Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 23.11.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.11.1942, Blaðsíða 2
2 ÞJÖÐÖLFtJlt Stondufflst við prófraunína? RZEÐA sú, sem ríkísstjóri flutti við setningu Aiþingis átti erindi til allra landsmanna, en þó fyrst' dg fremst þingmanna. Ö- ; hætt er að fullyrða,, að allur al- menningur kann vel að meta hin- ar látlausu en alvarlegu bending- ar ríkisstjóra, og er honum þakk- látur fyrir. Hitt er jafnvíst, að í þingmannahópnum eru ínenn, sem hafa látið orð hans eins og vind um eyrun þjóta. Ríkisstjóri lýsti þörfinni á al- mennu samstarfi og þakkaði for- mönnum þingflokkanna fyrir und- irtektir þeirra í því efni. Hann sagði: „Um leið og ég þakka fyrir það, hve uppástungu minni var vel tekið af ollum hlutaðeigendum, geri ég ráð fyrir því, að viðræð- ur haldi nú áfram og að ný stjórn verði mynduð svo fljótt sem kostur er á. „Þogn meðan áómurinn situr”, er gamalt spak- mæli, sem minna má á í sambandi við þessar tilraunir, sem nú verða algerlega í hondum þingmanna”. Varla er hægt að hugsa sér, að í þingmannahópnum sé til sá skynskiptingur, að hann misskilji þessa aðvörun. En þó skeður það, að ríkisstjóri hefur varla sleppt orðunum af vörunum fyrr en á Álþingi hefst einhver skríls- legasta háreysti, sem þar hefur heyrzt. Og það er maðurinn, sem árum saman hefur verið formað- ur utanríkismálanefndar og sýknt og heilagt hælt sér af friðarvilja sínum, sem mest lætur að sér kveða hinu skrílslega athæfi. * * * , Ríkisstjóri lagði áherzlu á, hve mikils er um það vert, að ‘ „ein- staklingar þjóðfélagsins — kon- ur og karlar, kunni að virða á j réttan hátt heill og hag annara en sjálfra sín og log þau, er sett eru af fulltrúum þeim, sem þjóð- in sjálf hefur kjörið til þeirra starfa, I því kemur fram á hverju þroskastígi vér erum staddir um opinber mál, engu siður en í því, hvernig þingi og stjórn tekst að ráða fram úr þeim viðfangsefn- um, sem þau hafa við að glíma. Vér eigum nú ekkert undan- færi frá því, að aðrir taki eftir því, hvernig varið er þessum þroska vorum. A því, hvernig vér rejmumst í þeirri prófraun, get- ur oltið, hvort oss tekst að halda þeirri samúð annara mikilsmet- inna þjóða, sem vér hofum átt því láni að fagna, að njóta hing- að til, samúð, sem að minni skoð- un er líf sskilyrði fyrir ó'ryggi, um framtíðarfrelsi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar”.. (Leturbr. hér). Sá maður, sem verið hefur potturinn og pannan í skrílshætt- inum á Alþingi undanfarna daga, hefur um þrjá áratugi verið í- hlutunarsamastur um opinber mál al!-ra landa sinna. Hann hefur komizL til æðstu valda og met- orða. Auk formenskunnar í ut- anríkismálanefndinni, er hann formaður næst stærsta þingflokks ins. Hann er í 8 manna nefnd- inni, sem á að undirbúa sam- stjórn allra flokka. * * Vegna metorða sinna ber þenn- an mann hærra í augum erlendra manna en flesta aðra. Þegar rík- isstjóri segir: ,,þogn meðan rétt- urinn situr” lýstur þessi maður upp skrílslegu ópi. Hann þykist yfir þá þegnskaparskyldu haf- inn, að láta sig nokkru varða, hvort samstarf hefjist eða. sundr- ung magnist, hvort virðingu og samúð annarra þjóða sé fyrir- gert og „öryggi um framtíðar- frelsi og sjálfstæði íslenzku þjóð- arinnar”, þar með teflt í voða. Þannig stenzt einn af mestu á- hrifamönnum Islands prófraunina, sem ríkisstjóri talaði um. Hversu lengi ætlar flokkur sá, sem