Þjóðólfur

Eksemplar

Þjóðólfur - 14.12.1942, Side 1

Þjóðólfur - 14.12.1942, Side 1
Útgefandi MUNINK h.f Ritstjórar: Ární Jónsson Valdimar Jóhannsson (ábm.) ! Skrifstofa- ^Laufásvegi 4. — Sími 2923, I Prentsmíðja: Víkingsprent hX j Tilræðið við Þjóðhðfðingjann Innrás Þjóðverja í Danmörku olli því, að konungi íslands var ekki legnur kleift að fara með það vald, sem honum er gefið í stjómarskránni. Alþingi ákvað því að leggja það vald „að svo stöddu“ undir ríkisstjómina. Öllum var það frá upphafi ljóst, að það fyrirkomulag gæti ekki haldist til neinnar frambúðar. Árið eftir, 17. júní 1941, var því sú breyting ger, að fela þetta vald ríkisstjóra, sem Alþingi kysi til eins árs f senn. Með ríkisstjórakjörinu fengu tslendingar í fyrsta sinn inn- lendan þjóðhöfðingja. Sá maður, sem kosinn var, þótti svo til- valinn, að hann var í rauninni sjálfkjörinn. Einn þingmaður fékk atkvæði við ríkisstjórakjörið. Tók hann þetta allnærri sér og þótti sér gerð svívirðing. Linnti hann ekki látum fyrr en forseti sameinaðs þings gaf honum vottorð um að hann hefði ekki kosið sjálfan sig. Þótt rekistefna þingmannsins væri næsta brosleg, gefur hún til kynna, að honum var þá ljóst, að slík vegsemd fylgdi stöðu ríkisstjóra, að áróðursmenn einstakra flokka kæmi þar ekki til greina, hversu mikilhæfir sem þeir annars væra. Um leið og við völdum okkur ríkisstjóra, gengrnn við að sjálfsögðu undir þá skyldu, að koma fram við hann eins og siðaðar þjóðir við þjóðhöfðingja sína, Framkoma ríkisstjóra heíur á allan hátt verið svo virðu- leg, að þjóðinni er sómi að. Þessvegna er það mönnum hryggð- areí'ni, að hann skuli hafa orðið fyrir freklegu tilræði. Verknaðurinn er ískyggilegri fyrir þá sök, að sá sem valdur er að tilræðinu, er einmitt þingmaðurinn, sem lýsti því með nokkuð sérstökum hætti í fyrra, hvað þjóðhöfðinginn væri hátt yfir hann hafinn, hvað þá heldur aðra, Vegna sundurlyndis á Alþingi, reynir nú mjög á ríkisstjóra. Hann er síðasta athvarf þjóðarinnar í hinu pólitíska öngþveiti Án hans værum við nú f fullkominni sjálfheldu. Þegar einn af leiðtogum þjóðarinnar velur slíkt augnablik til tilefnislausrar árásar, er um slíka fyrirmunun að ræða, að leitt gæti til þjóð- arógæfu. Árásarefnið er það, að ríkisstjóri gerist vemdari listamanna- þingsins. Þótt framkoma ríkisstjóra hafi frá öndverðu verið óaðfinnanleg í alla staði, er vafasamt, hvort hann hefur nokk- um tíma unið sér jafn mikla hylli og með ræðu þeirri, er hann flutti, þegar listamannaþingið var sett. Ummæli hans um glidi bókmennta og íista voru töluð út úr hjarta þjóðhollra Islend- inga. Listamannaþingið var sett 22. nóv. Hversvegna var ekki tiiræðið gert þá þegar? Hversvegna hélt tilræðismaðurinn sér f skefjum, þangað til svo var komið að ríkisstjóri varð að taka að sér það starf, sem þingmenn áttu að Ieysa af hendi, þar á meðal tilræðismaðurin sjálfur? Var það ekki þjóðinni nægi- legt áfall, að Alþingi fyrirgerði seinustu leyfunum af því trausti, sem til þess hafði verið borið, þó ekki væri gerð tilraun til að rýra traust ríkisstjóra, þegar mest lá á? Hér er um slíkt alvörmnál að ræða, að óskiljanlegt má heita, að tilræðismaðurin fái að halda metorðum f flokki sín- um, éftir það sem gerzt hefur. Afbrotið er framið að yfirlögðu ráði. Það er meira að segja upplýst, að flokksbræður tilræðis- mannsins stöðvuðu hina upphaflegu árásargrein hans. En ásetn- ingur hans að fremja