Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 21.12.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 21.12.1942, Blaðsíða 1
Útgefandi MUNINN h.f. Ritstjórar: Ámi Jónsson Valdimar Jóhannsson (ábm.) Skrifstofa: Laufásvegi 4. •— Sími 2923. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f. itjórnin. Eins og vita mátti, og sagt var fyrir hér í blaðinu, varð leit átta-mannanefndarinnar svokölluðu að sameiginlegum grundvelii undir stjórnarmynd- un árangurslaus. Starf nefnd- arinnar var verra en ekki neitt, því sá litli samstarfsvilji, sem fyrir var, fór algerlega forgörð- um í höndum hennar. Eftir 6 eða 7 vikna erindislausa tilburði gaf hún frá sér og sneri upp öllum hófum. Hér var í óefni komið. Hinir „nýju vendir“ á Alþingi höfðu afrekað það eitt, að sópa burtu þeim lítilfjörlegu leyfum fornr- ar virðingar fyrir þessari stofn- un, sem eftir voru. Mönnum létti því er málið komst í hendur ríkisstjóra, enda leysti hann það greiðlega. Vonir þjóðarinnnar standa nú til hinna nýju manna, sem tekið hafa við völdum. Þótt þeirra bíði vandasamt verk, þá er það að mörgu leyti þakklátt. Þjóðin er búin að fá sig full- sadda á lýðskrumi og lausa- tökum síðustu ára. Ríkisstjórn- in þarf síður en svo að óttast áfellisdóm almennings, þótt hún taki hlutverkin föstum tökum, ef réttlætis er gætt. Það ætti ekki að þurfa að minna ráðherrana á það, einn eða neinn þeirra, að þeir eru ekki fulltúar flokkannan, held- ur alþjóðar. Flokksræðið hefir með öllum útispjótum sínum, einhliða áróðri, taumlausu lýð- skrumi, blygðunarlausu upp- boðshaldi, snúið öllum málum til verri vegar. Ríkisstjórninni er alveg ó- hætt að treysta því, að þjóðin þráir heilbrigðari vinnubrögð en tíðkast hafa. Hún þarf líka að vita, að þjóðin krefst þess, að hún standi einhuga og stað- föst gegn öllum gerningaveðr- um flokksræðisins. Háðung Alþingis er næg þó það fari ekki að óreyndu að setja fætur fyrir þá menn, sem leyst hafa vandræði þess. Stjórnin verður að fá vinnu- frið. Það á að dæma hana af verkunum. Hún þarf að fá tækifæri til að vinna verkin. Vér árnum hinni nýju stjórn langlífis og góðs farnaðar í heilbrigðu þjóðnytjastarfi. Áskrifeudnr ÞdÓBÓLFS Komið sjálfir til að greiða blað- ið, á afgreiðsluna, Laufásvegi 4. Sjiíklingurinn við Austurvö JJIÐ nýkjörna þing hefir reynst þess vanmegnugt, að rækja þá frumskyldu sína, að sjá þjóðinni fyrir ríkisstjórn. Elzta þjóðþingið í heiminum hefir lýst yfir pólitísku gjald- þroti sínu. Alvarlegra áfalli gát- um við ekki orðið fyrir. Island er orðið „eyvirki" ^ þeirra stórvelda, sem hafa j letrað þjóðfrelsi á fána sinn í i styrjöld þeirri, sem nú er háð. t Ef hér hefði búið frumstæð þjóð, snauð af sögulegum minn- ingum, þjóðlegri menningu og arfhelgum stofnunum., hefði ekki þótt vandgert við hana. Þá hefði verið litið á landið eins og hvert annað vogrek, sem á heppilegri stundu hefði skolað á fjörur, einmitt þegar á þurfti að halda. Þjóðir þær, sem tekið liafa sér stundaraðsetur hér, hafa heitið að hverfa héðan með herafla sinn að ófriðarlokum. Þær játa óskoraðan eignarrétt okkar á landinu, en réttlæta ihlutun sína með því, að framtíðarfrelsi okk- ar og .alls mannkyns hafi legið við. Viðurkenningu fullveldisins eigum við að þakka þeim sögu- legu menningarverðmætum, sein okkur hefir tekizt að varð- veita. Mest þéirra verðmæta er Alþingi. Tíu alda löggjafarþing er slikt skírteini frjálsrar þjóð- menningar, að ekki verSur vé- fengt af þeim, sem. frelsi unna. IJI ÍMABILIÐ frá stofnun hins forna íslenzka ríkis, þar til er landið gekk undir erlendan konung, er i hugum okkar „gull- öld Islendinga“. Samt er ekki til hnefi gulls eða dýrra steina frá þessum tímum. Auður þeirrar aldar var frelsið. En Alþingi var hið æðsta tákn frelsisins. Ef slík