Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 21.12.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.12.1942, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR Yeldn vini þlnnm groðsft bok í jolagrjöf íslenzk menning I., eftir Sig. Nordal, íb. 80.00, 95.00. Söguþættir landpóstanna I.—II., ób. 100.00, íb. 125.00. Frásagnir um Einar Benediktsson, 50.00. Skáldsögur Jóns Thoroddsens, I.—II., 50.00, 90.00, 110.00. Tóníó Kröger, eftir Thomas Mann, 12.00, 18.00. Kvistir á altarinu, e. ól. Jóh. Sigurðsson, ób. 23.00. Sandur, eftir Guðm. Daníelsson, 20.00,30.00, 40.00. Úrvalsljóð, eftir Kristján Jónsson, 15.00. Kropotkin fursti í skinnb., 40.00. Florence Nightingale, eftir Lytton Strachey, 30,00. Lady Hamilton, eftir Schumacher, 50.00. Frú Roosevelt segir frá, 40.00, 52.00. Feigð og f jör. endurminningar ítalsks skurðlæknis, 45.Ö0, 55.00. Jólaæfintýri Charles Dickens, ib. 55.00. Snabbi, eftir Wodehouse, ób. 28.00. Fanny, íb. 15.00. Milla, eftir Selmu Lagerlöf, 9.00, 17.00. Kofi Tómasar frænda, 11.00, 15.00. Það er gaman að syngja, eftir Stefán Jónsson, 5.00. Leggur og skel, eftir Jónas Hallgrímsson, 2.50. Mikki mús, 12.00. íslenzk litabók, 6.00. Allar fáanlegar ísl. bækur. — Sent gegn póst- kröfu hvert á land sem er. Bókabúö Máls og menningar Laugavegi 19. — Simi 5055. — Pósthólf 392. IVj jar bæknr. Um þessar mundir kemur á markaðinn ný bók eftir Halldór Kiljan Laxness. Er það safn rit- gerða og nefnist Vettvangur dagsins. Ritgerðirnar eru um fjöru- tíu talsins. Fjalla þær einkum um bókmenntir. Meðal þeirra er erindið „Ritböfundurinn og verk hans“, er Laxness flutti í útvarp á vegum listamanna- þingsins. Vakti það erindi mikla athygli og liafa margir látið í ljós þá ósk, að það yrði birt á prenti. — Af öðrum greinum í bókinni má nefna ritgerð um Jóhannes Kjarval, Einar Rene- diktsson, Guðmund skáld Röðv- arsson, Stein Steinar og Jóhann Jónsson, og „Inngangur að Passíusálmum Hallgríms Pét- urssonar“. X Ljóð og lög II. og III. Safnað hefir Þórður Kristleifsson. Þórður Kristleifsson hefir um mörg undanfarin ár verið söng- kennari við Laugarvatnsskól- ann. Hann liefir helgað líf sitt söngkennslunni, og er hann á því sviði ekki aðeins athafna- maður, heldur og afburðamaður. Til þess að ráða nokkura bót á söngkennslu í skólum gaf Þórður ut fyrsta hefti af Söng- lagasafni er hann nefndi „Ljóð og lög“. í þvi hefti voru uln 100 söngvar og þótti val þeirra tak- ast með ágætum vel. Nú hefir liann sent frá sér 2. og 3. hefti af Ljóðum og lögum og er fyrra lieftið lielgað hlönduðum kórum en hið síðara karlakór- um og eru 100 lög í þeim báð- um. Telja söngfróðir menn að safn þetta hafi i hvivetna vel heppnast og að síðari heftin standi í engu að baki hinu Kjólaefni — Undirfatnaður Silkisokkar — Slæður Burstasett — Snyrtivörur. Manchettskyrtur — Nærföt Treflar — Hanzkar Bindi — Raksett. Ennfremur telpukjóla og kápur og m. fl. — Smekklegt úrval. Enginn fer í jólaköttinn hjá oss! — Verzlunin ÞZNGEY Laugavegi 6 8. Dráttarvextir Hér með er vakin athygli á þvi, að dráttarvextir hækka á öllum tekju- og eignarskatti, sem ekki hefir verið að fullu greiddur fyrir næstkomandi áramót, þannig að vextirnir reiknast 1 % fyrir hvem byrjaðan mánuð úr því, í stað y2% á mánuði áður. Jafnframt er þeim, er kaup eða þóknun taka hjá öðr- um, bent á, að enda þótt atvinnurekendum verði upp úr áramótum falið að halda eftir af kaupi þeirra upp í skattgreiðslur, losar það gjaldandann ekki undan greiðslu fullra dráttarvaxta. Tollstjórinn í Reykjavík, 15. des. 1942. fyrsta, sem þótti með afhrigð-um gott. auknum framförum, stórút- gerð, vélaframleiðslu og verka- skiptingu gerir fólkið enn liáð- ara hverju öðru en áður og enn brýnni nauðsyn samstarfs. Við þetta á félagsþroskinn að auk- ast og það veltur mikið á að hann beinist i réttar áttir. Hinn rétti félagsþroski verður að hyggjast á því að borgararnir vinni saman en ekki gegn hver öðrum. Það er öfug þróun, ef ínenn vinna að þvi að liafa af öðrum eða lifa á öðrum. Rorgarinn á að hafa það liug- fast, að honum ber að vinna fyrir heill þjóðfélagsins jafn- framt því sem hann vinnur fyrir sjálfan sig. Þegar um félagsþroslca er að ræða, verður ekki hjá því kom- izt að minnast á stjórnmála- flokka þá, sem starfað hafa hér á landi