Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 09.11.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.11.1942, Blaðsíða 1
Útgefandi: MUNINN h.f Afgreiðsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðérlfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörfum. Verð kr. 2.00 á mán- uði. í iausasölu 30 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram. Vikingsprent h.f. Hvernig ð að friða landið ? Heimsmet í dýrtíð ÞÓ viö séuin cftirbátar ann- ara þjóöa í mörgnm grein- um, getum við að minnsta kosti hrósað okkur af því, að eiga heimsmet i dýrtíö. Þetta á- berandi heimsmet eigum við því að þakka, hvað þjóðstjórn in okkar var sterk. Hún var svo rammefld að hún braut öll sín „princip“. Hún hafði heitið því að láta eitt yfir alla ganga. Hún hafði nægileg úrræði til að halda dýrtíðinni í skefjum. Hún var stofnuð sem stríðsstjórn, brynjuö stálsleginni löggjöf til varnar fyrirsjáanlegu verð- raski af völdum styrjaldarinn- ar. Hún hjó sjálf af sér hlífar. Loks gekk hún í dauðann til þess að dýrtíðin mætti hfa. Með afurðahækkuninni 1940 var hætt að berjast gegn dýr- tíðinni. Þeir menn, sem að því verki stóðu, beint og ó- beint, hafa ekkert lært og engu gleymt. Sjálfstæðisflokk- urinn býður upp á almennt samstarf og íinnst líklegasta leiðin til að koma því á, að hækka kjötið um 100%. Fram sóknarflokkurinn býður upp á „vinstri“ samvinnu um sams- skonar dýrtíðarráðstafanir. Þjóðstjómin gat ekki lifað af því að hún brást því hlut- verki sínu, að halda dýrtíð- inni í skefjum. Nú á bana- mcin hennar að verða Ufsskil- yrði nýrar stjórnarsamvhmu. Þeir tveir menn, sem mest hafa gumað af blessunarríku starfi þjóðstjórnarinnar, telja sig hafa fengið traustsyfirlýs- ingu þjóðarinnar. Úrslit kosn- inganna eiga með öðmm orð- um að vera þakklæti kjós- enda til þeirrar stjórnar, sem vann það afrek, að „setja“ heimsmet í dýrtíð. Sömu menn, sama stefna! Þetta er þjóðinni boðið. Þeir Jónas Jónsson og Ólafur Tliors hafa líklega aldrei talið sig nær því en nú, að sjá sam- eiginlega valdadrauma rætast. Þarf í þessu efni ekki annaö cn bcnda á það, að samninga- menn fiokkarma um nýja stjómarmyndun em þannig valdir, að fyrir það má heita girt, að til samkomulags geti dregið. En forystumenn stærstu flokkanna treysta því, að til þeirra yerði leitað, þcgar simdrungin er orðin nóg. I. ÞaÖ hefur löngum þótt heil- brigður hugsunarháttur, að sá sem reyndist trúr yfir litlu, yröi settur yfir meira. MeÖan þeirri reglu er iylgt má heita vel fyrir því séð, aö valinn maöur sé í hverju rúmi. Frami manna, metorö og völd. fer þá eftir verðleikum og ööru ekki. Ef einhhver reyn- ist illa, veröur hann aö sæta af- leiöingum þess. Hann veröur aö láta sér lynda aö missa til- trúna, ef hann hefur gerzt sekur um afglöþ eöa van- rækslu og getur ekki vænzt meiri frama, hafi hann ekki sýnt aö nýju að hann sé traustsins maklegur. Aftur er það á móti öllum guös og manna lögum, aö sá sem reynzt hefur ótrúr yfir miklu sé settur yfir jafn mik- ið eöa meirá. Þetta eru svo einföld sann- indi, að enginn ‘ætti á þeim aö villast. En þótt undariegt sé viröist þetta vefjast talsvert fyrir mönnum. II. Eftií fáa daga á þingiö aö koma saman. Rikisstjómin hefur lýst því yfir, aö hún muni segja af sér þegar í þingbyrjun. Hvar sem