen. Þetta. eru tuttugu smáljóó, einkar snotur og viðfeldin, og fylgir hverju ljóði lagleg mynd eftir Tryggva Magnússon. ) Bókin er prentuð í hinni nýju ! prentsmiðju Hólar h.f. frágang- ■ ar hennar er ágætur og vel við hæfi. — Útgeíandi er Þórhallur Bjarnason. I .i-- * * • Tíunda ungmeyjabókin eftir Margit Ravn er nú komin á mark a in í íslenzkri þýðingu. Nefnist hún Hagnheiður. Þorsteinn M. Jónsson á Akureyri gefur bækur þessar út, en Helgi Valtýrsson þýoir. Þær hafa átt miklum vin- sældum að fagna meðal stálp- aíira; telpna, en þeir, sem betur hafa þótzt vita en hinir ungu lesendur, hafa gagnrýnt þessar bækur fyrir ýmsa hluti, einkum fyrir óvandað mál. i * * * Að fáurn dögum liðnum er vænianleg á markaöinn ný ljóða- bók eftir Jón úr Vör. Nefnist hún Stund milli stríöa og skipt- ist í þrjá hluta: Á tvo strengí, Ást og bióm og Heljarslóð. — Fyrir nokkrum árum kom út fyrsta Ijóöabók Jóns, Eg ber að , dyrum. Þótti höíundurinn, sem þá var kornungur, fara vel af 1 stað og vera liklegur til þroska. I Hin nýja bók Jóns er fimm ! arkir af stærð og hefur að geyma 37 kvæði. — 150 eintök af henni verða tölusett og seld skrásett- um áskrifendum fyrri bókarinnar á bókhlöðuverði, * Sumra þessara bóka verður nánar getið hér í blaðinu, þegar færi gefst. mitt að vera það, að jafnt til- lit yrði tekið til allra stétta, flokka og félagsheilda. Þáö var játað, aö viöurhlutamik- iö væri, að leggja út í sam- stjórn, sem hefði í för með sér óhjákvæmilegar tilslakan- ir frá baráttumálum flokk- anna, án þess tryggð yrði frið samleg og nokkurn veginn velviljuð afstaöa höfuðstaðar- ins. Að sjálfsögðu var þetta viðurhlutamest fyrir þann flokk, sem vegna langvinnrar andstöðu við valdhafana, hafði borið skarðan hlut frá borði. Sjálfstæðisflokknum var lífs nauðsyn að sætta kjósendur sína í Reykjavík við þátttök- una í hinni nýju stjórn. Magn ús Jónsson yar 1, þingmaður kjördæmisins og hafði tjj skamms tíma verið eftirlait> isgoð sjálfstæðiskjósenda. Með fylgi sínu við gengislækkun- ina og afstöðu sinni til sam- starfsins yfirleitt, hafði hann komið sér út úr húsi hjá kjós- endum sínum. Krislmann öuðmundsson rílhöfundur FÖSTUDAGINN 23. þ. m. varð Kristmann Guðmundsson rithöfundur fertugur. Kristmann hóf rithöfundarferil sinn snemma. Á unga aldri gaf hann út ljóðabók en réðst litlu síðar í víking. Var hann þá fátækur af fé en ríkur af þreki, bjartsýni og trú á framtíðina. Fóru leikar svo, að Kristmanni tókst á furðu skömmum tíma að ryðja sér braut og afla sér frægðar og frama. Hann tók að rita bækur á norskri tungu og varð með skjótum hætti víð- kunnur rithöfundur, ekki aðeins á Norðurlöndum, heldur víða um heim. Höfðu bækur hans verið þýddar á tuttugu tungumál fyrir stríð og hvarvetna hlotið hina lofsamlegustu dóma. Kristmann er nú alfluttur til ættjarðarinnar á ný. Hefur hann reist sér hús 1 Hveragerði og hyggst að njóta þar næðis og kyrrðar við ritstörf sín. Nú í vetur er væntanleg á markaðinn ný skáldsaga eftir hann, er nefnist „Nátttröllið glottir“. Kosningaúrslii Gullbrmgu- og ii,jósarsýsla. K.jörinn var Ólaiur Thors (S), meÖ 12tí6 atkvæðum. Guðmundur 1. Guömundsson (A) fékk 577, Þórarinn