Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 16.11.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 16.11.1942, Blaðsíða 3
 9 izt nýrra vígstöðva til að heyja þessa styrjöld. Nú er svo komið, að vel má segja að þeg-narnir eiga undir högg að .sækja um brýnustu nauð- þurftir sínar vegna flokksof- ríkisins í landinu. Það hefur komiö í hlut Reykvikinga að vera í farabroddi um ýmis framfara- og menningarmál nú á síðari tímum. Það væri því vel við hæfi, ef einmitt þar yrðu mörkuð veruleg spor í baráttunni gegn hinni mið- aldalegu kúgun, sem „leiðtog- ar“ þjóðarinnar hafa lagt of- urkapp á áð innleiöa á ný. Stofnun Þín^ eyíngafélags Nokkrir menn komu saman fyrir skömmu til að ræða um stofnun Þingeyingafélags. Var félagsstofnun þossi á döfinni fyrir 3—4 árum, án þess úr framkvæmdum yrði. Fundarmenn voru sammála um, að heppilegast mundi, að eitt félag yrði starfandi fyrir báðar sýslurnar. Talið er að hér í bænúm séu bú- settir um 8—900 manns, fæddir í Suður-Þingeyjarsýslu og tiltölulega álíka margir úr norðursýslunni. Kosin var 3 manna nefnd til að hrinda málinu áleiðis og boða til al- menns stofnfundar, þeir: Guðmund- ur Hjálmarsson, Sigurður Bene- diktsson og Sigurður Björnsson frá Grjótnesi. Beztu bókakaupin gerið þið hjá okkur. Bókabúðm, Klapparstíg 17 (milli Hverfisg. og Lindargötu). þá heldur ekki viö, aö orðiö „Guð“ sé notaö sem einskonar samnefnari eða samheiti fyrir þessi máttarvöld. í raun og veru skortir þá hin skyggnu skáldaugu, og þess vegna verö ur tilveran í augum þeirra að einhvers konar dauðri vél; sem þó hefur á emhvern ó- skiljanlegan hátt tendraö ein- hverja neista af lífi hingað og þangað. Það er síður en svo, að nokkur skaði sé skeð- ur, þótt þjóösöngur vor ís- lendinga gæti unniö eitthvað á móti þessari ófrjóu lífsskoö- un, enda er það sannfæring mín, að engin þjóð og enginn einstaklingur hafi ráö á því, að afneita hinu andlega lífs- viöhorfi, hvaö sem líður á- kveönum kennisetningum. En nú langar mig til þess áð tala ofurlítið um þann „Guð vors lands“, sem jafnvel van- trúarmaðurinn eða efnishyggj umáöurinn ætti að geta aö- hyllst og trúaö á, þ.e.a.s. ef hann er aöeins ofurlítiö heim- spekilega sinnaður. Þessi „Guð vors lands” er þáö, sem kalla mætti íslenzk þjóðarsál, og þá fyrst og fremt hið bezta 1 henni. Séð frá nógu hárri sjónar- hæð er hver þjóð ein heild út af fyrir sig, jafnvel sérstök Independence Kosta 12 aura stobkurínn. Flz -- Flz-Fiz i i I pJfíLFVm ÞvOTTfíDUFTL Jg Þetta óviðjafnanleya þvottaduft bregst aldrei. SAMT ER GOTT AÐ HAFA MÁNA-STANGASÁPU Á SVÖRTUSTU BLETTINA j vera, og það segir sig sjálft, að hver einstaklingur þjóöar- innar er órjúfanlega tengdur þessari andlegu heild og háö- ur henni á allan hátt. Eg veit vel, að þessi „Guð vors lands” er ekki neinn „drottinn alls herj ar“, og þó er hann. eitt með honum. En það er þessi guð, sem er hinn sérstaki „Guð vors lands”, ef svo mætti að oröi kveöa, og sá guð, sem ' segja má, aö oss komi mest við. Hver íslendingur, sem ann landi síriu og þjóð og kostar kapps um aö vera i hvívetna sem beztur íslend- ingur, þjónar þeim guði og gerir hann dýrlegan. Spurn- I ingunni: Hver er hinn sér- ! staki Guð vors lands? vil ég því svara á þessa leið: Hann er \ hið bezta í þér sjálfum. Hann er sannleiksást þín og fórnar- j lund í þágu þjóðbræðra þinna | og systra. Hann er fegursti | draumur þinn um þitt eigið 1 land og þína eigin þjóð. Hann | er hiö sameiginlega djúp í sál þinni og sál þjóðar þinnar. — Hann er skapgerð þín og mín, r— þessi örlagavaldur, sem býr hið innra meö okkur sjálf um. Eg skal taka það fram, að þessi skilningur á „Guð vors lands”, þarf alls ekki áð koma í veg íyrir, aö menn lyfti augum sínum upp til „sólkerfa himnanna” og dýrki alheimsguðinn. En eigi hér aö veröa „gróandi þjóðlíf meö þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkis braut”, eins og seg- ir svo fagurlega í niöurlagi þjóösöngsins, verðum vér ekki síður að beina athygli