Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 02.11.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.11.1942, Blaðsíða 2
2 ÞJÓSÓLrUK ÞÍOÐÖLFUR UulÚTegi 4. — Sími 2923 Mánudaginn 2. nóv. 1942. Ritstjórar: ÁRNI JÓNSSON TALDIMAR JÓHANNSSON (ábm.). í(St Á BAUGI Hvað tekur nú við? Þess er beðið með almennri eft- irvæntingu, hverri skipan verði nú komið á málefni þjóðarinnar. Minnihlutastjóm Sjálfstæðisflokks ins, sem farið hefur með völd imdanfama mánuði, hefur átt harla örðugt um stjóm landsins.. Á valdatímum hennar hafa brot- sjóar verðbólgunnar risið hærra en nokkru sinni fyrr. Tilsvarandi ringulreið og upplausn í atvinnu- og f jármálalífi landsins hefur siglt í kjölfarið. Stjórnleysi og glundr oði í opinberum málum hefur magnazt. Raunhæfra úrlausnar- ráða í vandamálum þjóðarinnar verður hvergi v'art. Nokkm fyrir kosningar iýsti aðalmáigagn ríkisstjómarinnar, Morgimblaðið, þvi yfir, að. ekki mundi reynast. unnt að koma við viturlegri og hagsýnni stjórnar- stefnu meðan kosningar stæðu fyrir dyrum. Gjaldþroti þeirra stjórnarhátta, sem Morgunblaðið viðurkennir ekki nema í ógáti, að sé í neinu áfátt, verður ekki bet ur lýst í fáum orðum en gert er í þessari gjaldþrotayfirlýsingu. En Morgunblaðið kvaðst trúa því, að eftir kosningarnar mætti taka upp samstarf um stjóm landsins og stýra málefnum þjóð- arinnar ,,að beztu manna yfir- Almenningur bíður þess því með mikilli óþreyju, hvað ofan á verði mn stjóm landsins. Það er almennasta umræðuefni manna nú, hversu til muni takast um myndun nýrrar ríkisstjómar. .Vilji til samstarfs. Það er ekkert larmungarmál, að formenn tveggja stærstu stjómmálaflokkannai, þeir ölafur Thors og Jónas Jónsson, em reiðubúnir til að taka höndum saman um stjórn landsins. Og það má telja fullvíst, að Ölafur hafi sterka aðstöðu í sínum flokki. Bak við hann er Kveldi- úlfsvaldið og peninga-,,interessum ar” í Sjálfstæðisflokknum. Hins- vegar mun Jónas eiga stómm erf iðara uppdráttar í sínum flokki. Það er að vísu búizt við, að hann styðjist við Samband ísl. samvinnufélaga, en innan þing- flokks Framsóknarmanna er ríkj andi sterk andúð á einhliða sam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn. Stendur Hermann Jónasson fremstur í flokki þeirra afla inn- an Framsóknarflokksins, sem öndverð eru stjómarsamvinnu við stríðsgróðavaldið innan. Sjálf stæðisflokksins. Er álitið, að ef til úrslitaátaka dragi mílli Her- manns og Jónasar um afstöðuna til „íhaldsins” muni fáir af þingmönnum flokksins fylgja Jón asi, svo fremi að Hermann yrði ekki sveigður til hlýðni við banda lag Jónasar og ölafs. „Plan“ Hermanns. Hermanni Jónassyni er ekki mótstæðilegt að fara með völd. Honum auðnaðist að sitja lengur í forsætisráðherrastóli en títt er á Íslandi. Hann undi sér þar vel og vill mjög gjama taka sæti á ný. Honum þykir æskilegast að gera það með tilstyrk verka- mannaflokkanna. í samvinnu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks ins hlyti hin síðarnefndi að vera ,,litli bróðirinn” í leiknum. 