Þjóðólfur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðólfur - 30.11.1942, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 30.11.1942, Qupperneq 1
Útgefandi MUNINN h.f. Kitstjórar: Árni Jónsson Valdimar Jóhannsson (ábm.) Skrifstofa: Laufásvegi 4. — Sími 2923. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f. Fullveldisdagur íslendinga er á morgun... LANDSMÖNNUM eru enn í fersku minni atburðir þeir, er settu meginsvip sinn á þinghaldið milli kosninga. Þingið var aðgerðalaust um öll þau mál, er úrlausnar kröfðust. En með skyndilegum hætti brast þar á slíkt illviðri persónulegra óþverra-skamma, land- ráðabrigsla og fúkyrða, að lengi mun minnzt verða í annálum „elzta löggjafarþings í heimi.“ Þegar hrinu þessari slotaði, lauk þinghaldinu og höfðust þingfulltrúarnir ekki frekar að í vandamálum þjóðar sinnar. Tilefni illmælisins á Alþingi, þar sem helztu stjórnmálaleið- togar þjóðarinnar báru hverir aðra slíkum sökum, að mátt hefði endast til ævilangrar fang- elsisvistar, ef sönnur hefðu ver- ið á færðar, var mál það, er nú gengur jafnan undir nafninu: „gervisjálfstæðismál“. — Allt frá því í ársbyrjun 1941 hafa öðru hvoru látið á sér kræla á vettvangi íslenzkrá stjórnmála óvenju skeleggar ,sjálfstæðis- hetjur“, sem hafa þótzt til þess albúnar að „endurheimta að fullu hið glataða sjálfstæði þjóðarinnar“ eða stíga nú hik- laust „síðasta skrefið í sjálfstæð- ismálinu“, eins og það hefur líka verið orðað. Málatilbúnaðurinn. Það hefur að sjálfsögðu ekki verið í verkahring hinna hug- umstóru „sjálfstæðishetja“ að skýra eðli málsins fyrir alþýðu manna. Þeir hafa vandlega þag- að yfir þeirri staðreynd, að síð- an 1918 hafa íslendingar verið algerlega frjáls og fullvalda þjóð, að svo miklu leyti sem unnt er að öðlast slíkt hnoss fyr- ir utanaðkomandi áhrif. Þ. e. a. s.: Sjálfsákvörðunarréttur þeirra hefur verið viðurkennd- ur og íslenzka ríkið skoðað sem hliðstæður og samnings- hæfur aðili við önnur ríki. Hitt er svo annað mál, að á síðustu árum hefur ærið óvæn- lega horft um hið raunverulega sjálfstæði, sjálfstæðið inn á við. Verður ekki um það rætt hér, enda nokkuð að því vikið á öðr- um stað í blaðinu. Málatilbúnaðurinn í gervi- sjálfstæðisbaráttunni hefur ein- vörðungu snúizt um það að telja þjóðinni trú um þá firru, að hún nyti ekki sjálfstæðis og fullveld- is. Hin nýstárlega „sjálfstæðis- barátta“ hefur þannig eingöngu beinzt að því að „draga sjálf- stæðið í svaðið.“ (Sbr. „að draga fornbókmenntirnar í svaðið“). Þrándur í Götu. Þegar samband íslands og Danmerkur rofnaði með óvænt- um hætti í yfirstandandi styrj- öld, varð Dönum ógerlegt að uppfylla allar þær skyldur, er þeir tóku sér á herðar með ís- lenzk-danska sambandslagasátt- málanum. Þannigvarðþeimekki unnt að fara með íslenzk utan- ríkismál í umboði íslendinga, svo sem þeir höfðu gert til þess tíma. Á sama hátt var konungur íslands og Danmerkur hindrað- ur í því að fara með konungs- vald sitt á íslandi. Alþingi ís- lendinga flutti því staðfesting- arvaldið inn í landið með sam- þykkt sinni 10. maí 1940. Enn- fremur tóku íslendingar með- ferð utanríkismála sinna að fullu í eigin hendur, svo sem ótvíræð nauðsyn krafði. Með þessum aðgerðum var raunverulega leystur sá vandi, sem bar að höndum þjóðarinn- ar vegna hinna óvæntu atburða. Þær voru óhjákvæmilegar bráðabirgðaráðstafanir, og full- komlega viðhlítandi til styrj- aldarloka, eða þar til sambands- þjóðunum auðnaðist að gera út um málefni sín á grundvelli gildandi samninga, ótruflaðar af utanaðkomandi hindrunum. Hafín gervisjálfstæðisbar- atta. En ekki var ár liðið