styðst við bændur landsins að hlíta leiðsögn þessa manns ? Hversu lengi ætla aðrir flokkar að láta forystumönnum sínum haldast uppi að hafa þennan mann að pólitískum skriftaföð- ur ? Aiþýða manna á Islandi lagði eyrun við boðskap ríkisstjóra. En sumir þeir, sem orð hans voru fyrst og fremst töluð til, daufheyrðust. Slíkir menn eiga að vera vera útrækir tafarlaust úr nefnd, sem ætlað er að undir- búa almennt samstarf. Margir voru vondaufir að al- mennt samstarf gæti tekizt áður en þing koxn saman, Eftir- viku- starf hins nýja þings eru menn enn vondaufari, þótt öllum, und- antekningarlaust, sé nú orðin ljós þörfin. Það er fásinna að ætla, að útþvældir stjórnmálaloddarar, Skynviltir eftir margra ára óheil- indapukur og leynimakk í skúmá- skotum og brugghúsum pólitískrar spillingar, siðferðissljóir afglapa- menn, sa.msekir í ófarnaði þjóð- arinnar, — komi neinu til leiðar um almennt samstarf, Það á að. dæma þá úr leiknum, Nýir menn verða að reyna. Ef nokkur von á að vera um samstarf eiga flokkarnir að skipta um menn í 8 manna nefndinni. Sjálfstæoisflokkurinn gæti til- nefnt Pétur Magnússon og Gunn- ar Thoroddsen. Framsóknarflokk- urinn Bjarna á Reykjum og Bern harð Stefánsson. Alþýðuflokkur- inn Harald Guðmundsson (með Emil Jónssyni, í stað þjóðstjórn- arhetjunnar Stefáns Jóhanns). Sósíalistaflokkurinn Áka Jakobs- son og Lúðvík Jósepsson. Samstarfið þarf að komast á. Ef þessum nefndu mönnum væri falið að leita samkomulags, mundi það mjög sennilega nást, ef „bögn væri meðan rétturinn sæti”. Við verðum að standast prófraunina, sem ríkisstjóri tal- aði um. En það er fjarstæða að ætla verstu sundrungarmönnun- um að gangast fyir samheldninni. Þingi Alþýðusambandsins lauk á föstudagskvöld. I stjórn sambandsins til næstu tveggja ára voru þessir kisnir: Forseti: Guðgeir Jónsson, form. Bókbindarafélags Rvíkur. Varaforseti: Stefán Ögmunds son, prentari. Ritari: Björn Bjarna- son, form. Iðju. Meðstjórnendur: Sigurður Guðnason, Þorvaldur Bryn- jólfsson, Jón Rafnsson, Sæmundur Ólafsson, Hermánn Guðmundsson og Þórarinn Kr. Guðmundsson. — Fullt samkomulag var milli Alþýðuflokks- ins og Sósíalístaflokksins um þessa kosningu. Nína Tryggvadóttir opnaði málverkasýningu í Garða- stræti 17 s. 1. laugardag. Á sýning- unni eru yfir 70 myndir. — Ungfrú Nína hefur sýnt málverk á mörgum sýningum, bæði hér heima og í Dan- mörku. Pundasfefna Eysteins Með gengislögunum vorið 1939 var skráð gildi íslenzkrar krónu gagnvart sterlingspundinu lækkað um rúm 20%. Þá um haustið fellur krónan að nýju, með sterl- ingspundinu, um 11% í viðbót, eða alls um ca. þriðjung á einu missiri. Eftir að styrjöldin hófst tók viðskiptaástandið þegar að ! batna. Krónan leitaði jafnvægis ! samkvæmt réttum viðskiptalög- málum. Vorið eftir hafði sterl- ingspundið lækkað niður I tæpar 22 krónur. En þessi bati viar stöðvaður. Krónan var felld að nýju svo að sterlingspund jafn- gilti 26 krónum. Þessi ráðstöfun var réttlætt með því, að ókleift væri að gera út á síld að öðrum kosti. Allan þennan tíma var tregð- azt við að auka innflutning til landsins, þótt gjaldeyrir væri nægur, vöruskortur í landi, verð- lag hækkandi á aðfluttum vörum, og skipakostur fyrir hendi með bæiilegum kjörum. Eysteinn Jóns- son þverskallaðist við að auka innflutninginn, þrátt fyrir svo gerbreyttar aðstæður, að slík ráðstöfun var ekki einungis rétt- mæt, heldur bein þjóðamauðsyn. I Tímann 