Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 21.12.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 21.12.1942, Blaðsíða 2
ÞJÓÐÓLFUR Við verðum að hætta að trúa á takmarkalausí lýðræði. Slík trú er álíka fávísleg og aka í bíl, sem vantar hemlana. Ekkert frelsi er til án aga. Það á við um þjóðir jafnt og einstaklinga og stofnanir. Agaleysi er ekki frelsi heldur óstjórn. Alþingi ræður sjáift skipun sinni og starfsháttum. Það þarf að setja flokksræðinu þær tak- markanir, sem fyrirbyggja, að þingið geti orðið óstarfhæft. Af hálfu þjóðveldismanna hafa verið bornar fram ákveðnar tillögur um endurreisn þjóðrík- is á íslandi. Það er hin háska- legasta villukenning, að við get- ím haft „viðskipti eins og venjulega“, hvernig sem allt veltist. Við njótum þess að vera tald- ir „elzta lýðræðisþjóðn“. Það á að vera þjóðarköllun okkar að vera öðrum til fyrirmyndar i skipulagi frelsisins. Án nýrra, róttækra læknisráða kemst „sjúklingurinn við Austurvöll“ ekki aftur til lieilsu. ^ lí) verðum að leggja eyrun við kalli hins nýja tíma. Við verðum að muna, að skyld- ur fylgja réttindum, agi frelsi. Við verðum að reisa þjóðfélag- ið á nýjum, traustum stoðum. Alþingi á að vera ímynd þreks og þegnskapar, sterk og virðuleg stofnun. Það á ekki að vera vettvangur smámunalegs skinnaleiks og skæklatogs. Þar á víðsýnt þjóðarauga að vaka yfir „illum augnagjótum“ þröngsýnnar flokksglyrnu. I friðhelgi fornrar lögréttu, á þjóðin að vita málstað sínum borgið. Þar á að vera „ein sál“, þegar sómi og velferð býður. Á. J. Ræða forsætisráðherra. Um leið og nýja stjórnin tók við völdum flutti forsætis- ráðherra, dr. Bjöm Þórðarson, eftirfarandi ræðu: Herra forseti. Háttvirtu al- þingismenn. Eins og yður er kunnugt, hefir hið háa Alþingi reynt, að því er virðist til þraut- ar sem stendur, að mynda stjórn, er fyrirfram hefði stuðning Alþingis. Með því að þettta hefir eklci tekizt, þá hefir lierra ríkisstjórinn farið þá leið, að skipa menn í ráðuneyti án atbeina Alþingis. Nú hefi eg og samstarfsmenn mínir í hinu nýja ráðueyti tekizt þenna vanda á hendur. Kemur þá væntanlega í ljós, er ráðuneytið ber fram tillögur til úrlausnar brýnustu vandamálunum, hvort hið háa Alþingi vill vinna með því eða ekki. , Ráðuneytið telur það höfuð- verkefni sitt að vinna bug á dýrtíðinni, með þvi fyrst og fremst að setja skorður við frekari verðbólgu, meðan leit- azt er við að lækna meinsemd- ina og vinna bug á erfiðleikun- um. Ráðuneytið ætlar sér að vinna að því, að atvinunvegum lands- inanna , sem nú eru margir komnir að stöðvun, verði kom- ið á heilbrigðan grundvöll, svo að útflutningsvörur verði fram- leiddar innan þeirra takmarka, sem sett eru með sölusamning- um vorum, m. a. við Bandariki Norður-Ameríku. Þá verð- ur einnig þegar i stað að gera þær ráðstafanir um innflutn- ingsverzlun landsins, að henni verði komið i það horf, sem skipakostur landsmanna og ó- friðarástandið gerir nauðsyn- legt. Ennfremur ber nauðsyn til, að verðlagseftirlitið verði látið taka til allra vara og gæða, seni seldar eru almenningi, og að tryggja á þeim málum svo ör- ugga og einbeitta framkvæmd sem verða má. Jaframt verða að sjálfsögðu atliuguð ráð til að standast þau útgjöld sem dýrtíðarráðstafan- irnar hljóta að liafa i för með sér. Ráðuneytið mun kosta kapps um að efla og treysta vináttu við viðskiptaþjóðir vorar. Eins og stendur verður lögð sérstök áherzla á vinsamlega sambúð við Bandaríki Norður-Ameríku og Stóra-Bretland. •-‘S.rf.