Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 09.11.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.11.1942, Blaðsíða 2
2 frJÖDÖLÍUK Laufásvegi 4. — Sími 2923 Mánuclaginn y: nóv. 1942 Ritstjórár: Arm jónsson VALDIMAR JÓHANNSSON (ábm.). í(st Á BAUGI Nýr hitaveitusamningur. Á síðasta bæjarstjórnarfundi lá fyrir til fullnaðarafgreiðslu frum- varp að nýjum samningi við firm- að Höjgaard & Schultz um fram- kvæmd hitaveitunnar. En eins og kunnugt er hefur ekki verið unnt vegna styrjaldarinnar, að fram- kvæma hinn upphaflega samning, sem gerður var vorið 1939. Enda þótt frumvarpið væri samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum, fór því fjarri, að allir bæjarfulltrúarnir væru ánægðir með samninginn. En samkvæmt upplýsingum borgarstjóra virtist svo áhættusamt, að synja um þessa samningsgerð, vegna tví- sýnna málaferla og þar af leið- andi óhjákvæmilegra tafa á fram- kvæmd verksins, áð ekki þótti fært. Árni Jónsson gagnrýndi samn- inginn nokkuð og benti meðal annars á eftirfarandi atriði: Samningurinn kvcður svo á, að bæjarstjórn greiði firmanu ,,allan beinan kostnað vegna framkvæmd anna” efnivörur, víerkalaun, flutn- ingskostnað o. s. frv. En við^ þetta bætist svo þóknun til firm- ans, „er reiknast svo sem hér scgir, al' stofnkostnaði hitaveit- unnar, þeim' hluta framkvæmd- anna, sem ckki er þegar unn- inn....”: Af fyrstu ísl. kr. 5,5 millj. ...-------- 7i/2% Af næstu ísl. kr. 3,0 millj........... 6°/0 Af því, sem umfram kann' að vera .... 4y2% Samkvæmt hinum upphaflega samningi var gert ráð fyrir ein- ingarviðskiptum. En nú er gengið inn á reikningsviðskipti. Benti Á. J. á, að með þessu kæmist firm- að hjá allri áhættu og hefði engra, hagsmuna að gæta við það að framkvæmdin yrði ódýr. Af þessum sökum væri nauðsynlegt að herða sem mest á eftirlitinu, og mælti hann því með tillögu frá Haraldi Guðmmundssyni þessa efnis. Þessi ákvæði um reiknings- verðið væri varhugaverðustu at- riði nýja samningsins. Á. J. hélt því fram, að þóknunin til firm- ans gæti varla orðið undir 1 milj. króna, og færi allt þetta fé út úr landinu. Þetta rynni tii hins erlenda. verktaka fyrir yfirumsjón, verk- fræðiss*jórn, skrifstofu- og rcikn- ingshald. Taldi Á. J. vafasamt, að hinir erlendu verkfræðingar, 2—3. væru neitt betur færir um að taka að sér yfirumsjónina, en sumir þeir menn, sem við ættum sjálfir á að skipa. Væri hér um slíkt metnaðar- og sjálfstæðismál að ræða, að það þyrfti að koma skýrt fram, hversvegiia við hefð- um ekki sjálfir tekið verkið í okkar hendur, BorgarstjÓQ hélt því fram, að þeir íslenzkir vérkfræðingar, sem tii mála, gætu komið, væru svo önnum kafnir við önnur störf, að þeir hefðu ekki getað tekiö .yfirumsjónina að sér. Þóknunin til verktaka væri' ekki há, þegar miðað væri við það, sem hér væri greitt fyrir lík störf. Þá upp- lýsti hann, að hitaveitan mundi kosta alls 15 milljónir króna, eft- ir þeim áætlunum, sem fyrir lægi, Varðandi vanefndir þær af firm- ans hálfu, sem um • getur í samn- ingnum, sagði borgarstjóri, að þær stöfuðu eingöngu af styrjaldar- ástæðum. 