Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 02.11.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 02.11.1942, Blaðsíða 1
Útgefandi: MUNINN Afgreiðsla og auglýsingar: Lauíásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörfum. Verð kr. 2.00 á mán- uði. í lausasölu 30 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram. Víkingsprent h.L íl. árg. * Saga nm Einu sinni 'var því trúað, að guðirnir byrjuðu á því að svifta þann vitinu, sem þeir ætluðu að tortíma. En það er langt síðan þetta var og allt útlit á að breæðri stöðum. Morgunblaðið er ytt hafi verið um „taktik“ á talsverð vísbending í þessa átt. Sunnudaginn 25. október er þessi skjólstæðingur æðri mátt- arvalda þessa heims og annars eitt glenniverk eyrnanna á milli yfir sigri lýðræðisins í undanförnum kosningum. Blaðið veit hverjum það á að þakka þann sigur og líka hverjum það á að kenna, að sigurinn varð ekki ennþá glæsilegri. Blaðið' segir: „Lausn kjördæmamálsins hef ur þvi oröið glæsilegur sigur fyrir lýðræðið í landinu. Þetta er mikið fagnaðarefni þeim mönnum og flokkum, sem börðust fyrir framgangi þessa réttlætismáls. Sérstakiega fagnar Sjálfstæðisflokkurinn þessari niðurstöðu, því það voru aö lokum hans tillögur í kjördæmamálinu, sem sigr- uðu. Sjálfstæðisflokkurinn vildi á engan hátt rýra vald hinna dreifðu kjördæma, og taldi að ná mætti fullu rétt- læti með hlutfallskosningum í tvímenningskjördæmum. Reynslan hefur sannað að þetta var rétt“. Síðan bætir bláðið viö: „Ilér í Heykjavík var á ferð- inni klofningslisti (E-listinn), sem ætlað var þaö eina hlut- verk, að draga til sin kjósend- ur Sjálfstæðisflokksins og rýra þar með atkvæðamagn flokks- ins. Vitað er, að mörg hundr- uð kjósendur sjalfstæðis- manna greiddu þessum sprengilista atkvæði, er öll urðu dauö. En hver varð af- leiöingin? Hún varð sú, að Stefán bóndi Steíansson í Fagraskógi var felldur frá þingsetu, en í hans stað kjör- inn kommúnistinn Sigurður Thóroddsen! Á Þennan eftir- minnilega hátt tókst þeim Þjóðólfsmönnum að „stöðva strauminn til vinstri!" (Let- urbreytingar hér). Eg ætla ekki að fara mikið út í aö ræða um hlutfalls- kosningarnar í tvímennings- kjördæmunum. Morgunblaöiö veit aö ég hef skrifaö meira um þaö mál en nokkur annar maður. En það kemur ekki auga á, að ég hafi átt neinn annan þátt í þessum málum', ! en aö fella Stefán í Fagra- 1 skógi frá kosningu. Nú ætla ég aö leggja fyrir stuttorða skýrslu um afstöð- j una til kjördæmamálsins eins ^ og hún var um síðustu ára- ^ mót. Menn geta svo sjálfir gert sér í hugariund, hvar i Sjáífstæðisflokkurinn hefði ■ verið á vegi staddur, ef Ölaf- ' uv Thors og nánustu fylgis- i fiskar hans hefðu fengið að ! ráða. | j Næturfundur hjá Ólafi Thors. | Það mun hafa verið fóstu- , dagskvöldið 16. janúar síðast ' liðinn, eða öllu heldur aöfara nótt laugardagsins 17. — því klukkan var farin að ganga eitt um nóttina — að Jóhann Hafstein framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hringir til mín og spyr mig, hvort ég geti komið á skyndifund heima hjá Ólafi Thors. Eg var á fótum og kváð mér ekkert aö vanbúnáði. Nokkrum mín- útum seinna sat ég í bíl með Bjarna Benediktssyni, Valtý Stefánssyni og Jóhanni og var ekið heim til Ólafs. Seinnipartinn þennan föstu dag var ég staddur á skrif- stofu Morgunblaðsins. Fékk ég þá boð um að koma á fund, sem skotið hafði verið á, uppi á skrifstofu borgarstjóra. Eins og menn muna áttu bæjarstjórnarkosningar aö fara fram 25, janúar. Um ára- mótin höfðu prentarar gert verkfall. Alþýöuflokknum