-Sfcv-V.' , • yj*r~'****W ■--'*'** • Ráðuneytið vill eftir föngum vinna að alþjóðar heill. Auðvit- að mun það geta sætt mismun- andi dómum, hvort því tekst að finna réttar leiðir. Ef hinu háa Alþingi og ráðuneytinu tekst að sameina krafta sína til lausnar framangreindum vandamálum, þá vonar ráðu- neytið, að samvinnan verði þjóðinni til hagsmuna. Að lokum skal þess getið, að fyrirhugað er, að ráðuneytið verði skipað fimm mönnum. En ekki hefir enn unnizt tími til þess að skipa fimmta mann- PUDLO vatnsþéttiefni í steinsteypu og múrhúðun fyrirliggjandi. SÖGIN H.F. Einholti 2 — Sími 5652 Brautryðjandi heiðraður. Steingrímur J. Þorsteinsson magister frá Akureyri hefir lagt mikla alúð við að rannsaka skáldsögur Jóns Thoroddsens. Hefir liann staðið fyrir nýrri og vandaðri útgáfu á þeim, sem Helgafellsútgáfan stendur straum af. Eru skáldsögurn- ar i tveim bindum, prentaðar á vandaðan pappír og vel úr garði búnar. Þá hefir Steingrímur lokið miklu ritverik um skáldsögur Jóns, er koma mun út á vegum sama útgáfufélags snemma á næsta ári. Verður það i tveim inn, sem væntalega fer með félagsmálin. í ríkisstjórninni eiga, auk for- sætisráðherra, sæti Einar Arn- órsson, dómsmálaráðherra, Björn Ólafsson, viðskiptamála- ráðherra, og Vilhjálmur Þór, utanríkismálaráðherra. bindum og gefið út í sama broti og útgáfa Steingríms af skáld- sögunum. Hefir Steingrímur varið ærnum tíma og fyrrihöfn til rannsókna sinna enda leikur orð á því, að í riti sínu muni hann birta ýmsar nýstárlegar niðurstöður varðandi skáld- sagnagerð Jóns. Mun það sízt ofmælt, að rits Steingríms sé beðið með óþreyju af öllum þeim, er áhuga hafa fyrir þess- um efnum. Hann hefir dvalizt vestra í byggðalagi Jóns og aflað sér margháttaðra upplýs- inga, er hann styðst við í rit- inu. Verður það prýtt ýmsum myndum, sem fengur mun þvlcja að. Skáldsögur Jóns Thorddsen eru síungar. Þær eiga óskiptri hylli að fagna hjá liverri nýrri kynslóð. Höfundurinn var brautryðjandi i íslenzkri skáld- sagnagerð. Hans eigin verk hafa reynzt óbrotgjarn minnisvarði. Það er vel, að jafn efnlegur fræðimaður og Steingrímur Þorsteinsson leggur alúð við að Icrvfja verk hans til mergjar. Slíkt er virðulegur sæmdarvott- 1 ur og vel við hæfi. Stf órnmálaþroisíkl vor Mendingfa. Eftir Jon élafsioo, lögfræðing:, Skipun Alþingis. Eg gerði baráttuna um meiri hlutann að umtalsefni í grein hér í blaðinu 7. þ. m. Eg benti á, að það skipti miklu máli, hvernig um meiri- hlutaúrlausnina væri búiS. Allir eru sammála um að krefjast einhvers lágmarksald- urs sem skilyrði fyrir kosninga- rétti til löggjafarþinga. Við höf- um sett það lágmark við 21 árs aldur. Með fáum undantekn- ingum liafa því allir íslenzkir ríkisborgarar kosningarétt til Alþingis, þegar þeir hafa náð 21 árs aldri. Ein kosning fer fram til Alþingis til 4 ára i senn og er hinum kjörna hópi skift sem næst í þrjá hluta og fer sem næst % hluti í efri deild og % í neðri deild Alþingis. Þetta gerir engan raunveruleg- an mun á þingdeildunum og er því vart unt að tala um tveggja deilda þing. Það er fróðlegt að bera sam- an samsvarandi ákvæði, sem giltu í Danmörku eftir stjóm- arskrá Dana frá 5. júní 1915 meö breytingum, frá 10. sept- ember 