óhæfuna var svo fastur, að jafnvel hinar öflugustu ráðstafanir fengu ekki aftrað honum. Allir íslendingar vona, að þjóðhöfðingi okkar verði fram- vegis innlendur maður. Valið á núverándi ríkisstjóra hefur tek- izt svo, að ekki má búast við að minni ágreiningur verði um val þjóðhöfðingja í framtíðinni. Staða hans er þýðingarmeiri nú en ella, fyrir þá sök, að Alþingi er þess vanmegnugt að gera skyldu sína. Þjóðin er í háska, ef ekki tekst að ráða fram úr glundroð- anum. Ef þjóðin fordæmir ekki eínum rómi þann verknað, að rýra traust ríkisstjóra, þegar allt veltur á honum, skilur hún ekki sinn vitjunartíma. Þá vakna efasemdir um, að við getum ráðið okkur sjálfir. a Burt með sökudólgana BUÐAKFÓLKIÐ i Reykja- vík kemur dauöuppgefið heim á hverju kvöldi. Allsstað- ar er kappös frá morgni til kvplds. Þremur vikum fyrir jól var sumstaðar selt eins mik:ö dag eftir dag og á sjálfri Þorláksmessu í fyrra. Fáir eru svo gamaldags að spyrja um verö. Fyrir nokkr- um misserum komst formaöur verðlagsnefndar einnar svo aö orði, aö engum óbrjáluðum manni hefði þótt verðið „nógu hátt“. Þá þótti furðu sæta, að nokkur maður skyldi láta sér slíkt um munn fara. En þetta er ekki lengur f jarstæða. Al-. menningm’ keppist viö að koma fé sínu í lóg, fá „eitt- hváö fyrir pengingana“. Menn setja að vonum upp mikinn vandlætingarsvip yf- ir eyðsluseminni og bruðlinu. Þaö er hverju orði sannara, að við förum illa með fé. Hvar vettna í nágrannalöndum okkar mundi jafn léttúöug meöferö fjár og hér tíðkast vera talinn vottur uppskafn- ingsháttar og menningarleys- is. En til hvers er að vera með siðapredikanir yfir eyðslusemi fólksins í þjóðfélagi, þar sem valdhafamir hafa gert leik að því, að gera hverja krónu veröminni dag frá degi Spar- semi er flestum mönnum nokkur sjálfsafneitun. Því áð eins getur hún orðið aö al- mennri borgaralegri dyggð, að hið opinbera kunni að meta þessa viðleitni. Menn leggja ekki að sér til að spara j ef þeir búast við því, að það I sem saman er dregið í dag, verði hálfu verðmmna á morg : un. MARGIR ætla að almenn- ingi á Islandi sé ósýnna að gæta fengins fjár, en al- j menningi annarra landa. En i þetta er vafalaust ekki nema ' hálfur sannleikur. Landar j akkar vestan hafs hefðu varla j unnið sér einróma vitnisburö, sem fyrirmyndar þegnar, ef þeir hefðu staöiö öörum inn- , flytjendum að báki í hóflegri meöferð fjár. Þegar þeir koma | í þjóðfélag, sem metur sparn; | aðinn meira en 1 oröi, ! láta þeir ekki sitt eftir liggja ! í þessari borgaralegu öndveg- isdyggð. Ráðstafanir valdhafanna hér á landi síðustu árin, hafa beinlínis miðað að því, að kveða sparnáðarviöleitni al- mennings niður. Dýrtíðin er sjálfskaparvíti. Hún er afleið- ing þess kapphlaups, sem vald hafarnir stofnuðu til. En kapp hlaupið milli kaupgjalds og verðlags er aftur afleiðing af kapphlaupi þingflokkanna um kjörfylgið. Undirrót þess, að við eigum heiríxsmet. í dýrtíð og senni- lega allt að því heansmet í eyðslusemi, er því sú, að for- ystumenn þjóðarinnar skorti þegnskap eða vit til að meta hagsmuni alþjóðar meira en flokkshagsmunL UM siðustu áramót voru : valdhafarnir orðnir al- 1 varlega hræddir við þann dýr- tíðardraug, sem þeir höfðu sjálfir vakð upp. Þá gerast þau tíðindi, að þeir, sem magnað höfðu drauginn, ætl- uöu að kveða hann niður með óframkvæmanlegum ráðstöf- unum. Geröardómsráðherramrlr töluðu í. útvarpiö, hver af öðr- um. Þeir fyltust