vorri að oss sjálfum sem örlagavöld um þessarar þjóðar, sem sköp- urum hennar og verndurum. Vér dýrkum „Guö vors lands” bezt með því að rækta sem bezt þá hæfileika og eðlis- kosti, er með oss búa, svo að fram megi koma hið fegursta og bezta, er íslenzk þjóösál á til og auka þannig veg hennar og virðingu meö öðr- um þjóðum Aö lokum langar mig til þess að minnast nokkru nán- ar á hin undurfögru niður- lagsorð hins fagra þjóðsöngs vors, þessi spámannlegu orð, sem ekki sízt stjórnmálamenn irnir íslenzku þyrftu sem oft- ast að hafa í huga: „Verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsrík- isbraut”. — „Gróandi þjóð- lífs“ —1 þaö er einmitt það, . sem stefna ber að, — ekki eitt • hvert fast takmark, enginn 1 veggur, sem hindrar frekari íramsókn, heldur meira líf, Smðsðluverð á vindlingum Útsöluverð á amerískum vindlingum má eigi vera liærra en hér segir: Lucky Strike 20 stk. pk. Kr. 2.10 pakkinn Raleigh 20 — — — 2.10 — Old Gold 20 — — — 2.10 — Kool 20 — — — 2.10 — Viceroy 20 — — — 2!10 —. Camel 20 — — — 2.10 — Pall Mall 20 — — — 2.10 — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðiö vera 3% hærra en að framan greinir, vegna flutning- skostnaðar. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. Ferllr n slundir dl u UM! Munið eftir vinunum. Sendið þeim góða bók fyrir jólin: Krapotkin fursti, María Stuart, Tess eftir Hardy, Kína eftir Oddnýu Sen, íslenzk úrvalsljóð (nú eru öll bindin til), Virkir dagar, eftir Guðmund G. Hagalín, Neró keisari, eftir Weygall, Saga Skagstrendinga eftir Gísla Konráðss., Bækur Jóns biskups Helgasonar: Meistari Hálfdán v Hannes Finnsson Tómas Sæmundsson. Oddi á Rangárvöllum, stórfróðleg bók eftir Vigfús Guðmundsson frá Engey. Fást hjá bóksölum eða beint frá Bókaverzlun ísafoldar og útibúinu, Laugavegi 12. áframhaldandi vöxtur, æska. En allur á þessi gróandi aö fara fram á „guðsi'íkis braut”, eins og skáldið orðar það. „Guðsríki” táknar í mín- urh augum fyrst og fremst ríki kærleikans, þar sem mennirnir láta sér skiljast, að þeir eru bræður og haga sér samkvæmt því. — Sannleikur- inn er líka sá, aö þegar öllu er á botninn hvolft, veröum vér alltaf að eiga mest undir mönnunum sjálfum. Mér er ekki vel ljóst, hvernig koma eigi í veg fyrir þaö, að jafnvel hiö bezta og viturlegasta skipulag verði aö einhverjú leyti misnotað af illviljuöum og eigingjörnum mönnum. Góðleikur og persónuleg á- byrgðartilfinning þjóðfélags- þegnanna er því og verður hiö eina öíugga bjarg, sem byggja verður hvert þjóöfélag, hverja þjóöíélagsskipun á, ef vel á áö fara. Þaö er aö sjálfsögðu of- ur auðvelt aó tala fyrirlitlega um allar siðferðisprédikanir og kalla allan kærleiksboð- skap munklökkvakennda draumóra og þar fram eftir götunum, en það breytir ekki þeirri staðreynd, að fyrir dóm stóli reynslunnar fær ekkert staðizt annað en raunveru- legt manngildi og manngöfgi. — Höfimdur þjóösöngs vors, var nógu raunsær til þess að sjá þetta, og það er ekki sízt þetta raunsæi hans, sem gef- ur þjóðsöng hans sitt mikla gildi. Eg vil að lokum leggja á- herzlu á þetta: Það væri æski- legt, aö vér íslendingar kynn- um sem bezt aö meta hinn lagra þjóðsöng vorn, skild- um til hlítar, hvaö raunveru- lega í honum felst. En hvaða merkingu, sem vér kjósum að leggja í orðin „Guð vors lands”, er oss nóg aö vita, að þjóðsöngurinn er fyrst og fremst eins konar áskorun til hins bezta í sjálfum oss. Hann kveður oss til þeirrar sam- vinnu og samábyrgðar um hinn íslenzka málstáð, sem of oft er skortur á, og of oft verö úr áð lúta í lægra haldi fyrir sundrungaröflum sérhyggj- urinar. Hann þenur hinn nauð synlega himimi yfir allt, sem íslenzkt er, því þaö er nú einu sinni svo, að jafnvel hinn fagurgræni litur gróandans getur ekki fullnægt oss til lengdar, ef hið bláa heiöi ljós- vakans hverfist aldrei yfir honum. Af þessum ástæöum. og ýmsum öðrum, sem ekki er unnt að rekja hér, tel ég; Framhald á 4. aífu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.