1920. Löggjafarþing; Dana skiptist í tvö þing, Lands- þing og Þjóðþing. Kjörtímabil til Þjóðþingsins er eins og hjá oss og áiíka tilhögun að öðru leyti en því, að skilyrði kosn- ingaréttar og kjörgengis er 25 ár. Kosningar til Landsþingsins eru aftur á móti í grundvallar- atriðum ólíkar. Sldlyrði fyrir kosningarétti og kjörgengi var 35 ára aldur. Tala þingmanna til Landsþingsins alls 72, en þar af 53 kjörnir óbeinum kosn- ingum með kjörmönnum en 19 af þinginu sjálfu. Væri þingið rofið, bar hinum þjóðkjömu fulltrúum að kjósa þessa 19 áð- ur en umboð þeirra féllu niður. Kjörtímabil 8 ár, en helmingur hinna þjóðkjörnu eða þvi sem næst, gekk úr 4. hvert ár. Aldurstakmarkið er sett hærra til þess að tryggja meiri þroska og festu. Kjörmannaval er við haft til þess að tryggja sem bezta menn til þingsins og byggizt á því að eftir þvi sem oftar er valið úr úrvali, muni líkur aukazt fyrir því að það bezta verði síðast valið. Loks munu hinir þingkjörnu fulltrúar eiga að tryggja sam- fellt starf í þinginu. Það verður ljóst, þegar þetta er borið saman, að Danir hafa gert miklu strangari kröfur en vér til lífsreynslu og þroska meðal kjósenda og þingmanna þar í landi en vér. Allar ástæður virðast þó eiga að liníga i þá átt, að Danir væru stjórnmálalega þroskaSri en vér. Vér höfum til skamms tíma lifað afskekktu, óbrotnu og einföldr lífi, tiltölulega stutt- an tíma farið með stjórnmál vor sjálfir að öllu leyti á með- an Danir lifðu í þéttbýli, við góðar samgöngur innanlands, stjórnuðu málum sínum sjálf- ir og nutu þeirra gæða að vera í þjóðbraut mikilvægra sam- gangna og viðskipta. Vér veröum að bæta úr þessu á tvennan hátt hjá oss. I fyrsta lagi með þvi að þroska þjóð- ina meira en gert liefir verið stjórnmálalega, svo að liún verði sem færust um að dæma um þau mál, sem fyrir hana eru löggð og í annan stað með því að gera Alþingi að raun- verulegu tveggja deilda þingi, þar sem skilyrði fyrir kosninga- i'étti eru gerö strangari til ann- arar deildarinnar og viðhafðar óbeinar kosningar með kjör- mönnum og sennilega allt land- ið gert að einu kjördæmi til þeirrar deildar svo að hreppa- pólitík yrði sem, mest útilokuð. * II. Allra stríð gegn öllum. S tj órnmálaþroski byggist nú á tímum að verulegu leyti á félagsþroska. Þegar vér lítum, þótí ekki sé nerpa stutt tímabil aftur í tímann, verðum, vér að viðurkenna, aö ekki er langt síðan mestur hluti þjóðar- innar bjó dreifður um landið á afskekktum býlum og útróðr- arstöðum. Bóndinn varð að sjá um búskap sinn og fjölskyldu sína og sjómaðurinn um útgerð báts síns. Félagshyggja þeirra náði sennilega ekki langt út yfir fjölskyldur þeirra. Frumstæðasta félagslieildin, sem þekkist, er sennilega fjöl- skyldan. Áður en skipuleg þjóðfélög mynduðust, var fjölskyldan frjáls og óháð félagsheild, en varð liins vegar að treysta á inátt sinn og megin. Þótt frjáls- ræðið væri mikið, var réttar- öryggið ekki að sama skapi, því þá létu menn höndur skifta. Þetta ástand var því kallað „allra stríð gegn öllum“ og liafa réttarsögufræðingar kallað þaö á latínu: Onnium, bellum contra omnes. — Hið skipulega þjóð- félag með rikisvaldi batt enda á þetta ástand ag allir munu nú viðurkenna, að hið skipu- lega þjóðfélag sé nauðsynlegt fyrir einn og alla. Hin breyttu lífsskilyrði með

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.