undanfariö. Starfi þess- ara flokka og afstöðu til mála, munu sára fáir menn ráða inn- an hvers flokks. Flestum mun vera kunnugt um störf þeirra i þjóðfélagsmálum. Það er öll- um vitanlegt, að auk þess sem þeir fara oftsinnis með rang- færslur og blekkingar í mál- flutningi sínum gagnvart kjós- endum, þá ala þeir stórlega á mótsetningum milli flokka og •auka ágreining um þau mál, sem skipta borgurunum í hags- munahópa. Hér verða því flokksstjórnirnar eða flokkarn- ir senl slíkir i líkri aðstöðu eins og hinar frumstæðustu félags- heildir, sem ekki lutu nokkru skipulagi utan þeirra, en létu liöndur skipta. Það lítur þvi út fyrir að þeir hafi raunverulega tekið að sér það hlutverk að vekja upp hinn gamla draug: „allra stríð gegn öllum“, sem áður er frá sagt. Heilbrigð samtök i þjóðfélags- málum eru góð og nauðsynleg og gildir það um stjórnmála- floldca eins og önnur áliuga- mál sem menn sameinast um. — Missi þeir hinsvegar sjónar á þeim grundvallarreglum. sem þjóðfélagið verður að byggjast á, ])á eru þeir slcaðlegir og eiga engan rétt á sér. . Eftir framkomu stjórnmála- flokkanna undanfarið hefði mátt búast við megnri andúð gegn þeim meðal kjósenda, ensú 'andúð liefir þó ekki birzt í því, að þeir ger$u kröfur til neinna breytinga á mönnum þeim, er flokkunum stjórna og ráða meðferð mála. — Hvort þetta stafar af áhugaleysi eða þroska- leysi er ekki gott aö segja. Sterkasta og eðlilegasta að- liald fyrir flokksstjórnir og ein- staklinga, sem við stjórnmál fást er einmitt það, að kjósend- ur láti þá finna til þess, ef þeir halda illa á málstað þjóðarinn- ar. Ef flokksmaður getur eigi komið á bótum í sínum flokki, þá virðist hið eina rétta, sem hann getur gert, að segja sig taf- arlaust úr þeim flokki og láta engin brigsl um flokkssvik eða þessháttar aftra sér frá því. Ann- ars íverður hann verkfæri til þeirra framkvæmda, sem hann ekki raunverulega óskar sjálfur og sem verða mundu til óþurft- ar almenningsheill. Ástand það, sem nú ríkir í stjórnmálum, virðist og staðfesta þetta. Sem þjóðfélagsþegnar leggj- um vér mikla áherzlu á að njóta frelsis eða frjálsræðis í sem fyllstum mæli og krefjumst einnig jafnréttis fyrir alla. Jafn- framt þessu viljum vér njóta góðs af hinu skipulega þjóðfé- lagi. — Vér verðum að gera oss þaö ljóst, að viljúm vér þetta allt, þá verðum vér að horfast í augu við það að taka á oss ýms óþægindi sem því fylgja. Jafnréttið er fögur og viður- kennd hugsjón og regla, en það takmarkar þó frjálsræði ein- staklinganna á ýmsan hátt. — Skipulagning sú, sem þjóðfé- lagið byggist á, skerðir frjáls- ræðis enn meira. Eg hygg að allir geti verið sammála um að þessi þrenning, sem eg taldi hér að ofan, sé góðir hlutir, sem fáir mundu vilja missa. En það getur stundum orðið erfitt að halda jafnvægi á milli þeirra. Það er mikils um vert að gera sér ljóst, hvernig ástand er í þjóðfélaginu og afstöðu þess út á viö, því á hættulegum og erf- iðum timum getur verið nauð- synlegt að gera ráðstafanir til að tryggja afkomu og velferð þjóðfclagsins, sem á öðrum tímum liefðu ekki verið nauð- synlegar. Sérhver, sem, vill láta sér annt um velferð þjóöar sinnar, á þvi að fylgjast með í þeim málefnum, sem þjóðfé- lagið varðar mestu og geta tek- ið afstöðu til þeirra mála, sem úrskurða þarf og standa við þær úrlausnir, sem gerðar eru og taka afleiðingunum af þeim. Ef vér athugum, hvemig ó- friðarþjóðirnar hafa orðið að skipuleggja öll störf og frani- leiðslu hjá sér, þá er mjög sennilegt að mikið megi þar af læra. Það er ekki ótrúlegt, að vér verðum að lifa við mildu meiri skipulagningu í framtíð- inni en vér hér á landi höfum átt að venjast. Ef svo verður, er nauðsynlegt aö vér berum þroska til að velja sem hæfasta menn að stjórna málefnum vorum og að unnið sé eftir vís- indalegum aðferðum og fullt til- lit tekið til reynslu, sem áður hefir fengizt. — Hér hefir flest skipulagning i atvinnuháttum illa farið og hafa menn almennt ótrú á slíkri skipulagningu, en þetta stafar af þroskaley^i og óbyrgðarleysi. Það verður aö leggja áherzlu á vinnuafköst en ekki vinnutíma. Það verður að yinna eins vel, þegar unnið er fyrir heildina eða það opinbera eins og þegar unnið er fyrir ein- staklinga eða fyrir eiginn hag. J. Ól. 9

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.