1 umræðunum var drepið á ýmsar framkvafemdir Höjgaard & Schultz, sem ekki snerta hitaveit- una. Eru ýmsir íslenzkir verktak- ar allt annað en ánægðir yfir öll- um þeim umsvifum. Bærinn og bankinn. Borgarstjóri hefur fengið heim- ild bæjarstjórnar til að taka 10 milljón króna skuldabréfalán til lúkningar hitaveitunni. Annast Landsbankinn þessa lánveitingu og eru 7 milljónir til 20 ára með 4% og 3 milljónir til 5 ára með 3 ‘/>% vöxtum. Þóknun bankans er 2% af 20 ára láninu og l’/a °/o af 5 ára láninu, eða samtals 185 þús. kr. Ekki getur hjá því farið, að lánskjör þessi veki nokkurt umtal. gSeinasta törnin Ekkert hefur spurzt til togarans „Jóns Ólafssonar”, síð- an hann lagði úr höfn í Bretlandi hinn 21. þ. m. Er skipið nú talið af. Á skipinu voru þessir menn: Sigfús Ingvar Koibelnsson, skipstjöri, Hringbr. 64, fædd- ur 19. nóv. 1904, kvæntur og átti 1 barn, 8 ára að aldri. j Helgi Eiríksson Kúld, fyrsti stýrimaöur, Sóleyjargötu 21^ fæddur 21. apríl 1906, ókvænt- I ur. 1 Haraldur Guðjónsson, annar stýrimaöur, Lokastíg 15, fædd- ur 27. apríl 1904, kvæntur og átti 4 börn: 8, 10, 14 og 16 ára gömul. I Ásgeir Magnússon, fyrsti vél stjóri, Hrísateig 10, fæddur 30. j marz 1902, kvæntur og átti 3 börn: 1, 3 og J ára gömul. I Valentínus Magnússon, ann- ar vélstjóri, Hverfisgötu 82, fæddur 19. júní 1900, kvæntur og átti 2 börn: 3 og 14 ára gömul. * Bærinn hefur ckki talið ómakshis Viert að bjóða lánið út, eða leita til annarra lánsstofnana. Vextim- ir eru hærri en telja mætti lík- legt, þegar miðað er við hið gífurlega peningaflóð, sem nú er. Þóknunin til bankans fyrir að „annast” ráðstöfun eigin fjár í fyrirtæki, sem talið hefur verið arðvænlegt, og hefur auk þess rikisábyrgð að baki, hlýtur að stinga í augun. Yfirleitt virðist ennþá betur séð fyrir hag bank- ans en bæjarins. Guðmundur Jóri Óskarsson, loftskeytámaöur, Reynimel 58, fæddur 5. ágúst 1918, ókvænt- ur. | Gústaf Adolf Gíslason, mat- 1 sveinn, Fálkagötu 19, fæddur 20. júlí 1905, kvæntur og átti 7 börn: 1, 2, 3, 7, 8, 9 og 10 ára gömul. Sveinn Markússon, háseti Kárastíg 8, fæddur 25. júní 1911, kvæntur og átti 1 barn. 4 ára gamalt. Vilhjálmur Torfason, háseti 1 Höföaborg 61, fæddur 25. apr- íl 1906, kvæntur og átti 4 börn: 1, 4, 6 og 7 ára. Jún Hafsteinn Bjarnason, háseti, Vík viö Langholtsveg, fæddur 8. júní 1918, kvæntur og átti 1 barn 4 ára. Erlendur Pálsson, háseti Hjálmsstööum í Laugardal, fæddur 18. janúar 1910. Karel Ingvarsson, kyndari Lambastööum á Seltjarnarnesi fæddur 24 janúar 1899, kvænt- ur og átti 1 barn, 2 ára gam- alt. ✓ j Þorsteinn Hjelm. kyndari j fæddur 5. okt. 1918 (Færeyj- um), ókvæntur, en á móöur á | lífi. „Jón Ólafsson” var eign h.f, Alliance, keyptur hingaö til lands, nýlegur, árið 1938, rúm- ar 400 smálestir aö stærö, vandaó skip. Rítdómur cffír Knúf Arngrímsson 1. G minnist þess ekki áö hafa