1 sam- starfi verkamannaflokkanna og Framsóknarfolkksins getur hann hins vegar gert kröfu um for- ustuna. Auk þess virðist hafa farið persónulega illa á þeim Hermanni og ólafi. Hin gagnkvæmu haturs- orð, er fóru milli þeirra í kosn- ingabaráttunni benda til mikillar innibyrgðar óvildar frá tímum samstarfsins. Hermann Jónasson leggur nú á það höfuðkapp að skapa grund- völl fyrir ,,vinstri samstarfi”. Að hans undirlagi er nú ritað í hvert einasta blað Tímans um sameig- inlegar skyldur þessa þriggja flokka, við umbjóðendur sína, nauðsynina á að festa stríðsgróð- ann, teppa verðbólguna og skapa fjárplógsmönnunum sterkt að- hald. Tíminn lýsir því sem mikl- um svikum við kjósendur þessara flokka, ef þeir létu undir höfuð leggjast að taka höndum saman um stjórn landsins og hvilíka á-* byrgð sá flokkur, -er stæði í vegi fyrir samstarfinu, bakaði sér. Bendir blaðið hvílíkum ummælum einkum til Sósíalistaflokksins, eins og það búist við mótstöðimni úr þeirri átt. Getur þetta samstarf tekizt? Ekkert skal sagt um það hér, hversu menn hyggja til slíks samstarfs sem þessa í Alþýðu- flokknum. En um afstöðu for- ingja Sósíalistaflokksins mun það fullvíst, að þeir eru raunverulega 1 andvígir þessu samstarfi. „Hern- aðaráætlun” þeirra er á allt annan veg. Þeir treysta sér hins vegar ekki til að forsvara það fyrir þorra kjósenda sinna að slá um- svifalaust hendi á móti samvinnu' tilboði Hermanns. Enda. munu þeir krrnna ráð við því að firra sig öllu ámæli af því, þótt „vinstri samvinnan” kafni í fæð- ingunni. Þeir taka málaleitun Hermanns vel, lofa að íhuga mál- ið og innan fárra daga kemur svar þeirra, formlegt og lýtalaust eins og páfabréf frá Moskvu Þeir tjá sig reiðubúna til að ganga til samstarfs við hina tvo „vinstri flokka”. Þeir setja að- eins nokkur skilyrði, t, d. það, að stjórnarforustan falli í þeirra hlut, Þjóðverjum verði sagt stríð á hendur, rússneska ráðstjórnin og ríkisstjórn Islands skiptist 3 ,,diplomatiskum” fulltrúum og Rússar fái bækistöðvar á íslandi. Framsóknarflokkurinn mun tjá sig tilneyddan að hafna þessum kostum, samstarfið ferst fyrir og skjöldur Sósíalistaflokksins verð- STRANDASÝSLA Kjörinn car Hermann jónasson (F) meS 568 atkc. Pétur Guðmundsson (S) fékk 185. Björn Kristmundsson (Só.) 92 og landlisti Alþýðuflokksins 13 atkvaeði. Auðir seðlar voru 9 og ógildir 6. Fylgi flokkanna í kosningunum í sum- ar var sem hér segir: Framsóknarflokkur 524, Sjálfstæðisflokkur 210, Sósíalista- flokkur 58 og Alþýðuflokkur 9 atkvæði. VESTUR-HÚNAVATNSSÝSLA Kjörinn Var Skáli CuSmtindsson (F) f með 348 atkvœÖum. Guðbrandur ísberg (S) fékk 215, Skúli Magnússon (Só.) 69 og landlisti Alþýðuflokksins 20 atkvæði. — Auðir seðlar voru i4 og ógildir 5. 1 sumar var fylgi flokkanna sem hér segir: Framsóknarflokkur 415, Sjálfstæð- isflokkur 246, Sósíalistaflokkur 54 og Alþýðuflokkur 26 atkvæði. AUSTUR-HÚNAVATNSSÝSLA Kjörinn var Jón Pálmason, (S) með 559 atkvœSum. Hannes Pálsson (F) fékk 474 atkvæði, Klemens Þorleifsson (Só.) 50 og Friðfinnur Ólafsson (A) 42 at- i kvæði. — Auðir seðlar voru 13 og ógild- j rr 5. ' 1 kosningunum í sumar var fyigi : flokkanna sem hér segir: Sjálfstæðis- flokkur 591, Frámsóknarflokkur 494, Sósíalistaflokkur 29 og Alþýðuflokkur 17 atkvæði. j Framsóknarflokkurinn hefur lagt ofur- j kapp t;ð vina þetta kjördœmi. Hann j virtist jjœr þvi nú en nohkru sinni óð- ur. Fylgi Jlokksins er nú lekið að minnka en hejur veriÓ Vaxandi viS a!l- margat undangengnar