stofnun nýtur ekki ARFHELGI, þá er þvi hugtaki ofaukið í ís- lenzka tungu. Aldrei höfum við átt jafn mik- ið undir þvi og nú, að réttur skilningur ríki á gildi þeirra verðmæta, sem þjóðartilvera okkar byggist á. Við krefjumst þess að aðrar þjóðir virði rétt okkar. Við ætlumst til þess að þær sjái og viðurkenni undir- stöðu þessa réttar. En um leið og við höldum á loft kröfum okkar til annarra, gerum við okkur bera að því, að vanvirða sjálfir það, sem, okkur á að vera helgast og hjartfólgnast. Á Alþingi á að ráða beztu manna yfirsýn. En svo fjarri f.er því, að þessuin tilgangi sé náð, að manni gæti til hugar komiS, að nú réði þar verstu manna yf- irsjón. Úrval þjóðarinnar hefir gert sig að úrkasti. Ekki af því að þingmenn séu neitt verri en fólk gerist. Heldur vegna þess, að flokksræðið er orðið að því ógnarvaldi, að enginn þykir sýna fulla hollustu, sem verður upp- vís að því, að vilja skyggnast út fyrir grindur þeirrar þröngu kvíar, sem liann hefir dregizt í. Hver flokkur á sinn málstað og sína málsvara á Alþingi. Hver flokkur segir að málstaður hans sé málstaður þjóðarinnar, og málsvarar hans málsvarar þjóð- arinnar. En sannleikurinn er sá, að þjóðin sjálf verður þess ekki vör, aö liún eigi þar einn einasta málsvara. Alveg eins og íslenzka þjóðin ætti sér engan sameigin- legan málstað á viðsjárverðustu tímum i sögu liennar. Skraf flokksleiðtoganna um, þjóðar- hagsmuni, er ekki annað en tal- kækir, sem helzt gætu minnt á prestssoninn, sem sagðist lesa faðirvorið af „bölvuðum barns- vana“. JJ NGRI þjóð getur farnast vel, nema liún sé svo þroskuö að hún eignist „eina sál“, þegar hamingja hennar er i veði. Flokksræðið á Alþingi veldur því, að þjóðarsálin greinist þar í fjórar „smásálir“, sundurþykk- ar ósáttgjarnar, meinfýsnar sér- hyggjusálir. Þjóðinni var lífs- nauðsyn að Alþingi yrði „ein sál“ að afloknum kosningabar- daganum. Bjartsýnir menn gerðu sér von um, aö reiðiskálar þingflokkanna væri tæmdar, svo ríkulega sem af þeim, hafði aus- ið verið. En þetta fór á annan veg. I stað þess að sættir tækj- ust, magnaðist sundurþykkjan dag frá degi, þangað til hún var orðin að því heiftarbáli, að kalla varð á slökkviliS utan þingsins til að hefta eldinn. Það sem af er þessu óheillavænlega þingi, liefir flokkunum komið saman um það eitt, að þeir kæmu sér ekki saman um neitt! JJ RAKSPÁR rætast, hollspár ekki“, sagði maður einn nýlega, þegar hann var beðinn að gera grein fyrir einkennum aldarfarsins i sem fæstum orð- um. Seinustu árin hafa fært okkur hverja óskastundina af annari. En alltaf hefir skugga horið á, um leið og ósk hefir ræzt. Vig börmuðum okkur að kveldi yfir einangrun landsins. Næsta morgun vöknuðum við inn i miðri hringiðu heimsvið- burðanna. Fásinnið gerði okkur hugsjúka eins og daladreng, sem þráir ys og mannfjölda. Áður en varði fylltust allar götur af „aðskotum framandi slóðar“. Við þjáðumst af því, að enginn tæki eftir okkur. Óþarft er að kvarta yfir slíku ',undir smá- sjá tveggja stórvelda“. Við liéld- um.að okkur höndum, af þvi að enginn vildi þiggja vinnuafl. Nú fórnum við höndum, af þvi að ekkert fæst gert. Skuldakrögg- urnar ætluðu okkur að drepa. Nú eru mögglandi milljónerar á hverju götuhorni. Aldrei hefir verið jafn skammt öfga á milli og í ís- lenzku þjóðlífi seinustu þrjú ár- in. Hamingjudísirnar hafa bros- að við okkur, snúist um okkur, stjanað við okkur, borið okkur beztu krásir og dýrar veigar“. En það hefir verið eiturdropi í hverjum bikar og böggull með hverju skammrifi. Þessvegna getur enginn vitað, hvernig jöfn- uðurinn verður, þegar að því kemur að gera upp hlaupareikn- inginn við stríðslukkuna. Hún hefir stölui sinnum þótt brellin í viðskiptum, daman sú. 1*, ÁNIÐ liefir verið svo ærsla- fengið, að það hefir lika