nokkurn tímá oröiö þess var, aö þaö þætti nein- um verulegum tíöindum sæta, ef léleg grein birtist hér í blaöi varðandi stjórnmál. Hitt ber aftur ekki sjaldan viö, aö , skrifi einhver læsilega grein um slík mál, veiti því margir athygli og muni það furöu lengi. ÞaÖ eru sjálfsagt eng- in efni, sem eins margar lé- legar greinar birtast um í ís- lenzkum blööum og einmitt þessi. — Fjör og lipurð í rit- hætti, oröheppni, —. aö maöur nefni ekki oröshilld, kraft og kyngi, — allt þetta, sem ger- ir ritað mál þess viröi að kallast bókmenntir, vantar al- veg í átakanlega margar þær greinar, sem blöðin flytja manni dag eftir dag og viku eftir viku um stjórnmál. Eg þykist vita, aö blaöa- mennirnir, sem rita stjórn- málagreinar aö staöaldri, eigi sínar réttmætu afsakanir. Þeir þurfa aö skila ákveönum línu- eöa dálkafjölda^ á til- teknum tímum, og enginn spyr um þaö, hvenær þeir eru „vel upplagöir” eöa ekki, — eöa hvort þeir fá nokkurn tíma eöa nokkurs staöar næöi í þessum erilssama bæ tíl þess aö hugsa sitt mál og hlusta á sinn snjallara — en því miö ur stundum hlédrægara — innra mann, meöan penninn skeiöar um pappírsblaöiö. Þeir veröa aö skrifa eins og sá, sem valdiö hefur, um öll þau efni, er koma stjórnmál- um viö á hverri stund, — og það getur veriö flest allt milli himins og jaröar, — hvort sem þeim eru efnin hugleikin og þaulkunnug eöa óljúf og áö- eins kunn af nasasjón. Og ég get vel gert mér í hugarlund, af því lífiö er nú einu sinni eins xog þaö er, — án þess aö ég hafi þar nokkur ákveðin dæmi í huga, — að margur stjórnmálablaöam. sé oft allt annaö en frjáls aö því aö skrifa þaö, sem hann helzt vildi sjálfur — og eins og hann helzt heföi kosið. Hann á ýmsa húsbændur yfir sér sem segja honum fyrir verk- um, — haröa húsbændu.i, — en þaö er ekki það' versta, — vandgæfa húsbændur, látum þaö vera, — eöa iila gefna iiúsbændur, og það ec þaö vérsta. Þaö getur veriö ritstjóri; sem hefur veriö „kallaöur” til þess starfs, en ekki „útval- inn”, og er því ekki nógu rit- fær sjálfur, til þess að geta | sagt öörum, hvernig þeir eiga j aö rita. Það geta veriö víxl- gengir og tækifærissinnaðir j stjórnmálaleiötogar, sem vilja ; láta segja það „hvítt” í dag, sem átti aö segja „svart” í ! gær. Þaö geta jafnvel veriö i þröngsýnir og ef til vill pínu- lítiö smásálarlegir blaðaeig- endur eöa aðrir fjárhagslegir bakhjarlar, sem heyra þaö vel, hvort tuttugu-og-fimmeyrigur f eöa tí-eyringur hrekkur á gólfiö, en heyra ekki muninn á seiömögnuöum og sannfær- j andi rithætti snillings og lit-* lausu flatjárnagutli argasta ritskussa. j Það getur veriö einhvern- vegin þannig aö stjórnmála- manni búiö, aö hann sjái sig neyddan til aö reyna af fremsta megni aó fullnægja 1 einhverjum öörum kröfum, sem til hans eru geröar, en aöeins þeirri aö skrifa svoleiðis aö skynugir og smekkvísir les- endur meöal almennings hafi þaö hafa einhver áhrif á sig | ánægju af aö lesa og láti aó lesa greinar hans. Allt eru þetta