Þjóðólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðólfur - 23.11.1942, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 23.11.1942, Qupperneq 3
Kosníng nídur~ j öfnunarnefndar Á síðasta bæjarstjómarfundi vom kosnir 5 menn í niðurjöfn- unarnefnd, þrír listar komu fram. Á lista Sjálfstæðismanna vom þrír efstu mennirnir: Gunnar Við- ar, Sigurbjörn Þorkelsson og Lárus Jóhannesson. Á sameigin- legum lista Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins: Ingimar Jóns- son, Steinþór Guðmundsson og Torfi Ásgeirsson. Fulltrúi Þjóð- veldismanna bar fram lista, sem á voru nöfnin: Magnús Jochums- son og Stefán A. Pálsson. Kosning fór þannig, að listi Sjálfstæðismanna og sameiginleg- ur listi Alþýðuflokks og sósíal- ista hlutu hvor um sig 7 at- kvæði, en listi Þjóðveldismanna aðeins 1. Varð því hlutkesti milli Lárusar og Torfa og kom hlutur Lárusar upp. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands var haldinn fyrir rúmri yiku síðan Á f'undinum voru rædd ýmis áhuge- mál Skógræktarfélagsins, s. s. girð- ing Heiðmerkur, kennsla í trjárækt, trjáreitir í sambandi við bamaskóla, skógræktarstöð félagsins í Fossvogi o m. fl. —- Meðal ályktana, er fund- urinn samþykkti, var sú, að fræðsls í sáningu og uppeldi trjáplantna yrði gerð að skyldunámsgrein í Kennara- skólanum, og er frá liði í barnaskól- um, þegar nægilega margir kennarar væru færir um að leiðbeina . börn- unum. — Fundurinn var fjölsóttur og umræður allmiklar. Ritaukaskrá Landsbókasafnsins fyrir árin 1940—41 er nýkomin út. Á þessu tímabili hefur bókaeígn safnsins aukizt um 3120 bindi. Þar af hefur safninu verið gefið, auk skyldueintaka, 493 bindi. Handrita- safnið hefur aukizt um 82 bindi. — Við árslok 19.41 var bókaeign safsms 150.955 bindi, en handrit 9.188. Listaniannaþingið var sett í háskólanum í gær. Sam- dægurs voru haldnir hátíðatónleikar • á vegum þingsins í Gamla Bíó. ríkjahersins í Norður-Afríku héldu þýzkir herir inn í hinn óhernumda hluta Frakklands. Hafa Þjóðverjar nú hernumið allt Frakkland og ítalskt lið tekið sér bólfestu á Kor- siku. Er þetta varúðarráðstöfun Möndulveldanna, sem ekki vilja vera berskjölduð fyrir hugsanlegri innrás Bandamanna í Suður-Evrópu. En ýmsum getum er að því leitt, að hin skjóta athafnasemi þeirra í Norð- ur-Afríku sé einmitt undirbúningur Slíkrar fyrirætlunar. Tunis. Báðir stríðsaðilar keppast nú um að hervæðast í Tunis. Flytja Þjóð- verjar og ítalir lið þangað í lofti og á sjó yfir Sikileyjarsund, en ame- rískur her stefnir inn í landið frá Algier eftir tveim leiðum. Tilgangur Bandamanna er auðsær. Ef' þeim auðnast að ná Tunis geta þeir kreppt að liði Rommels í Lybiu úr tveim áttum. Verður að teljast mjög vafa- samt, að honum takist að halda velli í Tripolitaniu, ef Bandamenn ná fót- festu í Tunis. En færi svo að Mönd- ulveldin neyddust til að gefa upp vömina í Lybiu, hefðu Bandamenn alla strandlengju Miðjarðarhafsins á valdi sínu. Þeir gætu þá skapað sér mikið öryggi í siglingum á þeim slóðum og yfirráðum Möndulveld- anna í Suður-Evrópu og á Balkan- skaga stæði mikil ógn af andstæð- ingunum handan Miðjarðarhafsins. Samþykkt barna-: verndarnefndar Vegna alvarlegra ástæðna vill barnaverndamefnd Reykjavíkur vekja athygli almennings á því, að hún hefur samþykkt eftirfar- andi: „Með tilvísun til 8. gr. bráða- birgðalaga um eftirlit með ung- mennum o. fl. frá 9. des. 1941, leyfir barnavemdarnefnd Reykja- víkur sér að leggja til við ríkis- stjórnina, að notuð verði heim- ild