Þórarinsson (F) 349 og Guöjón Benediktsson (Só) 280 atkvæði. Auoir seðlar voi-u 18 og ógildir 25, 1 kosningunum í sumar var fylgi flokkanna sem hér segir: Sjálfstæðisflokkur 1247, Alþýðu- flokkur 548, Framsóknarflokkur 334 og Sósíalistaflokkur 215 at- Snæfellsnes- og Mnappadalssýsla. Kjörínn var Gunnar Thorodd- sen (S) með 762 atkv. Bjarni Bjarnason (F) fékk 726, Guð- mundur Vigfússon (Só) 86 og Ólafur Friðriksson (A) 81 atkv. í kosningunum í sumar var fylgi flokkanna sem hér segir: Framsóknarflokkur 648, Sjálf- stæðisflokkur • 578, Alþýðuflokkur 158 og Sósíahstaflokkur 60 atkv. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú unnið kjördæmið af Framsóknar- flokknum, en hann náði því úr höndum Sjálfstæðisflokksins I sumarkosningunum. Komu þau úr slit alhnjög á óvart og þótti ekki líklegt að um varanlegan sigur Framsóknarflokksins væri að ræða. Dalasýsla. Kjörinn var Þorsteinn JÞor- steinsson (S) með 373 atkv. Pálmi Einarsson (F) fékk 303, Jóhannes Jónasson úr Kötlum (Só) 32 og Gunnar Stefánsson (A) 9 atkvæði. — Auðir seðlar voru 5 og ógildir 9. 1 sumar var fylgi flokkanna sem hér segir: Sjálfstæðisflokkur 357, Framsóknarflokkur 307, Sósi alistaflokkur 33 og Alþýðuflokk- ur 13 atkvæði- Ríki Þorsteins sýslumanns stendur því traustari fótam nú en í sumar Barð astr andaxsýsla, Kjörinn var Gísli Jónsson (S) með 695 atkvæðum. Bergur Jóns- son (F) fékk 565, Helgi Hannes- son (A) 126 og Albert Guðmunds son (Só) 97 atkvæði. — Auðir seðlar voru 8 og ógildir 6. s I sumar fylgi flokkanna sem hér segir: Sjálfstæðisflokkur 610, Framsóknarflokkur 548, AI- þýðuflokkur 126 og Sósíalista- flokkur 83 atkvæði. Vestur-Isafjarðarsýsla. Kosningu hlaut Asgeir Ásgeirs son (A) með 384 atkvæðum. Halldór Kristjánsson (F) fékk 351, Torfi Hjartarson (S) 350 og Gunnar össurarson (Só) 20 at- kvæði. — Auðir seðlar voru 3 og ógildir 4. I kosningunum í sumar var fylgi flokkanna sem hér segir: Alþýðuflokkur 460, Framsóknar- flokkur 345, Sjálfstæðisflokkur 197 og Sósíalistaflokkur 10 atkv. Noröur-ísafjarðarsýsla. Kjörinn var Sigurðnr Bjama- son (S) með 611 atkv. Barði Guðmundsson (A) fékk 392, Kristján Jónsson (F) 127 og Að- albjörif Pétursson (Só) 41. — Auðir seðiar voru 2 ógildir 8. 1 kosningunum í sumar var fylgi flokkanna sem hér segir: Sjálfstæðisflokkur 611, Alþýðu- flokkur 432, Framsóknarflokkur 148 og Sósíalistaflokkur 7 at- kwæði. Talað upp úr ísvefni DAGBLAJDIÐ Vísir segir í ritstjórnargrein, að flokk ur Þjóðveldismanna sé dauð- ur flokkur hér í Reykjavík. Þó hefur flokkurinn tvöfaldað atkvæðamagn sitt á iþrem mán uðum. Hins vegar hefur Sjálf- stæðisflokkurinn, flokkur Vís- is, tapað yfir þúsund atkvæð- um síðan í vetur og nálega 3000 atkvæðum síðustu fimm árin. Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í vonlausan minni- hluta i Reykjavík. Hann hafði aðeins 41% af atkvæðamagn- inu við kosningarnar nú í þessum mánuði. En í annarri ritstjórnargrein segir Vísir. að flokkurinn megi ekki við fylgistapi, ,,ef hann á að halda meirihluta” í bænum! Hvern- ig á að skilja svona skrif? Hljóta þeir ekki að tala upp úr svefni, Vísismenn?

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.