tveir menn hittast á förnum vegi, er strax fariö aö ræöa nýja stjómarmyndun og þær eru þegar orönar margar sam- stæöurnar, sem um hefur ver- iö talaö. Eftirtektarveröast og í- skyggilegast viö allt þetta stjórnartal er þaö, aö enginn viröist geta hugsaö sér nýja ríkisstjórn, án þess aö í henni eigi sæti fleiri eða færri af þeim mönnum, sem mestu hafa ráðið í þessu þjóöfélagi á undanfömum árum. En um alla þessa menn er þaö sann- mæli, aö þeir hafa ekki reynzt trúir yfir litlu, heldur ótrúir yfir miklu. Ef menn óska þess af alhug. að hér komizt á heilbrigt stjórnarfar, veröur aö byi'ja á því að „leggja til hliöar” þá, sem ekki mega korna til mála. Þaö eru þá fyrst og fremst þjóöstjórnarráöerrarnir fimm. þeir: Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson, Ólafur Thors, Jakob Möller og Stefán Jóh. Stefánsson. Þessir menn hafa hver um sig og allir í senn unnió svo til saka, aö engima þeirra á j aö eiga afturkvæmt í stjórn landsins aö svo komnu. | Þessu nasst er Jónas Jóns- ' son. Hann taldi sig með nokkr 1 um rétti föður þjóðstjórnar- 1 innar. En frá þessu föðurlega upphafi erföi þjóöstjórnin ýms þau mein, sem uröu henni sjálfri aö aldurtila og þjóöinni til ófarnaðar. Ef hér á áö komast á sam- hent og sterk stjórn, veröur að byrja á þvi aö dæma alla þessa nefndu menn úr leikn- um. Flokkar þeirra veröa hver um sig aö hengja bjölluna á köttinn, og koma þessum mönnum í skilning um, aö þeir veröi aö draga sig í hlé. ■__4 III. Afdrif þjóöstjórnarinnar uröu hin ófrægilegustu. Hún haföi sett baráttuna gegn dýr- tíöinni efst á stefnuskrá. Mönnurn var ljóst, aö sú bar átta yröi ekki sigursæl, nema krafizt yrói þegnskapar af öllum. Þótt Jónas Jónsson eignaöi sér faöerniö aö þjóöstjórninni var þaö flokkur hans, sem j fyrstur sveikst undan merkj- : um í dýrtíöarmálunum. i Framsóknarflokkurinn er 1 þannig sekastur 1 þessu efni, vegna þess aö sá veldur mestu, sem uþphafinu veldur. En því fer alls fjarri aó ráð- herrar hinna flokkanna veröi sýknaöir. Ef Stefán Jóhann heföi ekki metiö veru sína í ríkisstjóm- inni hærra en öryggi þeirra stétta, sem hann taldi sig málsvara fyrir — Ef Ólafur Thors hefði ekki í fullkomnu ábyrgöarleysi j auglýst samúö sína meö ský- lausu broti á yfirlýstri stefnu stjórnarinnar — HefÖi Framsókn ekki kom- izt upp með þáð haustið 1940, að opna gáttirnar fyrir því dýrtíðarflóöi, sem ekki á sér hliöstæöu á byggöu bóli. íslenzka þjóðstjórnin haföi þaö í hendi sinni, flestum rik- isstjórnum fremur, aö halda dýrtíöinni í skefjum. Hún not- aði aöstöðu sína — EKKI til aö lækka dýrtíöina, heldur til aö spenna hana upp. Hún rumskaði ekki til meðvitund- ar um fyrsta stefnuskrárat- riöi sitt fyrr en dýrtíöarvísi- talan var kominn yfir 180 stig. þá fyrst var hafizt handa. Samstarfið var látiö springa á aðgeröum, sem stjói’nin sjálf Framh. á 4. síðu. Samfylking í bæjarstjðrnl Bjarni borgarstjóri gerir samfylkingu viö Alþýð u flokkinn og kommúnista um bsjarrekstur „6jSr dyrnar breyðar, hliðið hétt" EFTIR síðasta bæjarstjórnarfund, þóttist maður einn, sem var á gangi niður við Eimskipafélagshús heyra þá guð- fræðingana Sigfús Sigurhjartarson og Steinþór Guðmundsson, kommúnistafulltrúa í bæjarstjórninni, syngja glöðum rómi: „Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt“ um