Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 09.11.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 09.11.1942, Blaðsíða 4
fUkynning Mánudaginn 9. nóv. 1942 Hvernig á að friða landið? Framhald af 1. síðu. haföi séö í upphafi, aö ekki yröu framkvæmdar, nema með samhentu átaki allra þeirra stétta, sem þær snertu. . Iv- Þjóöin hefur þegar fengiö aö súpa seyöiö af ýmsum af- glöpum þjóðstjórnarinnar, bæöi vanrækslusyndum og á- setningssyndum. Hún var ekki sek um þaö eitt, aö stofna til þess kapphlaups milli kaup- gjalds og verölags, sem ósýnt er hvern endi fær. Hún setti með ýmsu móti illt blóð milli launþega og atvinnurekenda. Þeir, sem nú fjargviörast mest. yí'ir upplausninni í'þjóðfélaginu laginu, ættu að þreifa í sinn eigin barm eftir rótum þess meins. En ískyggilegasta afleiðingin af öllu ráðlagi þjóðstjórnarinn ar er sú, að nú er minni trú á því, en nokkru sinni fyrr, að íslendingum geti auðnast að standa saman, jafnvel þótt líf þjóðarinnar liggi við. Þeir, sem sekir eru um þann glæp, að hafa rýrt trú þjóð- arinnar á hæfileikann til að sjá fótum sínum forráð, þykj- ast nú hafa fcngiö traustsyf- irlýsingu kjósenda og seilast til valda hver um annan þver- an í því skjóli. Komist þau á- form í framkvæmd, er það sönnun þess, að óhamingja íslands hefur ekki lagt niður vopnin. V. Lausn dýrtiöarmálanna kall ar meira að en allt annað og því aöeins hefur veriö laus- lega á þau minnst hér, en ekki vegna þess, aö valdhöf- um undanfarinna ára hafi far- izt tiltakanlega miklu betur í öðrum efnum. Þaö er öllum ljóst, aö dýr- tíðarmálin veröa ekki leyst, nema allir flokkar vilji stuöla aö því. En það er ekki aó ætl- ast til þess, aö unniö sé með neinum þeirra manna, sem uppvísir eru aö svikum í þessu máli. Þeir sex menn, sem nefndir hafa verió hafa allir veriö ótrúir yfir miklu. Þaö má benda á hvern þessara manna unr sig og segja: þú hefur svikiö! Og þessir menn dirfast aö Irana sér fram til nýrra valdá! í öllum ílokkum er skiln- ingur fyrir hendi á nauösyn almenns samstarfs. En þetta strandar allt á því, aö sekir menn hafa sig í frammi. Sá minnsti þegnskapur, sem þess- ir menn geta sýnt, væri þó, að araga sig í hlé. Ráöi þeir ekki viö valdagræögi sína, hvílir sú skylda á flokksmönn- um þeirra, aö setja þeim stól- \ inn fyrir dyrnar. Þaö þarf aö friða þjóðina. | Kíkisstjórnin beiðist lausnar. í síðustu viku tílkynnti forsætis- ráðherra ríkisstjóra, að hann myndi biðjast lausnar fyrir sig og ráðu- neytið, jafnskjótt og þing kæmi sam- an. Ríkisstjóri hefur óskað eftir því að þingflokkarnir tilnefndu menn í nefnd til að leitast fyrir urfi mögu- leika til myndunar samstjórnar allra flokka. Iiafa flokkarnir orðið við þessum tilmælum. — Núverandi ríkisstjórn mun vafalaust gegna störfum til bráðabirgða, meðan þess- ar eftirgrenslanir fara fram. — Þingið hefur verið kvatt til funda 14. þ. m. Illgresi, heildarútgáfa af ljóðum Magnús- ar Stefánssonar, er nýkomin á markaðinn. Útgefandi er Mehningar- og fræðslusamband alþýðu. í bók- inni eru öll ljóð skáldsin^, er áður hafa verið birt, og auk þess fjöldi kvæða, er ekki hafa áður komið fyr- ir almenningssjónir. Ljóðasafninu fylgir ævisaga Magnúsar, rituð af dr. Bjarna Aðalbjarnarsyni. — All- ir ljóðavinir munu fagna þessum bókmenntaviðburði, enda er þetta einhver eigulegasta bók, sem hér hefur komið nú um skeið. Hennar verður nánar getið hér í blaðinu síðar. Fréttir frá í. S. í. Nýlega hafa þessir menn gerzt ævifélagar í í. S. í.: Stefán A. Páls- son, forstjóri, Rv. Oddgeir Sveins- son, málarameistari, Rv. Finnbogi R. Þorvaldsson, verkfræðingur, Rv. Ólafur H. Ólafsson, heildsali, Rv. — Eru þá æviíélagar I. S. I. orðn- ir 147. — U. M. F. Stöðvarfjarðar hefur nýlega gengið í í. S. 1. Félaga- tala er 76. Form. Guðm. Björnsson. — Stjórn í. S. í. hefur nýlega stað- fest met i stangarstökki, 3,48 m. sett af Ólafi Erlendssyni, Knatt- spyrnufél. Vestmannaeyja, 27. sept. 1942. — Sendikennari í. S. í. hefur nýlega lokið námsskeiðum i knatt- spyrnu og handknattleik í Horna- firði, Norðfirði og Stöðvarfirði. Þátt- takendur alls 163. Árbók Ferðafélags íslands. fyrir árið 1942 er ■ nýkomin út. Fjallay hún að þessu sinni um Kerl- ingarfjöll. Aðalritstjórn bókarinnar hafði Jón Eyþórsson með höndum. Þaö getur ekki tekist, nema verstu óhappamennirnir frá undanförnum