postullegum innblæstri, þegar þeir vom að sýna þjóðinni fram á hver landráð þaö væri, að ixækka kaupgjald og verðlag. Sjálfir höfðu þessir menn skömmu ; áður talið það þjóðráð, aö 1 hækka verölagið, þó þeim væri fyrirfram ljóst, að ann- að „þjóðráð“ kæmi á eftir: hækkun kaupgjaldsins. Þannig höfðu þessi tvenn „þjóðráö“, veröhækkunin og kauphækkunin, verið land- ráð, að dómi þeirra manna, sem sjálfir voru valdir að hvorutveggju. Til þess svo aö bíta höfuðið af allri skömm, tók núverandi ríkisstjórn sér fyrir hendur, að hækka verðlag á aðalfram- leiðsluvöm landbúnaðarins um 100% og kaupgjald að sama skapi — eftir að for- sætisráðherra hafði lýst því hátíðlega yfir að gerðardóms- lögin yrðu framkvæmd, þ. a. s., aö kaupgjald og verölag skyldi haldast nálega óbreytt. Sjálfstæöisblöðin höfðu rétti- lega farið hörðum oröimi um Hermann Jónasson fyrir aö bregðast þeirri yfirlýsingu sinni i fyrra haust, að dýrtíð- inni skyldi haldið í október* vísitölu. En þeim fannst það, yfrið „klókt“ af núverandi forsætisráðherra, að yfirganga fyrhrennara sinn. Jákob hafði látið Eysteinn gleymast. Hví skyldi Ólafur ekki láta Her- mann gleymast? Og hví skyldi ekki sjálfstæöisblöðin láta Tímann gleymast? LEIÐ'POGAR þjóöarinnar hafa stofnað til kapp- hlaups í því sem ver má fara, kapphlaups í verðlagi og kaup gjaidi, kapphlaups I valda- streitu og kjósendaveiðum, kapphlaups í ótrúnaði og á- byrgðarleysi, — kapphlaups sem jamvei þeim sjauum er ljóst, aö stefnir norður og nið- ur, Þjóðin hjúfrar sig í værð- arvoö stundargróðans og drattast eftix þessum sam- viskulausu og fáráöu leiðtog- um, hver kjósandi dyggilega markáður og brennimerktur sínum hiröi, möglandi að vísu, en huggandi sig við það, að þó „þessi“ sé vondur, þá sé „hinn“ verri. Þingið kemur saman til aö ráöa bót á dýrtíðinni. Öllum er Ijóst, að það verður ekki gert nema meö almennu samstarfi. Átta manna nefndin er valin til aó undirbúa samstarfið. Nefndin er aó meiri hluta skipuð dýrtíöarhöfundunum. mqnnum, sem sjálfir höfðu dæmt verk sín landráð. Viku eítir viku sitja þessir söku- dólgar og þykjast vera að vinna að einingu. Hver van- treystir öðrum og ástundar það eitt, að snúa á hinn. Það er gerður leikur að því að magna glundroðann sem allra mest Loksins gefst þessi lýður upp og felur ríkisstjóra að ráða fram úr vandanum. En hann hefur ekki fyrr tekið máliö í sínar hendur, en umsvifamesti stjómmálaleiötogi landsins ræðst á hann með persónuleg- um skömmum. Þjóðin skal ekki fá að eiga neitt, sem hún getur treyst. Eftir að leiðtog- arnir hafa dregiö Alþingi í svaðiö á að draga þjóðhöfð- ingann sömu leiðina. MEIRI hluti innan allra þingflokkanna vill sam- starf. En allt strandar á því, að engir fá að ræðast viö, nema þeir, sem aö fenginni reynslu, hafa svo grundvall- aða skömm hver á öðrum, að þeir geta ekki unniö saman, frekar en hundur og kettux’. Allur almenningur veöur í villu og svima. Menn eru gripnir óljósum ugg um fram tíðina. Menn finna aó setið er á svikráöum. En hver flokk | ur vísar af sér. Og klafa- bundnir flokksmennirnir leggja það ekki á sig að hugsa sjálfstætt og þora ekki að trúa sínum eigin augum, þeir sem eitthvað sjá. Á þeim tímum, sem drep- sóttir gengu yfir löndin eins! og plágur, svo hver maöur bjóst við dauða sinum, varð almenningur stundum grip- inn léttúö og andvaraleysi skeytti hvorki um skömm sé Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.