kosningar. SKAGAFJARÐARSÝSLA Kjörinn var af lista Framsóknarflokks- ins SigurSur ÞárSarson og aj lista SjálJ- j stœSisflokksins Jón SigurSston, Fylgi flokkanna var sem hér segir: Framsóknarflokkur 1050, Sjálfstæðis- flokkur 713, Alþýðuflokkur 89 og Sósí- alistaflokkur 84 atkvæði. — Fylgi Fram- sóknarflokksins hefur minnkað lítils- háttar síðan í sumar en fylgi Sjálfstæð- isflokksins staðið f stað. EYJ AF J ARÐARSÝSLA Kjörinn var aj lista Framsóknarflokks- ins BernharS Stefánsson og af lista SjálfstœSisflokksins GarSar Þorsteinsson. Fylgi flokkanna var sem hér segir: F ramsóknarflokkur 1373, Sjálfstæðis- flokkur 7%, Sósíalistaflokkur 294 og Al- þýðuflokkur 73 atkvæðí. — Auðir seðlar voru 14 og ógildir 18. ur flekklausari en nokkru sinni fyrr. Hverjir f ara þá með stjóm? Ef mönnum sýnast litlar líkur til þess, að báðar þær leiðir til stjómarmyndunar, sem hér hafa verið nefndar, muni reynast fær- ar, er spurt með vaxandi áhuga, hverri skipan muni verða komið á stjórn landsins. En það virð- ast naumast vera margar leiðir eftir. ,Þjóðstjórn” er óhugsandi án þátttöku Sósíalistaflokksins, Alþýðuflokkurinn mundi aldrei eiga þátt í slíkri stjóm, ef Sósí- alistáflokkurinn stæði Uttan henn- ar. En sá flokkur er ekki líklegur til að ieggja til fulltrúa 1 nýja „þjóðstjórn”. Hann mundi að vísu taka því líklega — eins og „vinstra samstarfi” — en setja slík skil- yröi fyrir þátttöku sinni, að fyr- irfram væri vitað að hinir flokk- amir mundu hafna þeim, Það er því vissulega ekki með öllu ástæðulaust, þótt menn efist um, að unnt muni reynast að mynda starfhæfa stjóm. Það bendir margt til, að hér á lapdi muni á næstimni sitja veikar bráðabirgðasstjómír, kosningar -verða tíðar og augljósari sjúk- dómsauðkenni í stjómarfari og stjémmálalífi en iafnvel nú er. Niðursuðudósir t kg. og ‘|, kg. kaupfélaqió Anglýslng um lausar lögregluþjónastöður í Reykjavík. Samkvæmt ákvörðun ríkisstórnarinnar og bæjar- stjórnar Reykjavíkur, verður lögregluþjónum fjölgað í 80, þannig að fjölgunin verður um 20 lögregluþjónar. Eru stöður þessar því lausar til umsóknar og er um- sóknarfrestur til 15. nóvember n. k. Umsóknir skulu stílaðar til lögreglustjórans í Reykjavík, og liggja frammi hjá honum sérstök umsóknareyðublöð. Ald- urshámark er 28 ár, og ennfremur skulu umsækjend- ur vera hraustir, meir en meðalmenn á hæð og vel vaxnir. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 23. okt. 1942. AGNAR KOFOED-HANSEN. Anglýsing um dráttarvextí Samkvæmt ákvæðum 45. gr. laga nr. 6. 9. jan. 1935 og úrskurði eftir þeirri lagagrein falla dráttarvextir á allan tekju- og eignaskatt, sem féll í gjalddaga á manntalsþingi Reykjavíkur 15. ág. 1942 og ekki hefur verið greiddur í síðasta lagi ÞRIÐJUDAGINN 10. NÓV EMBER N. K. Á það, sem greitt verður eftir þann dag, falla dráttarvextir frá 15. ágúst 1942 að telja. Skattinn ber að greiða á tollstjóraskrifstofunni í Hafnarstræti 5, og er skrifstofan opin virka daga kl. 10—12 ög 1—4, nema laugardaga kl. 10—12. Tollstjórinn í Reykjavík, 28. október 1942. Tilkynnlng frá loftvarnanefnd. Framvegís verður tnerkí um ad hætfa sé lídin hjá stöðugur sónn rafflaufunnar í 3 mínúfur i sfad 5 ádur. Loffvarnanefnd Reykjavíkur.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.