Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 23.11.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.11.1942, Blaðsíða 1
Útgefandi MUNINN h.f. Ritstjórar: Árni Jónsson Valdimar Jóhannsson (ábm.) Skrifstofa: Laufásvegi 4. — Sími 2923. Ji 09 i* ii iii | Prentsmiðja: Víkingsprent h.£. II. árg. Mánudaginn 23. nóv. 1942. 52. tölublað. KRAFA Þjóðólfs um hlut- lausan embættismann í sæti borgarstjórans í Reykja- vík fær hvarvetna hinar beztu undirtektir. íbúum höfuðstað- arins er fullkomlega ljóst hví- líkt ólán hefur verið yfir þá leitt með þvi að gera borgar- stjóraembættið að einu af hin- um pólitísku vígjum, sem bar- izt er um í styrjöldinni milli stéttaflokkanna. Borgarstjór- inn er, samkvæmt eöli embætt is síns, trúnaðarmaður allra borgaranna í bænum. Menn þurfa að leita til borgarsijór- ans og reka við hann erindi sitt án tillits til fiokksafstöðiit stéttar eða stöðu. Slík ganga er engan veginn Ijúf, ef borg- arstjórinn er einn af hinum harðvítugustu áróðursmönn- um andstöðuflokksins og á honum hvíln- rökstuddur grunur um það, að embættis- aðstaðan sé beinlínis notuð í flokksþágu. Slík aðstaða mætti jafnvel verða Ijós þeinr, sem vel geta hugsað sér Bjarna Benedikts- son í borgarstjórasætinu, þrátt fyrir baráttu hans í þágu á- kveðins flokks, ef þeir settu dæmið upp á gagnstæðan hátt. Þeir menn ættu að hugsa sér þann möguleika, að borg- arstjórinn væriviðlíkaóbilgjarn áróðursmaður úr einhverjum andstöðuflokkanna, t. d. mað- ur að nafni Jónas Jónsson — og þá auðvitað upp á sitt hið bezta sem málafylgju- og undir- róðursmaður í þágu síns upp- haflega flokks. Mætti þá ekki svo fara, að fleirum en kot- bændum á kaupstaðarlóðinni þætti þröngt fyrir sínum dyr- um? Það virðist allt benda til þess, að þá kæmi hugmynd- inni um hlutlausan borgar- stjóra nýir fylgjendur. Verkefni borgarstjórans í Reykjavík er aö veita forstöðu hinum margháttuðu og um- fangsmiklu málefnum höfuð- staðarins. Bæjarfélagið verður í höfuðdráttum að reka eftlr sömu lögmálum og stórt fyr- irtæki. Borgararnir eiga trún- að sinn undir forstöðumanni bæjarfélagsms. Hann veröur í ýmsum atriðum að leysa per- sónulegan vanda þeirra, auk þess sem hann þarf í hvívetna að sjá borgið heildarhag borg- aranna út á við. Hið vanda- sama embætti verður því að- eins rækt á viðunandi hátt, að dugmikill hæfileikamaður helgi því krafta sína óskoraða, að friður ríki um embætti hans og hann hafi fullt traust umbjóðenda sinna. Engum af þessiun grund- vallarskilyrðum fyrir góðri Framh. á 4. síðu. Alþing hið SJALFSAGT hafa margir gert sér vonir um, að „hið nýja andlit!< Alþingis tæki stórum fram því, sem fyrir var. Þeir hinir sömu hafa orðið fyrir sárustu von- brigðum. Það sem af er liggur þaö eitt eftir hið nýkjöma þing aö færa alþjóð heim sanninn um, að lengi getur vont versnaö. Við íslendingar eigum ekk- ert ytra tákn fornrar menn- ingar, ekkert skrauthýsi, enga kirkju, engan kastala, enga bxú, ekki svo mikið sem ör- lítinn vegarspotta, er minni á feðranna írægð. Engin menningarþjóð í heimmum er jafn örsnauð af gömlum mannvirkjum. Þessi skortur ytri verðmæta er órækasta heimildin, sem til er, um sögu ömurlegrar fátæktar um- komulausrar þjóðar. En hvað ætli við séum aö fárast um þetta? Eigum við kannske ekki það, sem verð- mætara er? Það sem mölur og i-yö fær ekki grandað? Jú, mikil undur! A sólbjört- um sumardegi höldum við austur á Þingvelli, staðnæm- umst við nokkrar vallgrónar tóftir og fyllum hjörtun mik- illi lotningu. Heilög vje! Vagga frelsisins! Það vantar ekki fjálgleikann og hrifning- una. Við getum svo sem bor- iö höfuðið hátt. Því sjá! Við eigum