leið og þeir komu út af fundinum. Þeir Bjarni borgarstjóri og Guðmundur Ásbjörnsson, for- seti bæjarstjórnar, hefðu getað tekið undir hósíanna-kliðinn, hafandi Harald Guðmundsson sem undirrödd í sínu tríói. Sá atburður gerðist nefnilega á þessum bæjarstjórnarfundi, — og hefði einhverntíma þótt saga til næsta bæjar — að þeir borgarstjóri og forseti bæjar- stjórnar gerðu samfylkingu við Alþýðuflokkinn og kommúnista til að koma á bæjarrekstri at- vinnufyrirtækja í Reykjavík. Saga þessa máls er í fám orð- um: í júníbyrjun síðastliðnum keypti h.f. Frosti sænska frysti- húsið. Kaupverð og kostnaður er um 766 þús. krónur. En þar við bætast svo vélar fyrir senni- lega upp undir hálfa milljón til þess að geta rekið frystihúsið. Með lóðarsamningi dags. 26. febr. 1926, áskilur Reykjavíkur- bær (hafnarsjóður) sér for- kaupsrétt á húsi og mannvirkj- um, sem reist kunna að verða, á matsverði. Miðað við núverandi verðlag er kaupverð húss og mann- virkja vafalaust lágt. Sigfús Sig- urhjartarson vildi segja að það væri ekki nema þriðji partur eða jafnvel fjórði partur af raunverulegu verðmæti eignar- innar. Ef matsmenn kæmust að álíka niðurstöðu, þyrfti bærinn því að vera viðbúinn að greiða eignina með þremur til fjórum milljónum, ef hann vildi eign- ast hana. En auðvitað er þetta ekki til- ætlunin. Bærinn vill troða sér inn í kaupin fyrir sama verð og h.f. Frosti hefur greitt, eða ca. lVi milljón, þegar nauðsynlegar vélar eru komnar upp. Eigend- ur Frosta hafa keypt eignina í góðri trú og sízt búizt við því, að þvílíkar stólpahetjur einka- framtaksins sem Bjarni Bene- diktsson og Guðmundur Ás- björnsson mundu gangast fyrir því, að bærinn sölsaði eignina undir sig til þess að fara að stunda bæjarrekstur eins og „rauðu kaupstaðirnir“, ísafjörð- ur og Hafnarfjörður. í umræðum málsins bentu þeir Árni Jónsson og Helgi Her- mann á það, að forkaupsréttar- ákvæðið hefði fyrst og fremst átt að tryggja það, að hinir er- lendu eigendur hússins gætu eklþ braskað með það til ann- arra útlendinga. Kaupendurnir, h.f. Frosti, hefðu haft fulla á- stæðu til að líta á forkaupsrétt- Framhald á 3. síðu. Kjðfverdið hcekkar: lir ehhl fgriF mnsloMnðil KJÖTIÐ hefur verið hækkað. Verðið, sem ákveðið var fyr- ir fáum vikum síðan og flestum þótti nálega broslega hátt, nægir ekki einu sinni fyrir geymslukostnaði, eftir því sem formælendum kjötverðsins segist frá! — Morgunblaðið veit, hvernig það á að haga málflutningi sínum nú til dags, síðan Ingólfur á Hellu varð formaður kjötverðlagsnefndar. Það segir að það sé rógur um bændastéttina að tala um að kjötverðið sé hátt! Einu sinni gagnrýndu sjálfstæðisblöðin verðlagsákvarðanir kjötverðlagsnefndar. Nú markast afstaða Mbl. af uppboðshaldi Sjálfstæðisflokksins í sveitum landsins. Morgunblaðið hefur oft gert sig að viðundri í augum allra vitiborinna manna fyrir skrif sín um þjóðmál. En sjaldan hefur það náð því marki jafn ótví- rætt og í skrifum sínum um geymslukostnaðinn á kjötinu fyrir viku síðan. * . * * Brauðaverð hefur nýlega hækkað úm 30%. Og manna á meðal gangn þrálátar sögusagnir um það, að ný verðhækkun á mjólkinni sé í aðsigi. — Stjórnarvöldum landsins fatast ekki að efla dýrtíðina. — Hvenær skyldi þykja nóg komið?

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.