hafði tekizt aö koma ár sinni svo fyrir þorð, áð Alþýðublaö- iö var eina blaðið í bænum, sem út kom aö venjulegum hætti. Áður en bráöabirgða- lögin um gerðardóminn voru gefin út, var ráðherrum Sjálf- stæðisflokksins bent á, að þeir yröu að setja það skilyrði, aö það væri í þeirra hendi, að fresta bæjarstjórnarkosning- unum, ef- nauðsynlegt yrði taliö. Framsóknarráðherram- ir höföu fekið þessu fjarn. Þeir Ólafur og Jakob höfðu gefizt upp við það og voru bráðabirgðalögin gefin út, án þess aö Sjálfstæöisflokkurinn hefói nokkra tryggingu fyrir, að fá bæjarstjórnarkosning- unum frestáð, hváð sem við lagi. Eftir því sem nær drög kosn ingunum, urðu kröfurnar um frestunina háværari. Og kom svo, aö þeir Ólafur og Jakob sáu, að þeir yröu aö fullnægja þessari kröfu, hvað sem taut- aði. Á síðdegisfundinum 16. janúar skýrðu þeir frá því, að þessa næturfundar væri það að ! Framsóknarflokkurinn krefð- ist þess, að sjálfstæðismenn féllu frá afgreiðslu kjördæma ! málsins á þinginu og vildi hann nú heyra undirtektir manna. Mig brast þolinmæði til áð hlusta á þeíta tal og lýsti því yfir, að ég sem miðstjórn- armaður í Sjálfstæðisflokkn- um léti ekki bjóða mér aö taka þátt í umræðum um aö svíkja höfuðstefnumál flokks- ins. Gekk ég síðan,,út í for- stofu og ætlaöi beina leið heim. En Ólafur kom á eftir mér og sárbændi mig að koma inn aftur. En áður en mörg augnablik vora liðin tók Ólafur aftur áð klifa á því sama. Fór ég þá tafar- • laust, og voru ekki gerðar • neinar tilraunir til að hefta för mína að því sinni. j Laugardagurinn 17. janúar var svo haldinn fundur í flokksráði Sjálfstæðisflokks- ins. Auk miöstjórnar og þing- manna eiga sæti í flokksráð- inu m. a. frambjóðendur flokksins frá slðustu kosning- um. Þessi flokksráðsfundur Framh. á 4. sffiu. Þingsœií Þfód- veldísmanna MÍLPÍPUR Sjálfstæðismanna hafa lýst þeirri „sök“ á hendur Þjóðveldismanna, að þeir hafi fellt Stefán i Fagraskógi frá þingsetu. Kemst Morgunblaðið að þeirri niðurstöðu, að væri at- kvæðamagni Þjóðveldismanna bætt við atkvæðatölu Sjálfstæðis- flokksins, þá hefði Stefán Stefáns- son náð sæti sem uppbótarþing- maður fyrir flokkinn. Það verður ekki fjölyrt um þennan barnaiega málflutning hér. En Morgunblaðinu skal ,bent á það, að kjósendur Þjóðveldis- flokksins eru ekki fylgismenn Árna frá Múla sem fyrverandi miðstjórnarmanns í Sjálfstæðis- flokknum, heldur er það fólk, sem snúið hefur baki við gömlu flokkunum og mun undir engum kringumstæðum Ieita til þeirra á ný. Það er- því alveg ástæðu- laust fyrir Morgunbiaðið að reikna Kveldúlfi þetta fylgi. Og á það skal minnt, að Þjóðveldis- menn hafa engan mann fellt frá kosningu, heldur varð þeim ekki auðið þess þingsætis, er þeim ber skýlaus réttur til. Veldur því kosningafyrirkomulag, sem enn er áfátt þrátt fyrir nýlegar endurbætur. svik þeir heí'ðu skrifað Hermanni forsætisráðherra að þedr mundu fara úr ríkisstjórninni, ef frestunarkröfunni yrði ekki fullnægt. Þessi fráfararhótun hafði svo orðið til þess, að teknar höfðu verið upp um- ræður um lausn skattamál- anna. Tilefni þessa síðdegis- fundar miöstjórnarinnar, sem skotið hafði verið á með mjög litlum fyrirvara, og var því illa sóttur, var það, að skýra frá því, að samkomulag hefði náðst um frestunina, að því tilskildu, að samkomulag yrði um þau frumdrög að skatta- lögum, sem rædd hefðu verið í ríkisstjórninni, og skýrt var frá stórum dráttum. Eini maðurinn, sem veru- legum andmælum hreyfði gegn þeirri lausn skattamál- anna, sem um var rætt, var Pétur Magnússon. Eg lýsti