elztu og virðulegustu löggjafarsamkomuna í öllum heiminum! Þar með er þjóöarmetnaði okkar borgið og langt fram yf- ir það. Því hvað eru gamlir draugakastalar og hálffallin ; kirkjuhróf hjá Alþingi — sjálfu Alþingi, sem stofnsett var við Öxará fyrir meira en þúsimd árxim! ENGINN skyldi bregða okkur um ræktarleysi við fomar minjar. Allt um- hverfi hins forna þingstaðar er friðlýst jörð. Við getum ekki ógrátandi á það minnzt, að Gunnsteinsstaðarkirkja sé hesthús. Við verðum svo hug- fangnir, þegar við lesum um bæjariústirnar í Þjórsárdaln- um, fjáxúellana í Rangár- vallasýslu og skálann á Keld- um, áð viö gleymum öllum stríðsfréttum, heyrum ekki i flugvélunum og sjáum ekki erlendar sambýlisþjóðir. Við heimtum einum íúmi, að forn- minjar séu verndaðar eins og helgir dómar. Þegar á allt þetta er litið — alla þessa ræktarsemi við þaö, sem er „gamalt og þjóðlegt”, allan þennan dásamáða skiln- ing á arfhelgi fornra minja, mætti ætla, að ekkert væri okkur eins hugstætt og hjart- fólgið og vemdun helgasta dómsins, þúsund ára þings- ins, elztu og viröulegustu lög- gjafarsamkomunnar í heim- inum! Og hverjum ætti áö vera annara um vemdun þessarar stofnunar en þeim, sem í umboði þjóðarinnar ganga um hin helgu vje? Þaó hefur slegið óhug á hvern mann, sem orðið hef- ur vitni að framferði þjóðfull- trúanna seinustu dagana. Það er óviðkurmanlegt að hýsa hross í gamalli torfkirkju. En hvað er það hjá því, að hýsa ábyrgöarlausa og ill- kvitna menn, slefbera og alls- konar óhræsi á friðhelgu Al- þingi — elztu og virðulegustu 1 löggjafarsamkomunni í heim- ’ inum? i Aviðsjái-verðustu tímumsem yfir þetta land hafa geng- iö, byrja þingstörfin á því, að árifamestu trúnaðarmenn þjóðarinnar kosta kapps um að mannskemma hverir aðra sem ffeklegast. Það er ekki nema gott um þaö að segja að húsakynni Alþingis eru nú ■ hin veglegustu, djúpir hæg- indastólar í fordyii, þar sem í áður voru harðir trébekkir, ullmjúkir flosdukar, þar sem ’ áður voiu ber gólf. En annað - og meira þarf til að bjarga 1 virðingu þingsins, en það, að gera húsakynnin vistlegri en verið hefur. Og þaö er býsna eítirtektarvert tímanna tákn, að þingmenn einir ganga nú 1 um fordyri hússins, breitt og velbúið, en kjósendur verða að skreiðast inn um bakdyr, og klöngrast upp þrönga stiga i til þess að verða dýrðarinnar aönjótandi. Til skamms tíma var það svo, aö einn vegur greiddi öllum inngang í þings- ins rann, ekkert síóur umbjóð- endum en hinum virðulegu fulltrúum þeirra.. Hvað sem annars verður um þessa ný- breytni sagt, er hún ekki ; demókratisk. Manni gæti kom- til hugar, aö bak viö þessa ný- skipun leyndist endurvakinn sá andi, sem Jónas Hallgríms- son lýsti fyrir hundrað árum með þessum oi'öum: „Hafðu bóndi minn hægt um þig! hver hefur skapað þig í kross? Dýröin vor þegar sýnir sig, þér sæmir bezt að Lúta oss. Á Alþinginu áóur vaf ekki neitt nema höfðingjar! nýja Bíddu nú við og sjáðu senn, sona á það að verða enn”. j „Það er ekki hægt áð klæða af sér ósómann“, sagði ráð- sett húsfi'eyja, þegar hún sá atvinnukvendi úr „ástand- inu” ífærða pelli og purpura. Bakdyralýðurinn missir virð- ingu fyrir fordyrafólkinu, þeg- ar leiðtogamir fara að kast- ast á ókvæðisorðum um þver- an þingsalinn. Efnið í orða- skiptum þingmanna fyrstu daga hins nýkjörna þings var á þessa leið: Þú sveikst — þú sveikst líka. Þú laugst — þú j laugst líka.. Þú mútaðir — þú mútaðir líka. Þú stalst — þú hefur sjálfur stolið! r UR glerhúsum spillingar- innar hefur grjóthríðin dunið á þingflokkunum sitt á hvað. Lýsingin, sem hér j hefur verið gefin á framferði sumra áhrifamestu íslenzku stjórnmálaleiðtoganna