13. ágúst 1940 skrifar Eysteinn m. a. á þessa leið: „Frá mínu sjónarmiði á sú skoðun (því) ekki rétt á sér, að nokkuð bættur viðskiptajöfnuður að krónutali, frá því sem verið hefur, og bætt gjaldeyrisástand í bili, sé tilefni þess að slaka á takmörkunum, sem settar hafa ; verið um neyzlu erlendra vara í landinu. Eg álít, að þjóðin eigi einmitt að leggja nokknð hart að sér til þess að reyna að bæta f járhag sinn, lækka sknldimar og eignast innstæður í erlendum gjaldeyri”. Þjóðin hafði þá mörg ár orðið að ,,leggja nokkuð hart að sér” sökum gjaldeyrisskorts. Þegar þáverandi viðskiptamálaráðherra skrifar þessi orð er viðskipta- jöfnðurinn það sem af er árinu orðinn hagstæður um 40 millj- ónir króna. En þjóðin á eftir sem áður að „leggja nokkuð hart að sér” til þess að lána fé sitt styrj- aldarþjóð, sem á þessum tíma virtist standa mjög höllum fæti. Vegna hinnar skammsýnu punda-stefnu Eysteins Jónssonar hefur þjóðin síðan orðið að „leggja nokkuð hart að sér” sok- um vaxandi skorts 4 skipakosti og hækkandi verðlags. Eysteinn gerðist með öðrum orðum banda- maður dýrtíðarinnar í þessum efnum sem öðrum. Eitt bitrasta vopn styrjaldar- þjóðanna er hafnbann á óvinina. Með pundastefnunni var Eysteinn að reyna að setja hafnbann á sína eigin þjóð. Slíkt „bjargráð” hefur engum öðrum viðskipta- málaráðherra hugkvæmzt, svo vit- að sé. Sýnd veiði en ekki gefin Stundum verður lítið Úr því högginu sem hátt er reitt. Borg- arstjóri ætlaði að hrifsa sænska frystihúsið í hendur bæjarins með tilstyrk Alþýðuflokksins og sósí- alista, en þvert ofan í vilja sumra flokksmanna sinna í bæjarstjórn, t. d. Helga Hermanns og Gunnars Thoroddsens. En þetta var sýnd veiði en ekki gefin. Á síðasta bæjarstjórnar- fundi las borgarstjóri upp bréf frá kaupanda frystihússins, h.f. Frosta, þar sem tilkynn.t var að kaupin væru gengin til baka. Var málinu síðan vísað umræðulaust aftur til föðurhúsanna, bæjarráðs og hafnarstjórnar. Svo fór um sjóferð þá. Utan úr heímí C YRIR fjórum vikum síðan byrj- * uðu að nýju átök styrjaldar- aðila í Egiftalandi. Áttundi herinn brezki undir stjórn Alexanders hers- höfðingja hóf sókn á vígstöðvunum við E1 Alamein 23. f. m. Hófst sóknin samtímis á allri víglínunni milli E1 Alamein og Quattara-lægðarinnar.- Hersveitum Bandamanna tókst þeg- ar í upphafi sóknarinnar að brjót- ast inn í stöðvar Möndulherjanna. Freistuðu þeir nokkurra gagnárása, en án teljandi árangurs. Kom ekki til stórfelldra átaka fyrstu vikuna og vakti það einkum athygli að Möndulherirnir tefldu lítt fram skriðdrekum sínum. Að viku liðinn hófu Bandamenn áhlaup að nýju undir stjóm Montgo- mery hershöfðingja. Fóru átökin þá skjótt mjög harðnandi og til- kynntu Bandamenn, að þeir hefðu alger yfirráð í lofti. Og litlu síðar kom upp sá kvittur, að Rommel, yf- irmaður lílöndulherjanna, gæti ekki haft not vélahersveita sinna sökum benzínskorts. Viðpám Þjóðverja og ítala brast með skjótum hætti og hófst nú mjög hröð framsókn Banda- manna. En Rommel hélt undan með það af liði sínu og hergögnum, sem Harðnandi átök. hann mátti. Tókst á fáum dögum að reka flótta Möndulherjanna út úr Egiftalandi, en Fuka, Mersa Matruh og aðrar bækistöðvar þeirra á ströndinni féllu í hendur Banda- manna. Á landamærum Egiftalands og Ly- biu tókst Rommel ekki heldur að stöðva flóttann. Sóknin held- Bandamenn náðu ur áfram. hinu fræga Halfaya- skarði; sem er á landamærunum og oft