því yfir fyrir mitt leyti, aö málið væri flóknara en svo, að ég gæti áttað mig á því til fulln- ustu, svona í snarkasti, Ósk- aði ég því að fjánnálaráð- herra segði til um, hvort þetta bráðabirgðasamkomulag væri þess eðlis, að hægt væri að bera málið fram nafni Sjálf- stæðisflokksins á grundvelli þess. Jakob jankaði þessu. Annars var höfuðröksemdin sú, að Framsóknariiokkurinn mundi leysa skattamálin meö vinstri flokkunum, ef ekki yröi gengið að þessu bráða- birgöasamkomulagi. Þegar ég fór af þessum síðdegisfundi, j vissi ég ekki annað, en aö þáð ! tvennt væri klappað og klárt að bæjarstjórnarkosningun- um yrði frestað og samkomulag fengið um lausn skattamál- anna, sem eftir atvikum mætti telja viðunandi. Mig grunaði ekki, að frekari bögg- j ull ætti að fylgja skammrif- inu. Dapurleg aðkoma. Þegar við komum heim til Ólafs um nóttina lá Jakob endilangur á legubekk og virt ist vera lasinn. Ólafur sat í hægindastól, þreytulegur. Áð- ur en hann skýrði frá tilefni þess að menn væru kallaöir saman um hánótt, strauk hann sér hvað eftir annað um höfuðið, og hafði einhver orð um það, hvað hann væri orðinn stein uppgefinn á þessu bölvuðu stappi. Þaö var auðfundið á öllu, að eitthvað leiðinlegt var á seiði. Og svo sprakk bomban. Ól- afur skýrði frá því, að tilefni Hedda Hinrik Ibsen hefði stundum getað sagt likt og Gröndal: „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja1!. Yfirleitt er óhætt að fullyröa, að margt af því, sem viö teljum hafa mest gildi í bók menntum og listum, hefði al- drei fengiö búning, ef höfund- j urinn hefði forðast aö láta neitt frá sér fara, sem ekki lægi öllum í augum uppi eins og „tveir og' tveir eru fjórir“. Ef engum manni væri neitt gefið, nema hin „jarðneska skynjan“ hlutanna, sem Snorri talaði um, væri alli’i list ofaukið. Þá væri „fallegt þegar vel veiddist“ og annars ekki. Þá ómakaði sig enginn 1 að Gullfossi, nema einn og einn verkfræðingur til að j mæla hestöflin. Engmn kæmi ' að Geysi til annars en áð meta hitaeiningar. Enginn liti á Esjuna, fyrr en sannaö væri að hún væri full af gulli og aluminium. Enginn hrifist af sólarlaginu, nema af því aö kvöldroðinn héti góðu um fiskþurrk og heyþerri næsta dag. Já, og enginn liti á kven- mann nema skiiríki lægi fyr- ir, að þetta væri fyrirtáks bú- kona. Ekki var hún Hedda okkar Gabler mikil búkona. Aldi'ei hafði hún hendi drepið í kalt vatn. Það er alveg óvisst. Gabler hvort hún hefur kunnað að stoppa sokk, eða hræra 1 grautarpotti. Hún var að þeys- ast út um allar trissur á gæö- ingunum hans pabba sins, þegar skikkanlegar stúlkur fóru á síldarnámskeið. Svo var hún fjandanum einþykk- ari, eyðslukló og frekjubudda, ekkert nema merkilegheitin og stærilætið, meinfýsin og hrokinn. Svona kvendi er ó- eign og mölur í búi. Og til þess að kóróna alla ónáttúr- una, þurfti hún auðvitað áð vera „þeim verst, . sem hún unni mest!‘. Ef rétt hefði verið átti áð fara með Heddu þessa beint vestur í Gefjunarglugga, því svo sannarlega er þetta leik- rit fullt af „Ijóðleik“. Það var ekki mikið þótt „ábyrgir” menn í Noregi héldu höfundi svona samsetnings „utan- garðs” nokkra áratugi.. Þeir hefðu aldrei átt að taka Hin- rik aftur í „samfélagið”. En svona verður „linkan í' þjóð- félaginu”, þegar „æðstu verðir laga og siðgæðis” vaka „stund um og stundum ekki”. í rauninni virðist eitthvert samskonar svefnmók hafa sig- ið á suma siðferðisveröina okk ar. Eins og við höfum ekki nóg af ástandi og flosaportum FnwnhaJd á 4. slðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.