leikið við hrakspárnar. Við liöf- um orðið að reyna, að góð mein- ing enga gerir stoð. Okkur hefir verið boðað takmarkalaust lýð- ræði sem allra meina bót. I stjórnarskránni liafði um ára- tug verið ákvæði um það, að stjórnmálaflokkarnir skyldu fá þingsæti í réttu hlutfalli við kjósendatölu sína. Úrelt kosn- ingafyrirkomnlag olli því, að þessum tilgangi stjórnarskrár- innar varð, eklci náð. Misréttið, sem af þessu leiddi, jafngilti því, að þingmenn eins flokksins greiddu atkvæði með háðum höndum í hverju máli. Hinir flokkarnir vildu að vonum ekki sætta sig við, að gengið væri svo freklega á hlut þeirra. Með stjórnarskrárbreytingu þeirri, sem gerð var síðastliðið sumar, varð því til vegar komið, að þingfylgi flokkanna má nú lieita nokkurn veginn rétt mynd af kjörfylgi þeirra. Þar með er lýðræðiskröfum þeirra flokka, sem guldu misréttis liins úrelta kosningafyrirkomuíags, gerð þau skil, sem viðunandi -teljast að svo stöddu. Þar með er lika bægt frá ágreiningsefni, sem valdið liefir mikilli sýkingu, réttmætri óánægju og biturri misklíð í stjórnmálalífi undan- farinna ára. jp LESTIR vonuðu, að liið aukna lýðræði mundi verða sjúklingnum við Austurvöll hið heilsusamlegasta læknislyf, lækka hitann, lægja ofsann, jafna deilurnar, draga úr óráð- inu. Lyfið hrást. Engin hatamerki komu í ljós. Þvert á móti. Sjúk- lingnum elnaði sóttin. Eftir mánaðar umbrot og óráðsraus bráði svo af honum eina morg- unstund, að liann stumraði upp játningu sinni: „Ég er ekki fær um að hafa forustu á málefn- um þjóðarinnar — taki nú aðrir við.‘“ Þannig var komið lieilsufari Alþingis, er ríkisstjóri var beð- inn ásjár. Á einni dagstund greiddi liann úr þeirri flækju, sem máttvana sjúklingsfingur höfðu föndrað við árangui-s- laust, viku eftir viku. ^IÐ höfum ratað í ógæfu. Ál- þingi hefir hrugðizt skyld- um sínum. Það liefir ekki get- að myndað ríkisstjórn, ekki samið fjárlög. I þingsetningar- ræðu sinni minnti ríkisstjóri þjóðina á, að við værum að ganga undir „prófraun“ í félags- legum þroska. Hann sagði: „Vér eigum nú ekkert undan- færi frá því, að aðrir(taki eftir því, hvernig varið er þessum þroska vorum. Á því, hvernig vér reynumst í þeirri prófraun, getur oltið hvort oss tekst að halda þeirri samúð annarra mik- ilsmetinna þjóða, sem vér höf- um átt því láni að fagna að njóta hingað til, samúð, sem að minni skoðun er lífsskilyrði fyrir ör- yggi um framtíðarfrelsi og sjálf- stæði íslenzku þjóðarinnar.“ Þessi alvarlegu áminningar orð þurfa ekki skýringar við. Sú þjóð er í mikilli hættu, sem fellur við prófraun, þegar fram- tíðarfrelsi liennar og sjálfstæSi er í veði. „Elzta löggjafarþing- ið“ er sú stofnun, sem öllu öðru fremur tryggir okkur ríkisborg- ararétt í samfélagi frjálsra þjóða. Þeir, sem friðhelgi njóta innan þeirrar stofnunar, hafa gerzt vargar í vénm. Ef þjóðin vaknar ekki við slík tíðindi, er hún feig. Bandaríkjamenn vöknuðu ekki til sameiginlegra átaka í styrjöldinni fyr en eftir ófarirn- ar við Pearl Harbour. Það var mesta áfallið, sem þeir höfðu orðið fyrir. Uppgjöf Alþingis á að vera okkur Pearl Harbour. Við verðum að vakna, glað- vakna, átta okkur á umliverfinu, gera okkur grein fyrir hættun- um og horfast í augu við þær. Við verðum að bannfæra sundr- unguna, .útrýma flokkskergj- unni, fylkja okkur um málstað þjóSarinnar: frelsi niðjanna um ókomnar aldir. jþ Ó Alþingi liinu forna væri áfiátt í mörgu, var það engu að síður fullkomnasta þj óðveldisstofnun þeirrar ald- ar. Ekkert getur betur tryggt okkur þá virðingu og samúð annara þjóða, sem okkur er lífs- nauðsyn á, en bjargfastur ásetn- ingur nm, að gera „elzta lög- gjafarþingið“ svo úr garði, að það sé fullkomnasta löggjafar- þingið á hverjum tírna.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.