fyrstu daga þingsins er ófögur. En hún er sönn. Hundruð manna geta vitnað, að hér hef ur ekki verið ofmæla. íslenzka þjóðin hefur aldrei átt meira undir trúnaði forvígismanna sinna en á þessari stundu. Það er ekki til neins fyrir þessa menn að hlaupa upp með rosta og segja, að hér sé farið' með óhróður um Al- þingi. Þeir eru sjálfir óhróður Alþingis. Hvað annað verður sagt um menn, sem láta þáð vera fyrsta erindi sitt á hið nýkjörna þing, að svala heift sinni og rógshneigð. Það væi'i sviksemi við alþjóö að hylma yfir með slíku framferð'L Innan allra þingflokkanna eru menn, sem stendur stugg- ur af athæfi leiðtoga sinna. Þessir menn verða að taka í taumana áöur en Alþingi ver'ður dregið lengra ofan í svaðið en orðið er. Þeir verða að hafa kjark til að rísa gegn ósómanum, jafnvel þó þeir eigi yfir höfði sér aö vera kallaðir flokksvikarar og kvisl- ingar. Slík hrópyrði hrína ekki á þeim, sem tiúir á málstaö' sinn. Málstaður hvers heiðar- iegs þingmanns á að vera sá , að auka hx'óður Alþingis og útrýma óhóðri þess. Það verð- ur ekki gert, nema ofbeldis- . mennirnir . og illindaseggirnir verði kveðnir niður, hvar í flokki, sem þeir standa. Á. J. Félagið Heymarhjálp hefur útvegað nokkur heyrnar- tæki, seih eru til sýnis á skrifstofu Blindravinafélags íslands í Ingólfs- stræti 16. Væri rétt fyrir heyrnar- dauft fólk að nota þetta tækifæri og kynna sér tækin. Nýtt blað Tilraun til sameigin- legrar blaðaútgáfu fjögurra félagakerfa. FYRIR stuttu síðau kom út hér í bænum nýtt blað, er nefnist Eining. — Það er gefið út af nefnd, sem skipuð er fulltrúum frá fjórum félagakerfum: Stór- stúku íslands, Iþróttasambandi 1 íslands, Ungmennafélagi Islands og Sambandi bindindisfélaga í skólum. Þcssi félög stóðu að sam- eiginlegum bindindismannadegi í Reykjavík í sumar. Þar var nefnd þessi kjörin og skyldi hún vinna að frekara samstarfi þessara fé- lagskerfa. Þetta fyrsta tðlublað Einingar á að vera einskonar fyrirspum, eftir þvi sem segir í ávarpsorðum blaðsins.. Nefndin er að þreifa fyrir sér, hvort vera muni grund- völllur til útgáfu nýs heimilisblaðs á vegum þessara aðila, er „fjall- aði um flest hin nærtækustu fé- iags- og menningarmál, svo sem uppeldi, heimilislíf, hjúskap, ásta- líf, heilbrigði hreinlæti, íþróttir, bindindi, bókmenntir, siðferði. listir, Bl-.emmtanir, verkmenningu og daglegt líf manna”. ‘ , I ritnefnd blaðs þess, sem út er komið, eru þeir Páll S. Pálsson stud. jur., Jón Gunnlaugsson fulltrúi, Gísli Sigurbjömsson for- stjóri, Guðmundur Sveinsson stud. theol. og Pétur Sigurðsson erind- reki, sem jafnframt er ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins. Þrjátíu ár U INN 17. þ. m. átti Reykjavík- * * urstúka Guðspekifél. 30 ára afmæli. Fyrsti formaður hennar var Jón heitinn Aðils prðfessor, og var það til dauðadags. Við formannsstarfinu tók af honum Jón Árnason prentari og gegndi þvi í 16 ár samfleytt, Þá tók við Haligrímur Jónsson fyrrverandi skólastjóri, og sá fjórði í röðinni varð Sigurður rakarameistari ól- afsson. Núverandi formaður er Þorlákur öfeigsson bygginga- meistari. Frá þessu þrjátíu ára tímabili er að sjálfsögðu margs að minnast. Stúkan hefur verið ! svo heppin, að eiga alltaf ein- hverja meðlimi, sem voru bæði starfhæfir og starfsfúsir, en hvort tveggja er nauðsynlegt til þess að hægt sé að halda uppi félags- skap. Og ennþá á stúkan góðum starfskröftum á að skipa, og er það ósk mín, að svo verði alltaf framvegis. Lúðvík heitinn Kaaber bankastjóri kom mjög við sögu ’ þessa félagsskapar fyrstu árin. T. d. léði hann hús sitt til funda- Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.