í nefndri lagagrein til að banna alla verksmiðjuvinnu bama á skólaskyldualdri, og alla nætur- vinnu unglinga 16 ára og yngri frá kl. 10 síðdegis til kl. 7 ár- degis. Ennfremur leggur nefndin til, að öll vinna á veitingastöð- um fyrir börn og unglinga 16 ára og yngri verði bönnuð með öllu”. Dagblöð bæjarins em vinsam- legast beðin að birta samþykkt þessa. OOOOOOOOOOOOOOCKXÍ karla og kvenna, fyrirliggjandi í öllum litum. Heildverzlun Ásbjörns Ólafssonar, Grettisgötu 2. Símar: 5867 — 4577. ooooooooooooooooo TTTJ.fU HliU „Esja" fer austur um land í hringferð í byrjun næstu viku. Tekið á móti flutningi á hafnir milli Langa- ness og Fáskrúðsfjarðar í dag (föstudag), eftir því sem rúm leyfir. Pantaðir farseðlar óskast sóttir fyrir helgina. Ætlast er til að skipið komi á allar helztu hafnir á leið til Akureyrar en þaðan aðeins á Siglufjörð, ísa- fjörð og Patreksfjörð. Þ J ÓÐÖLF UX Góð bók er bezta gjöfín, mesta heímílís- prýðín, öruggasta eígnín Hér er listi yfir nokkrar úrvalsbækur: í verum, saga Theodórs Friðrikssonar, nú oftast kölluð „íslandskvikmynd í 60 ár“. Sagan af Þuríði formanni og Kambránsmönnum, gengur næst sjálfum íslendingasögunum að frásagnarsmlld. „Við hin gullnu þil“, ný afburðagóð skáldsaga, eftir Sigurð Helgason. „Það brýtur á boðum-‘, rómantísk ástarsaga, eftir Gunn- ar Benediktsson. „Draumur um Ljósaland“, rómantísk skáldsaga, eftir Þór- unni Magnúsdóttur. Feðgar á ferð, sagan af Katli gamla í Ketilhúsí og kerlingunni hans, í snilldar- þýðingu Aðalsteins Sigmundsson- ar. Edda Þórbergs. í Eddunni eru öll ljóð Þórbergs og fylgir hverju kvæði skýring. I Eddunni eru meðal annars endur- minningar Þórbergs frá fundum þeirra Ólínu og Herdísar, en þau skemmtu sér oft við að kveðast.á, eins og kunnugt er. Indriði miðill kemur fyrir jól. Stjörnur vorsins, ljóð Tómasar Guðmundssonar. Við langelda, ljóð Sigurðar Grímssonar. Ferð án fyrirheits, ljóð Steins Steinarrs. Ilusirtm Garðastræti 17. BEZTU BÓKAKAUPIN. Talsvert úrval af bókum með mjög niðursettu verði. Bókabúðin, Klapparstíg 17, (Hilli Hverfisgötu og Lindargötu). Tilkynning tíl leígubífreíðastíóra Að gefnu tilefni skal hér með vakin at- hygli á því, að samkvæmt bifreiðalögum eru tóbaksreykingar bannaðar við akstur leigúbifreiða til mannflutninga. 17. nóv. 1942. » Lögreglusfjórínn í Reykjavik TESS — MARÍA STÚART — KRAPOTKIN — LJÓÐ GUÐFINNU FRÁ HÖMRUM — KERTAIJÓS — LJÓÐ E. H. KVARAN — ÍSLENZK ÚRVALSLJÓÐ. Bókaverziun ísafoldar og útbúið Laugaveg 12. ;Flx ~ Flx - Flx Fix QjRLFmKTi i Þetta óviðjafnanlega J þvottaduft bregst aldrei. SAMT ER GOTT AÐ HAFA MÁNA-STANGASÁPU Á SVÖRTUSTU BLETTINA Tokalon fegurðarvörur nýkomnar Jóhann Karlsson & Co- Neftóbaksu I I búðir keyptar Kaupum fyrst um sinn neftóbaksumbúðir sem hér segir: 1/10 kg. glerkrukkur ............ með loki kr. 0.55 1/5 — glerkrukkur ................ — — — 0.65 1/1 — blikkdósir .............. — — — 2.75 1/2 —blikkdósir (undan óskornu neftóbaki) — — — 1.30 Dósirnar mega ekki vera ryðgaðar og glösin verða að vera óbrotin og innan í lokum þeirra samskonar pappa- og gljápapp- írslag og var upphaflega. Umbúðirnar verða keyptar í tóbaksgerð vorri í Tryggva- götu 8, fjórðu hæð (gengið inn frá Vesturgötu) alla virka daga kl. 9—12 árdegis. Tóbakseinkasala ríkjsins. Innheimtumaður sem getur tekið að sér innheimtu&törf fyrir Þjóðólf eftir kl. 7 á kvöldin, óskast nú þegar. Upplýsingar á Afgreiðslunni, Laufásvegi 4. — Sími 2923.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.