frá því að þessar ráðstafanir voru gerðar og þar til formaður Framsókn- arflokskins skar upp herör í „sjálfstæðismálinu". Vildi hann, að riftað væri öllum tengslum íslands við Danmörku, sam- bandssáttmálanum varpað fyr- ir róða, áþján konungsvaldsins aflétt á íslandi og lýðveldi sett á stofn. Túlkaði hann málið á þá lund, að hér lægi við metnaður þjóðarinnar. Nú ætti hún þess loks kost að endurheimta sjálf- stæði sitt að fullu og varpa af sér oki danskrar kúgunar. í málatilbúnaði Jónasar Jóns- sonar var lítt hirt um röksemd- ir eða fræðilegar skilgreining- ar. Af málflutningi hans varð það bert, að hann hafði í hyggju að nota þetta mál til persónu- legs ávinnings fyrir sig. Forusta hans í , sjálfstæðismálinu“ var fyrst og fremst við það miðuð, að nafn hans öðlaðist öruggari samastað á spjöldum íslands- sögunnar en ella og nokkur ljómi mætti af því stafa nú á efri árum hans. — Fyrirætlanir þessar tókust ekki. Jafnvel í sín- um eigin flokki varð Jónas að lúta í lægra haldi sem sjálfstæð- ishetja. Þó fór svo, að Alþingi heyktist á fyrri afstöðu sinni í þessu máli. í stað þess að halda fast við þá eðlilegu og sjálf- sögðu skipan, er á hafði verið komið 1 þessum efnum, vóg Al- þingi að sambandslögunum á þá lund að gefa yfirlýsingu um ein- hliða rétt íslands til sambands- slita við Danmörku. Eftir þetta lá málið kyrrt þar til á síðasta sumri. Þá stóð yfir kosningabarátta 1 landinu. Framsóknarmenn héldu því mjög á loft til framdráttar sín- um málstað, að þeir ættu í kross- ferð til að bjarga heilögum rétti dreifbýlisins. Sjálfstæðisflokk- urinn áti engan slíkan málstað til að berjast fyrir. En þá upp- götvaði formaður flokksins enn glæsilegra hlutskipti fyrir sig og sinn flokk. Hann „fann“ hið vanrækta „sjálfstæðismál“, sem enginn flokkur í landinu bar fyrir brjósti öðrum fremur. For- maðurinn gaf út yfirlýsingu um stríðstakmark sitt að morgni dags föstudaginn 12. júní s.l. Boðskapurinn hljóðaði á þálund að á sumarþinginu mundi hik- laust verða „stigið síðasta skref- ið í sjálfstæðismálinu“. — Sjálf- stæðismenn létu „krossast11 til þessarar herfarar. Barátta þeirra hafði eignazt nýtt inntak. Á sumarþinginu féll málið niður. Erlendri íhlutun var kennt um og þótti því ekki á- mælisvert að láta 1 „síðasta skrefið“ óstigið. En þessi töf í sjálfstæðisbaráttunni varð aftur á móti tilefni hins strákslega og óviðeigandi ill- mælis á þingi, sem vikið var að í upphafi þessarar greinar. Það er rétt að gera uppskátt um það nú, að Alþingi fékk í sumar bendingar innlendra manna um það, að sæmilegast væri að láta þetta mál kyrrt liggja um hríð. Nokkrir óhlutsamir menn um hin pólitísku hjaðningavíg höi'ðu forgöngu um það, að Alþing'i voru. send tilmæli um að hafast ekki frekar að í sam- bandsmálinu. Vegna takmarkaðs tíma gafst ekki færi á að leita al- mennra undirskrifta né heldur að hafa samvinnu um þetta við menn utan höfuðstaðarins. En rúmlega sextíu málsmetandi borgarar í Reykjavík undirrituðu þessi tilmæli. Meðaí þéssara manna, sem flestir Framh. á 4. síðu Verður verzlunin þjððnýtt ATTA-MANNA NEFNDIN svokallaða, keppist við að leita að grundvelli fyrir almennu stjórnarsamstarfi. Enginn árangur er sýnilegur af starfi nefndarinnar. Þrír af þingflokkunum hafa birt flokkssamþykktir sínar, þar sem sett eru fram skilyrði fyrir þátttöku. Mesta eftirtekt vekur, að allir þessir flokkar virðast ásáttir um þjóðnýtingu verzlunarinnar. Er um þetta rætt hér á eftir. i Hinn 3. þ. m. tilkynnti for- ' sætisráöherra, að hannmundi 1 segja af sér íyrir sig og stjórn ! sína, þegar er þing kæmi sam an. Kikisstjori