hefur komið við sögu ófriðarins á þessum slóð- um. Á sömu leið fór um Caputzovígi. Og rúmlega viku eftir að flóttinn brast í lið Möndulveldanna féllu Bardia og Tobruk, sem hvorttveggja eru borgir í Lybiu og kunnar úr fréttaflutningi blaða og útvarps vegna þess hve mjög þær hafa kom- ið við sögu Afríkustríðsins. Eitt sinn vörðu Ástralíumenn Tobruk um átta mánaða skeið gegn umsát Rommels, unz Bandamönnum tókst að leysa hana úr umsátinni. Hins vegar féll borgin í hendur Möndulherjanna i sókn þeirra í Lybiu og Egiftalandi snemma í sumar. Varð þá svo lítið um varnir af hálfu Bandamanna. að furðu þótti gegna. Orsakaði fall borgarinnar mjög harða gagnrýni í brezkum blöðum á herstjórn og stríðsrekstur Breta. — Nú urðu við- | líka skjót umskipti í Tobruk og þá. Eftir fall Tobruk héldu Banda- menn herjum sínum lengra vestur á bóginn. Þeir náðu Derna og Mecc- hili á vald sitt án þess að veruleg mótspyrna væri veitt. Og Benghasí loks féll Benghasi í hend- fellur. ur þeirra laust fyrir helg- ina. — Með falli þeirrar borgar er raunverulega lokið vörn Möndulveldanna í Cirenaica. Rom- mel hefur að vísu ekki gert tilraun til skipulegs viðnáms í þeim hluta Lybiu. Ætla menn, að hann muni ekki freista að koma við skipulegri vörn fyrr en við. E1 Agheila við botn Sirtuflóa. Hafa Bandamenn þá sótt fram yfir 1000 km. vegalengd frá stöðvum sínum við E1 Alamein. í fréttum Bandamanna er greint frá miklu tjóni í liði Rommels. Er heldur ekki dregin fjöður yfir það í þýzkum fregnum, að Möndulher- irnir hafi beðið verulegan hnekki við þetta undanhald, enda mun ann- 1 að mega teljast óhugsandi. Hins veg- j ar vara Bretar við þeirri skoðun, að í her Rommels sé gersigraður, enda muni hann gera sitt ítrasta til að stöðva framsókn Bandamanna. í Ly- biu, þegar hanri telji sér henta að búast til varnar. Óvænt tíðindi í löndum Frakka. Aðfaranótt sunnudagsins 8. þ. m. dró til stórtíðinda í löndum Frakka í Norður-Afríku. Amerískur her gekk á land í Marokko og Algier og tók þegar að leggja undir sig hina þýðingarmestu staði í þessum lands- hlutum. Varð lítið um varnir af hálfu Frakka, svo sem vænta mátti. Hafnarborgin Oran í Algier, sem er ein helzta flotahöfn í Norður- Afríku, féll í hendur þeirra þegar í upphafi hernámsins. Á sömu leið fór um Cassablanca í Marokko,- sem er eina nútíma hafnarborg í frönsku Marokko, og telur hátt á annað hundrað þúsund íbúa. — Er Banda- ríkjaher nú alls ráðandi í Marokko og Algier og telur ameríska her- stjórnin að hernám landanna hafi gengið samkvæmt áætlun. Darlan. Þegar ameríska liðið gekk á land í Norður-Afríku var Jean Darlan flotaforingi staddur í Algier í er- indum frönsku stjórnarinnar í Vichy. í fyrstu var svo frá skýrt, að hann væri fangi innrásarhersins, en síðar kom á daginn, að hann hafði gengið Bandamönnum á hönd. Skipaði hann svo fyrir að hætta skyldi mótspyrnu gegn landgöngu- liðinu og hefur síðan hvatt franska flotinn til að óhlýðnast frönsku stjórn inni. Yfirstjóm Bandaríkjahersins hefur haft samvinnu við Darlan um stjórn nýlendnanna. Mælist það illa fyrir meðal „stríðandi Frakka“, sem vantreysta honum. Hefur Rossevelt sjálfur svarað þeim ásökunum og réttlætt þær með „óvenjulegum að- stæðum.“ — Pétain hefur lýst því yfir, að Darlan hafi enga heirpild til að koma framar fram í sínu um- boði. Svar Þjóðverja. Þrem dögum eftir innrás Banda-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.