árum, veröi lok- aöir úti frá stjórn landsins. Hér þurfa aö koma nýir | menn, heiöarlegir menn og samvinnufúsir. Annars verður ekkert ieyst, annars stefnum viö sjálfstæöi og heill þjóöar- innar í opinn dauöa. Sjálfstraust okkar er lamaö vegna óheiðarlegra- og glap- ráðra forystumanna undanfar- inna ára. Þaö er vantraust á þjóöina, ef nokkrum þeirra veröur falin völd aö svo stöddu. Viö eigum þjóöhollari menn, þótt jjhræðurnar11 skyggi á þá. Þessvegna veröur að byrja á því, aö víkja „hræð unum“ til hliðar. Myndirnar eru flestar eftir Þorstein Jósefsson, Steinþór Sigurðsson og Jóhannes Áskelsson. Steinþór Sig- urðsson hefur teiknað kort yfir Kerl- ingarfjöll og útsýnismyndir með skýringum. Árbókin er prýdd fjölda mörgum myndum og vönduð að frágangi. Er hún hin eigulegasta bók, svo sem jafnan áður. — Félags- menn í Ferðafélaginu eru beðnir að vitja bókarinnar til gjaldkera félags- ins í Túngötu 5, þar sem hún er af- greidd á venjulegum skrifstofutíma. Ljósmæðrum fækkar. i Minnsti ljósmæðrahópurinn, sem útskrifazt hefur frá Ljósmæðraskóla íslands síðan hann kom í Landspít- alann, útskrifaðist í lok september- mánaðar s.l. Þá luku fjórar ljós- mæður námi, þær Ingibjörg Stefáns- dóttir frá Mýrum í Skriðdal, Katrín Loftsdóttir, Bakka í Landeyjum, Margrét Jónsdóttir, Arnarstapa á Sæ'nfellsnesi og Sigríður Jónsdóttir frá Læknisstöðum á Langanesi. — Forstjóri Landspítalans, dr. Gunnl. Claessen, sem gefið hefur blöðunum þessar upplýsingar, lætur svo um mælt, að fækkun ljósmæðranna muni stafa af breyttum aðstæðum í atvinnuháttum. Nóg og vel borguð avinna sé í boði en ljósmæðrastörf- in lélega launuð. Samband ísl. karlakóra. Fyrir nokkru síðan var Ingimund- ur Árnason, söngstjóri karlakórsins Geysis á Akureyri kjörinn heiðurs- félagi Sambands íslenzkra karla- kóra. (Samkv. tilkynningu frá for- manni). Nýtt kvennablað, 2. tbl. 1942, er nýkomið út. For- ustugreinin nefnist „Hið algjöra stríð“. María J. Knudsen ritar um byggingu fæðingarstofnunar og Sig- ríður Eiríksdóttir um stöðuval henn- ar. Kvæði er í blaðinu eftir Arnfríði Sigurgeirsdóttur á Skútustöðum, kafli úr bréfi frá Ingibjörgu Jó- hannsdóttur, forstöðukonu Staðar- fellsskólans og þýðing á 1. þætti leikritsins Hedda Gabler. Þar' er og minningargrein um Ragnheiði Guð- jónsdóttur málleysingjakennara, ýmsar smágreinar, stökur o. fl. 0 Þar til öðruvísi verður ákveðið, verður leigugjakl fyrir vörubíla í innanbæjarakstri sem hér segir: Dagvinna kr. 13,86 (með vélsturtum kr. 18,50). Eftirvinna kr. 16,99 (með vélsturtum kr. 21,63). Nætur- og helgidagavinna kr. 20,11 (með vélsturtum kr. 24,75). Vörubílastöðin ÞRÓTTUR. ásðluverð á vindlum Útsöluverð á enskum og amerískum vindlum má eigi vera hærra en hér segir: Golofina Perfectos — Londres — Conchas — Royal Cheroots Wills’ Rajah Perfectos Panetelas (Elroitan) Cremo Golfers (smávindlar) Do. — Piccadilly (smávindlar) Muriel Senators — Babies Rocky Ford Van Bibber Le Roy Royal Bengal 25 stk. kassi kr. 40,00 50 — , — — 61,25 50 — — — 46,25 100 — — — 55,00 25 — — — 20,00 50 — — — 47,50 50 — — — 42,50 50 — — — 21,90 5 — pakki — 2,20 10 — blikkaskja — 2,75 25 — kassi — 25,00 50 — — — 32,50 50 — — — 36,25 5 — pakki — 2,50 10 — — — 5,00 10 : — 3,75 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverð- ið vera 3% hærra en að framan greinir, vegna flutn- ingskostnaðar. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. TESS erkomin. Nú er Tess, hin fræga skáldsaga, enska stór- skáldsins Thomas Hardy, komin í íslenzkri þýð- ingu eftir Snæbjörn Jónsson. Thomas Hardy er einn allra frægasti rithöfund- ur Englendinga, og víðkunnast allra rita hans er Tess. Þegar bókin kom fyrst á prent, sætti hún mjög mikilli gagnrýni, og svo var heiftin mikil hjá sumum, að til dæmis biskupinn af Wake- field birti bréf, þar fsem hann skýrði frá því, að hann hefði brennt bókina. Síðar ritaði bók- menntafræðingur einn um Hardy, og sagði þar meðal annars um Tess: „í öllum bókmenntum er ekki til sú bók, sem ríkari sé að meðaumkun en Tess af D.’Urberville-ættinni, og engin miskunnarlausari". í bókinni er fjöldi mynda af sögustöðunum, og hafa sumar beifira aldrei verið áður birtar. — Bókin er í tveimur bindum og kostar 50 kr. ib. Bóbavcrzlun Isafoldar og úfbúíð Laugaregí 12. A. J.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.