hugsanlegir möguleikar og þyrfti ekki nema einn í senn til þess aö „forheimska” mann, sem myncli ef til vill vera prýöi- lega ritfær, ef hann starfaöi viö betri aöstæður. En hvort sem nokkrum þess- ara möguleika er til aö dreifa viö blöðin okkar hér, þá hef- ur mörgum oröið starsýnt á tvö fyrirbrigöi, sem leyna sér ekki. í fyrsta lagi þaö, aö meö íaum heiöarlegum undantekn -ingum, helzt blööunum illa á verulega ritfærum mönnum til stjórnmálalegra ritstarfa. í ööru lagi skrifa ýmsir, sem viö þau störf fást, bersýnilega miklu betur um flest önnur efni en stjórnmál. Þaö er eins og einhverjar stíflur setj- ist í leiöslurnar, sem liggja frá hjarta þeirra og heila fram í pennaoddinn, þegar þaö er stjórnmálagrein, sem 1 smíö- um er. II. Meó þessar dapurlegu niöur stöður í huga hlýtur manni ekki síöur aö veröa starsýnt á þær undantekningar, sem eiga sér staö í þessu efni. Eitt- hvaö meira en lítió hljóta þeir menn aö hafa til brunns aö bera, sem hafa enzt til aö skrifa um stjórnmál í blöö áratugum saman, án þess aö bera þess nokkur rnerki, aö þau „forheimskunaröfl” heföu á þá bitiö,' sem komiö hafa flestum öörum á kné í þessu starfi. Þeir, sem skrifað hafa um stjórnmál svo lengi og alltaf enzt til aö skrifa vel — og miklu oftar meö afburö- um vel— og kóönuöu ekki né kiknuöu á hverju sem gekk; — hafa unniö þrekvirki, sem er yfir allar stjórnmáladeilur hafiö, og ef skylt aö vega það á aörar reislur en „búrvigt- ir” stjórnmálaflokka. Eg vona aö ég geri engum góös maklegum íslenzkum stjórnmálablaöamanni rangt til, þótt ég fullyrði, aö þaö er alveg sérstaklega einn maö ur, sem hefur tekizt þetta. Og honum hefur tekizt þetta svo vel, aó jafnt stjórnmála- andstágöingar -hans og sam herjar hafa fyrir löngu viður- kennt þaö. Eg hygg, að flest ef ekki öll helztu flokksblöö- in hafi einhverntíma sagt eitt- hvaö á þá leiö, er skilja mætti sem viöurkenningu þess, aö Árni frá Múla væri sá íslend- I ingur, sem ritað heföi af mestri snilld um stjórnmál á j síðustu áratugum, — og eru andvígir hernaöaraöilar á vett vangi stjórnmálanna þó ekki vanir því aö bruöla með lofs- yröin hver um annan. | Árni frá Múla mun hafa , fyrst fengizt viö stjórnmálarit- 1 störf að nokkru ráði, er hann gerðist ritstjóri „Varöar” 1924. Síðan hefur hann ritaö um ■ stjórnmál aö staöaldri, aö kalla má, ýmist sem aöalrit- | stjóri blaöa eða stjórnmálarit- I stjóri. Sem samherji hans í Sjálfstæðisflokknum um all- langt skeió þessa tíma, fylgd- ist ég vel meö því, hve sterk þau ítök voru, sem hann náöi meö skrifum sínum, ekki aö- eins innan flokksins, heldur náöu áhrif þeirra drjúgum lengra. Glæsilegt fonn og skýr og rökföst hugsun hafa allt- af haldizt í hendur í greinum , hans, 'og þetta, sem svo mjög skortir í stjórnmálagreinum I allflestra: þaö hefur alltaf ver- iö eitthvaö skemmtilegt við þöa, sem Árni hefur skrifað. Slíkar greinar lesa menn, þó aö þeir séu fyrirfram ákveönir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.