gekkst þá fyrir ' því, aö hver þingflokkanna tilnefndi tvo menn í nefnd til þess, aö vera mætti, aö finna grundvöll aö nýrri stjórnar- samvinnu, meö þátttöku allra þingflokkanna. Þessi átta- ' manna nefnd var síðan skip- uö og þakkaöi ríkisstjóri 1 flokkunum drengilegar undir- j tektir í ávarpi því, er hann ! flutti við setningu Alþingis. ' Lét hann í ljós von um það, ' aó árangur yrði af starfi þess- arar nefndar. j Hér í blaðinu hafa verið færö rök að því, aö þessari átta-manna nefnd mundi ekki takast aö leysa þaö hlutverk. sem henni var ætláö. Virðist þaö nú komiö á daginn. Frá nefndinni hefur ekkert heyrzt. Hinsvegar hafa þrír af þeim fjórum flokkum, sem í henni eiga fulltrúa, sett fram skil- yröi sín fyrir stjórnarsam- vinnu. Eru þau skilyröi á þá lund, aö vel má vera aö sjóöa, megi upp úr þeim „vinstri" stjórn. En hitt verður ekki séð, að stærsti flokkur þings- ins, S j álf s tæð isf lokkur inn. geti að þeim gengiö. Engu aö síður hefur átta-manna nefnd in haldiö áfram störfum, eftir aö þessi skilyrði voru borin fram. Bendir það til þess„ að ekki þyki öll von úti um al- mennt samstarf. VARLA er það hending ein, aó Alþýöublaðið, Þjóð 1 viljinn og Tíminn skyldu öll i birta skilyrði sín sama dag- ' inn. Þessir flokknr liafa átt í allmiklu makki undanfarið . um „vinstri“ stjórn undir 1 ' Framsóknarforystu. Eölilegast heföi verið, aö sá flokkur, sem fer með stjórn landsins, hefði orðiö fyrstur til áð leggja fram tillögur sínar. Þeir, sem meö völdin fara, vita gerst hvar skórinn kreppir, og ættu því aö vera nærfærnastir um þaö, sem gera þarf. i Sjálfstæöismenn hafa látiö mjög vel af úrslitum kosning- anna. Morgunblaðið hefur | ekki fariö neitt dult meö það, hver hafa mundi forystxma í þjóömálunum þetta nýbyrj- aöa kjörtímabil. Skömmu fyrir kosningar var gríöarmikil fyrirsögn í blaðinu: „Sjálfstæðismenn ráða stefnunni næsta kjörtímabil“. Rökin, sem blaöið færöi fyr- ir þessu voru þau, aö Sjálf- stæöisflokkurinn yröi stærsti flokkur þingsins. Sú spá hef- ur rætzt. Nú er bara eftir aö efna loforðiö. þjálfstæöisflokkurinn hefin- aldrei opinþerlega afneitaö einstaklingsfrelsi og atvinnu- frelsi, sem grundvelli stefnu- skrár sinnar. Hinsvegar kom þaö fram 1 umræöunum um frystihússmálið, að einstakir áhrifamenn flokksins, eru síö- ur en svo fráhverfir þjóönýt- ingu. Morgunblaðið, sem gef- iö er út af ýmsum þekktustu kaupsýslumönnum bæjarins, geröi, aö því sinni, þjóðnýt- ingarmálstaöinn aö sínum. Gæti þaö bent til þess, að sumir af einjarðlegustu for- vígismönnum einkaframtaks- ins væru farnir að ringlast í sinni pólitísku barnatrú. Vísir var á öndveröum meið og barö ist skörulega gegn þjóönýting unni. Fyrir kosningarnar birtist ávarp frá flokksráði Sjálf- stæðisflokksins. í þessu ávarpi er gerö grein fyrir stefnu flokksins 1 verzlunarmálum. Segir þar meðal annars: „Sjálfstæöisflokkurinn fylg- ir frjálsri verzlun einstaklinga og félaga“. „Sjálfstæöisflokkurinn er mótfallinn þeim hömlum, sem lagöur hefur verið á frjálsa verzlun á undanförnum ár- um...“ „Sjálfstæðisflokkurinn er mótfallinn ríkisrekstri og einkasölum“. Þetta var brýnt fyrir kjós- endum Sjálfstæöisflokksins, jafnframt fyrirheitinu: „Sjálf- stæöismenn ráöa stefnunni næsta kjörtímabil“. Nú gera hinir 3 flokkar, sem Sjálfstæðisflokkurinn á í samningum við um myndun nýrrar stjórnar, það aö skil- yröi fyrir þátttöku sinni, aö verzlunin sé þjóðnýtt að meira eða minnna leyti. ÞÖRFIN á ríkisverzlun er ekki fyrir hendi. Inn- flytjendasambandið ög S.Í.S. annast innflutninginn á mat- Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.